Morgunblaðið - 03.03.1974, Síða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUOAGUR 3. MARZ 1974
Gísli, Elríkur og Helgl
etllr
ingiblörgu
Jónsdöttur
líkið, kakóið og mjólkina og ég veit ekki hvað annað.
Svo mikið er víst, að slettur og klessur voru um
skápa og veggi og alveg upp í loft. Ég ætla ekki að
minnast á ofninn, því að deigið flaut út um allt gólf
og þegar ég kom heim voru drengirnir að kútveltast
á gólfinu."
„Hvernig stóð á því, að kakan flaut út um ailt?“
spurði pabbi og Gísli og Eiríkur lögðu eyrun við. Nú
fengju þeir að vita, hvað það var sem þeir höfðu
notað alltof mikið af.
„Nú flónin settu heila krukku af lyftidufti í
kökuna!" sagði mamma.
„0, þú sem sagðir að hún væri nísk og alltaf að
spara,“ hvíslaði Eiríkur að Gísla.
r „Hvernig átti ég að vita að þetta væri seigfljótandi
sprengiefni?“ hvíslaði Gísli á móti og huggaði sig við
það, að nú vissi hann loksins, hvernig ætti að baka
Nefndu borg
t þessum leik geta verið margir þátttakendur. Þátttakendur
stilla stólum sínum f hring í herberginu. Sá, sem inni í hring-
miðjunni situr, nefnir eitthvert land og bendir á einhvern er f
hringnuin situr. Sá, sem bent er á, á að nefna borg eða bæ í því
landi sem nefnt var. Sé svarið rétt, tekur sá er svaraði sæti í
hringmiðjunni og ræður ferðinni. Sé svarið rangt, er sá úr leik,
sem það átti.
köku og hann hugsaði gott til glóðarinnar næst þegar
mamma færi í bæinn.
Pabbi kallaði á Helga inn og hann var látinn þvo
sér og hátta, en í bað var hann ekki sendur það
kvöldið eins og bræður nans. Þeir voru látnir setjast
við borðið á náttfötunum og máttu ekki segja orð, en
Helgi féll að masa um allt, sem amma hafði sagt
honum. Gísla fannst þetta óréttlátt og það versta af
öllu var að láta reka sig inn í rúm strax eftir matinn,
en Eiríki fannst þetta sanngjarnara. Gísli hresstist
samt ögn, þegar hann heyrði pabba tala um það, að
þetta væri nú sæmileg kaka eftir allt saman og rétt
að leyfa strákunum að br.agða á henni fyrir svefninn.
Mamma var orðin ögn rólegri og drengirnir fengu
því bita inn í rúm og mjólkurglas með.
„Þarna sérðu bara, hvort ég get ekki bakað köku,“
tautaði Gísli eftir að hann hafði beðið bænirnar
sínar. „Ég get allt, sem ég vil!“
Þegar strákarnir voru allir sofnaðir fór mamma
inn til að signa þá og athuga, hvort ekki þyrfti að
breiða ofan á þá. Hún lét aftur dyrnar, fór inn í stofu
og settist í sófann.
Þegar hún var búin að hagræða sér, leit hún á
pabba og sagði blíðlega:
„Er það ekki undarlegt, hvað mér þykir alltaf vænt
um þessa drengi, þegar þeir eru sofnaðir og það eftir
annan eins dag og þennan?“
Pabba fannst það ekkert undarlegt, því honum
þótti einmitt sjálfum vænst um strákana sofandi
uppi í rúmi.
Nú er ég búin að segja ykkur frá Gísla, Eiríki og
Helga, þegar þeir voru litlir og líka eftir að þeir fóru
að ganga í skóla. Það er að segja, Helgi var ekki
kominn í skóla ennþá, því að hann var sex ára og
þessi saga gerðist fyrir löngu, svo að Gísli, Eiríkur og
Helgi voru ekki skólaskyldir fyrr en sjö ára. Dag
nokkurn, þegar Gísli, Eiríkur og Helgi vöknuðu um
morguninn var pabbi eitthvað svo undarlegur. Hann
sendi Gísla og Eirík í skólann og áminnti þá um að
koma rakleiðis heim, en Helgi var sendur einn í
strætisvagni til ömmu. Mamma sat við eldhúsborðið
og var að drekka kaffi með hvítklæddri konu og
pabbi tók strákana alveg að sér. Þeir fengu ekki að
fara inn, þegar þeir komu aftur, heldur voru þeir
líka sendir til ömmu. Strákarnir horfðu hvor á annan
í strætisvagninum.
„Heldurðu, að það sé að koma?“ spurði Eiríkur.
„Já, hún er alveg að springa,“ sagði Gísli.
„Heldurðu, að við fáum stelpu,“ spurði Eiríkur.
c§AJonni ogcTManni Jón Sveinsson
Freysteinn
Gunnarsson
þýddi
Síðan fór mamma fram og Bogga með henni. En
við Manni vorum eftir hjá gestinum. Við áttum ennþá
eftir að spyrja hann um ýmislegt.
„Hvernig lítur hann út, hann Halldór?“ spurði
Manni.
„Hann er ákaflega líkur mér“, svaraði Haraldur
brosandi. „Við erum líka tvíburar“.
„Og hvernig gengur hann klæddur?“
„Þegar hann flúði, var hann í dökkblárri treyju,
tvíhnepptri, með stórum gylltum hnöppiun, og á höfð-
inu hafði hann barðastóran hatt“.
„Þá getum við þekkt hann, ef við sjáum hann“.
„Það er vel líklegt, en sennilega sjáið þið hann
aldrei“.
„Haldið þér, að það væri hættulegt að mæta hon-
um?“ spurði Manni.
„Já, það er ég viss um, góði minn. Að minnsta kosti
mundi hann verja sig hraustlega, ef reynt væri að taka
hann höndum“.
„Er hann ekki ákaflega sterkur?“
„Jú, hann er voðalega sterkur“, sagði Haraldur og
horfði brosandi á Manna.
Og Manni starði á hann stórum augum.
„Þá er ég feginn því, að hann skuli vera langt í
burtu frá okkur“, sagði hann svo.
„Það er þér líka óhætt, því að ef þið kæmust í tæri
við hann, þá mundi hann sjálfsagt gera út af við
ykkur“.
„En þá er hann líka hættulegur“, sagði Manni.
„Já, það er hann“, svaraði Haraldur.
„En þér sögðuð samt áðan, að hann væri góður
drengur“.
„Já, hann var það líka áður. En núna, siðan hann
lagðist út, er hann orðinn hættulegur. Hann lætur
ekki taka sig lifandi“.
Við Manni fylltumst bæði ótta og lotningu fyrir
útilegumanninum, og fegnir vorum við, að hann var
hvergi nálægur.
______________________________________________________
— Þegar hann sagðist vera
hljómsveitarstjóri, þá bjóst ég
við rosasölu.
— Tölvan á afmæli. Viltu
leggja í púkkið?
7SZ£-
— Ég hef veitt kollu....
— Geturðu ekki bara sagt það
hreint út, að þér Ifki illa við
nýja ilmvatnið mitt?
— Ertu viss um, að þú hafir
sett barnið í rúmið?