Morgunblaðið - 19.05.1974, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.05.1974, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MAI1974 Notið frístundirnar Vélritunar- og ÍVélritun — blindskrift, uppsetning og frágangur verzlunarbréfa, samninga o.fl. Úrvals rafmagnsritvélar. Dag og kvöldtímar. Upplýsingar og inn- ritun í sima 21 768. Hildigunnur Eggertsdóttir — Stórholti 27 — sími 21768. Gullverðlaunahafi — The Business Educators' Asso- ciation of Canada. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Vífilsstaðaspítali: AÐSTOÐARLÆKNIR óskast til starfa í eins árs stöðu frá 1. júli n.k. Umsóknarfrestur til 20. júní n.k. Upplýsingar veitir yfirlæknir, sími 42800. AÐSTOÐARMAÐUR á sjúkradeild- um óskast til starfa nú þegar. Upp- lýsingar veitir forstöðukona eða um- sjónarmaður spítalans, sími 42800. Þvottahús ríkisspítalanna: STARFSFÓLK, konur, ekki yngri en tvítugt og karlmaður óskast til starfa nú þegar til framtíðarstarfa og til sumarafleysinga. Upplýsingar veitir forstöðukonan, sími 81714. Skrifstofa ríkisspítalanna: BÓKARI, karl eða kona, óskast til starfa við sjúklingabókhaldsdeild, helzt frá 1. júní n.k. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri, sími 1 1 765. Landspítalinn: AÐSTOÐARLÆKNIR óskast til starfa í blóðmeinafræði við RANNSÓKNA- DEILD frá 1. júní n.k. Nánari upplýs- ingar veitir yfirlæknir deildarinnar, sími 24160. DEILDARMEINATÆKNIR óskast til starfa í blóðmeinafræði við RANN- SÓKNADEILD frá 1. júní n.k. Upplýs- ingar veitir yfirlæknir deildarinnar, sími 24160. Tveir AÐSTOÐARLÆKNAR óskast til starfa á LYFLÆKNINGADEILD, annar frá 1. júlí en hinn frá 1. ágúst n.k. Umsóknarfrestur til 20. júní n.k. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar, sími 24160. FÓSTRA óskast til afleysinga á BARNASPÍTALA HRINGSINS í sum- ar. Upplýsingar veitir yfirlæknir barnaspítalans, sími 241 60. Umsóknum, er greini aldur, mennt- un og fyrri störf ber að senda skrif- stofu ríkisspítalanna. Umsóknar- eyðublöð fyrirliggjandi á sama stað. Reykjavík, 1 7. maí 1 974. SKRIFSTOFA RIKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5.SIM111765 Fiskverð til yfirnefndar SAMKVÆMT fréttatilkynningu Verðlagsráðs sjávarútvegsins hef- ur ráðið að undanförnu unnið að ákvörðun lágmarksverðs á sjávar- afla, sem gilda á frá 1. júní næst- komandi. Á fundi ráðsins i gær var ákvörðun um bolfiskverð o.fl. vis- að til úrskurðar yfirnefndar, þar sem samkomulag náðist ekki í ráðinu um lágmarksverðið. Á fundum ráðsins í fyrradag var einnig verðákvörðun á fiskúr- gangi, svo og spærlingi og makríl til bræðslu, vísað til úrskurðar yfirnefnda. Verðlagsráð vinnur nú að ákvörðun verðs á humri, rækju, hörpudiski og ýmsum kolategundum. Stúdentafagnaður Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík verður haldinn að Hótel Sögu föstudaginn 24. maí 1 974 og hefst með borðhaldi kl. 1 9.30. Miðasala í anddyri Súlnasalar Hótel Sögu kl. 16 —18 miðvikud. 22. maí, kl. 13.30 —18 fimmtud. 23. maí og kl. 14 —16 föstud. 24. maí. Afmælisárgangar MR 1904, 1909, 1914, 1919, 1924, . 1929, 1934, 1939, 1 944, 1 949, 1 954, 1959, 1 964 og 1 969 eru sérstaklega hvattir til að taka þátt í fagnaðinum. Aðalfundur Nemendasambandsins verður hald- inn á sama stað kl. 1 9 24. maí. Stjórnin. Tveir grjótpallar til sölu Af sérstökum ástæðum getum við boðið til afgreiðslu innan skamms 2 stk. 9 rúmmetra Tatra grjótpalla ásamt 20 tonna sturtum og öðru tilheyrandi. Pallarnir eru sérlega rammgerðir smíðaðir úr 6 mm pallastáli og hentar á flestar gerðir vörubifreiða. Tékkneska bifreidaumboðid á íslandi h.f., bifreiðadeild, Auðbrekku 44—46, Kópavogi, sími 42600. er svo annað lakk Manstu þegar þú lakkaðir síðast? Lakklyktin ætlaði alla að kæfa, og þegar þú varst loksins búinn að lakka, áttirðu enga terpentínu til að hreinsa alla nýju penslana, sem þú keyptir. Bráðum þarftu að lakka aftur, sannaðu til. Þá er líka betra að gera ekki sömu skyssuna aftur. Nú skaltu nota Hitt lakkið. Kópal-Hitt er hálfgljáandi vatnsþynnt akryl-lakk, ætlað á tré og stein, — úti sem inni. Kópal-Hitt hefur einnig frábæra veðurrvatns- og þvottheldni. Svo geturðu nefnilega notað rúllu, og að sjálfsögðu pensil líka. Kópal-Hitt þomar á 1—2 klst. Það er lyktarlaust, gulnar ekki og bregst ekki. Greinargóður leiðarvísir á hverri dós. Þegar þú ert búinn að lakka, þá, - penslana úr venjulegu sápuvatni. já þá þværðu rúlluna og Hugsaöu um Hitt þegar þú lakkar næst. unálningh

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.