Morgunblaðið - 22.05.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAl 1974
7
Sverrir Þóroddsson fyrirframan Cessnu 310
Hagkvœmni leiguflugs hefur
ekki verið kynnt nœgilega
NÚ fyrir skömmu var stofn-
að hér í Reykjavík nýtt flug-
félag, sem heitir „Sverrir
Þóroddsson, leiguflug".
Eins og nafnið ber með sér,
er eigandi fyrirtækisins
Sverrir Þóroddsson. Sverrir
er lesendum Mbl. að góðu
kunnur, frá þvi er hann
lagði stund á kappakstur
erlendis fyrir nokkrum
árum. En flugið er raunar
miklu eldri þáttur í lífi
Sverris, því að hann var
aðeins 12 ára, er hann
lærði að fljúga svifflugu og
17 ára tók hann flugpróf.
Sverrir var m.a. íslands-
meistari i svifflugi.
Sverrir hætti keppni í
kappakstri árið 1970 og
hafði þá um tveggja ára
skeið rekið hér innflutnings-
verzlun, sem einkum verzlar
með hluti tengda bílum og
rekstri bíla. Við hittum Sverri
að máli nú í vikunni og
spurðum hann um nýja flug-
félagið og þróun fyrirtækisins
hans, Sverrir Þóroddsson og
Co.
Ástæðan fyrir því að ég
réðst í það að stofna fyrirtæk-
ið upphaflega var, að ég
kynntist ýmsum aðilum i
bilabransanum, er ég var við
keppni erlendis. Ég vildi
einnig tryggja mér afkomu
hér heima, þvi að ég gerði
mér grein fyrir, að árafjöld-
inn, sem ég gæti verið i
kappakstrinum væri tak-
Eftir Ingva Hrafn Jónsson
markaður. Upphafið var-
raunar það, að ýmsir menn
buðu mér umboð fyrir sínar
vörur á íslandi. Ég byrjaði
auðvitað smátt, en síðan hef-
ur þetta aukizt ár frá ári og
vörutegundunum fjölgað
jafnt og þétt.
— Hvað kom til, að þú
fórst út í þessa flugfélags-
stofnun, nú gæti manni virzt,
að það væri nægilegt fram-
boð á litlum flugvélum til
leiguflugs?
Rætt við Sverri
Þóroddsson um
nýtt flugfélag hans
— Ég eignaðist mína
fyrstu flugvél fyrir rúmum 3
árum siðan og það er Cessna
205, 6 sæta einshreyfilsvél.
Ég notaði þá vél i leiguflug,
m.a. i segulmælingaflug fyrir
Raunvísindastofnun hásköl-
ans. Nú, ég fann, að það var
grundvöllur fyrir rekstri slíkr-
ar vélar og þó fleiri hefðu
verið. Ég hef sl. ár velt því
talsvert fyrir mér að stofna
mitt eigið félag og kaupa þá
aðra vél og í haust bauðst
mér tveggja hreyfla 6 sæta
vél af gerðinni Cessna 310,
sem er mjög fullkomin og
hraðfleyg flugvél. Þegar ég
var kominn með tvær vélar,
gerði ég mér það Ijóst, að til
þess að reka þær yrði að
stofna fyrirtæki á skipulögð-
um grundvelli Ég er þvi
algerlega ósammála, að það
sé nægilegt framboð af flug-
vélum til leiguflugs, þvi að
ég tel, að hægt sé að selja
miklu fleiri útsýnisflugferðir
til útlendinga, en nú er gert.
— Hvernig skipuleggur
þú rekstur fyrirtækisins?
— Við verðum til húsa
með okkar skrifstofur í gamla
flugturninum, sem að vísu
er ekki það bezta sem hugs-
azt getur, en það eina, sem
fáanlegt er á flugvellinum.
Við komum til með að bjóða
upp á alhlíða leiguflug og
verðum auk þess með skipu-
lagðar útsýnisflugferðir og
einnig hef ég það í huga að
reyna að komast inn á mark-
aðinn í ferjuflugi á milli
Bandarikjanna og Evrópu, en
það hefur eingöngu verið í
höndum erlendra aðila, en
sem kunnugt er, færist það
mjög í vöxt, að þessar vélar
hafi viðkomu hér á íslandi.
Má segja, að hér séu nú á
hverjum degi margar slikar
vélar.
— Hvernig geta íslending-
ar komizt inn á slíkan mark-
að?
— Það er auðvitað fyrst að
komast í samband við þá
erlendu aðila, sem þurfa að
láta ferja vélar fyrir sig og
benda þeim síðan á, að við
höfum upp á að bjóða flug-
menn, sem eru mjög kunn-
ugir flugi og flugskilyrðum á
N-Atlantshafi, en það er ein-
mitt erfiðasti kaflinn á leið-
inni. Þetta myndi geta skap-
að mörgum islenzkum flug-
mönnum atvinnu, en hér er
talsverður hópur manna,
með atvinnuflugmannsrétt-
indi, sem ekki getur fengið
starfa við flugið.
— Er ekki talsverð sam-
keppni í leigufluginu?
— Jú, það er það að vísu,
en ég tel, að hagkvæmni
leiguflugs hafi ekki verið
nægilega kynnt, og að
möguleikar séu á að stækka
markaðinn til muna. Hins
vegar þarf að fara að öllu
með gát, því að við íslend-
ingar erum svo mjög háðir
veðri, það geta komið langir
kaflar, þar sem aldrei er
hægt að ná flugvél á loft.
Það þarf þvi að sýna aðgæzlu
í skipulagningu og rekstri og
umfram allt að forðast að láta
fyrirtækið vaxa yfir höfuð sér.
— Ætlar þú þá að láta
þessar tvær vélar nægja?
— í bili allavega. Auðvitað
stefnir maður að þvi að eign-
ast fleiri vélar, en túrista-
bransinn er óviss hér á landi
og þvi bezt að fara að öllu
með gát. Ég tel mig geta
fengið næg verkefni fyrir
þessar tvær vélar og siðan
verður framtíðin að leiða i
Ijós, hvort grundvöllur er fyrir
stækkun.
Svalahandrið og önnur létt járnjmiði. Kantlim- ingarpressur kr. aðeins 11.195- STÁLTÆKI s.f. sími 42717. Innri-Njarðvík Til sölu 5 herb. efri hæð í nýlegu steinhúsi, útihús m.a. heppileg fyrir hestarækt getur fylgt. FASTEIGNASALA VILHJÁLMS OG GUÐFINNS Símar 1 263 og 2890.
Sandgerði Til sölu 5 herb. efri hæð. Skipti á 2ja—3ja herb. ibúð i Keflavik eða á Reykjavíkursvæðinu möguleg. FASTEIGNASALA VILHJÁLMS OG GUÐFINNS, símar 1 263 og 2890. Garður til sölu einbýlishús ásamt góðu túni, góð aðstaða fyrir hestarækt. FASTEIGNASALA VILHJÁLMS OG GUÐFINNS Simar 1 263 og 2890.
BROTAMÁLMUR Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. Nóatúni 27, simi 2589 T. Sandgerði til sölu gott einbýlishús. sam- liggjandi stofur 6 herbergi, ræktuð lóð bilskúr fylgir. FASTEIGNASALA VILHJÁLMS OG GUÐFINNS. Simar 1 263 og 2890.
GERUM VIÐ kaldavatnskrana og WC-kassa. Vatnsveita Reykjavikur, S. 27522. Grindavík Til sölu einbýlishús við Arnarhraun 3 herb. og eldhús á neðri hæð, eitt herb. og eldhús í risi, bílskúr fylgir. FASTEIGNASALA VILHJÁLMS OG GUÐFINNS Símar 1 263 og 2890.
4ra—6 HtERBERGJA leiguíbúð óskast í Reykjavík. Upplýsingar í sima 53731 eftir kl. 7 á kvöldin. Gjafavörur i úrvali Vorum að taka upp glæsilega vindlingakassa, borðkveikjara og öskubakka úr onyxsteini. VERZLUNIN VÍVA, Skólavörðustíg 2.
TILSÖLU Borðstofuhúsgögn úr teak, skápur, sporöskjulagað borð, sem má stækka, og 6 stólar, vel með farið. Uppl. i simá-4T'467. Jakobsdalsgarn ORLON GARN VICKEVIRE BABYGARN TUMME TOTT. VERZL. HOF, Þingholtsstræti 1.
Til sölu nýr ca 36 fm. sumarbústaður við Þingvallavatn (Miðfellslandi). Uppl. i sima 81436. 2herb. íbúð til sölu i Árbæjarhverfi. Laus strax. Lysthafendur leggi nöfn sin og simanúmer inná afgreiðslu blaðs- ins fyrir nk. föstudagskvöld merkt „Góð útborgun — 1060".
Sveit 13 ára telpa óskar eftir sveita- pláSSÍ. Upplýsingar i sima 81 643. Til sölu Fiat sport coupe 850 1971. Keyrður 19. þús km. Skemmdur eftir árekstur. Til sýms að Sporða- grunn 1 0 eftir kl. 5. S. 32558.
Efnaverkfræðingur óskar eftir starfi á StórReykjavikur- svæðinu. Hálfsdagsstarf kemur einnig til greina. Tilboð sendist Mbl. merkt 1061. Túnþökur Vélskornar túnþökur til sölu. Uppl. i sima 71464 og 41896.
Óskum eftir að taka á leigu 2ja—3ja herb. ibúð. Upplýsingarásima 40276. Tökum að okkur smiði á eldhúsinnréttingum, klæðaskápum og fl. TRÉSMtÐAVERKSTÆÐI ÞORVALDARBJÖRNSSONAR. simi 86940. Kvöldsimi 71118.
Kúasmali Drengur á 12. ári óskar eftir að komast í sveit. Uppl. í síma 51767. Óska eftir 12 til 13 ára telpu til að gæta 2 ára drengs allan daginn i sumar i Austurb. Kóp. Á sama stað til sölu skermkerra, telefunken 4 rása segulband. S. 43683.
Til leigu ný 2ja herbergja íbúð i blokk. Laus strax. Hálfsárs fyrirframgreiðsla. Tilboð sendist Mbl. merkt. ..1467". Einhleypur iðnnemi óskar eftir RÚMGÓÐU HERBERGI með aðgangi að baði, eða liiilli ibúð. Uppl. i sima 17195 eða 43646.
Hárgreiðslustofan SÓLIN Laufásvegi 12 óskar eftir hár- greiðslusveini. Upplýsingar i simum: 22645, 50486, 86361. Til sölu Benz 280, sjálfskiptur, vökvastýri '71. Upplýsingar í sima 20652.
Háskólanemi með fimm manna fjölskyldu óskar eftir ibúð til leigu nú þegar eða sem fyrst. Upplýsingar i síma 37567. Einstaklingsíbúð eða stórt herb. með aðgang að baði og eldhúsi óskast á leigu nú þegar. Uppl. i sima 21 050.
Lagtækur maður óskar eftir góðu starfi. Má vera vakta- eða næturvinna. Sími 34766. Spil Til sölu er spil á jeppa. Uppl. i síma 2 1050.
Ný uppgerð Trader diesel vél til sölu. Simi 86040. ^ z-rr—- rr-ra'F r ’ ;rr- —jti í >, Sjá smáugl. bls.4.