Morgunblaðið - 19.05.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.05.1974, Blaðsíða 1
44 SIÐUR OG LESBOK 79. tbl. 61. árg. SUNNUDAGUR 19. MAÍ 1974 Prontsmiðja Morgunblaðsins. Baráttan er tvísý n - þeir, sem viljí iljá okkur lið, verða að leggja sig alla i fram ÚTI í garðinum var Gunnar Jóhann að íéika sér við nágrannakettlinginn Lady, sem var í heimsókn. Uppi voru þær Sonja kona Birgis og Björg Jóna elzta dóttirin á heimilinu að þvo tvíburunum Ingunni Mjöll og Lilju Dögg um andlitið og bak við eyrun; þær voru nýkomnar úr leikskólanum og þar hafði sýnilega verið mikið unnið. Borgarstjóri var rétt ókominn af fundi, en birtist von bráðar. Þá voru tvíburarnir komnir á harðaspan i rólun- um úti í garðinum og kötturinn Lady sýndi senn á sér fararsnið. Sonja bar fram kaffi og konfekt og ég spyr hjónin, hvaða áhrif það hafi haft á heimilislífið að gegna þeim skyldum, sem borgarstjóraembætti fylgja. — Ég hafði satt að segja ekki gert mér fulla grein fyrir því, hversu erilsamt þetta starf væri, hversu erilsamt þetta starf væri, segir Sonja. — Og allir vita, að erfitt er að fá barnagæzluhjálp. En við finnum leiðir til að leysa það og reynum eftir beztu getu að halda heimilislífinu í sem eðlilegustu horfi. Birgir segir: — Þessu starfi fylgja miklar annir og skyldur og auk þess þarf borgarstjóri víða að koma fram fyrir hönd borg- arinnar. Þetta hefur því í för með sér fjarvistir frá heimilinu hjá okkur báðum, því að konan þarf lika að taka þátt í mörgu. Margt af þessu er mjög ánægjulegt og fróðlegt, og vita- skuld reynum við bæði að láta ekki heimili og börn sitja á hakan- um. — Hvenær vaknaði þinn stjórn- málaáhugi, Birgir? — Fyrir alvöru í menntaskólan- um. Um það leyti eða skömmu áður hafði ég farið að velta stjórn- málum og þjóðmálum almennt fyrir mér eins og titt er með ungl- inga á þessum aldri. Ég gekk i Heimdall, þegar ég var i 3. bekk menntaskólans. Ekki held ég, að stjórnmálaskoðanir mínar hafi verið fullmótaðar, heldur var ég að þreifa fyrir mér og leita fé- lagsskapar. Var að nokkru fyrir tilviljun, að ég gekk i félagið ein- mitt þá. Aðalfundur stóð fyrir dyrum, einhverjar deilur voru um stjórnarkjör og smalað á báða bóga. Ég flæktist með öðrum hópnum og lenti í félaginu. Ég fór svo að starfa þar töluvert og fékk áhuga á þvi, serti þar var að ger- ast. Ég hafði, ögn yngri, lesið kommúnistaávarpið og fleiri rit um stjórnmálastefnur, og það hafði þessi áhrif: ég varð sjálf- stæðismaður. .. — Var þá mikil andúð á Heim- dellingum i menntaskólanum? — Ekki get ég með sanni sagt, að Heimdellingar hafi verið ást- sælir fyrir það að vera í félaginu. En þó var allöflugt lið i skólanum á þeim árum, sem vann í Heim- dalli. Þá var ekki komin sú vinstri sveifla í menntaskólanum eins og siðar náði um skeið undirtökun- um. Nú, ég var áhugasamur um allt félagslif í skólanum, sótti fundi, dansæfingar og fleira, sem á boðstólum var fyrir okkur. — Nú eru eldri börnin þin að komast á þennan „hugsandi ald- ur“. Ræðið þið stjórnmál hér á heimilinu? — Jú, vissulega spyrja krakk- arnir oft. Þau vilja fá nánari skýr- Fer Giscard með sigur af hólmi? ingu á fjölda mörgum málum og svör við spurningum, sem á huga þeirra leita. Ég reyni að svara, en sjaldan upphef ég stjórnmálaum- ræður að fyrra bragði — held ég. Ef ég er skammaður mikið spyrja þau mig iðulega, hvort þessar á- sakanir séu sannar. Þá reyni ég að útskýra og kynna þeim mitt sjón- armið. Þeirra er svo að meta, þvort þau telja það hið eina rétta. — Finnst þér þú vera mikið skammaður? — Ekki vil ég taka það djúpt í árinni. Oft er hart deilt í borgar- stjórn. En þær deilur spretta út af ólíkum sjónarmiðum varðandi Framhald á bls. 16. I garðinum á Fjölnisvegi 15. Tvísýnustu kosningar 1 Frakklandi um árabil París, 18. maí. AF. SKOÐANAKANNANIR f Frakk- landi spá Vaiery Giscard d’ Estaing mjög naumum sigri f for- setakosningunum þar f landi á morgun. Samkvæmt þeim fær hann 51% atkvæða, en Mitterand ner ouum sijornmaiaser- fræðingum saman um, að jafn tvfsýnar kosningar hafi ekki ver- ið f Frakklandi f manna minnum. Búizt er við mikilli kjörsókn á morgun. Á það er bent, að af 30 milljónum þeirra, sem eru á kjör- skrá, búi um 800 þúsund á dreifð- um svæðum, sem áður töldust ný- lendur Frakka, svo sem á eyjum f Karabiska bafinu og út af vestur- strönd Afríku og geti kjósendur á þessum stöðum haft veruleg áhrif á úrslitin. Bábir frambjóðendur luku kosningabaráttu sinni i gær- kvöldi, föstudag, og Alan Poher, sem tók við forsetaembættinu af Pompidou þar til forsetakosning- ar hefðu farið fram, ákvað i morg- un að koma í veg fyrir, að niður- stöður skoðanakannana, sem átti að birta í dag, gengju á þrykk út, þar sem þær raddir hafa iðulega heyrzt, að ýmsir kjósendur breyttu fyrri ákvörðun sinni vegna slikra talna. Mitterand sagði i lokaávarpi sinu, að hann biði úrslitanna rólegur. „Fyrir mér vakir ekki það eitt að ná kosningu," sagði hann „heldur fyrst og fremst að koma á reglu i landi okkar, sem hefur verið i molum i 15 ár.“ Hann kvaðst vilja gefa Frakklandi „frelsi" sitt á ný. Giscard d’ Estaing lagði áherzlu á, að yrði hann kosinn myndi hann tafarlaust takast á við aðsteðjandi vandamál. Auk þess benti hann á þann mikla meirihluta, sem hann teldi að styddi sig og stæði hann þvi vel að vigi að gera þær um- bætur i landinu, sem hann teldi nauðsynlegar. Skákmeist- ari slasast Belgrad, 18. maí, AP. LJUBOMIR Ljubojevic, hinn þekkti júgóslavneski stórmeistari í skák, slas- aðist alvarlega í bifreiða- slysi í morgun. Ljubojevic hefur getið sér gott orð fyrir frammistöðu sína á skákmótum síðustu tvö ár. Ljubojevic var í leigubíl. sem lenti í árekstri við tvo aðra bíla, og létust tveir menn í árekstrinum. Lækn- ar segja, að, skákmeist- arinn sé mikið slasaður, en þó er ekki talið, að hann sé í beinni lífshættu. Fyrsta kjarnorku- sprenging Indverja Nýju Delhi, 18. mai, AP. INDVERJAR sprengdu í morgun fyrstu kjarn- orkusprengju sína neðanjarðar og segir í til- kynningu Kjarnorku- málastofnunar Indlands, að tilraunin hafi verið gerð til að kanna hreyf- ingar í jarðskorpunni á vísindalegan hátt og það sé ekki ætlan Indverja að fara að framleiða kjarn- orkuvopn. Stjórn Indiru Gandhi forsætisráðherra hefur iðulega lýst andúð á tilraunum með kjarn- orkusprengingar ofan- jarðar. Fyrsta kjarnorkurann- sóknastöð Indverja tók til starfa fyrir fjórum árum og veittu Banda- ríkin og Kanada tækni- og fjárhagsaðstoð við að koma henni á fót. Heimsókn til Birgis Isl. Gunnarssonar borgarstjóra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.