Morgunblaðið - 11.05.1974, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAl 1974
17
Varla er til það mál, sem ég hef ekki
gaman af — éger líka éskaplega forvitin
—ÉG HELD ég hafi vaiið ákaf-
lega heppilegan tíma til að hefja
lögfræðinám mitt — hefði ég
byrjað á því fyrr, meðan börnin
voru minni, býst ég ekki við að
hafa lokið því; mætti segja mér
það hefði lent í útideyfum. En
öllu seinna hefði ég heldur ekki
treyst mér í þetta nám.
Sigríður Asgeirsdóttir var orðin
38 ára, þegar hún lét innrita sig I
Iögfræðideild í Háskólanum og
tók próf sex árum síðar, sem telst
ágætur tími. Hún hafði orðið stúd-
ent frá V.I. árið 1946, fór sfðan í
læknadeild í einn vetur og tók
próf í verklegri efnafræði til
stuðnings starfi á rannsóknar-
stofu, sem hún hafði þá á hendi.
Siðar var hún hálft ár í keramik í
Joska í Kaupmannahöfn, en seg-
ist aldrei hafa komizt lengra í því
námi en skúra gólf og kynda
„kakkelofna". Alllöngu siðar
byrjaði hún í innanhússarki-
tektúr í bréfasköla, en ekki varð
af því að hún lyki því námi.
Sigríður er gift Hafsteini Bald-
vinssyni hrl. og á þrjú börn. Elzti
sonurinn, Ásgeir, hefur stofnað
sitt eigið heimili, en yngri börnin,
Baldvin 18 ára og Elín 16 ára, eru
bæði í menntaskóla.
—Við Hafsteinn höfðum auð-
vitað, vegna hans starfa, oft rætt
um lögfræðileg efni og vmis mál
þar að lútandi, segir hún — og
mér fannst þessi grein ákaflega
fýsileg til fróðleiks. Svo að endir-
inn varð sá, að ég lét innrita mig
og byrjaði að læra. Af hverju ég
tók þessa ákvörðun þá? Sennilega
með fram vegna þess, að mér
fannst ég ekki hafa orðið nóg að
gera. Börnin farin að stálpast og
ég sá fram á, að ég gæti verið í
lögfræðinni með heimilisstörf-
unum. Eftir að ég lauk prófinu
var ég í 'á ár hjá Barnaverndar-
ráði, en síðan hef ég unnið hálfan
daginn á skrifstofunni hjá Haf-
steini og verið að taka mál til að
öðlast réttindi sem héraðsdóms-
lögmaður. Hef nú lokið þremur af
fjórum sem tilskilin eru og sjálf-
sagt reyni ég svo að öðlast réttindi
hæstaréttarlögmanns, þegar til-
skilinn tími er liðinn.
Sigríður er Reykvíkingur, fædd
i því húsi, sem Laugavegsapótek
er í, og eru foreldrar hennar Elín
Hafstein og Ásgeir heitinn
Þorsteinsson, verkfræðingur.
Fjöiskyldan fluttist á Fjölnisveg
12, þegar Sigríður var 2ja ára og
þar sleit hún barnsskónum og
hefur búið lengst af við þá götu,
að undanskildum fjórum árum í
Hafnarfirði, þegar Hafsteinn var
þar bæjarstjóri. Þegar þau flutt-
ust þaðan, festu þau kaup á hús-
inu númer 16 við Fjölnisveg og
þar hefur verið heimili þeirra.
Auk þeirra starfa, sem áður var
minnzt á, rifjaði Sigríður upp, að
hún hefði starfað í þrjú ár á aug-
lýsingadeild Morgunblaðsins.
— Þá var Morgunblaðið enn á
gamla staðnum, sagði hún. — Þar
rjkti skemmtilegur andi manna á
meða!, fólkið var kátt og glatt og
mér fannst mjög gaman að vinna
þarna og á þaðan góðar minn-
ingar.
Talið beindist síðan inn á starfs-
svið Sigríðar og hver væru auk
þessáhugamál hennar.
— Því er fljótsvarað. Ahugamál
mitt er barnavernd. Þar á ég við
eftirlit með högum barna, allt,
sem lýtur að erfiðleikum barna og
vandamálum. Mér er mikið kapps-
mál að vinna að þessum málum,
því að mér þykja þau hafa verið
vanrækt. Ég segi ekki, að barna-
geðdeildin, sem nú hefur tekið til
starfa, vinni ekki prýðilegt verk,
svo langt sem verksvið þeirrar
Fjölskyldan Fjölnisvegi 16.
Hafsteinn, Elín, Sigrfður og Bald-
vin.
deildar nær, en fyrir 12—18 ára
börn, sem lenda í vandræðum er
bókstaflega ekkert hægt að gera,
í sambandi við þessi mál kynnti
ég mér þau nokkuð í Svíþjóð og
hvernig þeim er þar skipað og við
erum ákaflega langt á eftir flest-
um öðrum í þessu efni. Það þarf
auðvitað að hafa stofnanir til að
taka við þessum börnum. Ef þau
eru geðveil þurfa þau að fá um-
önnun á sjúkrahúsi, en svo eru
hin, sem eru afbrotasinnuð og
þurfa aðhald og aga, fyrir þau
börn þyrfti að vera uppeldisskóla-
stofnun. Mérþykir líka annað mál
mjög aðkallandi. Að hér verði
komið á fót sifjaréttardómstóli,
þar sem tekin eru fyrir öll mál,
sem fjölskylduna varðar, bæði að-
búnaður barna, deilur um forræði
við skilnað og ótal margt fleira.
Það er ótækt, að ekki sé vandlega
kannað i skilnaðarmálum, hvar
barninu sé bezt borgið, það þarf
að hafa sérmenntað fólk til að
kafa ofan í hvert mál. I því sam-
bandi kemur það upp í hugann, að
það er fráleitt, hvernig skilnaðar-
mál eru afgreidd hjá okkur. Eng-
inn telur vera í sínum verkahring
að reyna að tala rækilega við
hjónin og komast fyrir orsakir
þær, sem liggja fyrir skilnaði. Ég
hef stundum rekið mig á, er ég
leysti fulltrúann í skilnaðarmál-
um af í veikindafríi hans, að þær
eru allt aðrar en hjónin láta uppi,
þegar til fulltrúans er komið.
Samtal við Sigríði
Asgeirsdóttur, lög-
fræðing, sem skipar
16. sæti á lista Sjálf-
stæðisflokksins
við borgarstjórnar-
kosningarnar
Víða erlendis eru sérstakar
nefndir, bæði starfandi á vegum
kirkju og dómstóla, sem hjónum í
skilnaðarhugleiðingum er vísað
til, og í slikum nefndum sitja sál-
fræðingar, félagsfræðingar, lög-
fræðingar og læknar og þeirra
verk er að komast úl botns I mál-
inu og oft getur það orðið til, að
ekki verður úr skilnaði, ef málið
er kannað vandlega. Ég er því
ekki fylgjandi, að fólk sé neytt úl
að búa saman í ómögulegu hjóna-
bandi, en mér finnst jafnan
ástæða úl að reyna að komast að
því, hvort viðkomandi hjónabandi
megi bjarga — sérstaklega þegar
börn eru. Mér þykir sem meðferð
okkar á skilnaðarmálum sé ákaf-
lega yfirborðskennd og þyrfú þar
að gera á stórkostlegar lagfær-
ingar. Það lítur svo út sem þjóð-
félaginu sé nákvæmlega sama,
hvort fjölskylda sundrast eða
ekki, enda þótt enn sé fjölskyldan
sem heild talin það form, sem
hentar bezt.
— Hvaða augum lítur þú þá
þróun að konur fara í auknum
mæli út í atvinnulífið eða setjast
að nýju á skólabekk?
Við störf á lögfræðiskrifstofunni.
Ljósm. Mbl. Ol.K.Mag.
að fara saman I gott sumarfri. Ef
foreldrar eiga ungling, sem vinn-
ur á sumrin og hefur fullar hend-
ur fjár, má segja að þar sem hann
er fjárhagslega sjálfstæður hafi
foreldrarnir misst úr höndum sér
mjög veigamikinn þátt i stjórn
uppeldisins.
— Þau mál, sem þú hefur
mestan áhuga á, Sigríður. Viltu
nefna mér þau? Þar á ég við, sem
þú hefðir sérstakan áhuga á að
sinna sem varaborgarfulltrúi.
— Félagsmálin í heild eru
áhugaverð og sérstaklega málefni
aldraða fólksins. Barnavernd-
unarmál koma þó númer eitt, eins
og ég sagði. Skipulagsmálin finnst
mér mjög heillandi viðfangs-
efni. .. reyndar hef ég áhuga á
öllu, ég er óskaplega forviún. Ég
held að varla sé til það mál, sem
ég hefði ekki gaman af að fást við,
allt snertir þetta mannleg skipti,
beint og óbeint. En fyrst og
fremst er mér umhugað um, að
fólki verði hjálpað til að hjálpa
sér sjálft — þaó eflir móralinn og
sjálsvirðinguna og þar með sam-
félagið í heild.
h.k.
— Mér finnst hún mjög jákvæð.
Þær eru með þvi að búa sig undir
nýtt lífsstarf, vegna þess, að eins
og við vitum, þá stofnar fólk
heimili yngra og þar af leiðandi
er það rétt á bezta aldri, þegar
uppeldisskyldurnar fara að
minnka. Mér finnst þessi stefna
góð, því að það er stíf braut, sem
ungu fólki er uppálagt að fara
efúr og námi varla lokið fyrr en
fólk er orðið 26—30 ára, ef um
langskólanám er að ræða. Stúd-
entsaldurinn hjá okkur er tveim-
ur árum hærri en í öllum löndum
hins vestræna heims, vegna þess
að skólakerfi okkar eru ranglega
upp byggt. Við þurfum að vinna
upp þennan mun með lengri ár-
legum skólatima, en jafnari skóla-
degi. Ég lít svo á, að börnin séu
vel geymd i skólunum og hvað
snertir nauðsyn þess að börn
vinni á sumrin, eins og haldið er á
loft, vil ég halda fram, að það sé
fyrst og fremst þjóðfélagið, sem
notar börnin: atvinnuvegirnir
reikna beinlinis með vinnukrafú
þeirra. Mér fyndist á allan hátt
æskilegra, þar sem eðlilegar að-
stæður eru, að fjölskyldan reyni
i
j
\
1
<
i
!
\
\
\
i
i
t
n