Morgunblaðið - 03.03.1974, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDXGUR 3. MARZ 1974
GAMLA krónan er enn í
fullu gildi, hefur verið
slagorð bóksala um ára-
bil þegar þeir hafa opnað
í nokkra daga á hverju
ári stærstu hókabúð
landsdins. Bókamarkað-
urinn er árlegur viðburð-
ur sem leshestar hlakka
til. Hann var lengi til
húsa í Listamannaskál-
anum gamla, en nú er
búið að rífa hann svo að
þessu sinni er markaður-
inn inni í Skeifunni, f
norðurenda Hagkaups.
Og sú gamla króna virð-
ist enn ætla að hanga,
þótt ótrúlegt sé miðað
við hvernig hefur verið
farið með hana.
Gamla krónan hangir
enn á bókamarkaðinum
Ol af ur Baldursson.
En þótt lengra sé nú að sækja
fyrir ýmsa virðist nýi staðurinn
sist hafa dregið úr aðsókninni
því þangað er stöðugur straum-
ur allan daginn og þar skipta
þúsundir króna um hendur,
þótt bækurnar séu ódýrar.
Markaðurinn verður opinn á
venjulegum búðartimum fram
til niunda þessa mánaðar.
Á þriðjudögum og föstudög-
um verður þó opið til kl. 22 og á
laugardögum til kl. 16. í dag
(sunnudag) verður svo opið frá
kl. 15—18.
Við röltum um til að kíkja á
bókatitlana og fólkið sem þarna
er að verzla. Viðskiptavinirnir
voru á cílum aldri og smekkur-
inn því auðvitað misjafn, en
allir viturst þó finna eitthvað
við sitt hæfi, hvort sem þeir
leituðu eftir Dodda bókunum
eða einhverri ævisögunni.
LANGAR 1 MARGAR
Tveir knálegir piltar óku um
með vörukerru sem þeir voru
búnir að safna nokkrum bókum
í. — Ég heiti Smári Karlsson,
Gvuuuuð ... hvernig ætli hún
endi. (Ljósm. B.Helgas.)
sagði ökumaðurinn. — Ég heiti
Einar Guðjónsson, sagði hinn.
— Við erum báðir 12 ára,
sagði Smári. — Og báðir í Voga-
skóla, sagði Einar.
Drengirnir höfðu fengið ein-
hverja fjárveitingu frá foreldr-
um sínum til að heimsækja
bókamarkaðinn og þeir voru
þegar búnir að krækja sér í
Zorro, Leyndardómur drauga-
hallarinnar og Njósnari merkt-
ur X.
— Ætli við látum þetta ekki
nægja í bili. Það er glás af
bókum sem okkur langar í, við
gætum alveg keýpt fullan vagn,
en við eigum ekki svo mikinn
pening. Þeir líta löngunaraug-
um á allar bækurnar sem þeir
eiga ókeyptar, en skokka svo
heimleiðis að lesa Zorro.
BARAAÐ SKOÐA
Sigurður Samúelsson hafði
að vísu ekki áhuga á Zorro, en
hann hafði samt séð ýmislegt
sem hann gat hugsað sér að
glugga í.
— Eg er nú eiginlega bara að
skoða, en ætli það endi ekki
með því að ég labbi út með
einhverja skruddu. Ég hef
mestan áhuga á ýmsum fróð-
leik, ferðasögum og ævisögum,
en kaupi yfirleitt ekki skáldsög-
ur.
— Já, ég hef haldið tryggð við
þennan markað. Hef yfirleitt
heimsótt hann og litið á hvað
þeir bjóða uppá. Mér sýnist að
það sé núna eins og endranær,
það er hægt að fá margt for-
vitnilegt á göðu verði.
LJÓÐABÆKUR
Olafur Baldursson var í sinni
þriðju heimsókn á markaðin-
um.
— Eg les nú margvíslegar
bækur, en hér sækist ég eink-
um eftir einhverjum fróðleik.
Það er hægt að fá hérnamargar
góðar ferðasögur og ætli ég fái
mér ekki einhverjar af þeim í
þetta skipti. Ég er lika að svip-
ast um eftir ljóðabókum. Nei,
ekki neinum sérstökum, bara
einhverjum sem mig langar í
þegar ég sé þær.
FYRIR MÖIVIMU
Stella Arnórsson var komin
með nokkrar bækur undir
höndina og gekk um og leitaði
að fleirum.
— Ég er nú aðallega að leita
að bókum handa aldraðri móð-
ur minni. Hún fer ekki mikið
um, en unir sér vel við lestur.
Það eru margar góðar bækur
hér sem ég veit að hún hefði
gaman af og ég er að hugsa um
að fá mér nokkrar í viðbót.
— Enhvaðlestu sjálf?
— Tja, það má segja að við
lesum nokkuð sömu bækurnar.
Við höfum líkan smekk, þykir
báðum gaman að lesa góðar
bækur.
FJÖLSKYLDAN
OG EIN TIL
— Þessa. Nei þessa þarna,
heyrðist hvíslað fyrir einu
borðinu miðju, þar sem voru
hlaðar af skrautlegum
barnabókum.
Þau stóðu þar fjpgur, tvö stór
og tvö lítil. Bjarni og Hildur
höfðu farið með Baldur son
sinn að kaupa bækur, og Lilja
litla frænka fékk að vera með.
Litlu krúttin náðu varla upp á
borðið, þau hvíldu nefin á borð-
brúninni og létu svo augun
reika fram og aftur eftir beztu
getu.
— Þessa. Nei, þessa þarna.
— ót.
Bjarni og Hildur með Baldri og Lilju.
Stel la Amórsson.
Smári og Einar.
Sigurður Samúelsson.