Morgunblaðið - 11.05.1974, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 11.05.1974, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAl 1974 31 Leikið á möl í upp- hafi Islandsmóts? ALLT útlit er fyrir, að fyrstu Ieikir 1. deildar keppninnar í knattspyrnu f Reykjavík verði að fara fram á Melavellinum. Laug- ardalsvöllurinn er mjög slæmur um þessar mundir og mörg ár eru sfðan hann hefur verið jafn lé- legur eftir vetur. Sömu sögu er að segja um grasvellina f Keflavfk, Njarðvfkum, Vestmannaeyjum og á Akureyri. Grasvöllurinn á Akranesi er hins vegar í þokka- legu ástandi, Iftið verri en undan- farin ár. Fyrstu leikir 1. deildarinnar fara fram laugardaginn 18. maí — eftir rétta viku. Þá leika Víkingur — IBV á Laugardalsvelli, tBK — • Fram í Keflavfk og ÍA — Valur á Akranesi, sunnudaginn 19. maí eiga svo KR og ÍBA að leika á Laugardalsvelli. Nær útilokað er, að leikirnir, sem settir eru á Laugardalsvöllinn um þessa helgi, geti farið þar fram og leik- urinn, sem fram á að fara í Kef Ia- vfk, verður sennilega fluttur á Njarðvíkurvöllinn. Að sögn Baldurs Jónssonar vall- arstjóra í Reykjavík hafa allir grasvellirnir í Reykjavík skamm- kalið, sumir þeirra mjög mikið og hefur ástandið ekki verið svona slæmt í mörg ár í Reykjavík. — Þó svo að veðrið að undanförnu hafi verið gott fyrir mannskepn- una er ekki sömu sögu að segja um grasið, sagði Baldur. Talsverð- ur hiti hefur verið á daginn og Bikarúrslitin í sjónvarpinu Knattspyrnuáhugamenn þyrp- ast örugglega að sjónvarpstækj- um sfnum, er fþróttaþátturinn hefst í dag klukkan 17.30. A dag- skrá þáttarins að þessu sinni verður lítið annað en knattspyrna og hún ekki af lakara taginu, leik- ur Liverpooi og Newcastle f úrslitum enska bikarsins. Leikur- inn fór fram sfðastliðinn laugar- dag á Wembley-leikvanginum að viðstöddum 100 þúsund áhorfend- um, en að auki fylgdust svo milljónir manna með leiknum í beinni sjónvarpsscndingu. Leikurinn verður sýndur f heild og tekur því meginhluta fþrótta- þáttarins. mikil sól, en á næturnar hefur svo kólnað verulega og hitastigið nálgazt frostmark. Engin úrkoma hefur verið og gróðurinn hefur svo sannarlega þurft á vætunni að halda. Ljóst er, að enska liðið York verður að leika á Melavellin- um og mér segir hugur um, að þar verði fyrstu leikirnir í Íslands- mótinu einnig að fara fram. Sigurður Steindórsson hafði svipaða sögu að segja frá Kefla- vík. Sagði þó að Keflvíkingar myndu reyna að leika á grasvelli strax fyrsta leikdaginn, en óvíst væri, hvort þaðyrði í Njarðvíkum eða Keflavfk. Njarðvíkurvöllur- inn væri heldur skárri, en þó langt frá því að vera góður. Grasvöllurinn á Akranesi er i sæmilegu ástandi og þar verður að öllum líkindum leikið strax í upphafi mótsins. Vellinum hefur verið hlíft eins og hægt hefur verið í allt vor og t.d. ekkert verið æft þar til þessa. ....- ■” ' ■ ■...,<-'■ ■ :: ■■ MMMill - IHHMHMBBi Þar skall hurð nærri hælum. Þorbergur Atlason hafði heppnina meðsér og náði að blaka knettinum frá Jóhannesi Bárðarsyni í leik Fram og Víkings f Reykjavfkurmótinu. Leiknum lauk með 0—0 jafntefli, og máttu Framarar þakka fyrir annað stigið. Reykjavíkurmótinu að ljúka: Félögin með ensku þjálfar- ana berjast um sigurlaunin Reykjavíkurmótinu í knatt- spyrnu lýkur á morgun með Ieik Vals og Vfkings á Melaveltinum. Tvö lið geta borið sigur úr býtum f mótinu, þau tvö Reykjavíkur- félög, sem hafa erlenda þjálfara, Víkingur og KR. KR-ingar hafa hlotið 8 stig og hafa Iokið leikjum sfnum, en Vikingar eru með 7 stig og eiga inni leikinn gegn Val. Vinni Valsarar Víking verða KR- ingar meistarar, verði jafntefli þarf að fara fram aukaleikur milli Víkings og KR, fari hins vegar svo, að Víkingar sigri verða þeir Reykjavíkurmeistarar f meistaraflokki f fyrsta skipti f mörg ár. Reykjavíkurmótið hefur verið svipminna nú en undanfarin ár og er greinilegt, að liðin lita fyrst og fremst á mótið sem upphitun fyrir átök íslandsmótsins. Ýmsar IBK tekur upp þráðinn að nýju KEFLVIKINGAR hafa þegar tryggt sér sigur f litlu bikar- keppninni þó að cinni umferð sé ólokið. Liðið hefur hiotið 8 stig, en hin liðin þrjú eru með 4 stig. Virðast Keflvfkingar vera að ná sér vel á strik eftir heldur daufa byrjun f meistarakeppninni. Leikjum litlu bikarkeppninnar hefur lyktað sem hér segir: Breiðablik — IBK 1:2 Mörk IBK: Grétar Magnússon og Steinar Jóhannsson. Mark Breiðabliks: Ölafur Frið- riksson. IBK — FH 0:1 Mark FH: Helgi Ragnarsson. IA — FH 2:1 Mörk ÍA: Matthías Hallgrímsson. Mark FH: Ölafur Danivalsson. Breiðablik — IA 2:0 Mörk Breiðabliks: Gunnlaugur Helgason og Haraldur Erlends- son. ÍBK — Breiðablik 1:0 Mark IBK: Steinar Jóhannsson. FH — IA 0:4 Jón Gunnlaugsson (2), Matthías Hallgrímsson, Karl Þórðarson. IBK — lA 4:1 Mörk IBK: Jón Ólafur Jónsson 3, Steinar Jóhannsson 1. Mark ÍA: Matthías Hallgrímsson. FH— Breiðablik 1:0 Mark FH: Janus Guðlaugsson. IA — IBK 0:2 Mörk IBK: Steinar Jóhannssonog Ólafur Júlíusson. Staðan er þvf þessi: ÍBK 5 4 0 1 9:3 Breiðablik 5 2 0 3 4:4 ÍA 5 2 0 3 7:9 FH , 5 2 0 3 3:7 Markahæstir eru: Steinar Jóhannsson, IBK, 4 Jón Ólafur Jónsson, ÍBK, 3 Matthías Hallgrímsson, tA, 3 blikur hafa verið á lofti í þessu móti og það kemur talsvert á óvart, að Vikingur og KR skuli vera í tveimur efstu sætunum. Framararhafa dalað eftirþvísem liðið hefur á mótið og Valsliðið hefur verið langt frá þvf, sem búizt hafði verið við. Botnliðin Þróttur og Ármann hafa ekki sýnt sig líkleg til stórafreka, þó náðu Þróttarar öðru stiginu gegn Val og Framarar máttu prísa sig sæla fyrir að hljóta bæði stigin í viður- eigninni gegn Armanni. Það er athyglisvert, að KR-ingar hafa skorað flest mörk liðanna í mót- inu, en Vikingar hafa hins vegar fengið fæst mörk á sig — ekkert. Leikir Reykjavfkurmótsins hafa fariðsem hér segir: KR—Þróttur 2:0 Mörk KR: Atli Þór Héðinsson og Baldvin Baldvinsson. Víkingur—Ármann 2:0 Mörk Víkings: Kári Kaaber (2) Fram—Valur 2:0 Mörk Fram: Ásgeir Elfasson og Rúnar Gíslason KR—Armann 2:0 Mörk KR: Atli Þór Héðinsson (2) Fram—Þróttur 2:0 Mörk Fram: Marteinn Geirsson og Rúnar Gíslason. Víkingur—KR 1:0 Mark Vikings: Hafliði Pétursson Valur—Ármann 6—1 Mörk Vals: Hermann Gunnarsson (2), Ingi Björn Albertsson, Berg- Opið hús hjá Val I DAG, 11. maí, sem er stofndagur Vals, verður opið hús aó Hlíðar- enda fyrir Valsmenn og velunn- ara Vals milli klukkan 15og 17. r Alafosshlaup Álafosshlaup fer fram á sunnu- daginn og verður keppt bæði í karla- og kvennaflokki. Hlaupið hefst klukkan 14 við vegamót Úlfarsfellsvegar og lýkur við verksmiðjur Álafoss. sveinn Alfonsson, Jóhannes Edvaldsson og Kristinn Björns- son. Mark Ármans: Jens Jen^son. Víkingur—Þróttur 4:0 Mörk Víkings: Kári Kaaber 2, Hafliði Pétursson, Gunnar Örn KR—Fram 3:1 Mörk KR: Árni Steinsson, Atli Þór Héðinsson, Ottó Guðmunds- son. Mark Fram: Kristinn Jörundsson. Kristjánsson. Staðan f mótinuer því þessi: 8 KR 5 4 0 1 10:4 KR—Valur 3:2 Víkingur 4 3 1 0 7:0 7 Mörk KR: Gunnar Gunnarsson Fram 5 3 1 1 8:5 7 (2) og Atli Þór Héðinsson. Valur 4 1 1 2 9:7 3 Mörk Vals: Hermann Gunnarsson Þróttur 4 0 1 3 1:9 1 og Hörður Hilmarsson. Ármann 4 0 0 4 3:13 0 Fram—Ármann 3:2 Mörk Fram: Sigurbergur Sig- steinsson, Atli Jósafatsson og Markahæstir leikmenn: eru eftirtaldir Eggert Steingrímsson. Mörk Armans: Halldór Björnsson og Sigurður Leifsson. Valur—Þróttur 1:1 Mark Vals: Þór Hreiðarsson. Mark Þróttar: Sverrir Brynjólfs- son. Víkingur—Fram 0:0 Atli Þór Héðinsson, KR 5. Kári Kaaber, Víking 4. Hermann Gunnarsson, Val 3. Tveir leikir eru eftir mótinu eins og áður sagði, Armann og Þróttur leika f dag á Melavellin- um og hefst leikurinn kl. 14.00. A morgun leika svo á sama stað Víkingur og Valur og hefst leikur þeirra klukkan 20.00.. GUMMERSBACH EVRÓPUMEISTARI Þýzka liðið Gummersbach varð Evrópumeistari f handknattleik f fjórða skiptið er liðið vann sovézka liðið 1. maf frá Moskvu 19:17 eftir framlengdan leik. Leikurinn fór fram í Dortmund og var hinn sögulegasti. 1 miðjuin fyrri hálfleiknum yfirgáfu sovézku leikmennirnir völlinn til að mótmæla dómum a-þýzku dómaranna. Eftir að talað hafði verið um fyrir Sovétmönnunum gat leikurinn hafizt að nýju, en hinir 14 þúsund áhorfendur létu óspart f sér heyra og leikmönnun- um 1. maf voru ekki vandaðar kveðjurnar. Gummersbach, en að venjulegum leiktíma loknum var jafnt, 16:16 og hafði kempan Hansi Schmidt misnotað vítakast nokkrum sekúndum fyrir lok leiksins. I framlengingunni kom greinilega fram hvort liðið var sterkara, Þjóðverjarnir skoruðu 3 mörk gegn 1 og unnu 19:17 eins og áður er sagði. Hansi Schmidt var ntark- hæstur í leiknum með 9 mörk. Eftir leikinn höguðu Sovétmenn- irnir sér ekki betur en í leiknum sjálfum. Þeir héldu beint til bún- ingsherbergja sinna, en voru ekki viðstaddir verðlaunaafhending- una — fannst greinilega sárt að sjá af Evrópubikarnum, sem þeir unnu síðastliðið ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.