Morgunblaðið - 22.05.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAl 1974
Hœgri breytingin
var heillandi
og skemmtilegt verkefni
Myndin er tekin 26. maí 1968 þegar Valgarð ók bitreið sinni, fyrstur íslendinga, yfir á
hægri kantinn og hægri umferð tók gildi á íslandi.
Valgarð Briem hæstaréttarlög-
maður skipar 11. sæti á framboðs-
lista Sjálfstæðisflokksins við
borgarstjórnarkosningarnar i
Reykjavík. Hann er fæddur og
uppalinn i Reykjavík, sonur hjón-
anna Önnu Claessen og Ólafar
Briem, sem nú eru bæði látin.
Valgarð er kvæntur Bentu Jóns-
dóttur og eiga þau þrjá syni, Ólaf
Jón, 21 árs, Garðar, 18 ára og
Gunnlaug. 13 ára.
Valgarð Briem er Reykvikingum
að góðu kunnur fyrir störf sin i
þágu borgarinnar en hann var m.a.
lögfræðingur Bæjarútgerðar
Reykjavíkur á árunum
1951—1959, framkvæmdastjóri
Umferðarnefndar Reykjavikur frá
1955—1959 og forstjóri Inn-
kaupastofnunar Reykjavíkurborg-
ar á árunum 1959—1966. Auk
þessa hefur Valgarð annazt
stjórnarstörf og formennsku í hin-
um ýmsu nefndum og félagasam-
tökum og hann hefur verið virkur
þátttakandi i félagsstarfsemi
Sjáifstæðisflokksins allt frá náms-
árunum i Verzlunarskóla íslands.
Hann var formaður H-nefndarinn-
ar svokölluðu, en sú nefnd sá um
skipulagningu og framkvæmd
breytinganna yfir í hægri umferð
eins og flestum mun kunnugt.
Valgarð varð góðfúslega við
beiðni blaðamanns Mbl. um stutt
spjall i tilefni af framboði hans við
kosningarnar nú í lok mánaðarins
og fór samtalið fram i skrifstofu
hans að Sóleyjargötu 17, en i þvi
sama húsi ólst hann upp. Valgarð
lét þess getið i upphafi samtals-
ins, að segja mætti, að hann hefði
alið allan sinn aldur i þessu hverfi
og i framhaldi af þvi barst talið að
námsárunum.
í hópi sjö fyrstu stúdenta
V.í.
— Ég innritaðist i Verzlunarskóla
íslands strax og ég hafði aldur til og
útskrifaðist úr 4. bekk árið 1943.
Um þaer mundir barðist skólinn fyrir
réttindum til að útskrifa stúdenta,
sem voru samþykkt um svipað leyti
og ég lauk námi úr 4. bekk. Ég
settist því i stúdentadeildina og var
emn i hópí sjö fyrstu stúdenta
Verzlunarskólans sem útskrifuðust
árið 1945. Síðan lá leiðin i Háskólá
íslands þar sem ég innritaðist í laga-
deild og námi þaðan lauk ég í
janúar 1950, Eftir það fór ég til
Englands, nánar tiltekið London, þar
sem ég stundaði nám i sjórétti og
tryggingarétti. Þegar ég kom heím
að þvi námi loknu réðst ég tíl Bæjar-
útgerðar Reykjavikur sem lögfræð-
ingur þess fyrirtækis. Hjá Bæjarút-
gerðinni var ég þangað til i desem-
ber 1959 en jafnframt var ég fram-
kvæmdastjóri Umferðarnefndar
Reykjavikur frá 1955. Báðum þess-
um störfum sagði ég lausum þegar
ég var skipaður forstjóri Innkaupa-
stofnunar Reykjavikurborgar en
þeim starfa gegndi ég fram til 1.
desember 1966 Þá stofnaði ég
fyrirtækið h/f Útboð og samningar,
sem ég hef rekið síðan ásamt lög-
fræðiskrifstofu.
Félags- og stjórnmálaaf-
skipti hófust snemma
Hver voru fyrstu afskipti þín af
félags- og stjórnmálum?
— Afskipti min af félagsmálum
byrjuðu strax í Verzlunarskólanum.
Félagslífið i skólanum var með mikl-
um blóma i þá daga Ég náði þeirri
vegsemd að verða kjörinn formaður
Málfundafélagsins, sem þótti nokk-
ur upphefð á þeim árum enda var
Málfundafélagið þá öflugasta félagið
i skólanum Hvaðafskiptiaf stjórn-
málum varðar held ég, að þau hafi
byrjað um svipað leyti Ég gekk i
Heimdall strax og ég hafði aldur til
og átti i mörg ár sæti i stjórn þess
félags. Eftir að í Háskólann var kom-
ið færðist meiri alvara yfir pólitikina
og ég skipaði mér þegar á bekk með
lýðræðissinnuðum stúdentum
þ.e.a.s. Vökumönnum. Formaður
Vöku var ég á árunum 1948—49.
Laganemar ráku einnig öfluga
félagsstarfsemi á þessum árum
ogum tima var ég varaformaður Ora-
tors, félags laganema. Eftir að námi
lauk hefur ýmislegt borið við og ég
hef tekið þátt í starfsemi fjölda
félaga, bæði pólitiskra og ópóli-
tiskra, en ég veit ekki hvort rétt sé
að telja það allt upp hér. Formaður
Varðar var ég í tvö ár og þegar
hverfasamtök Sjálfstæðisflokksins
voru stofnuð var ég formaður sam-
takanna i Nes- og Melahverfi tvö
fyrstu starfsárin svo að eitthvað sé
nefnt.
Andstaða gegn hægri um-
ferðvarmikil
Nú varst þú formaSur fram-
kvæmdanefndar hægri umferðar.
Þú hefur eflaust frá ýmsu að segja
í þvi sambandi?
— Já, ég á margar góðar minn-
ingar frá starfinu í þeirri nefnd enda
var viðfangsefnið heillandi og
skemmtilegt. Upphaf þessa máls var
það, að Jóhann Hafstein, sem þá
var dómsmálaráðherra, skipaðí
þriggja manna nefnd til að hafa
yfirumsjón með breytingunum yfir í
hægri umferð og var ég skípaður
formaður hennar. Nefndin var skip-
uð í ágúst 1967 en undirbúningur
tafðist nokkuð vegna frumvarps um
þjóðaratkvæðagreiðslú, sem lá fyrir
Alþingi Þetta var mikið hitamál og
ég er ekki frá þvi, að ef til þjóðarat-
kvæðagreiðslu hefði komið, hefði
málið verið úr sögunni. Með mér i
þessari nefnd voru Einar B. Pálsson
verkfræðingur og Kjartan Jóhanns-
son læknir. Okkur var mikill vandi á
höndum að vinna fólk til fylgis við
þessa breytingu þvi að andstaða
gegn þessu var mjög mikiUaegar við
hófum okkar kynningarstarf. Strax i
upphafi lögðum við mikla áherzlu á
að hafa gott samband við blöðin og
aðra fjölmiðla og náðist mjög góð
samvinna milli nefndarinnar og
þeirra. Það, sem réð miklu um alla
framkvæmd, var, að Sviar breyttu
yfir í september árið áður og við
lærðum mikið af þeim. Ég fór t.d.
tvivegis til Sviþjóðar á þessu tima-
bili, — fékk að sitja nefndarfundi
hjá þeim og fékk góða aðstöðu til að
fylgjast með þegar þeir skiptu yfir
Þessi ánægjulega samvinna við Svia
var okkur mikils virði þegar víð réð-
umst i okkar breytingu
— Eins og ég sagði áðan, var fólk
mjög hrætt við þessa breytingu
Samþykktir voru gerðar viða um
land þar sem lýst var yfir andstöðu
víð þetta brölt og fólk spáði miklum
slysförum i kjölfar breytinganna.
Reynslan varð þó önnur.
Þið hófuð strax í upphafi mikla
kynningarherferð i sambandi við
þessa breytingu. Er það ef til vill
mikilvægasta atriðið varðandi það
hversu vel tókst til?
— Þarna falla að sjálfsögðu
margir þættir saman. Það er rétt, að
i upphafi settum við okkur það mark
að bæta svo þekkingu i umferðar-
reglum og háttsemi í umferð, að
hættan yrði ekki meirí eftir breyt-
ingu en áður. Og reynslan varð
reyndar sú, að umferðarslysum
fækkaði verulega fyrst á eftir, á
meðan fræðslustarfseminnar gætti.
En það má heldur ekki gleyma þætti
fjölmiðla i þessu sambandi og hin
góða samvinna, sem náðist milli
nefndarinnar og þeirra, átti mikinn
þátt i þvi hversu vel tókst til. Auk
þess hafði það mikið að segja, að
strax fyrsta daginn var fólk hvatt til
að fara út á götu og slagorð eins og
„Brosið i umferðinni" höfðu góð
áhrif. Ég er þeirrar skoðunar, að
umferðarmenning okkar Islendinga
hafi tekið miklum framförum i sam-
bandi við breytinguna yfir i hægri
umferð
Og þú varðst fyrstur íslendinga
til að aka bifreið þinni yfir á hægri
kantinn. Var þér eitthvað öðruvisi
innanbrjósts við það tækifæri en
venjulega?
— Nei, ekki minnist ég þess Að
visu voru þetta merk timamót i sögu
umferðar á Islandi og við þetta tæki-
færi lýsti ég því yfir í umboði dóms-
málaráðherra, að hægri umferð væri
gengin i garð. En þetta hafðí staðið
svo lengi til og ég hafði unnið að
þessu máli svo lengi, að þetta kom
ekki neinu róti á tilfinningalífið
Hestamennska og skíða-
hlaup í frístundum
Talið barst nú að áhugamálum
Valgarðs og hverning hann verði
frítima sinum.
— Áhuginn beinist að ýmsum
málefnum, sem ég tel til heilla
horfa. T.d eru mér ákaflega hug-
stæð málefni Oddfellowreglunnar
og þau mál, sem hún vinnur að, —
ég hef reyndar verið i stjórn Odd-
fellowstúkunnar Þorsteins síðan
1968. Og auðvitað hef ég mikinn
áhuga á stjórnmálum og þau umsvif
taka mikinn hluta fritimans. En þess
utan i fristundum minum hef ég
gaman af að fara á hestbak og
umgangast hesta. Ég er með hesta i
Viðidal og reyni að komast á bak
einu sinni til tvisvar í viku. Auk þess
hefur skiðaiþróttin alltaf heillað mig.
Ég fer á hverju sumri og dvelst
vikutima i Kerlingarfjöllum á skiðum
og svo auðvitað á veturna eins oft
og ég kem þvi við. Það er mikil
uppbygging líkamleg og andleg,
sem maður fær við að bregða sér á
skiði.
Tímabært að byggt verði
bifreiðageymsluhús
En svo við sláum út i aðra
sálma, þar sem borgarstjórnar-
kosningar fara nú i hönd. Hvaða
þætti í málefnum borgarinnar berð
þú helzt fyrir brjósti?
— Það leiðir sjálfkrafa af 15 ára
starfsferli hjá Reykjavikurborg, að
útgerðarmál og umferðarmál eru
þeir málaflokkar, sem ég hef mesta
þekkingu á og þar af leiðandi mest-
an áhuga á. En þessir málaflokkar
eru það umfangsmiklir, að ég held,
að of langt mál yrði að rekja það hér
í smáatriðum,
— Ég get þó ekki látið hjá liða að
minnast aðeins á eitt atriði i sam-
bandi við umferðarmálin, sem er
mér mjög hugstætt og ég tel tima-
bært að tekið verði til gagngerðrar
athugunar, en það er bilastæða-
vandamálið, sem Reykvikingar hafa
átt við að glima i sívaxandi mæli á
undanförnum árum. Min skoðun er
sú, að eins og ástandið er nú sé allt
of mikið af yfirborði gatnanna notað
undir bifreiðastæði. Göturnar eiga
að vera fyrst og fremst fyrir umferð
en ekki kyrrstæða bila. En með vax-
andi fjölda bifreiða hefur reynslan
orðið sú, því miður, að mikill hluti
yfirborðs gatnanna, eins og t.d í
miðbænum, hefur horfið undir bMa-
stæði. Þetta hefur haft i för með sér
ógreiðfærari umferð, og þrátt fyrir
þetta verður skorturinn á bilastæð-
um sifellt meira áberandi i miðbæn-
um. Þvi tel ég brýna þörf á, og
timabært svo ekki sé meira sagt, að
byggt verði geymsluhús fyrir bifreið-
ar nálægt miðbænum, Með sliku
geymsluhúsi mundi þetta hvimleiða
vandamál að mestu hverfa úr sög-
unni.
Og að lokum Valgarð. Ertu
bjartsýnn á kosnmgaúrslitin hér í
Reykjavík?
— Ég vona að sjálfsögðu það
bezta, en ég hef áhyggjur af því,
að stuðningsfólk Sjálfstæðisflokks-
ins telji sigur flokksins of vissan og
leggi sig því ekki eins fram og með
þarf Menn eru orðnir svo vanir þvi,
að Sjálfstæðisflokkurinn hafi meiri-
hluta í Reykjavik, að sumir eru farnir
að líta á það eins og náttúrulögmál.
En því fer viðs fjarri. Sigur flokksins
í Reykjavík vinnst ekki nema með
mikilli vinnu allra þeirra, sem telja,
að hag borgarbúa sé bezt komið i
höndum sjálfstæðismanna undir for-
ystu núverandi borgarstjóra.
Valgarð Briem við dagleg störf á skrifstofu sinni að Sóleyjargötu 1 7.
Rætt við Valgarð Briem hæstaréttar-
lögmann, sem skipar 11. sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins 1 Reykjavík