Morgunblaðið - 08.03.1974, Qupperneq 14
14
MORG UNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1974
Kristnidómurinn boðar trú á
góðan Guð. Heiðni Konsómað-
urinn hefur e.t.v. einhverja
hugmynd um voldugan Guð,
sem hefur skapað himin og
jörð. En hann tilbiður ekki
þennan Guð. Sumir Konsó-
menn segja, að Guð þessi hafi
verið reittur til reiði og því hafi
hann vikið frá mönnunum.
Seitan eða Satan er því það afl,
sú vera, sem þeir geta leitað til,
verða að leita til. Þeir eru
bundnir honum og öllum hans
árum. Djöfladýrkun-, það er
hlutskipti heiðins Konsómanns.
Djöfladýrkunin flytur ekki
birtu inn í líf hans, hún sveipar
það myrkri og ógn, bindur þaðí
fjötra, sem hann hvorki getur
né þorir að slíta af sér fyrr en
hann heyrir um Krist, sem er
djöf lunum máttugri.
Fóstureyðing
Bönd heiðindómsins eru
margslungin. Þau taka til lífs
heiðingjans frá vöggu til
Æskulýðs- og fórnarvika kirkjunnar — IV grein
Um átrúnað
Konsómanna
gráfar. Já, þau ná jafnvel til
fósturs í móðurkviði. Hið
heiðna fyrirbrigði,
fóstureyðing, er sjálfsagður
hlutur í lifi og trú Konsó-
manna. Fólk er ekki sjálfrátt
um, hvenær það giftist, ekki er
raunar farið að landslögum,
heldur haldið við fornar venjur
kynflokksins. Þótt piltur og
stúlka gangi í hjónaband er
samt ekki víst, að reglurnar
leyfi konunni að ala barn strax,
það verður e.t.v. að bíða um
sinn. Verði konan þunguð ber
að eyða fóstrinu, það má ekki
fæðast. Vísindalegri tækni og
hreinlæti er ekki til að dreifa
við slíkar aðgerðir. Kona ein
haf ði í 10 skipti misst fóstur sitt
á þennan hátt. I 11. skipti varð
hún þunguð, það barn mátti
hún ala.Það varð vanskapað.
Arekstur
Svo kemur kristindómurinn.
Honum fylgir virðingin fyrir
mannlífínu, líka fyrir ófæddu
fóstri. Fóstur er mannsbarn á
leiðinni í heiminn. Þá verður
árekstur á milli rótgróins, heið-
ins hugsunarháttar og kristins
siðgæðis. Sá árekstur getur
orðið mjög harður. Piltur og
stúlka í Konsó urðu kristin.
Þau hlutu nokkra menntun.
Þau felldu hugi saman og vildu
ganga i hjónaband. Samkvæmt
reglum Konsómanna mátti
stúlkan ekki giftast, þó að
landslög væru henni í vil. Unga
fólkið undi ekki reglunum og
giftist. Móðir stúlkunnar ætlaði
að ærast, en hún fékk ekki að
hindrað dóttur sína. U ngu hjón-
in settust að í þorpi einu
drjúgan spöl frá isl. kristni-
boðsstöðinni. Það heitir Nagúlli
og var áður vígi heiðninnar.
Þar ætlaði ungi maðurinn að
kenna kristin fræði og halda
samkomur, konan hugðist segja
kvenþjóðinni til m.a. í handa-
vinnu. Nú varð unga kristna
konan þunguð. Þá syrti aftur i
álinn. Samkvæmt reglunum til-
heyrði hún sérstökum aldurs-
flokki, eða árgangi, sem ekki
mátti enn ala barn, fóstrinu bar
að eyða. Hjónin hlustuðu ekki á
aðvaranir heiðingjanna, þau
höfðu yfirgefið hjátrúna. En
heiðingjarnir voru ekki í rónni.
Þeir komu aftur og aftur að
húsi ungu hjónanna, jafnvel
vopnaðir, en það þykir alvarleg-
ur hlutur, jafngildir morðtil-
raun í augum Konsómanna. Að
lokum þoldi ungi predikarinn
ekki við. Hann fór til íslenzka
kristniboðans, sem þá var Gísli
Arnkelsson, og bað um hjálp.
Kristniboðinn fór heim í þorp-
ið, þar var kallaður saman
fundur kristinna manna og
heiðingjanna. Reyndar sögðust
heiðnu mennirnir vera kristnir,
en þeir voru enn fjötraðir í
hjátrúnni. Gísli flutti nú mál
ungu hjónanna með aðstoð
túlks og reyndi að leiðrétta þá,
sem hræddir voru vegna ungu
konunnar. En það var ekki auð-
velt verk. Öldungarnir svöruðu
fyrir sig með mikilli mælsku í
löngu máli. „Við höfum sagt
skilið við Seitan og alla anda
hans. En við megum ekki
gleyma þvi, sem feður okkar og
forfeður hafa kennt okkur. Ef
við litilsvirðum venjur þeirra,
getum við átt á ýmsu von.
Búpeningurinn getur fengið
einhverja pest og drepizt. Korn-
ið getur eyðilagzt á ökrunum."
Og þeir skóku hnefana orðum
sinum til áherzlu. Þegar öll rök
reyndust haldlaus, sagði Gisli
frá því, að hann ætti von á
heimsókn hvíts manns, sem
hann hefði ætlað að koma með
til Nagúllí. Slíkt mundi ekki
fært, úr því þorpsbúar gætu
ekki setið á sátts höfði. Þetta
var mikil sneypa, þvf að hvíta
manninn virða þeir, þótt heiðn-
ir séu. Daginn eftir komu full-
trúar öldunganna tilGisla með
þau skilaboð, að ungu hjónin
yrðu ekki áreitt framar. Það
Næringarskortur ogsjúkdómur,
sem meðferð særingarmanns
hefur gert stórum verri. Barnið
er3—4 ára gamalt.
loforð héldu þeir og misstu
enda ekki af virðulegri
heimsókn hvits manns. Á sín-
um tíma ól svo konan barn sitt
með eðlilegum hætti. Ekki
bárust þaðan neinar fréttír um
drepsótt í búpeningnum eða
uppskerubrest.
Ilver efast um, að kristni-
boðið eigi erindi til Konsó-
manna?
Kolmyndir
Fyrir réttum tíu árum, ef ég
man rétt, hélt Snorri Sveinn Frið-
riksson sfna fyrstu einkasýningu
hér í borg. Þá voru það einnig
kolmyndir, (teiknað með koli)
sem hann sýndi, eins og nú. Þetta
er þriðja sýning Snorra Sveins, og
hann virðist ætla að helga sig að
mestu leyti teiknikúnstinni, ef
svo mætti að orði kveða. Þegar
Snorri Sveinn sýndi í fyrsta sinn,
reit ég nokkur orð hér í blaðið og
hélt því fram, að þarna væri á
ferð ungur hæfileikamaður, sem
mundi ná verulegum árangri ef
hann héldi vel á kostum sínum
sem myndlitarmanns. Ég man
ekki betur en að ég forðaðist að
gera nokkra fastmótaða spa um
framtíð Snorra Sveins á sínum
tíma, enda best að láta slíkt eiga
sig, þegar ungir listamenn eiga í
hlut. Það er því sönn ánægja, nú
tiu árum siðar, að geta staðfest að
sá árangur, sem ég þá vonaði,
að næðist er nú fyrir hendi.
1 Norræna húsinu opnaði
Snorri Sveinn Friðriksson sýn-
ingu á nýjum kolteikningum á
laugardaginn var. Það er 35 teikn
ingar, eða kolmyndir, eins og
listamaðurinn sjálfur kallar þær,
Og eru öll þessi verk af mjög líkrr
stærð og öll unnin með sömu
tækni. Það gladdi mig sannarlega
að sjá þessi nýju verk Snorra
Sveins. Hann hefur hoggið stór-
um, frá því er hann síðast sýndi,
og það fer ekki milli mála, að
hann hefur öðlast meiri festu og
þar með meira frelsi og léttleik í
verkum sínum en áður var. Mynd-
byggingin er nú öll með minni
þunga en áður var, og léttleiki og
svif komið í hans stað. Hreyfingin
er það viðfangsefni, sem Snorri
Sveinn hefur einbeitt sér að.
Hvítt, svart og millispil þessara
lita skapa fljúgandi og dansandi
sveiflur, sem mynda þéttriðnar
heildir á myndfletinum. Stundum
er það linan sjálf og einföldun
formsins, sem skapa sannfærandi
hrynjandi og staðreyndir, sem
lifa sínu eigin lífi innan sviðs
afmarkaðs ramma. Þessi nýju
verk Snorra Sveins eru gerð af
þekkingu og öryggi ómengaðrar
sálar. Mannleg glima við siðfáguð
viðfangsefni. Hvergi er kastað til
hendi, allt unnið af vandvirkni og
yfirvegun. Þetta er meira en sagt
verður um margt af því, sem bor-
ið er á borð fyrir okkur nú á
síðustu og verstu tímum, eins og
sagt er stundum í pressunni.
Myndlist
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
Við fyrstu sýn, má vera, að sum-
um virðist þessi sýning nokkuð
einhæf, en þegar betur er að gáð,
kemur í ljós, að svo er ekki. Það
er furðu mikil breidd í þessum
verkum, og jafnvel eru viðfangs-
efnin ólík bæði að uppruna og í
útfærslu. Hér er meira að segja að
finna myndgerð, sem hefur sömu
eigindir og sú fígúratífa myndlist,
sem svo margir ungir listamenn
fást við, og það er ekki frítt við, að
örli á áhrifum frá Pop-Iistinni
hér og þar. Þetta kemur einna
skýrast fram í skiptingu flatarins
hjá Snorra Sveini. Hér sést með
öðrum orðum, hvernig hug-
myndaríkur listamaður getur not-
fært sér ýmislegt til að gæða verk
sín lífi og fjöri, án þess að hann
þurfti að ánetjast fullkomlega
einhverjum dægurfyrirbærum,
sem mundu tæpast gera árangur-
inn eins persónulegan og hér ber
raun vitni. Mer virðist Snorri
Sveinn hafa algera sérstöðu inn-
an þeirrar persónulegur og ein-
mitt þess vegna verða þessi verk
enn eftirtektarverðari fyrir okk-
ur, og ég bæti við, tímabærari.
Það virðist vera algengur mis-
skilningur, ekki aðeins hjá al-
menningi, heldur einnig hjá ein-
staka myndlistarmanni, að teikn-
ing sé að aðeins leið til annarrar
myndgerðar, en það er ekki nema
hálfur sannleikurinn. Teikning
hefur í rfkara mæli margar af
þeim mannlegu tilfinningum, sem
svo oft vilja glatast við frekari
útfærslu og aðrar aðferðir. Ef
teikning er til dæmis útfærð í
grafík, verður árangurinn allt
annar, og þar ræður sjálf tæknin
miklu. Sama má segja um olíu-
málverkið og vatnslitamyndina.
Það eru margir hlutir, sem fara
forgörðum við þá vinnu sem sjálf
útfærslan krefst. Hin uppruna-
lega teikning, sem oft verður til á
andartaki með aðeins fáum línum
og snöggum dráttum lifir bókstaf-
lega ekki af suma útfærslu, og
auðvitað gerbreytist viðhorfið
þegar litir eru annars vegar.
Teikningin: Línan, svart, hvítt
og litrófið þar í milli er eitt erfið-
asta verkefni innan myndlistar.
Þetta svið hefur Snorri Sveinn
Friðriksson valið og þróað með
sér um langt skeið. Ég er persónu-
lega ekki í neinum vafa um, að ef
hann hefði t.d. gert verk sín í
grafík, mundu þau missa mikið og
verð" fvrir hnjaski af tæknilegum
brögðum og ekki vera eins lifandi
myndlist og nú blasir við á veggj-
um Norræna hússins.
Það er sannarlega timi til kom-
inn, að listamaður haldi hér sýn-
ingu á teikningum eingöngu. Það
gerir Snorri Sveinn Friðriksson
að þessu sinni, og hafi hann þakk-
ir fyrir. Ég hafði mikla ánægju af
þeim ferskleik og þeirri íþrótt,
sem þessi sýning Sveins Snorra
hefur til að bera, og ég vona, að
fleiri hafi sömu sögu að segja.
Þetta er skemmtileg og hressandi
sýning, sem allirættu að sjá.
Valtýr Pétursson.