Morgunblaðið - 03.03.1974, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MARZ 1974
Hjá hluta af verkfærunum í
smiðjunni, en hundrað
stórra og smárra verkfæra
hefur hann smíðað sjálfur.
A kvöld-
göngum
smíðar
hann gripina sína si mwn1 ml juh (Jlti
Sigurður á nýju Su/uki skelli-
nöðrunni sinni með tilheyrandi
hjálm.
hátt til lofts, rétt mannhæð, og
ekki vítt til veggja, um það bil
fimm fermetrar. Hver hlutur
hékk á sínum stað, hlið við hlið
eins og fannirnar í jöklinum, en
þarna voru allir hlutir hlýlegir.
Þeir hefðu ekki verið slegnir hátt
í nútíma bústað þéttbílis, en þeir
áttu persónutöfra þess, sem hefur
gildi.
Rúm Sigurðar tók nærri hálft
gólfrýmið, hlutirnir, félagar hans
hvildu sig á eilifðarspássitúrnum
á tæplega hinum helmingnum og
á milli var þröngur stígur fram-
rásarinnar.
Sigurður sat á rúmi sínu og reri
fram f gráðið. Fyrir ofan hann
hékk gömul sláttuklukka. Lúin að
sjá eftir langan dag, en tifaði sínu
tifi eins og hjarta þess manns,
sem þráir og lifir.
Elías sat einnig á rúmstokkn-
um, ég á gömlum stól úti í horni.
,,Ég hef nú búið hér frá 1940,“
sagði Sigurður, „þetta var byggt
þá en hefur aldrei verið klárað.
HANS aðalstarf hefur verið að gera við ýmsa hluti,
sem úr lagi eru gengnir, en sér til gamans hefur
hann smíðað hundruð verkfæra sem eru völundar
smíð. Hann á sér litlu smiðju f Kiljuholti á Mýrum
vestan Hornafjarðar.
Hann býr þar í nábýli við Vatnajökul og blómin,
sem spretta ár hvert þrátt fyrir svalann af jöklin-
um.
Hann er völundur og uppfinningamaður, eitt af
hinum mörgu ævintýrum í íslandssögunni, sem
fara dult.
,Já, komdu blessaður,“ sagði
hann og traust, þéttingsfast hand-
tak kom í kjölfarið. „Já, blessaðir
gangið í bæinn," hélt hann áfram
þegar við Elías Jónsson frá Höfn í
Hornafirði bönkuðum upp á í
Kiljuholti á Mýrum einn súgkald-
an sunnudagsmorgun.
Það eru skemmtilegar andstæð-
nr barna á Öræfasvæðinu. Kvöld-
ið áður hafði ég verið i dans-
sal hótelsins. Þar dunaði loft-
ið af danshitanum, en árla
sunnudagsmorgunsins höfð-
um við brugðið okkur upp að
Fláajökli til þess að skoða ís-
hella. Það var stórkostlegt
að ganga inn í jökulinn og
horfa á ky njamyndirnar inni í
honum. Maður gleymir bíómynd-
um, en maður gleymir ekki slíkri
sýn inni í Fláajökli.
Eitt og eitt strá gægðist upp úr
fönninni á hlaði Kiljuholts. Bú-
vélar hvíldu þar í fönn eins og
venja er búvéla á íslandi. Norðan-
boli lék á þekjum.
Við lokuðum hurðinni á eftir
okkur og við augum blasti löng
reynsla snillings í handverki.
Meistari smiðjunnar, Sigurður
Filippusson, brosti hlýlega.
Vinnuteknar hendur hans báru
sömu merki og blái nankinsgall-
inn hans. Nýting var aðalsmerki
umhverfisins. Ekkert pjátur né
tildur, mus eða pö, nýting og út-
sjónarsemi, takk.
Um tólf fermetra gólfflötur er í
smiðjunni, en alls kyns tæki og
nýtijárn minnkuðu sjálfan gólf-
flötinn stórlega. Maður varð að
smjúga þarna um eins og í hröð-
um polka á dansiballi. í loft-
inu lék sér ilmur af oliu,
járni, timbri, heyi. Smiðju
ilmur, sem fær mann til að
verða hluta af öllu húllari-
inu. I norðurhluta smiðjunnar
stóð merkileg maskína, renni-
brekkur og eitthvað fleira heima
smíðuð og reimadrifin. Á öllum
veggjum voru verkfæri, býsn af
verkfærum í hundraða tali. Flest
smíðuð af hagleiksmanninum Sig-
prði Filippussyni, fæddum í
Digurholti á Mýrum á þvi Herr-
ans ári 1904.
Inn af smiðjunni var gengið inn
í herbergi Sigurðar. Það er ekki
Völundurinn með eitt þeirra verkfæra, sem hann hefur smfðað, forláta töng.
En okkur kemur vel saman.“ „Bú-
fénað? Nei, ég á bara tvö hross.“
Hans starf hefur verið að gera
við hluti, gera við, gera við, gera
við allt mögulegt í áratugi. „Það
er nú meiri viðgerðin, en aðal-
verkefnið hefur nú verið að taka
bilaða hluti og lagfæra. Einu
sinni nostraði ég við úraviðgerðir,
smæstu úr, ekki þó fullfær til að
gera við alla hluti, en maður hef-
ur tekið á mörgu um dagana. Ég
hef ákaflega mikið verið í smiðju
um dagana."
Smiðaði flestar eldsmiðjurnar á
þessum slóðum. Rafstöðvar.
Bakkaði fyrsta skozka ljáinn
þarveris fyrir 55 árum í Heina-
bergi.
Þannig mætti lengi telja.
hef alltaf jafn gaman af að
vera f smiðjunni. Hef smíðað
nokkuð mikið af mínum verkfær-
um sjálfur. Já, já, aldrei haft
teikningar. Ég hef verið að gera
téikningar eftir ýmsum hugdett-
um mínum, og smíðað eftir þeim.
Þetta hefur gengið svona, en það
er gott ráð ef maður er ekki full-
fær um að gera eitthvað, að ganga
úti á kvöldin og hugsa um það. Þá
er maður að smiða á leiðinni, en
það er nú betra að umferðin sé
ekki mikil.“
Um tíu ára bil sá Sigurður um
flutninga á milli Hafnar og Mýra-
bæjanna, fimmtán talsins, eða
svo. Hann hafði tvo báta:
„Það var voðalega erfitt, þurfti
oft að draga bátana yfir leirurn-
ar, því það er svo grunnt vatnið
þarna.“
E3nn kapítuli úr ævi hans, við-
gerðir og þjónusta.
„Já, það var lítið um verkfæri,
en samt alveg furða hvað þetta
lánaðist nú samt. Hve mörg? Ég
veit það ekki þau eru orðin mörg
hundruð verkfærin, sem ég hef
smíðað, allt frá 5 ára aldri.“
Ösjaldan þegar fregnir bárust
af nýjum verkfærum í kaup-
félaginu, brá hagleiksmaðurinn
sér á ról. Svo stóð hann góða
stund með verkfærið í höndunum
við búðarborðið, þakkaði sfðan
fyrir sig og hélt heim á leið. Á
leiðinni smíðaði hann f huganum
og ekki leið á löngu þar til verk-
færið fæddist í höndum hans oft
eitthvað lagfært tæknilega séð. i
hinum stóru útlöndum hafa slíkir
menn stórar smiðjur og aðstoð til
að fiýta fyrir. Islendingar eru rik
þjóð, hafa efni á að eiga slíka
menn fyrir sjálfa sig, hafa efni á
að eiga slíka menn eins og ævin-
týri.
„Það erfiðasta? Ég held það sé,
skal ég segja þér, hún var nú
andskoti erfið túrbínan, sem ég
smíðaði fyrir hann Daníel á
Rauðabergi og svo rafstöðin
heima í Digurholti. Þar var aðeins
eins metra fallhæð og vatninu
safnað í lón. Það varð að stoppa á
nóttunni, nema ef það var rign-
ing.“