Morgunblaðið - 22.05.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAl 1974 31
Skuggamynd i fjarska
FRAMHALDSSAGA EFTIR
MARIU LANG,
PÝÐANDI: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR.
Páll V. Daníelsson:
Frá Hafnar-
firði
15
gerir þegar maður drekkir kett-
lingum...
Jan stundi lágt. En Kersti leit
ópersónulegu augnaráði á
Christer.
— Þér eruð beinlínis viðbjóðs-
legur, sagði hún rólega.
— Mér er ekki ljóst, hver þér
eruð. . .lögreglumaður?
— Já, ég vinn við þá deild, sem
fer með glæpamál. Við erum að
rannsaka, hvernig dauða vinkonu
yðar bar að og það virðist ekki
vera heiglum hent. Viljið þér
hjálpa okkur ?
— Auðvitað. Hún spennti
greipar í kjöltu sér og virtist búa
sig undir spurningahríð.
— Segið okkur fyrst eitthvað
um Evu Claeson? Hvaðan var hún
ættuð? Og hvað vitið þér um fjöl-
skyldu hennar?
Ungu stúlkunni létti sýnilega.
Kannski hafði hún búizt við ein-
hverjum öðrum spurningum.
— Faðir hennar átti verk-
smiðju, skammt frá Avesta, sagði
hún.
— Eva var einkabarn og ég
held, að hún hafi átt mjög
ánægjulega bernsku í alla staði.
Hún lauk gagnfræðaprófi f
Þér eruð ráðinn — Þér eruð ráðinn í upplýsingadeild-
ina.
Avesta og sfðan hóf hún nám í
menntaskólanum í Falun. Við
kynntumst þar og urðum vinkon-
ur. Fáeinum vikum fyrir
stúdentsprófið lézt móðir Evu.
Hún tók það ákaflega nærri sér,
þar sem hún og móðir hennar
voru mjög nánar vinkonur. Hún
var heima í Avesta fram á
haustið, en ákvað síðan að halda
áfram að læra og þar sem hún
vissi, að ég hafði ákveðið að fara
til Stokkhólms, kom hún á eftir
mér. Til að byrja með Ieigðum við
saman herbergi úti í bæ, en fyrir
tveimur árum, bauðst mér að
flytjast hingað sem eins konar
húsmóðir og þá gat ég komið því
til leiðar, að hún fékk einnig her-
bergi hér. Enda þótt Eva væri
kannski einum of efnuð til að fá
herbergi með þeim kjörum, sem
hér eru f gildi.
— Eigið þér við, að faðir henn-
ar hafi verið mjög efnaður?
Kersti var ekki jafn hlédræg og
í byrjun og svaraði nú fljótt og
skilmerkilega spurningum
Christers.
— Pabbi hennar dó ári eftir að
hún varð stúdent og eftir það
rann allt til hennar. Hún seldi
verksmiðjuna, en ég hef satt að
segja ekki hugmynd um, hvað
hún fékk fyrir hana, því að hún
var fámálug um sig og sína
hagi. .. En bankinn hlýtur að geta
gefið upplýsingar um það. . .ég
veit það var Skandinaviski bank-
inn, sem sá um hennar mál.
Christer er ekki vanur að skrifa
niður, en ég sá, að þetta íagði
hannáminnið.
— Hvernig var hún í peninga-
málum? Eyðslusöm?
— Nei, állsekki. Ég er áreiðan-
lega miklu eyðslusamari en hún
var.
Nú tók Jan allt f einu til máls í
fyrsta skiptið eftir að við komum
þarna inn. Hann beindi máli sfnu
til Christers og sagði:
— Ef það kemur eitthvað
málinu við í þessu sambandi, get
ég tekið fram, að ég hafði ekki
hugmynd um, að hún væri fjáð.
Satt að segja fannst mér hún
mjög aðgætin í öllum fjármálum
og mér fannst hún vera á sama
báti og við hin, að hún þyrfti að
hugsa sig um, áður en hún veitti
séreitthvað.
— Greinilega mjög skynsöm,
ung stúlka, sagði Christer.
— Vitið þér, hver er erfingi
hennar?
— Nei, það hefur mér aldrei
hugkvæmzt að spyrja hana um.
Eg held ekki að hún hafi átt neina
nákomna ættingja. Að minnsta
kosti talaði hún aldrei um þá.
■ — Hún var ekki trúlofuð?
— Nei.
— Eg bið yður að afsaka ef
yður finnst ég hnýsinn, en mér
þætti vænt um, ef þér gætuð — og
vilduð segja mér eitthvað um þá
vini, sem hún átti meðal karl-
manna. Var einhver ákveðinn
maður, sem hún var meira með en
öðrum?
En nú dró Kersti Ryd sig aftur
inn f skelina. Rétt eins og töfra-
sprota hefði verið veifað. Andlit
hennar lokaðist og röddin var
hvatleg og kuldaleg, þegar hún
sagði:
— Það er ekki frá neinu að
segja. Eva átti ekki aðra vini
meðal karlmanna en þá, sem hún
umgengst á Hug-B. Og eftir því
Velvakandi svarar í stma 1 0-1 00
kl. 10.30 — 1 1.30. frá mánudegi
'til föstudags.
0 Stjórnin
Þorkell Hjaltason skrifar:
„Þá er nú vinstri stjórnin fallin
eða svó gott sem, og var það ekki
vonum fyrr. Þótt hún lafi enn um
stund með einræðisbrölti sinu
mun hún rúin trausti meirihluta
kjósenda í þessu landi, eins og
undirskriftasöfnun Varins lands
sýnir bezt og sannar.
Allir íslendingar, sem vilja lita
raunhæft á ntálin munu sizt
harma þau örlög hennar og vera
fyllilega sammála Bjarna Guðna-
syni um það atriði, að ríkisstjórn-
in hafi fellt sig sjálf á eigin verk-
um og athöfnum á þessum stutta
valdaferli sínum. 111 var hennar
fyrsta ganga, en þó verst hin síð-
asta.
Kjósendum ber þvi skylda til
þess í næstu alþingiskosningum
að sjá til þess, að vinstri öflin,
sem nú eru margklofin, missi
varanlega völdin í þeim kosning-
um, sem i hönd fara sunnudaginn
30. iúni pari að átta sig á
því, að hinn efnahagslegi harm-
leikur, sem nú blasir við alþjöð,
endurtaki sig ekki aftur í þessum
kosningum.
0 Þrautir
Heraklesar
Fylgishrun vinstri aflanna
þarf að verða svo afgerandi og
ótvirætt, að umbótaöflin til hægri
vinni glæsilegan sigur.
Ein af tólf þrautum Heraklesar,
eftir {/Vl sem gríska hetjusa®"'
hermir, var að mok" -’'t úr hinum
miklu fjósn-n Ageasar konungs í
Þar vann Herakles mikið
afrek, er hann veitti tveimur
fljótum um fjósin á einum degi,
og hreinsaði þau þannig út á mjög
fljótvirkan hátt.
Einhverri svipaðri hreingern-
ingu þarf næsta ríkisstjórn að
beita, og verða það, að þvi er likur
benda til, hægri menn. Verða þeir
sannarlega ekki öfundsverðir af
þeirri hreingerningu, sem þó er
bráðnauðsynleg eftir þriggja ára
óstjórn og skattpiningu vinstri-
stjórnar i þessu langhrjáða verð-
bólgulandi islatjdi.
Já, svo sannarlega er úrbóta
þörf, eigi þjóðarskútan að kama$t
á réttan kjöl og haldast á réttum
kili, þvi að eins og nú horfir, er
aðeins framundan brim og boðar
á bæði borð,
Hollvættir islands munu sjá
um, að svo verði á þessu minnis-
verða þjóðhátíðarári okkar, 1974.
0 Heilir hildar
til — heilir
hildi frá!
Skal nú vikið áð öðru:
Nú standa fyrir dyrum borgar-
stjórnarkosningar á sunnudaginn
kemur, og skora ég á öll hægri öfl
Reykvikinga að standa trúan vörð
um meirihluta borgarstjórnar og
stefna að því takmarki að fjölga
fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í
borgarstjórn.
Það hefur áður gerzt, að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur bætt
verulega við fylgi sitt þegar óvin-
sæl vinstristjórn hefur verið í
landinu eins og nú er.
Sjálfstæðismenn! Heilir hildar
til — heilir hildi frá! sunnudag-
inn 26. maí n.k. Gjörum þann dag
nA — : • »
du miKium sigurdegi!
Reykjavík 17. maf, 1974.
Þorkell lljaltason."
Sjónvarpsdagskráin
„Sjónvarpsnotandi"
skrifar:
„Velvakandi minn.
Áður hef ég skrifað þér til að
skammast yfir sjónvarpsd^_
skránni og enda þó»* gagnrýni
mín og allra ;7,narra yirðist ekki
ber- neinn árangur get ég ekki á
mér setið.
Ég verð nú að segja það, að mér
finnst alveg einkennilegt, að ekki
skuli vera hægt að halda hér uppi
sæmilegu sjónvarpi eins og gerist
í öðrum löndum. Hvernig í ósköp-
unum má það t.d. vera, að hægt sé
að reka slíkan fjölda útvarps-
stöðva eins og gert er í Banda-
ríkjunum. Þar er geysihörð san>
keppni milli sjónvarpsstöðva, og
þær stöðvar, sem ekki eru með
nógu góða dagskrá, eru einfald-
lega úr leik. En uppi á íslandi
getur ríkisrekna sjónvarpið
aldrei orðið svo lélegt, að það sé
úr leik, vegna þess, að það hefur
einokunaraðstöðu.
Hins vegar hefði nú einhver
mátt ætla, að íslenzka sjónvarpið
hefði haft gott af samkeppninni
við útvarpið, en nú hefur skoð-
anakönnun meðal neytenda leitt í
ljós, að útvarpið er miklu vin-
sælla. Hvað er það, sem þessu
veldur?
0 Sjónvarpað færri
daga vikunnar?
Það hlyti að verða til bóta
ef ákveðið yrði að sjónvarpa
sjaldnár I vikú og'reyna að hafa
þá dagskrárefnið vandaðra en nú
er.
En ef endilega er nauðsynlegt
að sjónvarpa sex daga vikunnar,
hvers vegna er þá ekki sýnt meira
af þvi efni, sem vitað er, að vin-
sælast er meðal sjónvarpsnot-
enda? Vita ráðamenn sjónvarps-
ins hvaö það er, sem fólkið vill?
Þegar fólk er búið að vera i
vinnu eða skóla allan daginn og
kemur heim til sín vill það geta
horft á eitthvað sér til afþrey-
/■
R-
GIFfl HfWNl, wom
mt\9, AH? £« 6ÆÍÍ
ÍR WÓN VÓ MÓÐIRIN,
JLærum af
Jsögunni—
! Forðumst
jvinstri stjórn
ingar, en ekki einhverjar endemis
langlokur.
En það getur svo sem vel verið,
að skýringuna á þessari leiðin-
legu sjónvarpsdagskrá sé að finna
í því, að sjónvarpið þjáist enn af
vaxtarverkjum.
Að lokum vil ég beina þeirri
áskorun til þeirra, sem ráða dag-
skrárini, að endursýna þættina
um Ashton-fjölskylduna og Fors-
ythe-ættina. Það voru þættir, sem
allir höfðu gaman af.
Sjónvarpsáhorfandi.“
Já, svona getur nú smekkur
manna verið misjafn. Það. sem
einum líkar, vill annar ekki sjá.
T.d. vissi Velvakandi um marga,
sem á sinum tima þoldu ekki að
heyra minnzt á Ashton, og fengu
gæsahúð af þvi að horfa á Fors-
ythe.
Fjármál í opinberum rekstri
verða alltaf undir gagnrýni og er
það nauðsynlegt. Fólk hefur líka
æði oft orðið vitni að lélegri fjár-
málastjórn hjá þvi opinbera.
Hafnfirðingar hafa ekki farið var-
hluta af slíku. Þegar samstjórn
Alþýðuflokksins og Alþýðubanda-
lagsins lauk árið 1962 var fjárhag
bæjarins svo komið, að litlú
munaði, að hann héldi fjárhags-
legu sjálfstæði. Allt var í sökkv-
andi óreiðúskuldum. Heildar-
skuldir bæjarsjóðsins voru komn-
ar í það að vera 75,5% af heildar-
tekjum bæjarsjóðs í árslok 1961
og nær helmingur skuldanna
óumsamdar lausaskuldir.
En hér er ekki öll sagan sögð. I
árslok 1962 skuldaði Bæjarút-
gerðin 128,9 millj. kr. eða 36,5
millj. kr. umfram eignir. Þá voru
heildartekjur bæjarsjóðs aðeins
32 millj. kr. Fyrir árið 1974 eru
tekjur áætlaðar 442 millj. kr.
Vandinn að fást við 128,9 millj.
1962 var því viðlíka og að fást við
1750 millj. kr. skuldir í dag og að
Bæjarútgerðin ætti 500 millj. kr.
minna en ekki neitt. Þannig var
viðskilnaður forustumanna
vinstri flokkanna árið 1962. Hver
vill lenda í slíku fjármálaöng-
þveiti á nýjan leik?
Af öllu þessu leiddi það, að
skattpining var meiri hér en í
nágrannabyggðarlögum. Atvinnu-
lífið var í dróma. Opinberar fram-
kvæmdir litlar, sem marka má af
þvl, að aðeins var hægt að úthluta
lóðum undir 13 íbúðir 1961 og 10
íbúðir 1962 vegna þess, að ekkert
land var tilbúið til löðaúthlutun-
ar. Þá má og benda á, að i lok
kjörtímabilsins 1962 voru aðeins
til 1620 metrar af götum með
varanlegu slitiagi.
Aðkoman "'nr vinstri stjórn í
Hafnarfirði i rúmlega aldarþriðj-
ung var sannarlega ljót. Og þótt
margt væri hægt að laga, þegar
áhrifa sjálfstæðismanna fór að
gæta er margt ógert því að svo illa
var fjárhag bæjarins komið, að
langan tima tekur að vinna upp
allt það, sem miður fór á vinstri
stjórnar tímabili Hafnfirðinga.
Það er nauðsynlegt fyrir fólk,
sem ekki þekkir sögu meirihluta
stjórnar Alþýðuflokksins, sem oft
var studdur af framsóknarmönn-
um og kommúnista, að kynna sér
hana til þess að koma í veg fyrir
hin pólitísku vinstri slys. Þau
hafa orðið Hafnfirðingum dýr.
Þau hafa orðið þjóðinni dýr.