Morgunblaðið - 22.05.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.05.1974, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1974 18 arinnar við frjálst félagsstarf Bessí Jóhannsdóttir: Skólinn - menningarheimili Meðal þeirra mála sem sett eru á oddinn í þessum kosningum eru skóla og barnaheimilismál. Ég ætla að gera þau að umræðuefni hér. Konan í dag einkum unga kon- an vill taka þátt í atvinnulífinu. Hún verður beinlínis að gera það ef hægt á að vera að greiða af- borganir af íbúðinni, bílnum eða borga húsaleiguna. Mörgum eldri konum þykir þetta miður og telja að við þetta glatist ef til vill meira en vinnst. Framtíðin ein sker úr um það. Ég álít að eins og málin standa í dag beri að viðurkenna stöðuna og takast á við vandamál- in. Fjölga þarf dagheimilum og einkabarnaheimilum, það að hvetja atvinnurekendur til að taka höndum saman og koma upp dagheimilum. Því hvað er þeim meira virði en stöðugur vinnu- kraftur? Skóli í nútímaþjóðfélagi er á margan hátt ólíkur þeirri stofn- un, sem skólinn var um aldamót. Þá var einn barnaskóli í Reykja- vík. — Aldursskiptingin í hverf- um borgarinnar er mjög misjöfn. Langflest þeirra barna, sem eiga skólaskyldu hér í bæ búa í tveim hverfum Árbæjar- og Breiðholts- hverfi. Þetta hefur valdið því að skólarnir í gömlu hverfunum eru ekki fullsetnir meðan skortur er á skólarými í þeim nýju. Stefnan hefur verið sú að barnaskólar séu tvísetnir, en stefnt skuli að ein- setningu gagnfræðaskólanna. Þetta er á margan hátt eðlileg þróun. Það er best fyrir alla aðila að börnin fari að heiman á morgnana og séu í skólanum þar til starfsdegi er lokið, — dagurinn sé ekki sundurslitinn, enda nýtist tíminn þá illa til allra starfa. Það stendur til I haust að aðstaða skapist I nokkrum skólum borgarinnar til að börnin geti matast I skólanum. Þetta er spor í rétta átt. Innra starf skólanna er ákaf- lega mikilvægt að efla sem mest svo ogtengslforeldra og kennara. I okkar'hraða þjóðfélagi er mikil- vægt að uppeldishlutverk skól- anna sé sem best rækt. Skólinn er ekki bara ítroðslustofnun, hann er einnig menningarheimili þar sem samskipti einstaklinganna eru ekki síst mikilvæg og afleið- ingar þeirra. Reykjavík er að verða stórborg með öllum þeirra kostum og göll- um. Árekstrar skapast milli hins nýja og hins gamla. Við skulum takast á við vandamálin og læra af reynslunni. En hafa skal í huga orð skáldsins: „að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja." Markús Orn Antonsson: Margþættur stuðningur borg- og samtökum, sem vinna þrosk- andi og menntandi starf í þágu borgarbúa. Aflvakinn á að vera meðal fólksins sjálfs, áhugi og starfsgleði einstaklinganna verð- ur að fá að njóta sín. En borgar- yfirvöldum ber að styðja þá og styrkja í umfangsmestu viðfangs- efnunum, sem ekki er á færi neinna einkaaðila að ráða fram úr. Mannvirkin i íþróttamiðstöð Reykjavíkur í Laugardal eru tal- andi tákn um stórhug Reykvík- inga í íþróttamálum undir forystu sjálfstæðismanna. Meir en milljón gestir koma ár- lega á sundstaði borgarinnar, sem eru sannkallaðir heilsubrunnar, jafnt sumar og vetur. Iþróttasalir skóla Reykjavíkur- borgar standa almenningi í íþróttafélögunum opnir til líkamsræktar og leikja á kvöldin og um helgar. Og til að efla íþróttafélögin i starfi með ibúum hinna ýmsu hverfa borg- arinnar hefur Reykjavikurborg ákveðið að greiða 80% kostn- aði við mannvirkjagerð þeirra á félagasvæðunum. Borgin mun að sjálfsögðu halda áfram gerð íþróttaaðstöðu til sam- eiginlegra nota. Vélfryst skauta- svell í Laugardal, sundlaug og íþróttahús í Breiðholti, iþróttahús við Hagaskóla, nýjar skíðalyftur og fleiri endurbætur í Bláfjöllum eru á næsta leiti. Um önnur tómstundastörf gild- ir hið sama. Borgin þarf að geta lagt til aðstöðu, sem öðrum er um megn að gera. Reykjavík - menningarborg MENNINGARLÍF og list í Reykjavíkurborg hverfur einatt í skugga áþreifanlegri afreka í borgarlífinu. Mörgum kemur því á óvart, er þeim er sagt, að Reykjavíkurborg sé traustur for- kólfur í menningarlífi landsins. í því sambandi ber fyrsta að telja styrk við Leikfélag Reykjavíkur, rekstur Borgarbókasafns og nú síðast tilkomu Kjarvalsstaða. Reykjavíkurborg á rikari aðild að rekstri Leikfélags Reykjavíkur en margur hyggur. Greiðir borgin laun alls fastráðins starfsfólks félagsins, og er til þess varið rúm- lega 20 milljónum króna á þessu ári. Þá hefur borgin lagt meir en 50 milljónir til hliðar vegna væntanlegrar byggingar Borgar- leikhúss, sem hafin verður innan tíðar, en undirbúningur er kom- inn vel á veg. Auk þess, sem nú hefur verið talið ver Reykjavík all nokkurri fjárhæð til listaverkakaupa og prýða þau verk ýmsar stofnanir borgarinnar og sum eru úti við á opnum svæðum. Með Kjarvals- stöðum skapaðist ákjósanleg að- staða til að halda sýningar á þeim verkum. Borgin styrkir rekstur Sinfóníuhljómsveitar Islands með 10 milljón króna framlagi og er ásamt ríkinu stærsti aðili að Lista- hátið, sem haldin er annað hvert ár hér á landi. Auðvitað getur Reykjavík gert enn betur. Kjarvalsstaðir veita t.d. færi til að ýta undir fjöl- breytilega listsköpun, því að þar getur margt annað farið fram en myndlistarsýningar. Þá má hugsa sér að hefja mætti listrænt starf í húsum Árbæjarsafnsins, sem fall- ið væri til þess að laða fólk þang- að. Þar gæti verið skemmtilegt að koma upp djasskvöldum fyrir fá- menna hópa, opna litið tilrauna- leikhús og fleira í þeim dúr. Reyndar getur leiksviðsbíll sá, sem ákveðið er að kaupa, komið nokkuð hér við sögu í framtíðinni. Reykjavíkurborg hefur sinnt menningarmálum vel og þarf að gera það enn betur. Hún er höfuð- borg landsins og verður sem slík að viðhafa meiri reisn en jafn stórar borgir erlendis sýna. Vissu- lega má segja, að nágranna- sveitarfélögin ættu að eiga þátt í kostnaði af ýmsum þeim þáttum, sem hér hafa verið nefndir og íbúar þeirra njóta ekki síður en við sem eigum okkur stað innan borgarmarkanna. En Reykja- víkurborg þarf, áfram eins og hingað til, að hafa allt frumkvæði í þeim efnum. Félagsmiðstöðin í Fellaskóla I Breiðholti er stefnumótandi nýj- ung. Þar fá félög Breiðholtsbúa á öllum aldri ágætan starfsvettvang auk þess sem Reykjavíkurborg ætlar sjálf að hafa þar nokkurt framboð á tómstundastarfi fyrir unglinga. Markmiðið er, að slíkar félagsmiðstöðvar verði starfrækt- ar í öllum borgarhverfum. Og meðal annarra orða. Nýlega var æskulýðsráð einmitt að sam- þykkja reglur um stuðning borg- arinnar við félög, sem hafa æsku- lýðsstarf á dagskrá. Þær munu létta félögunum róðurinn mjög mikið, því að í dýrtíðarflóðinu hafa þau vissulega átt erfitt upp- dráttar. Allt okkar starf, sjálfstæðis- manna, miðar að því, að Reykvik- ingar geti varið frístundum sín- um, sem fer fjölgandi, til hollrar og mannbætandi iðju. Þeim árangri verður bezt náð með frjálsu og nánu samstarfi borgar- yfirvalda við áhugamannasamtök, eins og reynslan bendir ótvírætt til. Við sjálfstæðismenn ætlum að halda áfram í sama anda. Við biðjum þig, kjósandi góður, ekki um neitt meira en sann- gjarnt mat á staðreyndum. Árang- urinn af starfi okkar sjálfstæðis- manna í borgarstjórn er áþreifan- legur og okkur er áfram treyst- andi til að vinna að framförum í borgarmálefnum okkar Reykvík- inga. Viðurkenningu á því lætur þú í ljós með því að greiða Sjálf- stæðisflokknum atkvæði við kjör- borðið. Davíð Qddsson: ÞAÐ er viðurkennd staðreynd, að Reykvíkingar hafa búið við meiri verklegar umbætur og betra félagslegt öryggi en íbúar nokk- urs annars þéttbýlisstaðar á land- inu. Stefna sjálfstæðismanna í félagsmálum Reykvíkinga hefur orðið öðrum bæjarfélögum hvatn- ing og fyrirmynd. Meginstefna okkar er sú, að vera til aðstoðar og leiðbeiningar einstaklingum Þess vegna kýs ég D-listann Steinþór Guðbjartsson, sem er nýkominn heim frá námi við Iþróttaháskólann I Manitoba I Kanada hafði þetta að segja: — Ég tek það fram, að ég er maður fremur ópólitískur og bind ekki trúss mitt við ákveð- inn stjórnmálaflokk eða stjórn- málaskoðanir. Hins vegar er ég ákveðinn I að styðja D-listann í þessum borgarstjórnarkosn- ingum vegna þess að ég tel Sjálfstæðisflokkinn hafa haldið vel á málefnum borgarinnar og bendi ég í því sambandi sér- staklega á íþróttamálin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.