Morgunblaðið - 19.05.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. MAl 1974
25
Græna byltingin Græna byltingin
Siglt um Sundin —
Bátaaðstaða bætt
Fyrirhuguð er aðstaða fyrir vélbáta, hraðbáta og stærri seglbáta
sunnan megin í Geldinganesi vestan Eiðis, og hugsanleg aðstaða
fyrir litla seglbáta norðan megin f Geldinganesi, auk þess sem
þeir verða áfram f Nauthólsvfk.
BÁTAlÞRÓTTlR af ýmsu tagi
j^fga sfauknum vinsældum að
fagna enda fátt skemmtilegra
en að sigla um Sundin á falleg-
um kvöldum. t tiilögum
Reykjavfkurborgar um um-
hverfi og útivist er f samræmi
við þao gerð áætlun um stðr-
bætta aðstöðu til siglinga og
bátsferða, þar sem lagt er til, að
aðstaða fyrir vélbáta, hraðbáta
og stærri seglbáta verði gerð
sunnan megin f Geldinganesi
vestan Eiðis, fiskitrillur fái
betri aðstöðu f Reykjavíkur-
höfn, þegar byggð hefur verið
bátabryggja f Geldinganesi,
gamla bryggjan í Nauthólsvfk
verði endurbætt fyrir minni
seglbáta og hafsvæði norðan
við Geldinganes verði rannsak-
að til þess að fá úr þvf skorið
hvort það henti til siglinga
minni seglbáta.
1 greinargerðinni um bátaað-
stöðu segir m.a. um auknar vin-
sældir þessarar fþróttar: Mikil
aðsókn hefur verið að siglinga-
klúbbi Æskulýðsráðs f Naut-
hólsvfk (með um 70 báta) og
færri komizt að en vilja. Helztu
flokkar báta eru: fiskitrillur,
vélbátar, hraðbátar, róðrarbát-
ar, litlir seglbátar og stærri
seglbátar (oft með lftilli vél).
Þessar tegundir báta eiga ekki
allar jafnvel saman, sérstak-
lega eiga illa saman litlir segl-
bátar og hraðbátar. Þá er einn-
ig heppilegt að afmarka haf-
svæði fyrir skemmtibáta frá
hafnarsvæðum og siglingaleið-
um fiski og farskipa. Með starf-
semi siglingakúbbs Æskulýðs-
ráðs má gera ráð fyrir stór-
auknum áhuga á siglingum al-
mennt og hefur þegar verið
stofnsett félag eldri meðlima,
Brokey, og jafnframt er starf-
andi siglingafélag fullorðinna,
Siglingaklúbbur Reykjavfkur.
Vfsir að aðstöðu fyrir litla
seglbáta er þegar f Nauthólsvfk
og er lagt til, að miðstöð þeirra
verði þar áfram. Verður m.a.
gamla bryggjan endurbætt f
þvf skyni, en þegar er fyrir
hendi braut til þess að setja
fram báta svo og geymslu-
skemma.
Fiskitrillur eiga bezt heima f
Reykjavfkurhöfn og verður að-
staða þeirra bætt þar, þegar
unnt verður að flytja úr höfn-
inni skemmtisiglingabáta, sem
þar eru nú.
Hraðbátar eru yfirleitt flutt-
ir á bátavagni að sjó við hverja
notkun og þurfa þeir hallandi
*bryggju, sem nær út f sjó til
þess að ná að fljóta af vagnin-
um. Slfk bryggja er til við Olíu-
stöð Shell, en vegna flugvallar-
ins verður erfitt að stefna þang-
að þeirri umferð, sem fylgir
þessum bátum.
Með stærri vélbáta hafa
menn verið á hálfgerðum hrak-
hólum og það sama gildir um
stærri seglbáta, sem eru að vfsu
ennþá fáir á Reykjavíkursvæð-
inu, en á eftir að f jölga.
Gerðar hafa verið nokkrar at-
huganir á skiptingu hafsvæðis-
ins umhverfis Reykjavfk, og
hvar koma ætti framtfðarstaða
f landi fyrir bátaíþróttir af hin-
um ólfku tegundum. Er lagt til,
að aðstaða verði mynduð fyrir
vélbáta, hraðbáta og stærri
seglbáta sunnan megin í Geld-
inganesi vestan Eiðis. Vegna
lffrfkis f Leiruvogi kemur ekki
til greina að vera með vélbáta-
aðstöðu þeim megin Geldinga-
ness. Htns vegar er lagt til, að
tekin verði frá landsvæði norð-
an megin í Geldinganesi (sbr.
kort) fyrir aðstöðu Iftilla segl-
báta. Aður en hafsvæði þetta
verður ráðgert til siglinga er þó
nauðsynlegt að framkvæma
frekari rannsóknir á vindum
þarna undir Esjunni.
Litlir seglbátar sást nú þegar oft á Skerjafirði og aðstaðan hefur
verið bætt fyrir þá f Nauthólsvfk.
yavogs og Reykjavíkur.
fangsmikilli áætlunargerð um
umhverfi og útivist, sem miðar að
því að fegra borgina og búa borg-
arbúum umhverfi af því tagi, sem
tíðarandinn krefst og tryggja
þeim aðstöðu til að njóta hollrar
útivistar. I daglegu tali hefur
þessi áætlun hlotið nafnið „græna
byltingin“.
Óneitanlega er broslegt að
fylgjast með tilraunum minni-
hlutaflokkanna til þess að gera
lítið úr þessari áætlun og gera
hana tortryggilega. Þegar menn
lesa uppblásnar kosningasprengj
ur Tímans um grænu byltinguna,
reikar hugurinn 12 ár aftur í tím-
ann til þess, er gatnagerðaráætl-
un Sjálfstæðismanna var lögð
fram f borgarstjórn. Þá fundu
minnihlutaflokkarnir henni allt
til foráttu, töldu hana „kosninga-
plagg“ eitt og óframkvæmanlega
og Alþýðubandalagið lagði fram
tillögu um að þrefalda fasteigna-
skatta til þess að afla fjár til þess-
arar gatnagerðar. Nú segja göt-
urnar I Reykjavík sina sögu um
það, hvort þar var á ferðinni
„kosningaplagg" eitt. Og ef við
rifjum upp áróður minnihluta-
flokkanna fyrir borgarstjórnar-
kosningarnar 1970 kemur f ljós,
að þá var eitt helzta kosningamál
Framsóknarflokksins, að meiri-
hluti sjálfstæðismanna hefði
byggt Sundahöfn, sem væri tóm
og þvf þarflaus með öllu. Nú —
fjórum árum síðar — er svo kom-
ið að meiri ástæða væri til að
gagnrýna Sjálfstæðismenn fyrir
að hafa ekki hraðað uppbyggingu
Sundahafnar meir.
Hið sama verður upp á teningn-
um með grænu byltinguna. Að
nokkrum árum liðnum tala verk-
in sfnu máli og þá verður smá-
smuguleg kortaskoðun framsókn-
armanna gott dæmi um þá mál-
efnalegu stöðnun, sem einkenndi
vinstri flokkana f borgarstjórn
Reykjavíkur á þjóðhátíðarárinu.
Nú er aðeins vika til kjördags f
borgarstjórnarkosningunum. Enn
hafa vinstri flokkarnir i Reykja-
vfk ekki komið fram^með neina
málefnalega gagnrýni, sem máli
skiptir. Og lfklega hefur málefna-
leg staða þeirra aldrei verið aum
ari en nú. Kannski er það bezti
dómurinn um störf borgarstjórn-
armeirihluta Sjálfstæðismanna á
miðju kjörtímabili.
Vilja Reykvík-
ingar vinstri
stjórn?
En þrátt fyrir allt það, sem rak-
ið hefur verið hér að framan, snú-
ast þó borgarstjórnarkosningarn-
ar á sunnudaginn kemur um eitt
lykil atriði öðru fremur: Vilja
Reykvfkingar vinstri stjórn f höf-
uðborginni? Og — vilja Reykvík-
ingar áframhaldandi vinstri
stjórn að þingkosningunum lokn-
um? Borgarstjórnarkosningarnar
1958 voru dauðadómur yfir
vinstri stjórn Hermanns Jónas-
sonar. Hún sat aðeins í 6 mánuði
eftir það — fyrst og fremst vegna
þess, að í þeim kosningum hlaut
hún óumdeilanlegt vantraust
Reykvíkinga og þjóðarinnar allr-
ar. Bersýnilegt er, að framsóknar-
menn og kommúnistar stefna að
því nú að fá sameiginlegan meiri-
hluta á Alþingi Islendinga að
loknum þingkosningunum 30.
júní. Forsætisráðherra glopraði
þessari fyrirætlan út úr sér f sjón-
varpsþætti. Þessi áform er hægt
að stöðva á sunnudaginn kemur
með því móti einu að Sjálfstæðis-
flokkurinn vinni óumdeilanlegan
og afgerandi sigur — að Reykvfk-
ingar og kjósendur í öðrum sveit-
arfélögum kveði upp nýjan van-
traustsdóm yfir vinstri stjórn.
Hafa menn í raun og veru gert
sér grein fyrir því, hversu sundr-
uð hjörð vinstri menn á Islandi
eru um þessar mundir? Fram-
boðslistar þeirra til borgarstjórn-
ar Reykjavíkur eru aðeins fjórir
— en þeir segja ekki alla söguna.
I raun eru vinstri menn klofnir i 9
— NlU — fylkingar. Þær eru
þessar:
1. Framsóknarflokkur
2. Vinstri framsóknarmenn (þ.e.
Samtök vinstri framsóknar-
manna og Möðruvellingar)
3. Alþýðuflokkur
4. Hannibalsarmur SFV
5. Magnúsar Torfa-armur SFV
6. „Frjálslyndi“ flokkur Bjarna
Guðna.
7. Alþýðubandalag
8. Fylkingin (og Rauð verkalýðs-
eining)
9. Kommúnistasamtökin marxist-
ar-Ieninistar.
Þetta er f raun og veru sú fríða
fylking, sem Reykvíkingum
stendur til boða að kjósa yfir sig
næstu fjögur árin. Þeir, sem kasta
atkvæðum sínum á vinstri
fokkana á sunnudaginn keinur
verða a.m.k. að gera sér grein
fyrir því, hvað þeir eru að kjósa.
Og hér hafa menn það.
Við höfum
reynsluna
Nú kunna einhverjir að segja,
eins og framsóknarmenn, að víða
í sveitarstjórnum hafi samvinna
margra flokka gefizt vel. Það má
vera. En víða í sveitarstjórnum
hefur það kostað margra mánaða
samningaþras að koma saman
mismunandi lítt starfhæfum
meirihluta. Reykjavik er hins
vegar ekki sambærileg við litil
sveitarfélög úti um land. Höfuð-
borgin er svo stórt sveitarfélag,
að eini raunhæfi samanburðurinn
er við landsstjórnina. Og þar höf-
um við reynsluna síðustu þrjú
árin. Vinstri stjórnin, sem setið
hefur í stjórnarráðinu síðustu
þrjú árin splundraðist f augsýn
alþjóðar fyrir rúmri viku. Sú
„uppákoma" ein ætti að nægja
sem röksemd gegn vinstri stjórn í
Reykjavík. En við höfum kynnzt
fleiru af vinstri stjórn. Það tók
hana 32 mánuði að koma sér
saman um stefnuna í varnar-
málunum. Hvað halda menn, að
verði mikið um framkvæmdir f
höfuðborginni, meðan vinstri
flokkarnir sitja á samningamakki
um hvaða stefnu þeir eigi að taka
í stærstu málum borgarbúa,
mánuðum saman? Eigum við að
rifja upp landhelgismálið og
lausn þess, þegar Lúðvík rak póli-
tískan rýting í bak forsætisráð-
herra? Eigum við að rifja upp
aðferðir kommúnistaráðherranna
við að auðmýkja utanríkisráð-
herrann opinberlega? Eigum við
að rifja upp óheilindin í samstarfi
vinstri flokkanna? E>gum við að
rifja upp lömun allrar efnahags-
stjórnar meðan ráðherrarnir
reyndu að koma sér saman án
árangurs, viku eftir viku og
mánuð eftir mánuð?
Nei, kjósendur í Reykjavík
verða að gera sér grein fyrir þvf,
að þegar þeir ganga að kjör-
borðinu eftir viku, eru þeir að
taka ákvörðun um, hvort sams
konar óheilindastjórn á að sitja á
borgarskrifstofunum næstu 4
árin og setið hefur sfðustu 3 árin í
stjórnarráðinu. Og þeir eru Ifka
að taka ákvörðun um, hvort
vinstri flokkarnir gera ákveðna
tilraun til að endurnýja vinstri
stjórnina i stjórnarráðinu eftir
30. júní. Þess vegna eru þetta
örlagaríkustu borgarstjórnar-
kosningar í Reykjavík i áratugi.
Það eitt nægir ekki, að
Sjálfstæðisflokkurinn haldi
naumlega meirihluta sinum í
borgarstjórn Reykjavíkur — það,
sem máli skiptir, er, að vinstri
stjórnin hljóti ótvfræðan van-
traustsdóm i þessum kosningum
— og þann dóm getur hún aðeins
hlotið með því, að fjöldi kjósenda,
hvar í flokki, sem þeir annrs
standa, greiði Sjálfstæðisflokkn-
um atkvæði sitt í kosningunum,
sem fram fara á sunnudaginn.