Morgunblaðið - 19.05.1974, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MAI1974
Sigurður og vinir hans
Kafli úr sögu frá
miðöldum eftir
Sigrid Undset
hjartað herra Andrés og gerir þér kleift að lifa þangað
til ég hef veitt þér sakramentið."
Herra Andrés drakk af áfergju og strax færðist
daufur roði yfir andlit hans. „Jæja, börnin góð, farið
þið nú út í mjólkurbúrið og verið kyrr þar, þangað til
ég segi til. Þið getið tekið með ykkur ljós og svo skuluð
þið biðja fyrir herra Andrési á meðan þið bíðið“.
Ljóstýran gerði hrörlegt mjólkurbúrið varla nokkuð
vistlegra en það var fyrir. Drengirnir þrír settust hver
við annars hlið á moldargólfið.
„Hvernig leið ykkur á meðan?“ spurði Sigurður.
Helgi fól andlitið í höndum sér og fór að gráta. ívar
fölnaði enn meira og saup hveljur. „Hann. . . við
urðum svo hræddir. . . ég held, að hann hafi fengið
krampa og þá héldum við. . . nei, ég vil ekki tala um
það. Hann hrópaði og æpti og sagði eitfhvað ljótt og
barðist um eins og hann væri að slást við einhvern".
Helgi stundi. „Við skulum biðja. Við skulum biðja
eins innilega og við getum, svo sá vondi komi ekki“.
„Hann kemst ekki inn núna, þegar séra Eiríkur er
kominn til mannsins. Það er alveg öruggt. Og ég skal
segja ykkur hvað ég held“, sagði Sigurður. „Ég held,
að okkur hafi í nótt tekizt að snúa á þann vonda á
undursamlegan hátt, og það er vissulega gleðiefni.
Auk þess refsa þau okkur varla heima, þótt við höfum
strokið og orðið fyrir því að drepa göltinn, vegna þess
að það var því að þakka að við hittum herra Andrés og
björguðum sál hans“.
„Ég held, að þú hafir á réttu að standa“, sagði ívar.
„En nú skulum við biðjast fyrir, eins og Helgi sagði.
Við skulum fara með allar þær bænir sem við kunn-
um“.
Játningin
Þeir voru sofnaðir allir þrír, þegar séra Eiríkur
opnaði inn til þeirra og sagði að þeir mættu koma.
Herra Andrés virtist örmagna, andlit hans var vott
af svita. Séra Eiríkur gaf Ivari bendingu um að taka
skálina með víninu og gefa þeim sjúka að drekka. Það
virtist styrkja hann svolítið. En röddin var veik, þegar
hann reyndi að tala.
„Jæja, prestur, opnaðu leðurskjóðuna og sýndu
tveimur elztu drengjunum, láttu þá snerta innsiglið“.
„Séra Eiríkur", hvíslaði Sigurður skömmustulegur.
„Hann heldur að við séum nógu gamlir til að bera vitni
í réttinum. Við sögðum honum það. Ég sagðist vera
fjórtán ára og ívar sagðist vera tólf. Við ætluðum
ekkert illt með því, en við urðum svo hræddir, þegar
hann valt hérna inn fyrir dyraþröskuldinn og vissum
ekki, hvers konar gestur þetta var. Við vildum láta
hann halda, að við værum næstum fullorðnir".
„Nú, það skiptir ekki svo miklu máli“, sagði prestur-
inn. „Eitt vitni nægir auk mín“.
„En enginn okkar er orðinn tólf ára“.
„Jú, þú ert orðinn tólf ára, Sigurður. Þú varðst tólf
ára daginn eftir Vorrar frúar dag og hann var í fyrri
viku. Ég skírði þig dagihn eftir og það var sama daginn
og Silfurfaxi fæddist. Ég ruglast ekki á þeim degi“.
Séra Eiríkur hafði opnað leðurskjóðuna og tekið úr
henni tvær pergament-rúllur. Við hvora þeirra voru
fest mörg grá innsigli. Presturinn breiddi úr þeim og
sýndi manninum í rúminu. „Eru þetta skjölin, sem þú
vilt að vitnið rannsaki?“
Herra Andrés kinkaði kolli. „Láttu Sigurð líta á
innsiglin og snerta þau“.
opjonni ogcTVIanni Jón Sveinsson
Freysteinn
Gunnarsson
þýddi
En ég var uppgefinn og komst ekki lengra fyrst um
sinn.
Kvíðinn og hræðslan um Manna litla lögðust þungt
á mig. Ég þurfti ekki að hugsa til þess að ná í hestinn
alveg sjónvitlausan.
Og þó dugði það ekki að skilja svona við bróður
minn. Ég varð að leita að honum og finna hann, hvað
sem öðru leið.
Við þessa hugsun hresstist ég aftur. Og nú herti ég
upp hugann og hélt áfram að elta hestinn.
Tryggur hljóp á undan geltandi. Nú líkaði honum
lífið. I hvert skipti sem ég hægði á mér, kom hann
hlaupandi til mín, hoppaði upp á bringu á mér og
krafsaði í mig tii þess að herða á mér.
Svona héldum við áfram drjúgan spotta. Ég hljóp
og hljóp eins hratt og ég gat.
En ekki var löng stund liðin, þegar ég fór að finna
sáran sting undir bringspölunum. Ég hafði ákafan
hjartslátt. Mér sortnaði fyrir augum, og loks hneig ég
meðvitundarlaus niður í sandinn.
Þegar ég kom til sjálfs mín aftur, fann ég eitthvað
vott ög mjúkt koma við andlitið á mér.
Eg opnaði augun og sá, að Tryggur stóð yfir mér.
Hann horfði á mig ósköp raunalega og sleikti á mér
andlitið, brjóstið og hendurnar með mestu varfæmi.
Þegar hann sá lífsmark með mér, ætlaði hann að
sleppa sér af kátínu. Hann settist við hliðina á mér,
dinglaði rófunni í ákafa og tifaði framfótunum ótt
og títt. Hann vildi láta mig rísa á fætur.
Mér tókst það með lierkjubrögðum, og skreiddist ég
svo að stóram hellusteini skammt frá. Á hann settist
ég og hugsaði um, hvað ég ætti nú til bragðs að taka.
Nú fyrst varð mér ljóst, livað ég var hörmulega illu
staddur.
Ég sá í huganum Manna litla, bróður minn. Hann
hékk á hestinum, sem hentist með hann yfir urðir og
sprungur og hvað sem fyrir varð. Og hérna sat ég eftir
og gat ekkert hjálpað honum, ég vissi ekki einu sinni,
hvat hann var. Og heima sat pabbi og mamma og von-
fn«&tnorgunkaffínu
INFORMATIC
— Skæri?
— Og hér höfum við ljós-
ið ... við erum nefnilega að
spara rafmagnið....
— Vingjarnlegur bflstjóri
lánaði mér svolftið bensfn, svo
að ég kæmist nokkrum kfló-
metrum lengra...
— Nei, þú verður að fela þig
betur... það sést f hnakkann...
i___Irzzis&Zl.....- C >. L .JL----i LÍL— i—.
ui j,n / im nik>Lim i