Morgunblaðið - 19.05.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.05.1974, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAl 1974 Utlitsteikning af nýja tilraunaskólanum, sem verið er að reisa á Valhúsahaeð. — Stórhugur Framhaltl af bls. 21 að hefjast haustið 1975 og á verk- ið að taka hálft annað til tvö ár. Verður sundlaugin því væntan- iega opnuð sfðla árs 1977. Þá er búið að skipuleggja fram- tfðaríþróttasvæði Seltirninga. Eru fyrirhugaðar umfangsmiklar framkvæmdir, sem ljóst er að taka munu langan tíma. íþrótta- svæðið verður við íþróttahúsið, sem reist var fyrir nokkrum ár- um, og samkvæmt skipulagi svæðisins er gert ráð fyrir, að suðvestan sundlaugarhússins, sem áður er getið, komi mikill íþróttaleikvangur með knatt- spyrnuvelli og hlaupabrautum, svo og áhorfendasvæðum. Búningsklefar vallarins verða væntanlega í sundlaugarhúsinu. Gerð leikvangsins verður mjög kostnaðarsöm og verður skipt í áfanga. Landið undir hann hefur þegaf verið keypt, en ekki er hægt að gera ráð fyrir því, að framkvæmdir hefjist fyrr en að lokinni gerð sundlaugarinnar. Hins vegar hefur verið lagður sæmileéur knattspyrnúvöllur við Melabraut og verður hann að nægja Selörningum nokkur næstu árin. skólamAlin Helzta tromp forráðamanna nýja bæjarfélagsins á Seltjarnar- ne>i er [xi nýr skóli, sem rís um þessar mundir suðvestan á Val- húsahæð. Valhúsaskóli verðurtil- raunaskóli fyrir nemendur á gagnfræðastiginu og á naumast nokkurn sinn líka hérlendis. Skólahúsið er alls um 3000 fer- metrar eða 13000 rúmmetrar og er stefnt að því aðtaka kjallara og neðri hæð þess í notkun í septem- ber næstkomandi, en það á allt að vera komið í notkun haustið 1975. V'ið hönnun skólans hefur verið leitazt við að hafa byggingarlag hússins mjög frjálst, að ná sem opnustu formi innanhúss, sem gefur möguleika á mjög frjálsri tilhögun kennslu...ofa og þar af leiðandi kennslufyrirkomulags. Þarna er ætlunin að setja á lagg- irnar fyrsta 8 stunda skólann hér á landi., sem hefjist kl 8—9 að morgni og ljúki kl. 5 að kvöldi. Nemendur sitja kannski árdegisí kennslutímum en í hádeginu fá nemendurnir málsverð i mötu- neyti skólans. Síðdegis hefst hins vegar undirbúningur undirnáms- efni næsta dags undir leiðsögn kennara, og er jafnvel stefnt að því að ráða aðra kennara til að leiðbeina nemendum \ið að und- irbúa sig fyrir næsta dag en þá, sem kenna þeim Jxdta tiltekna námsefni. Þegar nemendur koma heim til sín ájýötta tímanum bíð- ur þein’a því ekki neinn heima- lærdómur, eins og nú tfðkast vfð- ast hvar. Við hönnun skólans hefur þess einnig verið gætt, að hann henti vel til alls kyns félagsstarfsemi. Hann er byggður upp af átta sjálf- stæðum einingum, sem allar geta verið í notkun á sama tfma. I einni einingunni geta menn þvf dundað við tómstundaiðju sína, í annarri-efnt til kvöldnámskeiða, verið með fund í hinni þriðju — allt á sama kvöldi. Akveðið hefur verið að hefjast handa um svipaða breytingu á tilhögun kennslu barna í Mýrar- húsaskóla og verður í Halhúsa- skóla. ,,Til skamms tírna hefur hugsunarlaust verið svínað á börnum og unglingum hvaðsnert- ir iengd vinnutfmans vegna skóla- náms en með þessari tilhögun eiga nemendur að fá sama fjölda frístunda sem aðrar stéttir þjóðfé- lagsins," sagði Sigurgeir Sigurðs- son, bæjarstjóri þeirra Seltirn- inga. ENDURSKOÐUN AÐALSKIPULAGS____________ Eitt fyrsta verlíefni nýkjörinn- ar bæjarstjórnar Seltirninga verður að hefja endurskoðun aðalskipulags Seltjarnarness. Lögum samkvæmt skal slík end- urskoðun fara fram á fimm ára fresti og nú eru fyllilega fimm ár lióin frá því aö skipulag Seltjarn- arness var sfðast endurskoðað. Hins vegar sagði Karl B. Guð- mundsson, oddviti, að nú hittist vel á að tfmi endurskoðunarinnar væri runninn upp með tilliti til þess hversu sjónarmiðin til lands- nýtingar hefðu breytzt á allra síð- ustu árum og áhugi vaknað á auknum útivistarsvæðum og verndun náttúru, t.d. fuglalffs, sem strendur hreppsins eru mjög auðugar af. Það kemur því til kasta væntanlegrar bæjarstjórnar að marka stefnuna um æskilegan íbúafjölda bæjarins með tilliti til landnýlingarinnar. íbúafjöldinn er núna sem fyrr greinir milli 2500 og 600 manns en rætt hefur verið um að takmarka hann ein- hvers staðar á bilinufrá 5.500 upp í 8.200 manns. Hins vegar er þegar gert ráð fyrir nokkrum stórum opnum svæðum innan byggðarinnar, til að mynda allt Suðurnesið og einnig Valhúsa- hæðín, sem mjög er rómuð fyrir útsýnið. Raunar hefur þegar ver- ið ákveðið að efna til allnýstár- legrar samkeppni um skipulag hæðarinnar og hefur náttúru- verndarnefnd bæjarins samvinnu við Arkitektafélag Islands um þessa samkeppni. mAlefni aldraðra Forráðamenn Seltjarnarnes- hrepps eru einnig með á prjónun- um áætlun um verulegar úrbætur f málefnum aldraðra. Komið hafa fram hugmyndir, sérstaklega frá Jóni Gunnlaugssyni, lækni, um byggingu hjúkrunarheimilis að Nesi við Seltjörn fyrir um 50 vist- menn. I tengslum við þetta heimili er rætt um að láta reisa nokkrar smáíbúðir — 25 til 30 fermetrar hver — og í fyrsta áfanga er einmitt gert ráó fyrir þvf að ráðast f smíði slíkra íbúða- húsa. Hugmyndin er sú, að aldraða fólkið eigi sjálft þær íbúðir, sem það býr f, en hreppurinn eigi hins vegar endurkaupsrétt að íbtíðun- um, þegar gamla fólkið er orðið of lasburða til að annast um sig sjálft og flyzt inn á hjúkrunar- heimilið. Þá áformar Seltjarnar- nesbær einnig aðild að byggingar- framkvæmdum Dvalarheimilis aldraðra sjómanna í Hafnarfirði og hyggur á gott samstarf við það. MIÐBÆJARHVERFI Væntanlegt miðbæjarhverfi er einnig ofarlega á baugi hjá for- ráðamönnum Seltjarnarness þessa stundina. Það hafa staðið yfir viðræður við Reykjavíkur- borg um breytingará landamerkj- um og sagði Sigurgeir bæjar- stjóri, að hann vonaðist til að þetta mál væri nú loksins að kom- ast á lokastig. Er í sumar ætlunin að vinna að gerð lokaáætlunar að miðbæjarsvæði fyrir kaupstaðinn með þeim verzlunum og þjónustu- aðstöðu, sem þvf fylgir. Við- ræðurnar við Reykjavíkurborg snúast um Eiðíð, en Sigurgeir sagði, að annars kæmu tvö svæði til greina og hefði ekki verið endanlega ákveðið hvort þeirra yrði fyrir valinu undirmiðbæinn, FÓLKVANGUR________________ Seltjarnarnes er einnig allstór aðili að landrými því, sem tekið hefur verið undir fólkvang f Blá- fjöllunum. Sigurgeir sagði, Seltirninga hafa átt mjög góða samvinnu um framvindu þess máls við aðra aðila, nágranna- sveitarfélögin, sem þarna ættu einnig hlut að máli. ,,Við rennum mjög hýru auga til þessa útivistar- svæðis, og stefnum að því, að okkar fólk fái þar góða aðstöðu til útilífs að sumri sem vetri," sagði hann. Um aðrar framkvæmdir innan hreppsins eða kaupstaðarins sagði Sigurgeir, að í gatnagerð og lagningu varanlegs slitlags á göt- ur hefði frá upphafi verið kapp- kostað að hafa jafnan við vexti byggðarinnar. Ymis stór byggingasvæði eru enn fyrir hendi innan kaupstaðarins ,,en við leggjum áherzlu á að upp- byggingin verði ekki hraðari en svo, að við getum fylgt henni eftir með nauðsynlegustu þjónustuað- stöðu. Og við það höfum við getað staðið fram til þessa,“ sögðu þeir Karl og Sigurgeir. BÆJARSTJÓRNAR- KÓSNINGARNAR______________ Sjálfstæðismenn hafa haldið um stjórnvölinn á Seltjarnarnesi undanfarin 12 ár. Árið 1962 náði Sjálfstæðisfélag Seltirninga meirihluta hreppsnefndarfull- trúa í fyrsta sinn, en í tvö skipti áður var ekki kosið heldur samið um skipan hreppsnefndar. Sigur- geir Sigurðsson, sveitarstjóri Seltirninga undanfarin 10 ár, hefur átt sæti í hreppsnefnd allt frá 1962 en hann er nú í fjórða sæti listans. I kosningunum 1962 var það í síðasta sinn, sem fram voru born- ir fjórir fiokkslistar. Fékk Sjálf- stæðisfélagið um 45% atkvæða og 3 menn kjörna af fimm i hrepps- nefnd. Tveirflokkar komu engum manni að. I kosningunum 1966 höfðu minnihlutaflokkarnir brætt sig saman á einn lísta, þannig að aðeins voru tveir listar í kjöri en Sjálfstæðisfélagið fékk þá um 55% atkvæða og enn þrjá menn kjörna. Arið 1970 voru enn tveir listar í kjöri og Sjálfstæðis- menn fengu aftur þrjá menn kjörna en að þessu sinni 63% atkvæða. Nú er hins vegar boðið fram i bæjarstjórnarkosningum í fyrsta sinn og fulltrúum hefur verið fjölgað í sjö. Hins vegar er ljóst, að þrír listar verða þar í kjöri að þessu sinni, þar sem framsóknar- menn á Seltjarnarnesi bera nú framsjálfstæðan lista. Sigurgeir sagði, að ástæða væri til að vara við of mikilli bjartsýni um sigur sjálfstæðismanna í komandi kosningum. Búast mætti við, að dreifing atkvæða nú yrði meiri en þegar aðeins yinstri list- inn var í mótframboði. Tveir vinstri listar nú hefðu það hins vegar í för með %ér, að þeir kjósendur, sem óánægðir væru með H-grautinn fyndu nú frekar eitthvað við sitt hæfi. „Kjósendur á Seltjarnarnesi eru þvi hvattir til að skoða vel hug sinn á kjördegi — og gera upp við sig hvort þeir vilja örugga framfarastjórn eða sundraða, stefnulausa vinstrisamsuðu B og H/F-listanna. Við höfum trú á því, að Seltirningar láti skyn- semina ráða og göngum því óhræddir til kosninga," sögðu þeirKarl og Sigurgeir. Dælustöð hitaveitunnar á Seltjarnarnesi. Skipulagsuppdráttur af hinu fyrirhugaða íþróttasvæði. Á myndinni sést fþróttahúsið, félagsheimilið, sundlaugin, sundlaugarhúsið, fþróttavöllurinn og Valhúsaskóli. Handknattieikslið Gróttu, sem vann sig upp í fyrstu deild í vor og vonazt er til að verði öllu fþróttalífi á nesinu mikil lyftistöng.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.