Morgunblaðið - 22.05.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.05.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAl 1974 25 Jóhanna Gunnbjörns- dóttir — Minningarorð F. 4.11.1938. D. 24.4.1974. ÞANN 3. maí var jarðsungin frá Fossvogskapellu Jóhanna Gunn- björnsdóttir. Hún var fædd á Akureyri, dóttir hjónanna Odd- rúnar Jóhannsdóttur og Gunn- björns Egilssonar. Ölst upp hjá foreldrum sínum og lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 15. júni 1958. Hinn 17. júni giftist Jóhanna eftirlifandi manni sínum Jakob Jabobssyni fiskifræðing og bjuggu þau alla tíð að Nökkvavogi 41, þar sem fyrir voru foreldrar Jóhönnu. Börn þeirra eru: Sól- veig 15 ára, Oddur Siguróur 13 ára og Auðbjörg 7 ára. Allir dagar eiga kvöld, það verður ekki umflúið. En helfregn- inni um Jóhönnu var næsta erfitt að trúa. Þegar vinir og ástvinir eru kallaðir burt í blóma lífsins, — þá erum við sjaldnast viðbúin. Við efumst um réttlætið en verðum samt að lúta þeim dómi, sem upp er kveðinn. Við hin eldri erum lengi að sætta okkur við þann dóm, hvað þá blessuð börnin. Þeirra harmur, eigin- mannsins og hinna öldnu for- eldra, er sár. Móðirin, eiginkonan, allt I einu tekin burt og gömlu hjónin sjá á bak seinna barni sfnu, sem var þvf einkar hjart- fólgið. Samhjálpin milli dóttur og foreldra var mjög til fyrirmyndar. Jafnframt heimilisstörfum og ágætri umönnun barna sinna stundaði Jóhanna nám við Há- skóla Islands. Jóhanna tók nám sitt alvarlega enda sóttist það með eindæmum vel. Hún hafði lokið B.A. prófi f tungumálum og bjó sig undir kennslustörf. Enga slíka hæfileika hef ég þekkt fyrr. Af- burða námsgáfur en jafnframt ótrúleg lægni og þolinmæði við kennslu. Þessa nutu hennar eigin börn sem annarra, enda var gleði hennar mikil, er börnin komu heim við ágæta vitnisburði. Já, það er mikið, sem eiginmaðurinn og börnin hafa nú misst og erfitt að skilja hversvegna mamma dó svo ung. Hún hafði búið börnin sin sem bezt hún mátti undir lífið og stutt eiginmann sinn dyggilega f ábyrgðarmiklu starfi hans. Nú kemur það sér vel. öll störf Jó- hönnu voru markviss. Umhyggja og næmur skilningur varð til þess, að börnin sýndu henni ein- stakt trúnaðartraust. Jóhanna var fögur kona. Fyrir eiginmanninn var hún ekki aðeins vel menntaður lífsföru- nautur, heldur hin glæsilegasta kona, ætfð vel klædd og svo tignarleg í framkomu og á velli, að flestir tóku eftir, hvar sem hún fór. Ferðir þeirra hjóna lágu víða um heim. Aldrei lét Jóhanna á þvf bera, sem hún hlaut að vita, hvað hún hafði fram yfir marga aðra. Það var alltaf jafn ánægjulegt að eiga tal við Jóhönnu. Það skipti engu hvort rætt var um alvarleg efni eða gamanmál. Henni var það enginn vandi að finna hugs- unum sínum búning, hvort sem notuð var fslenzka eða erlend tunga, — með hinu ágætasta mál- fari. Kostir þessarar indælu konu verða seint taldir, — hún vildi öllum gott gera. Við höfðum rætt um það að eiga saman næstu jól með fjölskyldum okkar. Þar verður nú skarð fyrir skildi. Tengslin og kynnin milli fjölskyldnanna hafa verið okkur hjónum ómetanleg. Þeir, sem guðirnir elska, deyja ungir. — Bjartari tímar eru nú aftur í hönd farandi. Við vitum, að Jóhönnu lfður nú vel. Hún átti enga heitari ósk en að börnum sfnum mætti vegna vel. Eftir bestu getu munt þú uppfylla þá ósk Jakob minn. Við ættingjar þínir og vinir, sem viljum sýna samúð okkar og veita aðstoð, finn- um svo átakanlega til vanmáttar- ins. Blessuð sé minning Jóhönnu G unnbjörnsdóttur. Jóhann Klausen. loeir.sem eru í fötum komast upp meo ýmislegt! o4ndersen íSb Lauth hf. Alfheimum 74,VesturgöIu 17. Laugavegi 39 Nýkomið tweed efni riflað flauel slétt flauel denim efni bómullarteppi Glæsilegt og mikið úrval Cgill lacobsen Austurstræti 9 María Guðmunds- dóttir — Mmningarorð Það er torráðin gata og lítt skilj- anleg, hvers vegna kona i blóma lífsins er svo snöggt kölluð á braut. Það hefur jafnan verið svo, að sviptibyljir mannlegrar tilveru eru utan þess sjónmáls, er þekk- ing okkar nær til. Oft gleymist manni hversu lífið er stutt og bilið tæpt milli fjörs og feigðar, þessar óræðu leikfléttur lffs og dauða leita sterkt á huga manns. María Guðmundsdóttir fæddist 2. desember 1931 að Egilsstöðum, ölvesi, Arnessýslu, dóttir hjón- anna Markúsinu Jónsdóttur og Guðmundar Steindórssonar, er þar bjuggu og þar ólst hún upp i fríðum systkinahópi með 2 systr- um og bróður. Guðmundur faðir hennar er látinn fyrir nokkrum árum, en Markúsfna móðir henn- ar býr enn á Egilsstöðum, ásamt Steindóri syni sínum. I apríl 1958 giftist María Helga Danfelssyni vélstjóra og var þeim 4ra barna auðið, tveir drengir og tvær stúlkur, það elsta 14 ára, en það yngsta 8 ára. Kynni okkar Maríu hófust fyrir um það bil 12 árum, þegar ég átti því láni að fagna að vera i sambýli við þau í Safamýri 63. Ég hefði vart getað hugsað mér betra sam- býlisfólk en þau hjón og þegar María birtist í fbúðinni hjá okkur, svo glöð og svo kát að vanda, þá var eins og birta og hlýr ylur kæmu með henni og verður sú hugljúfa mynd um hana geymd í hugum okkar. María var frábær móðir og hús- móðir, börnin vel uppalin, prúð og elskuleg f allri framkomu, sem vænta mátti af slíkri ágætiskonu, sem hún var. María var alltaf boðin og búin að rétta öðrum hjálparhönd, ef á þurfti að halda og fæ ég seint þakkað henni alla þá hjálp og aðstoð er hún veitti mér við frá- fall eiginkonu minnar fyrir þrem árum síðan. Ég kveð hana með söknuði, en sárastur verður söknuðurinn hjá eiginmanni hennar og börnum svo og aldraðri móður og systkin- um og bið ég þeim öllum Guðs blessunar. Blessuð sé minning hennar. Emil Helgason. Málun á sambýlishúsi Ráðgert er að mála sambýlishúsið að Álfaskeiði 74—76 í Hafnarfirði í sumar. Málarar eða málaraverktakar er áhuga hafa á verkinu, hafi vinsamlegast samband við hús- stjórn í símum 5291 6 eða 50724 sem fyrst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.