Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.03.1974, Blaðsíða 1
40 SIÐUR »«$iM&M§> 68. tbl. 61. árg. FÖSTUDAGUR 22. MARZ 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Askorun Varins lands afhent: 55.522 íslendingar skrif- uðu undir O SEXTANMENNINGARNIR er forgöngu höfðu um undirskrifta- söfnun Varins lands í Reykjavfk og á Akureyri gengu f gærdag á fund forsætisráðherra og forseta sameinaðs Alþingis og afhentu þeim undirskriftir 55.522 Islendinga undir áskorun um að rfkisstjórn og Alþingi „leggi á hilluna ótfmabær áform um uppsögn varnarsamnings- ins við Bandarfkin og brottvfsun varnarliðsins". Þetta er rúmur helmingur allra atkvæðisbærra Islendinga miðað við greidd atkvæði f Alþingiskosningunum 1971 og er slfk þátttaka f undirskriftasöfnun án efa einsdæmi. % Undirskriftalistarnir munu liggja frammi á Alþingi um sinn og f vörzlu þess en sfðan verða þeir afhentir forsætisráðherra til varðveit- ingar. Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur hafði orð fyrir forgöngumönnum Varins Iands við afhendingu undirskriftalistanna og sagði hann m.a. við það tækifæri, að þessi geysimikla þátttaka bæri vott um eindreginn vilja almennings og veitti áskoruninni svo mikinn þunga, að ráðamönnum þjóðarinnar bæri skylda til að taka af henni mið við þær ákvarðanir, sem framundan væru f þessu máli. Það var stundvíslega kl. 3 f gær að forgóngumenn undirskrifta- söfnunarinnar gengu í forsal Al- þingishússins á fund forsætisráð- herra og forseta Alþingis — þeirra Ölafs Jóhannessonar og Eysteins Jónssonar. Höfðu þeir meðferðis stálkistu sem í voru all- ar undirskriftirnar — innbundn- ar. Allir forgöngumenn söfnunar- innar voru þarna komnir — auk Akureyringanna Arna Bjarnar- sonar og Bjarna Einarssonar, er höfðu forgöngu um að setja upp sjálfstæða undirskriftasöfnun þar með mjög góðum árangri. Eins og áður segir hafði dr. Þorsteinn Sæmundsson orð fyrir Kissinger bauð magadansmey í heimsókn Beirut, 21. marz, AP. HENRY Kissinger, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hef- ur boðið frægustu magadans- mey Egyptalands í heimsókn til Bandarfkjanna, að sögn egypzka tímaritsins Akher. Dansmærin, sem heitir Nagwa Fuad, dansaði fyrir Kissinger í samkvæmi, sem haldið var honum til heiðurs i Kairó í síðasta mánuði. Það var Ismail Famy, utanríkisráðherra Egyptalands, sem hélt sam- kvæmið. Hinn bandaríski starfsbróðir hans kvaðst, að sögn, vilja kynna löndum sín- um austræna dansa. 16-menningunum og fórust hon- um svo orð, er hann afhenti undirskriftirnar: Hér með eru yður, hr. forsætis- ráðherra og forseti Sameinaðs Al- þingis, afhentar undirskriftir þær, sem safnað hefur verið undir kjörorðinu VARIÐ LAND. Söfnun þessara undirskrifta fór fram á tímabilinu frá 15. janúar til 20. febrúar s.l. Var þá íslensk- um ríkisborgurum, sem náð höfðu tvftugsaldri fyrir 1. mars 1974, gefinn kostur á að rita nöfn sfn undir svohljóðandi áskorun: „Við undirrituð skorum á ríkis- stjórn og Alþingi að standa vörð um öryggi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar með því að reysta samstarfið innan Atlantshafs- bandalagsins, en leggja á hilluna ótimabær áform um uppsögn varnarsamningsins við Banda- rfkin og brottvísun varnarliðs- ins." Undirskriftasöfnunin var borin uppi af meira en 2.000 áhuga- mönnum, sem gáfu sig fram og unnu sjálfstætt að verkinu. Alls bárust 4.880 áritaðir undirskrifta- listar, sem síðan voru ítarlega kannaðir, svo sem nánar er lýst í meðfylgjandi greinargerð. Niður- staða þeirrar könnunar er sú, að samtals hafi 55.522 atkvæðisbærir Islendingar ritað nöfn sín undir áskorunina. Þessi geysimikla þátttaka ber vott um eindreginn vilja almennings og veitir áskor- uninni svo mikinn þunga, að ráða- mönnum þjóðarinnar ber skylda til að taka af henni mið við þær Framhaldábls. 39 Frá afhendingu undirskriftalistanna f Alþingishúsinu. Ðr. Þorsteinn Sæmundsson flytur Ólafi Jóhannessyni og Eysteini Jónssyni ávarp forgöngumanna Varins lands. (Ljósm Mbl. Sv. Þorm.). Stjórnarnefnd EBE: Strandríki megi vernda fiskimið að 212 mílum Briissel, 21. marz, NTB. STJÓRNARNEFNÐ Efnahags- bandalags Evrópu hefur hvatt aðildarlönd bandalagsins til að styðja tillöguna um 12 mflna landhelgi, á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Venezuela f júnf næst komandi, að sögn áreiðanlegra heim- ildarmanna. i tillögunni felst, að strandrfki hafi full yfirráð yfir siglingum og fiskveiðum innan þessara 12 mflna en nú sem stendur er miðað við 4 mflur. Stjórnarnefndin leggur einn- ig til, að strandriki fái réttindi til að nýta með einkarétti þá málma, sem hugsanlega kynnu að finnast í landgrunninu út að 200 mílum, reiknað frá 12 mílna landhelginni. Þá mun hún einnig hafa gefið í skyn, að hún telji, að strand- ríki eigi að hafa vald til að gripa til einhliða ráðstafana til að vernda fiskstofna út að 200 mflna mörkunum talið frá 12 mílum. Slíkt vald skuli þó ekki bara gefa einstöku þjóðum heldur öllum strandríkjum. Stjórnarnefndin leggur áherzlu á að tryggja frjálsar siglingar, og vill láta gilda sér- stakar reglur um sund, sem hafa hingað til verið á alþjóða siglingaleið, en með 12 mflna landhelgi myndu tilheyra nær- liggjandi rík,ium. Kúrdar króa af hersveit Kissinger: Evrópa er stundum f jand- samleg Bandaríkjunum Washington, 21. marz.NTB. HENRY Kissinger endurtók f dag þá ásökun, að Evrópurfkin hafi í nokkrum tilfellum komið fjand- samlega fram við Bandarfkin. A fundi með fréttamönnum í Washington fjallaði hann um nauðsyn gagnkvæmra ráðstafana til að bæta samskipti Bandarfkj- anna og Evrópu. Hann tók skýrt fram, að Banda- rikjastjórn óskaði eftir þvi að vera látin vita fyrirfram áður en ríki Efnahagsbandalags Evrópu tækju mikilvægar ákvarðanir. Utanríkisráðherrann fjallaði um ýmis alþjóðamál og sagði, að Sovétríkin og Bandarikin væru nú nær þvi en áður að ná sam- komulagi um ýmis grundvallar- atriði í viðræðunum um tak- mörkun kjarnorkuvopna. Það væri hins vegar mikið ógert ennþá og möguleiki væri á, að ekki næðist nýtt samkomulag fyrir áramót eins og vonað hefði verið. Þessar viðræður verða efstar á listanum þegar Kissinger fer til Moskvu í næstu viku. Hann fjallaði einnig um olíumálið og kvaðst telja mjög ólíklegt, að Arabarikin settu að nýju olíu- bann á Bandarikin. Þróun mála i Miðausturlöndum væri á þann veg, að hann teldi, að þess gerðist ekki þörf, af Araba hálfu. Istanbul, 21. marz, NTB, AP. KÚRDISKIR uppreisnarmenn hafa króað af írakska hersveit í norðurhluta íraks, þar sem er mikið f jalllendi og erfitt yfirferð- ar. Íröksku hermennirnir hafa tekið sér stóðu milli bæjarins Zakho og höfuðborgarinnar Bagdad en Kúrdar hafa lokað óllum aðflutningsleiðum og írakska hersveitin á f miklum erfiðleikum. Tyrkneska fréttastofan Tha sagði í dag, að Kúrdarnir hefðu mikið af amerískum vopnum. Þeir hefðu fengið sendingu af ýmiss konar hergögnum, sem hafði verið send frá Bandarikj- unum til ísraels i októberstrið- inu. Ekki er sagt hvernig þessi hergögn hafa komizt í hendur Kúrda. Fréttastofan segir ennfremur, að á leynilegum flugvelli i íran bíði fimm nýtízku bandarískar orrustusprengjuþotur af gerðinni F-105 og bfði þess, að kúrdiskir flugmenn sæki þær. Hópur flug- manna sé nú f þjálfun í Barida- Framhald ábls. 39 Tók sendiráðs- ritara sem gísí Stokkhólmi 21. marz, AP. FRÖNSKUMÆLANDI maður réðst inn i belgfska sendiráðið í Stokkhólmi i dag með skamm- byssu að vopni, handjárnaði sig við einkaritara sendiherrans og krafðist þess, að hann fengi barn sitt, sem er i Belgíu. Sænska lógreglan umkringdi þegar sendiráðið og hefur haft símasamband við gíslinn, sem talar sænsku. Talsmaður lögregl- unnar sagði seint í gærkvöldi, að þeir biðu bara átekta meðan reynt væri að tala við manninn, enda gæti sprengja sprungið hvenær sem væri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.