Morgunblaðið - 19.05.1974, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.05.1974, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MAl 1974 39 Skuggamynd i fjarska FRAMHALDSSAGA EFTIR MARIU LANG, PÝÐANDI: JÓHANNA KRISTJONSDÓTTIR. 13 væri heima við. Hann kom að vörmu spori og sagði, að einhver iðnaðarmaður, sem væri að vinna þar, hefði sagt, að Kersti Ryd væri heima og við bjuggumst til að fara. Þá datt mér í hug, að það væri kannski skynsamlegast að hafa samband við Christer Wijk og segja honum, hvers ég hefði orðið vísari og hvað ég ætlaði að gera næst. Hann var á skrifstof- unni sinni, en þar sem sfminn í kaffistofunni var á mjög áberandi stað ög ég heyrði, að afgreiðslu- stúlkan hlustaði stór eygð á frá- sögn mína, þá reyndi ég að gefa ekki of mikið upp og sagði það eitt, að ég myndi verða við Norrtullsgötu 15 eftir stundar- fjóróung eða svo og að ég byggist við, að það gæti haft eitthvað upp á sig að skreppa þangað. .. Ég skalf af kulda, þegar ég kom út, en Jan staðhæfði, að miðað við árstfma væri hlýtt og ágætt veður. Við spjölluðum glaðlega um allt milli himins og jarðar, allt frtj Egyptalandi til Shakespeares. En það leið nú ekki á löngu áður en talið beindist aftur að Hug-B, því að ég lagði allt í einu fyrir hann spurningu: — Hvernig maður er eiginléga Ingmar Granstedt? Erhannalltaf svona æstur og fljötur til að kom- ast í uppnám eins og hann var í dag? Jan svaraði ekki fyrr en eftir nokkra umhugsun. — Það er erfitt að gefa á hon- um einhverja tæinandi lýsingu. Ég hef heyrt, að hann hafi þótt vera sérstaklega gáfaður, þegar hann var í menntaskóla. en ein- hvern veginn hefur hann staðnað. Hann les og les, frönsku, þýzku, sögu, hagfræði, trúarbragða- sögu. ..allt f einum graut og lýkur aldrei prófi i neinu. Ein- hvern tfma hef ég heyrt hann hafi fengið áfall í prófi í rómönskum málum og víst er, að eitthvað hefur komið fyrir hann, það sést svo greiniiega. . . — Mér fannst hann. . svo fátæklega til fara. — Eg held hann sé mjög illa staddur fjárhagslega. Hann býr í einhverri smákompu og af hverju hann lifir veit enginn. Það er út af fyrir sig ágætt að lesa án þess aðstríða við að ná einhverju vissu marki. . .og ég held, að við hefð- um öll gott af slíku námi í bland. . .en á hinn bóginn er hann engan veginn sæll með sitt hlut- skipti. Ég býst við, að Eva hafi verið vinsamleg við hann og hon- um hafi farið að þykja vænt um hana. Hann er svo einkennilegur og svo mikill einfari, að enginn veit hvernig hann bregzt við hverju sinni. Og ef lögreglan tæki hann fastan yrði hann án efa tafarlaust settur i geðrannsókn, áður en nokkrum manni dytti í hug að yfirheyra hann. Við vorum að nálgast Norrtulls- götuna og ég sá hávaxinn mann standa úti fyrir númer 15. Hann var reyndar enn hærri en Jan Hede og dökkt hár hans var alger andstæða við ljóst hár Jans. En ég sá mér til ánægju, að mönnunum tveimur gazt strax vel hvor að öðrum. Þegar við vorum á leið upp með lyftunni reyndum við að segja Christer undan og ofan af því, sem við vissum, en af eðlilegum ástæðum urðum við að stytta mál okkar verulega. En hann vissi alténd að dána stúlkan hafði heit- ið Eva Claeson og hún hafði verið nemandi Eínars í háskólanum og að hún hafði búið í þessu húsi og við vorum nú á leiðinni til vin- konu hennar og Kersti Ryd, sem var eins konar „húsmóðir" þarna á stúdentaheimilinu. Hann eyddi ekki tímanum til að hrósa okkur fyrir frammistöðuna, né heldur spurði hann neinna spurninga og fyrr en varði vorum við komin að dyrunum og hringdum bjöllunni: Grannvaxin kona í síðum slopp opnaði fyrir okkur. Hún hafði sftt slétt hár, andlitsdrættirnir dálftið skarpir og augun bak við gleraug- un höfðu óræðan lit. En hún horfði á okkur og ég hafði á til- finningunni að hún væri bæði vel gefin og dugleg stúlka. Ilún veik ti4- hlióar og sagði við Jan í undrunar tón: — Mér þykir fyrir því, Janne, en Eva er ekki heima. Það er enginn annar en ég, sem getur haldizt við hér semstendur. Við stóðum inni á mjóum gangi og þar voru margar dyr. Við geng- um niður stiga f ibúð hennar og hávaði af hamarshöggum og vinnuvélum iðnaðarmanna kvað við. Kersti Ryd baðaði þreytulega út höndunum. — Það eru iðnaðarmenn út um alla ibúðina. Þeir áttu að ljúka þessum viðgerðum f sumar, en maður veit hvernig það er. . Þeir komu á miðvikudaginn. Við héld- um, að við gætum þolað við, en nú er sem sagt bara ég eftir. Eva var að kvarta um þetta niðrí í Hug-B og þá var hún svo heppin, að hann bauðst til að lána henni íbúðina sína í viku af því aó hann var að fara í fyrirlestrarferð til Kaup- mannahafnar. Hún fluttist þangað á laugardaginn, en ef þið þurfið að ná f hana, getið- þið hringt. Komið þið hérna inn og fáið ykkur sæti, ég skal finna símanúmerið hjá Bure dósent. Hún gekk inn í næsta herbergi og við störðum þrumu Iostin hvort á annað. Svona einföld var skýringin þá! Mér varð hugsað til Lillemors Olins og mig langaði til að reka upp skellihlátur. En þá mundi ég allt í einu f hvaða erindagjörðum við vorum hingað komin — að segja þessari vingjarnlegu konu frá hryllileg- um dauðdaga vánkonu hennar — og hláturinn sat fastur í hálsinum á mér. 6. kafli. Við gengum á eftir henni inn í rúmgott, en ekki sérlega við- kunnanlegt herbergi. Þar var skrifborð, bókahilla og svefn- bekkur og á borðinu var opið laga- safn, svo að mér skildist, að Kersti Ryd hlaut að vera lögfræðinemi. Ég tyllti mér á svefnbekkinn, og mér var órótt innanbrjósts: karlmennirnir tveir stóðu upp á endann. Jan virtist vera mjög óstyrkur og enda þótt hann hefði átt frumkvæði að því að við fær- um hingað, virtist hann ekki vita, hvernig við áttum að hefja máls á því, sem við vorum hingað komin til að erinda. Það var Christer Wiikj, sem hafði orð fyrir okkur. VELX4CXKAIMDI Velvakandi svarar i síma 1 0-1 00 kl. 1 0.30 — 1 1.30, írá mánudegi til föstudags. % Hvernig farið er að því að fá ályktanir samþykktar sam- hljóða Velvakandi rakst á frétt í blaði um daginn þar sem sagt var frá þingi rithöfunda. Þar kom ma.a. fram, að samþykkt hefði verið ályktun samhljóða, þess efnis, að varnarliðið skyldi á braut, — annað væri ekki sæmandi. Þar sem Velvakanda kom þetta spánskt fyrir sjónir tók hann sér fyrir hendur að kanna málið nánar. I ljós kom, að þegar tillaga um þessa ályktun var borin upp á þinginu, var það í lok þess, auk þess sem málið hafði hvorki verið á dagskrá eða tekið til umræðu utan hennar. Að sögn heimildar- manns Velvakanda höfðu þeir, sem tillöguna samþykktu, ekki verið fleiri en tuttugu eða þar um bil, en hins vegar höfðu 60—70 manns verið á þinginu þegar flest var. % Frambjóðendur í fjölmiðlum „P.E.“ skrifaði Velvakanda bréf fyrir skömmu, þar sem umræðuefnið var þáttur fram- bjóðenda til sveitarstjórnarkosn- inga i útvarpi og sjónvarpi. Þar sem menn hafa viljað vita nánar um þetta mál, hverjar reglur séu gildandi o.s.frv., hafði Velvakandi samband við Iljört Pálsson, dagskrárstjóra, til að fá nánari upplýsingar. Hjörtur sagði, að til skamms tíma hefði sú regla verið viðhöfð, að menn hefðu ekki umsjón með föstum þáttum flyttu erindi eða kæmu fram i þessum fjölmiðlum að staðaldri væru þeir á fram- boðslistum, en nú i vetur hefði Utvarpsráð tekið þetta til endur- skoðunar. Nú væri sú skipan á höfð, að þeir, sem ættu sæti fyrir neðan miðjan framboðslista gætu eftir sem áður komið fram i útvarpi og sjónvarpi eftir því sem tílefni gæfist til, en hinir ekki. Hins vegar hefði í nokkrum til- vikum orðið misbrestur á þessu. T.d. hefði einn frambjóðenda Alþýóubandalagsins verið með fasta þætti um uppeldismál i félagi við annan aðila. Hefði þessi frambjóðandi komió fram i einum þætti eftir að framboðslisti var birtur. Sá þáttur hefði hins vegar verið sá siðasti í þáttaflokknum um uppelsismál, — en þarna hefðu vissulega orðið mistök, sem ekki hafi verið komið í veg fyrir. Þá hefðu verið gerðir þættir um aðstöðumun i dreifbýli og þétt- býli, sem hefðu borið heitið „Suð- ur eða sunnan". Þættirnir hefðu verið í undirbúningi síðan um áramót, og hefði sá fyrsti verið fluttur eftir að frainboðslistar fóru að berast fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar. Alþingis- maður austan að landi hefði komið fram í öllum þáttunum, en þegar sá fyrsti þeirra var fluttur sem fyrr segir hefði enginn veitt því eftirtekt, að sá hinn sami var á framboðslista flokks sins til sveitarstjórnarkosninga heima i héraði sinu. 0 Mykja borin á garda Kona, sem af skiljanlegum ástæðum vill ekki láta nafns síns getið, hafði samband við Vel- vakanda, og hafði sorgarsögu að segja. Þannig er mál með vexti, að hún býr í raðhúsi. Nágrennið er allt fullfrágengið og fólkið, sem þar býr, lætur sér annt um garðana sína, eins og gerist og gengur. Það, sem konan vildi hins vegar kvarta yfir, er hinn mikli mykjumokstur, sem garðeigendur virðast stunda af mikilli kost- gæfni. Hún sagðist vita, að líklega væri betri áburður ekki fáan- legur, en sá galli væri þó á gjöf Njarðar, að honum fylgdi hinn mesti aragrúi skorkvikinda. Sagði hún, að mykja væri borin á árlega i garðinum við hliðina á húsi hennar, enda allt krökt af flugum og öðrum hvimleiðum kvikindum allt sumarið, þannig að vart væri hægt að opna glugga. Ennfremur sagðist hún var viss um, að i mykjunni þrifist mikið af sóttkveikjum. Taldi hún það vera verkefni fyrir heilbrigðisyfirvöld að kanna hvort svo væri ekki. Að lokum sagði hin mykjuþjáða kona, að i sinn garð væri aldrei settur annar áburður en sá, sem fengist tilbúinn í hinum þokka- legustu pappírspokum. Samt sem áður þrifist þar allur gróður vel. Velvakandi hefur samúð með konunni, en skilur samt vel þá garðeigendur, sem hafa vanizt þvi að bera húsdýraáburð á blettinn sinn og kunna lyktinni og kvikinunum ekki illa. Hins vegar væri fróðlege að heyra frá fróðum aðilum eða garðyrkjumönnum hvort sú mikla trú, sem íslenzkir garðeigendur virðast hafa á slík- um áburði, sé á bjargi byggð, eða hvort tilbúni áburðurinn sé kannski jafn góður eða jafnvel betri. 0 Undirskrifta- söfnun gegn barnaheimili Nokkrir lesendur hafa haft samband við Velvakanda vegna þeirrar fréttar, að íbúar i Árbæjarhverfi hafi tekið að safna undirskriftum til að mótmæla stofnun barnaheimilis I einbýlis- húsahverfinu þar. Voru þeir allir á einu máli um, að hér væri staðið að málum af skilningsleysi og vitaverðri andúð gegn börnunum og aðstandendum þeirra. Síóan er raunar kornið i ljós, að hér var um fámennan hóp að ræða, þannig að ætla má, að meirihluti fólksins, sem býr i nágrenni við barnaheimilið, sjái ekki ástæðu til að amast við ung- viöinu í námunda við sig. 53^ SlGeA V/öGA S \iLVtmt V.W. FASTBACK '66 nýskoðaður. Ný vél og dekk, til sölu. Samkomul. með greiðslu. Simi 16289. Ráðskona óskast i sveit norður i Skagafjörð, sem fyrst. Má hafa með sér barn. Upp- lýsingar i sima 1 3034. Óska eftir að ráða trésmiði og verkamenn sem fyrst. Upplýsingar i sima 52627 á kvöldin. Ungur vélvirki óskar eftir vinnu nú þegar. Mikil reynsla. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: ., 1 056" Til sölu banslipivél. Gerð — þýzk. Upplýsingar i sima 93-6271 og 93-61 1 5. Til sölu er Bedford sendibill árgerð 1972 disel, talstöð, mælir og stöðvar- leyfi gæti fylgt. Upplýsingar i sima 43467. 12—13 tn. Scania vörubill til sölu árg. 1957 með „orginal búkka og stærstu gerð af Scania sturtum. Stálpallur með skyggni. Selst ódýrt. Uppl. í sima 84660. Mustang 68 er til sölu. Fallegur og vel með farinn bill, V8 vél, sjálfskiptur. Til sýnis i dag að Stóragerði 5. Til sölu Volvo 465 ágerð '64 i góðu standi pall og sturtulaus, ennfremur afturhásing með tviskiptu drifi og fjöðrum nýlegum, nýuppgert olíu- verk ásamt öðrum varahlutum i Volvo 465. Uppl. í sima 92- 8063, Grindvik eftir kl. 22 á kvöldin. Húsdýraáburður til sölu Heimkeyrður. Einnig keyrður í garðlönd. Upplýsingar i sima 86643. MAVERICK GRABBER '71 Ford Maverick '71. Fallegur bill. Til sýnis og sölu að Barmahlið 42, milli kl. 1 og 7 i dag. Simi 17118. DODGE DART STATION '66 Mjög góður Dodge sjálfskiptur með aflstýri og nýrri 6 cyl. vél til sölu. Gott verð. Upplýsingar i sima 41 407. MOSKVITCH '68 til sölu. Simi 1 2984. 2JA—3JA HERBERGJA ibúð óskast til leigu. Tvennt * heimili. Upplýsmgar i dag i sima 36686 og eftir kl. 7 næstu kvöld. Konur Keflavík Ég er 9 og hálfs mánaða og mig vantar einhverja góða konu til að gæta mín ef einhver getur og vill, þá hringið i sima 3127. TIL SÖLU STEYPUHRÆRIVÉLAR Upplýsingar i sima 61231, Dalvik á daginn og 61 344 á kvöldin. TIL LEIGU 4ra herb. ibúð með húsgögnum eða 3ja herb. án húsgagna. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: Vestur- bær 3394. KAFARAR Kafarablý fyrirliggjandi. Sendum i póstkröfu: Vélsmiðja Andra Heiðberg, Laufásvegi 2A. simi 13585 P.O box 1381, Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.