Morgunblaðið - 08.03.1974, Side 12

Morgunblaðið - 08.03.1974, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1974 „Þögla reiðm” — nýr rafmagnsstrætó Brecar hafa nú i fyrsta sinn komið af stað rafknúnum stræt- isvagni í fullri stærð, sem á að taka í notkun til almennings- ferða f Manehester einhvem næstu mánaða. Það erChloride- rafgeymafyrirtækið brezka, sem ásamt yfirbyggingarfyrir- tækjum hafa smfðað bílinn. Strætisvagninn getur ekið rúm- lega 60 km vegalengd á einni hleðslu og hefur hámarks- hraða um 65km/klst. Strætisvagninn hlaut nafnið „Þögla reiðin" (Silent Rider) þar sem hávaði frá bílnum er mjög lítill og mengunin engin. Bílinn getur flutt fimmtfu far- þega. Krafturinn kemur frá 330 volta Chloridegeymasam- stæðu, sem inniheldur 165 sell- ur. Afylling á geyma er sjálf- virk. Bremsukerfið er þannig útbúið, að þegar bremsað er, framleiðist straumur, sem streymir aftur ígeymana. Fyrirtæki, sem hefur sörhæft sig í rafmagnshleðslu, hefur út- búið algerlega nýtt hleðslutæki fyrir vagninn, og tekur það að- eins 3'A klst. að hlaða geymana að fullu meðan venjuleg hleðsluaðferð tæki 8 klst. Farartæki eins og þetta er upplagt til notkunar á stuttum vegalengdum, og eru margir fleiri en Bretar, að gera tiÞ raunir með rafknúna bfla. Könnun hefur leitt í Ijðs, að Bílar 45% brezkra strætisvagnaflot- ans er nýttur minna en 7 klst. á sólarhring og50% strætisvagna f miðborgunum aka ekki nema um 45 km vegalengd á mestu annatímunum. Enn er stofnkostnaður hár þó að rekstrarkostnaður þessa raf- magnsbfls sé ekki hærri en á dfsil. Ör þróun rafmagnsbíl- anna mun gera þá hagkvæmari f rekstri. Rafdrifnir bílar eru svo sem engin ný bóla. Það gengu raf- magnsstrætisvagnar 1920 og f dag er f Bretlandi almennari notkun rafknúinna bfla til mjólkurflutninga f heimahús Og mikið er um rafknúna lyft- ara. Engar ákveðnar framtíðar- áætlanir hafa verið gerðar fyrir þennan vagn. Ekki er búozt við, að rafmagnsbílar komi í stað allra dísilbfla, a.m.k. ekki á næstunni.f ýmsum borgum þar sem brattar brekkur eru yrði rafmagnsvagninn óhagkvæm- ur. „Þögla reiðin'* er tilrauna- bfll og ætlunin er að reyna hann rækilega ánæstunni. f stórum dráttum má lýsa muninum á venjulegum bíl og rafknúnum svo: 1. Vélin er tekin úr, sömu- leiðis kúpling og gírkassi. í staðinn er settur rafmótor. 2. 1 stað blöndungs eða beinnar innspýtingar er sett sérstakt kerfi, sem stjórnar hraða mótorsins. 3. t stað eldsneytisgeyrrtis og eldsneytisleiðslna kemur pass- legur rafgeymir og leiðslur. Tveir af mestu kostum raf- mótorsins eru minna viðhald og minna slit vegna þess, að titringur er minni. Fundur Varðbergs og SVS í Borgarnesi Borgarnesi, 3. marz. FÉLÖGIN Varðberg og SVF (Samtök um vestræna samvinnu) efndu sameiginlega til almenns f undar í Borgarnesi í dag. Fundarefnið var: Varnir Islands og vestræn samvinna. Fundurinn, sem haldinn var f Hótel Borgarnesi, var fjölsóttur. Fundarstjóri var Ásgeir Pétursson sýslumaður. Magnús Þórðarson framkvæmdastjóri flutti yfirgripsmikið erindi um nauðsynina á vörnum landsins, samhengi þeirra við varnir nágranna- og bandalagsþjóða akkar í Atlantshafsbandalaginu og fyrirkomulag varnanna. Enn- fremur skýrði hann frá skipulagi og starfsháttum NATO. Þorsteinn Eggertsson laganemi og Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi fluttu ávörp. Siðan hófust langar og fjörugar umræður, og var mörgum fyrir- spumum beint til frummælenda, sem svöruðu þeim jafnharðan. Margir tóku til máls, m.a. séra Brynjólfur Gislason, Guðmundur Ingi Waage, Örn Símonarson, Björn Arason, Jenni R Ólafsson, Jón Sigurðsson, séra Leó Július- son og Asgeir Pétursson. Óhætt er að fullyrða, að með örfáum undantekningum (2—4) hafi fundarmenn verið einhuga um það, að standa beri vörð um full veldi islenzka lýðveldisins með því, að ísland sé varið land, en ekki óvarið. Nýtt félag verSur stofnað Þegar fundinum hafði verið slitið, sátu nokkrir fundarmanna eftir og ræddu um nauðsyn þess, að þeir menn í Borgarnesi og nágrannabyggðarlögumsem vildu efla vestrænt samstarf, kynna þörfina á vörnum Islands og útbreiða þekkingu á starfsemi Atlantshafsbandalagsins, hvar í flokki sem stæðu, hefðu með sér félag um þessi áhugamál sin. Kom þar niður máli manna, að þeir bundust samtökum um að stofna hið bráðasta til félags áhuga- manna um vestræna samvinnu i Borgarnesi og nágrenni. — Fréttaritari. 26 milljarða gjaldeyris- öflun GJALDEYRISÖFLUN Islendinga varð á árinu 1972 rúmlega 26 milljarðar íslenzkra króna. Vegna þjónustu er öflun gjald- eyris 36,1% af heildargjaideyris- öfluninni, en útflutningur vara er 63,9%. Mestu gjaldeyristekjurnar koma að sjálfsögðu inn fyrir sölu á sjávarafurðum, eða 47,1%. Næstmesta gjaldeyrisöflunin er vegna samgangna, 18,0%, en í þriðja sæti eru iðnaðarvörur, 14,0%. Aðrir atvinnuvegir ná ekki 10%, en gjaldeyristekjur vegna varnarliðsins eru í fimmta sæti, 5,5%, þá tekjur vegna trygg- inga, 5,0%, o.s.frv. Landbúnaður skilar 1,9% af gjaldeyristekjum ársins 1972. Þessi mynd er sögð vera af Onoda liðsforingja. Japanskur ferðamað- ur tók hana nýlega, er hann rakst á Onoda inni 1 frumskógunum, og bróðir liðsforingjans hefur staðfest, að hún sé af honum. Japanskrar eftir- legukindar leitað Manila, 5. febrúar -AP TVEIR Japanir eru nú I þann mund að reyna að ná sambandi við Hiroo nokkurn Onoda, liðsfor- ingja úr japanska hernum, sem haldið hefur til á eynni Lubang I Filipseyjum frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Annar leitarmannanna er fyrrverandi yfirmaður Onoda úr strfðinu, en hinn er ferðamaður sem segist hafa hitt hann f sfðasta mánuði. Opinberar heimildir á Filipseyj- um halda því fram, að Onoda sé vel kunnugt um að strfðinu sé lokið, en að hann sé hræddur við að gefa sig fram vegna glæpa- verka sem hann kann að hafa framið á eynni. íbúar á Lubang hafa sagt að Onoda og fyrrverandi félagar hans beri ábyrgð á talsverðum fjölda rána og morða á eynni, en um 30 manns hafa að sögn verið skotin til bana á dularfullan hátt á undanförnum árum. Segja heimildirnar að eftir stríðið hafi fimm japanskir hermenn orðið eftir á Lubang, en hinir fjórir hafi annað hvort gefizt upp eða verið drepnir. Onoda liðsforingi mun nú vera 51 árs að aldri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.