Morgunblaðið - 19.05.1974, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MAl 1974
43
Þátttakendur í sýningu Myndlistarklúbbs Seltjarnarness.
Málverkasýnmg á
Seltjarnarnesi
I GÆR, laugardag, upnaði Mynd-
listarklúbbur Seltjarnarness mál-
verkasýningu f hinum rúmgððu
húsakynnum Iþróttahúss Sel-
tjarnarness.
Myndlistarklúbbur Seltjarnar-
ness var stofnaður árið 1971 af
áhugafólki um myndlist. Stofnfé-
lagar voru 10 talsins, en bætzt
hefur í hópinn og eru meðlimir
klúbbsins nú 20.
Sumir félaganna hafa sótt nám-
skeið í myndlist áður, en aðrir eru
að stiga sín fyrstu spor á þessum
vettvangi.
Að þessu sinni sýna allir félag-
arnir verk sín, flest olíumálverk,
alls 120 talsins, og eru þau flest til
sölu.
Leiðbeinandi klúbbsins hefur
frá upphafi verið Sigurður Kr.
Árnason listmálari.
Klúbbfélagar hafa ennfremur
notið góðs af leiðbeiningum lista-
mannanna Eggerts Guðmunds-
sonar og Gunnars Hjaltasonar.
Þetta er þriðja samsýning
Myndlistarklúbbs Seltjarnarness.
Sýningin er framlag klúbbsins
til þjóðhátíðarárs, enda eru nokk-
ur verk á sýningunni gerð í tilefni
landnáms.
Sýningin verður opin frá
18.—26. maí. Virka daga frá kl.
17—22, en um helgar frá kl.
14—22.
Danskur lýðháskóli
á Norður-Jótlandi fyrir
Þig
4 og 8 mánuðir frá september.
Blaðamennska, Ijósmyndun,
hjúkrun, náttúrufræðigreinar,
mál o.m.fl.
Try höjskole,
J DK 9330
Dronninglund
Bátur til sölu
3ja tonna trilla búin 2 nýjum handfæraraf-
magnsrúllum, nýjum dýptarmæli og eignartal-
stöð.
Uppl. í síma 41 362 og 41 264. Húsavík.
Barnaskóbúðin Laugavegi 27
Nýkomið
Finnskir strigaskór á stelpur og drengi.
Allar stærðir — Margir litir.
Barnaskóbúðin Laugavegt 27
Volvoeigendur
athugið
Viðgerðarverkstæði vort verður lokað frá 15.
júlí —-13. ágúst vegna sumarleyfa'.
VELTIR H.F.,
Suðurlandsbraut.
Fiskiskip til sölu
207 lesta, byggt 1 965 a-þýzkur
1 41 lesta, ný endurbyggður með nýjum vélum.
92 lesta stálskip, byggt 1972 með mjög góð-
um tækjum.
1 05 lesta, byggt 1 967 mjög gott togskip.
68 lesta, byggt 1 960 (eik), nýendurbyggt.
1 40 lesta, byggt 1 962 (eik), með nýrri vél.
Ennfremur úrval af minni bátum.
Fiskiskip Austurstræti 14, 3/a hæð
Sími 22475, heimasími 13742.
— Tilboð
Framhald af bls. 44
azt fyrir um þetta efni meu aðstoð
sendiráða Islands og kom þá stað-
festing á áðurnefndum leyfisveit-
ingum, en jafnframt var upplýst,
að indverskir aðilar hafi óskað
eftir innflutningi a.m.k. 200 báta.
I nokkrum tilfellum hefur og
verið óskað eftir íslenzkum skip-
stjórum og vélstjórum á bátana,
ef af viðskiptum við íslenzka
skipasmiðastöð gæti orðið.
Þorbergur Ölafsson, fram-
kvæmdastjóri Bátalóns h.f., gat
þess einnig, að fyrirspurnir hefðu
borizt frá fleiri þróunarlöndum
um smíði skipa, m.a. nú nýlega
frá Tanzaniu og Norður-Yemen.
Var þar óskað eftir því, að Báta-
lón gerði tilboð í að smíða fyrir
þessar þjóðir skip af sömu gerð og
stöðin hefur áður framleitt. Þor-
bergur gat þess jafnframt, að
óhugsandi væri, að islenzk skipa-
smíðastöð gæti samið um smiði
slíkra skipa á öðrum grundvelli
en þeim, að fram kæmi í smíða-
verðinu sú hækkun á framleiðslu-
verði, er verða kann á byggingar-
tímanum, svo sem venja hefur
verið að undanförnu, er samið
hefur verið við íslenzka aðila.
ÞEIM ÖLVAÐA
BRÁ í BRÚN
UM KLUKKAN fjögur i fyrrinótt
var brotist inn i Árbæjarkjör,
Rofabæ 9. Lögreglan stóð þjófinn
að verki inni i búðinni, og reynd-
ist þar vera 18 ára stúlka á ferð.
Hún hafði br.otið rúðu á verzl-
uninni, 1,5x3 metra að stærð.
Þegar lögreglan var á leið með
stúlkuna brott af staðnum, renndi
bíll upp að búðinni. Var þar á ferð
ölvaður ökumaður, sem ætlaði að
fá afgreiðslu um miðja nótt. Brá
honum heldur betur í brún, þegar
hann hitti lögreglu i verzluninni,
og má með sanni segja að hann
hafi fengið aðra afgreiðslu en
hann ætlaði sér.
Til sölu
4ra herb. íbúð við Álfheima.
4ra herb. íbúð við Meistaravelli.
Uppl. gefur Hafsteinn Hafsteinsson hdl.,
Garðastræti 38. Símar 25325 — 25425.
Útboð
Tilboð óskast i að gera fokheldan annan áfanga
Gagnfræðaskólans á Selfossi.
Útboðsgagna má vitja gegn 10.000- kr.
skilatryggingu í skrifstofu Selfosshrepps eða í
Arkitektastofuna s.f. Síðumúla 23, Reykjavík
■N
0STRATFORD
E N S K I R
PENINGASKÁPAR
þjófheldir — eldtraustir
heimsþekkt —
viðurkennd framleiðsla.
_______________i
E. TH. MATHIESEN H.F.
STRANDGÖTU 4, HAFNARFIRÐI — SÍMI 51919.
KAPPREIÐAR
KAPPREIÐAR
Gusts og Andvara
verða í dag að Kjóavöllum kl. 15.00. Sýndir verða góðhestar félags-
manna. Hrollur Sigurðar Ólafssonar fer á kostum.
Keppt verður í 250 metra skeiði, 250 metra tölti, 250 metra folahlaupi,
300 metra stökki, 2000 metra brokki og víðavangshlaupi.
Nefndin.
— ÍSMÍÐUM-
Eigum eftir eina 4ra herb., 1 13 fm suðurendaíbúð á 1. hæð að
Engjaseli 35 í Breiðholti II. Áætlað verð: 4.095 þús.
Einnig eigum við eftir tvær 3ja herb. 92 fm íbúðir á 1. og 2. hæð.
Áætlað verð: 3.625 þús. Hægt að fá keypta bílgeymslu fyrir kr. 435
þús. Ibúðirnar seljast tilbúnar undir tréverk og sameign að mestu
frágengin. Afhending 1 5. marz 1 975.
Húsið er fokhelt nú þegar og því lánshæft.
Byggingaraðili: Birgir R. Gunnarsson s/f
Teiknað af Kjartani Sveinssyni, tæknifr.
Fasteignaþjónustan
Austurstræti 17 (Silli&Valdi)
sími 26600