Morgunblaðið - 03.03.1974, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARZ 1974
Eitt þeirra orða, sem oft heyrast
í samræðum ungs fólks, er orðið
grúvf (groovy), en ekki treysti ég
mér til að útskýra merkingu þess,
nema það er notað yfir einstakl-
inga, lög og hljómsveitir, sem
þykja eitthvað alveg sérstakar.
Orðið meika (make) er einnig
mikið notað í sambandi við popp-
tónlist og þegar talað er um að
einhver „grúppa sé að meika það“
er jafnan átt við, að viðkomandi
hljómsveit sé í þann veginn að
hljóta almennar vinsældir. Auk
þess er algengt að heyra setning-
ar sem þessa: „Ég meika þetta
bara alls ekki“ í merkingunni að
geta ekki gert eitthvað.
Eignarfallsnotkun
Eins og áður segir eru til eðli-
legar skýringar á þessum ensku
áhrifum í málnotkun unga fólks-
ins. Hins vegar er öllu furðulegri
sú sterka tilhneiging, sem ungt
fóik virðist hafa til þess að nota
eignarfall I mun rfkari mæli en
áður tiðkaðist. Notkun eignar-
fallsins er þó ekki bundin við
poppheiminn eingöngu, heldur
virðist hún mjög rlkjandi hjá
ungu fólki almennt. Þó er ótalið
það furðulegasta, en það er, að
samfara eignarfallsnotkuninni
hafa verið nokkur brögð að þvi,
að notað sé -i alls staðar þar sem
sérhljóðar koma fyrir I viðkom-
andi orðum. Erfitt er að geta sér
til um, hvaðan þessi málbrögð eru
runnin, en ég minnist þess að
hafa fyrst heyrt þetta i sambandi
við skemmtistaðinn Glaumbæ,
(blessuð sé minning hans) áður
en hann brann. 1 þann tið var
mikið talað um að fara til
Glimbis, — fæstir sóttu skemmti-
staðinn Glaumbæ á þeim árum,
heldur fóru menn almennt og yf-
irleitt „til Glimbis”. Önnur dæmi,
sem ég man eftir í fljótu bragði
eru: Ginni Þirðis (Gunni Þórðar),
sem spilaði fyrst með Hlimbis
(Hljómum) og seinna i Tribritis
(Trúbrot), KiIIi í Flivirs (Kalli í
Flowers) og Iri f Riff Tippis (Ari
í Roof Tops). Eitthvað mun -i
notkunin hafa minnkað á allra
síðustu árum, en eingnarfalls-
notkunin heldur enn velli og virð-
ist jafnvel færast í vöxt. Nokkur
dæmi um þessa notkun I dag: að
fara til kerfis (missa stjórn á
sjálfum sér) vera til hæðar (þeg-
ar viðkomandi hefur reykt hass),
Fara til öls (drekka áfengi) og
eitt sinn sagði ágætur vinur minn
við mig, er ég innti hann eftir
nýjum skóm, sem hann var á:
„Já, ég fór til skós“.
Dæmi úr daglegu tali
Áður en lengra er haldið vil ég
eindregið benda mönnum á at-
hyglisverða grein eftir Arna
Böðvarsson cand mag., sem hann
skrifaði í Samvinnuna 4. tbl. frá
1971. 1 þessari grein gerir Árni
málfar unglinga að umtalsefni og
er fáu þar við bætandi. í því, sem
hér fer á eftir, verður í og með
tekið mið af grein Arna og vitnað
i hana á stöku stað.
Um orsakir þessa sérstæða ung-
lingamálfars segir Árni m.a.:
„Ekki verður um það villzt, að
málfar i mótun lætur undan tízku
miklu meira nú en áður var, og
kemur það ýmislegt til. Hér skal
ininnzt á tvennt. Annars vegar
eru utanaðkomandi áhrif miklu
hraðvirkari nú en áður var, smit-
andi hugsanagangur sterkani eða
áhrifarikari. Hins vegar nafa
breyttir samfélagshættir valdið
þvi, að börn og unglingar læra
miklu meira málfar hvert af öðru,
af jafnöldrum sinum, en áður var,
enda verður þess glögglega vart,
aá hópeinkenni máls eru algeng-
ari meðal aldursflokka unglinga
en annarra samfélagshópa.
Þetta málfar ungliinga er oft
lítríkt, þrungið tilfinningu og
myndrænt í mesta máta. . . “
Af skiljanlegum ástæðum er til
grúi orða og orðatiltækja, sem
bundin eru athöfnum, sem mjög
eru ofarlega í hugum manna, svo
sem samfarir, akstur bifreiða og
áfengisneyzlu. Að taka í er senni-
lega algengast yfir samfarir og af
því er dregið orðið ítak, sem getur
bæði þýtt stúlka eða samfarir.
(Gott itak er þá stúlka, sem fer
vel í bóli). Af öðrum orðatiltækj-
um í sambandi við samfarir má
nefna að bylta og vera til bylt-
ings. Arni Böðvarsson nefnir gott
dæmi, sem gæti verið þverskurð-
ur af málfari ungs fólks, þegar
þessi mál ber á góma: „Ég var til
ofsa byltings I nótt með píunni,
sem við vorum að spá í í fyrra-
dag.“
Um akstur bifreiða er dræfa
algengasta orðið og dræfer um
bílstjóra. Kar eða drusla er mikið
notað um bifreið og auk þess
nefnir Árni í grein sinni: Tæki,
apparat, trog, kaggi, kerra, brak
og tryllitæki, en að trylla er notað
yfir hraðan akstur og að spæna
eða tæta um að taka harkalega af
stað.
1 sambandi við áfengisneyzlu er
nú að verða mjög algengt að tala
um að fá sér hund (Hundur í
þessu tilfelli þýðir þá sjálft áfeng-
ið). Þá má nefna orð eins og að
búsa og búser um mann, sem
neytir meira áfengis en góðu hófi
gegnir. Eins gera menn mikið af
því nú til dags að kíkja á glas,
djúsa eða fá sér einn skakkan og
verða skakkur. Arni Böðvarsson
nefnir auk þess orðatiltækið að
skíta á tappa yfir áfengisneyzlu
og þannig má lengi telja.
Þá er mikið talað um það nú til
dags að flippa út eða vera flippað-
ur. Nú „flippa" menn almennt út
undir hinum ólíklegustu
kringumstæðum, en þetta orðatil-
tæki er notað þegar menn missa
stjórn á sjálfum sér, verða sér til
skammar eða gera eitthvað, sem
kemur á óvart, („Gummi flippaði
ferlega út í gærkvöldi").
Af öðrum dæmum úr daglegu
tali ungs fólks má nefna pfa, sem
er algengasta orðið um stúlkur, og
gaur, sem er almennt notað um
pilta. Stúlkurnar segja um
myndarlega og spennandi stráka,
að þeir séu töff gaurar og ef strák-
um þykir einhver stúlka sérlega
aðlaðandi er hún flott pfa. Af
öðrum dæmum, sem Arni
Böðvarsson telur upp um stúlk-
ur, má nefna: tjása, meri, pæja,
spúsa, skvfsa, flyðra, sjúlla, fýsa
og bomba eða kroppur (vel vax-
inn kvenmaður) skúta (fyrir-
ferðarmikill kvenmaður) og sjálf-
ur hef ég ósjaldan heyrt talað um
buddu, þegar viðkomandi er lítil
og þybbin. Um pilta er einnig til
aragrúi orða og eru þessi helzt:
peyi, svæs gæ, gaukur og töffari
(sá sem gerir sér far um að ganga
i augun á stúlkum). Þá gerir ungt
fólk nú til dags mikið af þvi að
pæla í hinu og þessu og spá i
hlutina, t.d. „pæla gaurarnir í pí-
um“ og „pæjan er að spá í að fá
sér nýtt dress“.
Öfug merking orða
Mjög algengt er að unglingar
noti orð í öfugri merkingu, en um
það segir Árni Böðvarsson m.a.
„Eitt af einkennum þessa sér-
stæða unglingamálfars eru mál-
brögð, sem nefna mætti umhvörf,
það er orð notuð í umhverfri
merkingu, öfugri merkingu við
hina venjulegu. Gildir þetta bæði
um last og lof. Til að mynda talar
þetta fólk um að að eitthvað sé
ógeðslega, sóðalega, viðbjóðslega,
ferlega, skuggalega, ofsalega, of-
boðslega, æðislega, fskyggilega
fallegt, en hins vegar: Þetta lag er
alveg ferlegt, þ.e. ljött eða leiðin-
legt. Það er hrós um mann að
segja, að hann sé geggjaður, æðis-
legur, eða geggjaður, truflaður,
brjálaður, skræpóttur persónu-
Ieiki.“
Af öðrum öfugmælum í þessum
dúr, sem mikið eru notuð meðal
unglinga, má nefna „hann er
alveg æði“ (um einhver, sem þyk-
ir miklum kostum búinn), klfstr-
aður persónuleiki, ruddalega
smart, ógeðslega fallegt, og eitt
sinn heyrði ég, þegar rætt var um
fallega konu, að hún væri svf-
virðilega falleg.
Ekki er ástæða til að fara nánar
út í þessa sálma að sinni, en fyrir
þá, sem hafa áhuga á að kynna sér
þetta frekar, skal enn bent á hina
ágætu grein Árna Böðvarssonar í
4. tölublaði Samvinnunnar 1971.
En þessi dæmi, sem hér hafa ver-
ið tilfærð gefa vissulega ástæðu
til að ætla, að málfar unglinga í
dag sé verðugt rannsóknarefni
fyrir málvísindamenn, félags-
fræðinga og jafnvel sálfræðinga,
því að einhverjar ástæður hljóta
að liggja hér að baki. Ef til vill er
þetta aðeins enn eitt dæmið um
andúð og uppreisn æskunnar
gegn öllum viðteknum hefðum og
venjum þjóðfélagsins, — og þá
vaknar aftur sú spurning, — af
hverju sprettur sú andúð???
Sv.G.
um grúppur,
sánd, fUingar og
Nokkrar hugleiðlngar pælingar
um máifar ungs folks
Pælt f pfum.
Ætli þær séu að spá f að fá sér
□ Það er staðreynd, að popptón-
list hefur á ýmsan hátt breytt
viðhorfum og hugarfari ungs
fólks um allan heim, — hvort sem
það hefur orðið til góðs eða ills.
Klæðaburður hefur tekið algjör-
um stakkaskiptum, framkoma er
frjálslegri og um leið óskamm-
feilnari, svo ekki sé talað um hina
síðu hártízku karlmanna, sem nú
virðist hafa hlotið almenna viður-
kenningu, a.m.k. á Vesturlöndum.
En hér á íslandi eiga þessar
breytingar sér dýpri rætur og á ég
þar við þær breytingar á málfari
ungs fólks, sem að miklu leyti má
rekja til popptónlistar og popp-
tónlistarmanna. Enskuslettur
hafa mjög færzt í vöxt á undan-
förnum árum og á það sérstaklega
við um orð í sambandi við
skemmtanaiðnaðinn og hljóm-
sveitarstörf almennt. Þessi þróun
er þó ekki óeðlileg, þar sem áhrifa
frá hinum enskumælandi löndum
gætir mjög f öllu, er lýtur að
popptónlist, og mörg þeirra orða
og hugtaka, sem popptónlistar-
menn fást við f daglegum
störfum sínum, missa tilfinn-
ingalegt gildi við þýðingu,
enda er erfitt að þýða mörg
þessara orða svo að vel fari.
1 þessu sambandi má benda á, að
hér er síður en svo um einsdæmi
að ræða. Þeír tónlistarmenn, sem
fást við sígilda tónlist, nota ennþá
ítölsk orð svo sem „lento"
„moderato“ og „allegro“ og marg-
ir háskólamenn, sem hafa stund-
að nám við erlenda háskóla, eiga í
erfiðleikum með að hugsa um
fræðigrein sína á íslenzku, enda
ekki óalgengt að heyra fræði-
menn slá um sig með orðum, sem
almenningur skilur ekki. En það
er önnur saga og í þessu greinar-
korni verður reynt að fjalla eitt-
hvað um málfar ungs fólks, —
þær breytingar, sem orðið hafa
vegna áhrifa frá popptónlist, og
sérkennileg orðatiltæki, sem að
nú virðast vera að festa rætur í
málnotkun unga fólksins.
Hljómsveitamállýzka
1 stað orðsins hljómsveit er yfir-
leitt notað grúppa eða band og
þegar átt er við hljómburð er tal-
að um sánd eða jafnvel þrumu-
sánd ef hljómburðurinn þykir
sérstaklega góður. Páer (power)
er algengasta orðið yfir mikinn
hljómstyrk og mæk eða mækur
(sem dregið er af enska orðin
microphone) heitir tækið, sem
söngvarar nota til að magna upp
rödd sína. Þetta tæki var kallað
„Töff gaur og flottar pfur“.
hljóðnemi f gamla daga, ef ein-
hver man svo langt. Setning
mynduð úr þessum orðum gæti
orðið eitthvað á þessa leið: „Mæk-
inn sándaði ekki nógu vel miðað
við páerið í grúppunni."
Um hugtök tilfinningalegs eðlis
eru notuð hin ýmsu orð svo sem
fílingur og að fíla hitt og þetta.
Dæmi: „Ég fíla þessa grúppu,“
eða „hann var í ofsa fíling þarna
um kvöldið". Þetta hugtak er eitt
af mörgum, sem erfitt er að snara
í íslenzku án þess að merking
raskist. Tilfinning nær því ekki
nógu vel, þvi að ef maður „fílar
einhverja grúppu" þýðir það í
raun eitthvað annað og meira en
bara það að hafa tilfinningu fyrir
viðkomandi hljómsveit. Ég verða
að játa, að mér er ekki kunrtugt
um neitt orð í íslenzkri tungu,
sem nota mætti með góðu móti,
þegar talað er um a'ð „fíla eitt-
hvað“.