Morgunblaðið - 03.03.1974, Síða 43

Morgunblaðið - 03.03.1974, Síða 43
MORGUNBLAÐEÐ, SUNNUDAGUR 3. MARZ 1974 43 ROSE- ANNA FRAMHALDSSAGA EFTIR MAJ SJÖWALL OG PER WAHLOO JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR ÞÝDDI 46 hefði handtekið manninn, sem grunaður hefði verið lengi um það að hafa myrt bandarísku stúlkuna Roseönnu McGraw og væri því lokið afskiptum sænsku lögreglunnar af málinu. Áramótin komu og fóru. Og svo rann upp sjöundi janúar. Göturnar voru fullar af drunga- legu, þreytulegu peningalausu fólki. Utsölurnar voru byrjaðar, en samt voru verzlanirnar næst- um tómar. Auk þess var veðrið slæmt og kalt. Sjöunda janúar ákvað Hammar að hefja aðgerðir. Hann sagði: — Hvað á þetta að standa lengi, þessi tilraun? — Þangað til henni er lokið, sagði Ahlberg. Hammar velti málinu fyri;- sér og reyndi að sjá allar þær hliðar sem upp kynnu að koma. Nú þyrftu aukin heldur Martin og Kolberg að einbeita sér að þessu. Þar að auki Stenström og Melander, að minnsta kosti öðru hverju. Og áður en langt um liði færi stöðin, sem stúlkan vann hjá, að gera veður út af því, af hverju stúlkan væri svona lengi í burtu. Velvakandi svarar í sima 10-100 kl 1 0.30 — 1 1 30, frá mánudegi til föstudags. % Bauð lögreglu- þjóninum far Ragnar Tómasson, héraðsdóms- lögmaður, skrifar: „Heiðraði Velvakandi! S.l. sunnudag skýrir Morgun- blaðið í 3ja dálka frétt frá þvi, að lögregluþjónn hafi bjargað 5 ára dreng úr Tjörninni. Síðan segir orðrétt: ,,Er hann kom með barn- ið að landi, en talsvert frost var og kuldi, tók fólkið barnið og ók því heim til sín. Hins vegar lét lög- reglan þess getið, að Þórir Þor- steinsson lögregluþjónn hefði orðið að ganga langleiðina á lög- reglustöðina rennblautur í frost- inu, án þess að nokkrum dytti i hug að bjóða honum akstur þang- að. Loks kom þó sendiferðabíl- stjóri, sem sá aumur á Þóri og ók honum á stöðina." Illt er að heyra. Verra er hitt, að hér er vísvitandi farið með rangt mál. Og öllu verst þykir mér, að Morgunblaðinu skuli ekki þykja ómaksins vert að birta þá leiðréttingu við þessa frétt sem efni standa til. S.l. mánudag, rétt eftir hádegi, tjáði ég fréttamanni blaðsins að kona mín hefði verið viðstödd er lögregluþjónninn bjargaði barninu og bauð hún lög- regluþjóninum að aka honum. Hann kvaðst ekki geta f arið svona blautur inn í neinn bíl og gekk á braut án þess að frekara ráðrúm gæfist. Af hverju þegir Morgunblaðið þegar það veit að „frétt“ er röng? Lögreglan og blaðamaðurinn hneykslast á tómlæti viðstaddra en sjálfum finnast mér viðbrögð þeirra sjálfra algjörlega óskiljan- leg og mjög óréttlát gagnvart þeim, sem aðstoð bauð og öðru fólki, sem kann að hafa ætlað að bjóða lögregluþjóninum akstur en heyrt orðaskipti þeirra og því ekkert frekar aðhafst. Ragnar Tómasson.“ % Leiðréttingar teknar til greina Ekki verður dregið í efa, að Ragnar skýri rétt frá símtali sínu við fréttamann blaðsins, en svo illa vill til, að blaðamaðurinn, sem þá var á vakt, fór i fri daginn eftir og er nú erlendis. Blaðamaður á vakt hefur í mörgu að snúast og leiðréttingin við fréttina hefur hreinlega ýtzt til hliðar, og i þessu tilefni varð þráðurinn ekki tekinn upp daginn eftir. En svo sagði hann: — Ég óska ykkur alls góðs í þessu, vinir mínir. Skömmu síðar var Sonja Hans- son sú eina sem var eftir. Hún var kvefuð, sat í hægindastólnum cg snýtti sér i sífellu. Martin leit á hana. Hún var í grárri dragt og háum stígvélum. — Hefurðu hugsað þér að vera svona klædd, sagði hann önug- lega. — Nei, ég fer heim og hef fata- skipti. En leyfðu mér að vekja athygli þína á því að þann 3. júlí í fyrra var hásumar og nú er hávet- ur. Það væri kannski dálítíð ein- kennilegt, ef ég kæmi arkandi inn í flutningafyrirtækið með sól- gleraugu og í stuttbuxum og bæði þá að flytja kommóðunamína. — Þú gerir þetta eins vel og þú getur. Aðalstriðið er að þú skiljir sjálf kjarna málsins. Hann þagði nokkra stund. — Ef EG hef þá skilið hann, bætti hann hikandi við. Stúlkan horfði íhugul á hann. — Ég held ég hafi skilið kjarn- ann, sagði hún. — % hef lesið hvert einasta orð, sem hefur verið skrifað um hana, ekki einu sinni heldur mörgum sinnum. Eg hef Velvakandi getur upplýst Ragn- ar og aðra um, að blaðamenn Morgunbl. skrifa fréttir ætíð eins og þeir vita þær réttastar, og berist leiðréttingar eru þær alltaf kannaðar og birtar séu þær á rökum reistar. Það var leitt að svona skyldi til takast að þessu sinni, ekki sízt þar sem það' var drengilega gert af konu að bjóða holdvotum manni upp í bíl sinn án þess að hugsa um þau óþægindi, sem hún gæri haft af því sjálf. 0 Sambandslaust við útvarpið (Jtvarpsnotandi hringdi. Hann lýsti furðu sinni á fréttaflutningi útvarpsins s.l. föstudag, þ.e.a.s. daginn þegar símakerfi stofnun- arinnar varð fyrir truflunum dag- part, vegna þess, að leiðslur urðu fyrir hnjaski þegar unnið var að byggingarframkvæmdum í ná- grenninu. Maðurinn sagðist efast stórlega um það, að fréttaflutn- ingur stofnunarinnar hefði bók- staflega verið „borinn uppi“ af þessum atburði hefði t.d. Sam- bandið eða önnur stofnun i ná- grenninu orðið líðandi af þessum sökum. Ennfremur vildi maður- inn mælast til þess, að þegar síma- strengir rofna næst, reyni frétta- þulurinn að leyna geðshræringu sinni, og lesa féttina ekki með þeim ofurþunga, sem gert var um- ræddan föstudag í febrúar, en i upphafi fréttarinnar hefði verið engu likara en segja ætti frá skipstapa eða stórstyrjöld. Hins vegar sagðist maður- inn ekki vera síður undrandi á því, að sífellt væri verið að slíta sundur alls konar leiðslur þar sem unnið væri við margs konar framkvæmdir. Hann langaði líka til að vita hvort það væri rétt, sem heyrzt hefði, að þetta væri rétt, sem heyrzt hefði, að þetta væri í annað sinn, sem vinnuvélar slitu símastreng í grunni Seðlabanka- hússins, og ennfremur hversu mikið þetta ævintýri hefði kostað í beinhörðum peningum og hver yrði Iátinn borga brúsann. 0 „Mærkeligt nok“ Oddgeir Þ. Arnason, Bjarkar- stíg 3, Akureyri, skrifar: „í erindi, sem Þorsteinn Vil- hjálmsson eðlisfræðingur flutti í útvarpið 12. febrúar s.l. um varn- arliðið og hin ýmsu áhrif þess á okkar daglega lif, kom meðal ann- ars fram, að tungumáli okkar væri hætta búin af setu varnar- liðsins hér á landi. í þessu erindi Þorsteins notaði skoðað filmuna ég veit ekki hvað oft. Eg hef valið fötin, sem ég ætla að nota, og ég hef æft mig fyrir framan spegil, klukkustund- um saman. En það er ekki mikið sem ég veit samt, því að skapgerð hennar og ppplag er svo ólíkt mér. Sömuleiðis allar venjur hennar. Ég hef aldrei lifað eins og hún og mun aldrei gera það. En ég skal reyna að standa mig eins vel og ég get. — Fyrirtak, sagði Marcin. Hún var hlédræg og hann áttaði sig ekki á henni til fulls. Það eina, sem hann vissi um hana, var að hún átti fimm ára gamla dóttur, sem bjó hjá foreldrum hennar norður í landi. Hún hafði aldrei verið gift. En enda þótt hann þekkti hana aðeins lauslega, féll honum vel við hana. Hún var heil- brigð og geðug, stúlka og sökkti sér niður í starfið. Það var mikils um vert. Klukkan var fjögur siðdegis, þegar hún lét heyra frá sér aftur. — Eg er búin að vera þar. Eg kom beint heim þaðan —Eg vona að það sé allt í lagi. — O, ég býst heldur ekki við, að hann komi þjótandi eins og skot. Hvernig gekk? hann sjálfur orðin „mærkeligt nok“. Mér er spurn, eru þessi dönsku orð tekin góð og gild, eða er það Þorsteinn, sem vill að við tökum dönsk orð inn í okkar mál en ekki ensk? Maður, líttu þér nær! Oddgeir Þ. Arnason." 0 Þótti óviðeigandi, að kona læsi Passíusálmana Hugrún skrifar: „Vinsæli Velvakandi: Þar sem þú gerir svo mörgum greiða, datt mér í hug að biðja þig að koma á framfæri fyrir mig fáeinum orðum í tíma töluð, eða skrifuð. Ég ætla ekki að fara að nöldra. Mér leiðist allt nöldur. en er þó ekki saklaus sjálf í því efni þegar tilefni gefst. Nú langar mig til þess að láta í ljós eingöngu þakklæti, fyrst til ráðamanna Rikisútvarpsins fyrir það að láta nú loksins konu flytja Passíusálmana. Skyldu þær ekki vera læsar? Ég get ekki betur heyrt, en að konan leysi hlutverk sitt vel af hendi að öllu leyti. Þar sem ég hefi á undanförnum ára- tugum, flutt margs konar efni í útvarp, datt mér eitt sinn i hug að sækja um að fá að lesa Passíu- sálmana, en svarið, sem ég fékk, var, að það ætti ekki við að kona læsi þá. Eg vil taka það fram, að — Vel — held ég. Svona eftir því sem hægt var að búast við. Ég fæ kommóðuna á morgun. — Hvernig heldurðu, að honum hafi litizt á þig? — Ég veit það ekki, en ég hafði á tilfinningunni, að áhugi hans væri vakinn. Þó veit ég það auð; vitað ekki, þar sem ég hef ekki hugmynd um, hvernig hann kem- ur fram að öðru jöfnu. — Var það erfitt? — Nei, alls ekki. Mér fannst hann mjög viðkunnanlegur. Hann er bráðmyndarlegur maður. Ertu viss um það sé hann? Ekki svo að skilja, að ég hafi neina þjálfun í að umgangast morðingja, en ég á erfitt með að imynda mér hann sem morðingja Roseönnu. — Já, ég er viss um, að það er hann. Hvað sagði hann? Fékk hann símanúmerið þitt? — Já, hann skrifaði heimilis- fangið og sfmanúmerið á blað- snepil. Og ég sagðist hafa dyra- síma, en ég svaraði honum ekki, nema ég ætti von á einhverjum. Þess vegna yrði fólk fyrst að hringja og boða komu sína. Annars var hann ekki margmáll. — Voruð þið ein á skrif- stofunni? þetta gerðist löngu fyrir upphaf stjórnarbímabils þeirra sem nú hafa ráðin við Utvarpið. 0 Þakkir til Sverris Kristjánssonar og Bjarna Bjarnason- ar Þá vil ég næst senda herra Sverri Kristjánssyni innilegt þakklæti fyrir frábæra frammi- stöðu við flutning kvöldsögu hans „Skáld pislarvættisins". Það átti sannarlega vel við að flytja hana á þessum árstíma. Öllum kristnum mönnum ætti að vera kærkomið að hlýða á jafn sígilt efni, og væri ákjósanlegt að íslenskir sagnfræð- ingar bæru meira af jafn hug- þekku efni á borð fyrir þjóðina, því af miklu er að taka. Þökk Sverrir Kristjánsson: Það er talað um, að hyggilegt sé að „slá margar flugur í einu höggi“. Þetta er að vísu líkinga- mál. Mig langar til þess að nota þetta tækifæri, og senda Bjarna Bjarnasyni lækni kjarnmikla þakklætiskveðju fyrir blað hans „Fréttabréf um heilbrigðismál". FVágangur þess blaðs er til fyrir- myndar, að ég tali ekki um inni- haldið. Það er bæði fróðlegt og skemmtilegt. Þar eru heilsusam- leg heilræði, sem eiga erindi inná hvert einasta islenzkt heimili. Hugrún." Reglur um leigu á íbúðum Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi fréttatilkynning frá félags- málaráðuneytinu: Að gefnu tilefni vill félags- málaráðuneytið skýra frá því, að Húsnæðismálastjórn samþykkti á fundi sfnum hinn 29. janúar s.l. reglur um leigu á fbiiðum, sem byggðar hafa verið á vegum Framkvæmdanefndar byggingar- áætiunar f Breiðholti. Reglur þessar eru svohljóð- andi: „I reglugerð nr. 122 23. apríl 1968 er lagt bann við leigu á íbúð- um, sem byggðar hafa verið af Framkvæmdanefnd byggingar- áætlunar í Breiðholti, nema til komi leyfi Húsnæðismálastofn- unar rikisins. Slik leyfi veitir stofnunin hins vegar ekki, nema íbúðareigandi geti sýnt fram á nauðsyn þess, að hann þurfi að dvelja utan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur um alllangt skeið, af heilsufarsástæðum, vegna at- vinnu sinnar eða af öðrum þeim ástæðum, sem stofnunin metur gildar. Fallist Húsnæðismálastofnun ríkisins á að hagsmunir íbúðar- eiganda séu slikir, að þeir geti verið grundvöllur veitingar leyfis til leigusölu FB-íbúðar, skal fylgt eftirfarandi reglum: 1. Leyfi er ekki veitt til lengri tíma en 12 mánaða. Að þeim tima liðnum ber íbúðareiganda að bjóða Húsnæðismálastofnun rík- isins forkaupsrétt að fbúð sinni, ef hann ætlar ekki að flytja í íbúðina sjálfur. 2. Ibúðareigandi, sem stendur í vanskilum við Veðdeild Lands- banka íslands vegna þeirra lána, sem hvíla á ibúðinni úr Bygg- ingarsjóði ríkisins, getur ekki fengið leyfi til að selja á leigu ibúð sina. Sama gildir, þegar um er að ræða vanskil við sjóði, sem löglega hafa verið stofnaðir af íbúðareigendum. 3. Árleg leiga fyrir íbúðir þess- ar skal ákveðin af húsnæðismála- stjórn i janúarmánuði ár hvert. Skal höfð hliðsjón af vöxtum af lánum þeim, sem veitt eru tH ibúða þessara úr Byggingarsjóði ríkisins, fasteigna og brunabóta- iðgjöldum af viðkomandi ibúð, svo og kostnaði, sem skiptist á hverja íbúð eftir stærð, vegna reksturs á þeim hlutum bygg- ingarinnar, sem eru sameigin- legir fyrir allar íbúðirnar. Heim- ilt er að áætla þennan kostnað. 4. Húsnæðismálastofnun ríkis- ins lætur gera sérstakt eyðublað fyrir leigusamninga um leigusölu á FB-íbúðum. Skal þar koma fram m.a. hver leigufjárhæðin skuli vera, hversu greiðslum skuli hátt- að, til hve langs tíma íbúðin sé leigð og hver uppsagnarfrestur skuli vera. Samningar þessir skulu falla úr gildi án uppsagnar að leigutíma liðnum. Leigusala er skylt að gera leigusamninga á það eyðublað, sem stofnunin lætur í té og er óheimilt að vikja þar frá nokkru ákvæði, án heimildar stofnunarinnar. 5. Leigusamningar skulu gerðir I þríriti, og skal hvor aðili halda sinu eintaki, en hið þriðja skal sent Húsnæðismálastofnun rík- isins. Húsnæðismálastofnun ríkisins er heimilt að segja upp án fyrir- vara öllum þeim lánum, sem veitt hefur verið til íbúðar, brjóti íbúð- areigandi gegn þeim reglúm, sem hér hafa verið settar. Reglur þessar eru settar með stoð í reglugerð nr. 122 23. apríl 1968.“ Ekið á bifreið SÍÐDEGIS þriðjudagjnn 26. febr. sl. var ekið á Willys-jeppabifreið, R-16914, við Vesturgötu 41 og vinstri hurð hennar dælduð. Á staðnum fannst brot úr afturljósi, sennilega af Cortina-bifreið. Þeir, sem gætu gefið upplýsingar um ákeyrsluna, eru beðnir að láta lög- regluna vita. S\GeA V/öG* £ 'ilLVtmi "VIV£«N\C< V>£5SAR OVSIÓWiR SfR?" VELVAKAIMDI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.