Morgunblaðið - 19.05.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.05.1974, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MAI 1974 23 bílastæði verða á svæOinu. þar al' 300 undir þaki. og or þegar hafin bygging þeirra." Vrestari hlutinn bíó- ur .Pramkvajnuiir i austur hluta nýja miðbæjarsvæOisins eru komnar i fullan gang. og er búið að samþykkja og franv kvæmdir hafnar viö 80 þtisund rúmmetra húsnæðis. Er þetta verk upp á minnst 1000 milljón- ir. Má segja. að fleiri verktakar komistekki að ásvæðinuennú eru þar. og því ekki hægt að úthluta fleirum þar í bili. Skipulag svæöisins vestan gjár hefur enn ekki veriö samþykkt. en þar er möguleiki á aöstööu fyrir sérstarfsemi. svo sein leik- hús. lista- og bókasafn og ýmsa félagslega þjónustu. Einnig er þar gert ráð fyrir starfsemi. sem siöar meir kann aö þykja nauösynleg. og ekki er séö fyrir i dag." Greiðari strætis- vagnaleiöir ..Þá er stefnt aö þvi. aö miö- stöð a 1 me n ni ngsvag naþj ón ust u verði i nýja miðbænum. Eiga vagnar aö geta komið þar úr öllum áttum. bæði vagnar. sem koma frá öðrum byggðarlögum og vagnar. sem ganga endanna á milli i Kópavogi. í sumar verður tekið i notkun nýtt leiðakerfi strætisvagna Kópa- vogs. sem byggist á hugmynd- unt um miðbæinn. Þar er gert ráö fyrir fjölgun vagna og þá jafnframt ferða til og frá Kópa- vogi. auk þess sem feröir end- anna á milli i sjálfum Kópa- vogskaupstað verðateknar upp. en slikar ferðir hefur skort. Xýja leiðakerfið verður væntan lega tekið upp i júli í sumar. og verður þá jafnfrantt aukiö sanv starf viö nágrannasveitarfélög- in ". Xý tækni í vallar- geró • Að siðustu íangar mig aö minnast á hin nýja ogglæsilega iþróttaleikvang. sem nú rís i Kópavogi. Hann er þaö langt kominn. aö hægt verður aö heyja knattspyrnukappleiki á honum í sumar. Viö vallargerð- ina er notuö ný tækni. áöur óþekkt hér á landt. en hún er í því fölgin aö leiða heitt vatn i pipur undir grassvöröinn. og margfalda þannig endingu valt arins miöað við aðra grasvelli hérlendis. Kerfi þetta er sett upp af sænskum aðtlum. og byggt á athugunum þeirra. Píp- urnar eru lagöar nokkuö þétt. og síðan er leitt i þær 35 gráðu heitt afrennslisvatn frá heita- veitunni. sem siöan kóinar niö- ur í 20 gráöur i pipunum og gefur þvi frá sér um 15 gráöu varma. Vatnsgjöfinni er stjörn- að meö sérstakri stjórnstöð. •Jafnfram þessu er hægt aó breiða plastdúk yfir völlinn meó sérstakri tækni á 10 minút- um og þannig hægt aó vernda hann fyrtr rigningu og of mikl- um þurrTsi." Margföltl nýting ..Með þessum útbúnaði er hægt aó halda sjö gráðu hita- stigi i grassverðinum. þannig að grasið tekúr vtð sér 2—3 mánuóum fyrr en við náttúru- legar aðstæður. Hægt er að nota völlinn frá april til október ár hvert. i 150—200 klukkuktund- ir. en meðalnýting venjulegra grasvalla er um 40—50 klukku- stundir á sumri. Auk þess verö- ur spretta <>11 öruggari og vió- hald minna. Þessi útbúnaður mun kosta 6—7 miltjónir króna. en það telst ekki mikiö þegar þess er gætt. aö fullbúinn mun iþróttaleikvangurinn kosta á annað hundraö ntilljón- ir króna. í sumar verður knatt- sp\rnuvöllurinn tilbúinn. sömuleiðis stökk- og hlaupa- brautir. En það er ennþá mikil vinna eftir við völlinn, t.d. bún- ingsherbergi og áhorfenda- stæði, en væntanlega kemur það smám saman á næstu ár- um." Hinn glæsilegi Þinghólaskóli við Kópavogsbraut. Ljósm. Mbl. Sv.Þorm. Hitaveitan mun spara Kópavogsbúum tugi milljóna á hverju ári — segir Sigurður Helgason, sem skipar efsta sætið á lista sjálfstæðismanna í Kópavogi „Málefnum Kópavogs hefur almennt miðað mjög vel á kjör- tfmabilinu, og f þremur mála- flokkum hafa stórsigrar unnizt. Samið var um hitaveitu f Kópa- vog, samið um að rfkið tæki að sér byggingu Hafnarfjarðar- vegar í gegnum Kópavog og menntaskóli var settur á stofn f bænum.“ Þannig mælti Sigurð- ur Helgason, hæstaréttarlög- maður, efsti maður á lista S jálfstæðisf lokksins í bæjar- stjórnarkosningunum f vor, þegar Mbl. bað hann að rifja upp það markverðasta, sem áunnizt hefur í bæjarmálum Kópavogs á kjörtímabilinu. Sigurður er 42 ára, lög- fræðingur og viðskiptafræðing- ur að mennt, og hefur verið aðalfulltrúi f bæjarstjórn s.l. 12 ár. Gott samstarf „Eftir síðustu bæjarstjórnar- kosningar mynduðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins meirihluta i bæjarstjórn, og siðar gengu Frjálslyndir og vinstrimenn inn í samstarfið. Segja má, að samstarfið hafi verið mjög gott allt frá upphafi. Við völdum Björgvin Sæmundsson sem bæjarstjóra, og var það val að okkar dómi hárrétt. Hann hefur staðió sig mjög vel og reynzt dugandi, enda með mikla reynzlu sem bæjarstjóri á Akranesi. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur ákveðið að styðja hann sem bæjarstjóra næsta kjörtimabil.“ Þrír stórsigrar „Málefnum Kópavogs hefur almennt miðað mjög vel á kjör- tímabilinu, og í þremur mála- flokkum hafa unnizt stórsigrar. 1 fyrsta lagi var samið um hita- veitu í Kópavog og var Kópa- vogsbær brautryðjandi annarra sveitarfélaga i nágrenninu í þessum efnum. Samningarnir við Reykjavíkurborg reyndust hagstæðari en hjá öðrum sveitarfélögum, til dæmis erum við þeir einu, sem fengum eignaraðild að Hitaveitu Reykjavíkur. Það þarf ekki að lýsa þvi fyrir fólki í dag, hvílík- ur sparnaður verður af þessu fyrir íbúa Kópavogs. Má reikna með því, að hér sé um helmings sparnað að ræða, og hann skipt- ir tugum ef ekki hundruðum milljóna á ári. Hitaveituna á að leggja í austurbæ Kópavogs á þessu ári og í vesturbæinn á næsta ári. Nú þegar er hitaveita komin f um 15% húsa i bænum. Annar stórsigurinn vannst fyrir síðustu áramót, þegar samið var við ríkisvaldið um að Hafnarfjarðarvegurinn gegn- Sigurður Helgason um Kópavog skyldi frá áramót- um algerlega vera á vegum rikisins, þ.e. rikið mun sjá um lagningu hans og vióhald. Kópavogsbær fær í þéttbýlisfé um 11 milljónir á þessu ári. Þá mun rikið taka að sér að reisa brú yfir Alfhólsveg, göngubrú á þessu svæði, kosta göng undir Digranesbrú og margt fleira. Kópavogsbúar þurfa því ekki að hafa áhyggjur af þvi, að framkvæmdafé þeirra renni í þessar framkvæmdir. Þriðji stórsigurinn var svo sá, að menntaskóli var settur á stofn i Kópavogi 1973, og var það mikill gleðiatburður fyrir okkur Kópavogsbúa. Mennta- skólinn mun örva menningarlif bæjarins og hann verður æsku Kópavogs vonandi til mikilla heilla. Sérhvert bæjarfélag sem hefur menntaskóla, hefur tæki- færi til fjölbreyttara menn- ingarlifs en ella.“ Önnur mál „í flestöllum málefnum Kópavogs hafa orðið verulegar breytingar til hins betra, og í sumum tilfellum má segja, að um algjöra stefnubreytingu sé að ræða, og mun ég hér gera grein fyrir því helzta. I fræðslu- og menningarmál- um skal það helzt nefnt af mörgum málum, að reistar hafa verið 26 kennslustofur við skóla bæjarins. Skólarnir eru nú aðeins tvísetnir, og Þing- holtsskólinn verður væntanlega einsettur á næsta skólaári. Skólaframkvæmdum hefur yfirleitt lokið á áætluðum og umsömdum tíma. enda hefur verið lögð á það áherzla, að verktakar standi við gerða verksamninga. Hefur það verið hægt vegna þess, að áætlanir hafa verið vandaðar og kapp lagt á, að fjármagn væri til reiðu. 1 skipulags- og lóðamálum er helzt að nefna, að kapp hefur verið lagt á skipulag nýrra íbúða- og iðnaðarhverfa. Fleiri lóðum hefur verið úthlutað til einstaklinga og fyrirtækja en nokkru sinni fyrr i sögu Kópa- vogs. Búið er að ganga frá skipulagi nýs ibúðahverfis á landi Ástúns og Grænuhlíðar og tilbúið er skipulag nýs iðnaðarhverfis við Reykjanes- braut. í stjórnun og fjármálum skal það helzt nefnt, að allt stjórn- kerfi bæjarins hefur verið endurskipulagt. Aukinn hefur verið tæknilegur undir- búningur og eftirlit með fram- kvæmdum m.a. með deilda- skiptingu og skýrri verk- skiptingu og rammasamningum við ráðgjafarverkfræðinga. Tekin hefur verið upp sam- vinna við nágrannasveitar- félögin, m.a. á sviði hitaveitu, rafmagnsveitu, strætisvagna- þjónustu og nú siðast um undir- búning að fullkomnu holræsa- kerfi með tilheyrandi mengunarvörnum. Nú liggja fyrir drög að fjármögnunar- og framkvæmdaáætlun sex ár fram í tímann. Greiðslustaða bæjarsjóðs hefur gjörbreytzt til batnaðar, lausaskuldir hafa lækkað og langtimalán aukist. Fyrri greiðsluerfiðleikar eru nú óþekktir. í félags- og íþróttamálum skal það helzt nefnt, að stofnuð hafa verið félagsmálaráð og tómstundaráð er fara með þessi mál, og mynda saman Félags- málastofnun Kópavogs. Nýir leikvellir hafa verið gerðir og miklar endurbætur unnar á þeim, sem fyrir voru. Iþrótta- völlurinn við Vallargerði hefur verið breikkaður og flóðlýstur, að nokkru leyti fyrir tilstuðlan Lionsklúbbs Kópavogs. Stór- framkvæmdir hafa staðið yfir við iþróttaleikvang Kópavogs, m.a. með upphitun vallarins, sem er algjör nýjung hér á landi og tryggir þrefalda árlega nýtingu miðað við aðra gras- velli hér á landi. í götu-. holræsa- og vatns- veitumálum má nefna, að lögð hefur verið olíumöl á fleiri kíló- metra gatna en á öllum undan- farandi kjörtimabilum til samans. Varanlegt slitlag hefur verið lagt á 13 kilómetra, en í upphafi kjörtímans var slitlag samtals 11 kílómetrar. Af þess- um 11 kílómetrum hefur auk þess um helmingur verið endurbyggður algjörlega. Byggð hafa verið þrjú safnhol- ræsi, sem tengd eru við Foss- vogsræsið, til þess að unnt sé að leggja niður „yfirborðsræsi“. Hafizt hefur verið handa um byggingu íbúðahverfa í Foss- vogsdal, enda Fossvogsræsið forsenda þess. Mörg ný ræsi hafa verið byggð og gömul endurnýjuð. Vatnsveitukerfið hefur verið endurbætt, þannig að vatnsleysi, sem nánffst var daglegt brauð áður fyrr í sumum hverfum, tilheyrir nú liðinni tíð. Framkvæmdir við nýja aðfærsluæð eru hafnar, en hún mun liggja úr Blesugróf og eftir Nýbýlavegi endilöngum. Þegar er tilbúinn sá hluti æðar- innar, sem liggur i gegnum Efstalandshverfi." Uppbygging midbæjarins „Að lokum vil ég benda á, að nú stendur til uppbygging mið- bæjar Kópavogs, en þar er um algjöra nýjung i skipulagsmál- um að ræða, sem mun vekja mikla athygli. Þrir áfangar eru nú i byggingu, og á fram- kvæmdum að ljúka árið 1976. Mun miðbærinn þá hafa fengið á sig nokkra framtíðarmynd. Þar er gert ráð fyrir ibúðar- hverfum, verzlunarmiðstöðvum og ýmislegri félagsmálastarf- semi, bæði fyrir unga og aldna. Kostnaður við miðbæinn greiðist af byggjendum, en Kópavogskaupstaður mun ekki bera kostnað af. Það eri von min, að á næsta kjörtimabili muni Kópavogs- búar sjá þær fjölmörgu fram- kvæmdir, sem unnið verður að, verða að veruleika, og að okkur muni takast að gera bæjarfélag okkar fallegra og byggilegra, eins og reyndin hefur verið á siðasta kjörtimabili."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.