Morgunblaðið - 22.05.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.05.1974, Blaðsíða 1
36 SIÐUR 81. tbl. 61. árg. MIÐVIKUDAGUR 22. MAl 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Enn nýjar „ráðstafanir”: V í sitölusker ðing launa - verðtrygging húsnæðislána • RlKISSTJÓRN Ólafs Jó- hannessonar setti f gær bráða- birgðalög, þar sem svo er fyrir mælt, að kaupgreiðsluvfsitala sú, sem gildi tðk I. marz sfðastliðinn, skuli gilda til 31. ágúst 1974. Ráð hafði verið fyrir gert, að kaup- greiðsluvfsitalan og þar með verð- lagsuppböt á laun myndi hækka um 17 til 18% um næstu mánaða- mót, en með auknum niður- greiðslum á landbúnaðarafurðum hafði vfsitalan verið lækkuð um 8 stig. Þýðir þetta, að þau stig, sem eftir eru og ekki hafa verið afmáð með niðurgreiðslum, eru tekin af launþegum. Þá segir í bráða- birgðalögunum, að við útreikning framfærsluvfsitölu skuli reikna hana út á tvenns konar hátt — með og án hækkunar á liðnum „eigin bifreið", sem orðið hefur frá 1. nóvember 1973. 0 Laun bónda og verkafólks eða hlutfall það, sem ákveðið var 1. marz síðastliðinn milli þessara tveggja launaliða f vfsitölunni, skal haldast óbreytt til 31. ágúst og þýðir það í raun, að samteng- ing þessara tveggja atriða er numin úr gildi þennan tfma. Al- mennt fiskverð, annað en verð á skarkola, humri og rækju, skal haldast óbreytt til 31. ágúst og ætlar ríkisstjórnin að tryggja verð á brennsluolfum til fiski- skipa þannig, að það verði hið sama og gilti f nóvembermánuði 1973. 0 Þá er f bráðabirgðaiögunum ákvæði um að fjárfestingasjóðir megi vfsitölutryggja útlán sfn. Er hér með veitt lagaheimild til þess að Húsnæðismálastofnun rfkisins megi breyta lánakjörum sfnum á þennan hátt. Lánakjörin fara eft- ir þvf, hve mikið hlutfall ráð- stöfunarfjár Húsnæðismálastofn- unar er vfsitölutryggt, er hún fær það að láni. Ákveður rfkisstjórn- in, að fengnum tillögum Seðla- bankans og Framkvæmda- stofnunarinnar, lánskjör og kem- ur sú ákvörðun í staða laga og reglna, sem áður hafa gilt um þetta efni. 0 Þá setur rfkisstjórnin með bráðabirgðalögum þessum á verð- stöðvun og er bannað að hækka verð á vöru og þjónustu frá og með 22. maf. Ekki má hækka hundraðshluta álagningar og gildir það um hvers konar um- boðslaun, álagningu, þar með vinnu. Segir jafnframt, að rfkis- stjórnin geti lækkað verð á vöru og þjónustu, ef hún telur gilda ástæðu til eða brýna nauðsyn. I raun breytir þetta ákvæði engu, þar sem hækkun á vöru og þjón- ustu er hundin verðlagsákvæðum og gat verðlagsnefnd og verðlags- stjóri og þar með rfkisstjórnin haft allan þann hemil á þróun Framhald á bls. 35 Horft yfir Laugardalinn — Ljósm. Ól. K. M. 10 flokkar og flokksbrot til vinstri Verjum Reykjavík upplausn og öngþveiti SlÐUSTU daga hefur öngþveitið og upp- lausnin á vinstri væng fslenzkra stjórnmála farið vaxandi og hefur nú komizt á það stig, að menn hljóta að hafa af því þungar óhyggjur, hvar í flokki sem þeir standa. Um sfðustu helgi gerðist tvennt: Fram- sóknarflokkurinn klofnaði endanlega er Möðruvallahreyfingin svonefnda tilkynnti að hún mundi hafa samstarf við hluta SFV um framboð í alþingiskosningunum. Sam- tök frjálslyndra og vinstri manna sundruð- ust vegna djúpstæðs ágreinings um það, hvort hafa bæri samstarf við Alþýðuflokk- inn eða Möðruvallahreyfinguna um þing- framboð. t gær var opinberlega tilkynnt, að stofnuð hefðu verið svonefnd Samtök jafn- aðarmanna, sem nokkrir vinstri sinnaðir menntamenn standa að, er undanfarin ár hafa talizt til Alþýðuflokksins. Hafa þessir aðilar lýst því yfir, að þeir muni hafa samstarf við SFV og Möðruvellinga um framboð. 10 flokksbrot Nú er svo komið, að vinstri öflin í landinu eru klofin í 10 flokka og flokksbrot. Þessi 10 brot eru: 1. Framsóknarflokkur 2. Möðruvallahreyfing 3. Alþýðuflokkur 4. Samtök jafnaðarmanna 5. Hannibalsarmur SFV 6. Magnúsar Torfa-armur SFV 7. Frjálslyndi flokkur 8. Alþýðubandalag 9. Fylkingin 10. Kommúnistasamtökin Marxistar-Lenin istar Endurspeglast í framboðum til borgarstjórnar Með ýmsum hætti munu allir þessir aðil- ar — hugsanlega að Fylkingunni undanskil- inni, — bjóða fram við næstu alþingiskosn- ingar. Sú hætta er augljóslega yfirvofandi, að vinstra fylgið, sem þessir flokkar og flokksbrot berjast um, skiptist mjög milli þeirra þannig, að erfitt verði um vik að tryggja samstæðan meirihluta að baki nýrri ríkisstjórn. En sú hætta er ekki einskorðuð við þingkosningarnar einar. Sá klofningur í 10 flokka og flokksbrot, sem nú er orðinn að veruleika á vinstri væng íslenzkra stjórn- mála, endurspeglast i þeim fjórum fram- boðslistum, sem vinstri menn hafa boðið fram til borgarstjórnar Reykjavíkur. Sem dæmi má nefna, að efsti maður á framboðs- lista Framsóknarflokksins í Reykjavík er nákominn þeim aðilum, sem að Möðruvalla- hreyfingunni standa, og fulltrúi SFV, sem skipar 2. sæti á sameiginlegum lista Al- þýðuflokks og SFV við borgarstjórnarkosn- ingar, styður Magnúsar Torfa-arm SFV, sem vill ekki samvinnu við Alþýðuflokkinn í þingkosningum! Flytjum upplausnina ekki inn í borgarstjórn Sundrung af því tagi, sem nú einkennir vinstri öflin á Islandi, er þekkt fyrirbæri frá Danmörku, þar sem ótal flokkar og flokksbrot fengu þingmenn kjörna á danska þjóðþingið. Afleiðingin varð sú, að ókleyft reyndist með öllu að mynda meiri- hlutastjórn í Danmörku og þar ríkir nú veik og völt minnihlutastjórn, sem engan veginn er fær um að takast á við vandamálin. Þetta sundurlyndi vinstri flokkanna hér, sem oft markast af persónulegri óvild milli forystu- manna einstakra flokksbrota, getur valdið miklum erfiðleikum við stjórnarmyndun að þingkosningum loknum. En þetta upp- Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.