Morgunblaðið - 22.05.1974, Blaðsíða 36
JBor0unl>teÖíö
nuGivsmcnR
^-»22480
MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1974
r
Birgir Isl. Gunnarsson i útvarpsræðu:
Dæmið okkur af verkunum
- þeim dómi kvíðum við ekki
„Við sjálfstæðismenn förum þess á leit við Reykvíkinga,
að þeir tryggi áframhaldandi meirihluta okkar í borgar-
stjórn. Af framboðslista okkar hverfa nú reyndir og
dugmiklir borgarfulltrúar en nýtt fólk með nýjar og
ferskar hugmyndir kemur í staðinn. Á þann hátt tryggj-
um við nú eins og áður nauðsynlega endurnýjun í
borgarstjórn, þegar vinstri flokkarnir bjóða upp á sama
liðið í aðalsætum og sat í borgarstjórn fyrir þá síðasta
kjörtfmabilið." Þannig komst Birgir ísl. Gunnarsson,
borgarstjóri, að orði í lok ræðu sinnar í útvarps-
umræðunum í gærkvöldi og borgarstjóri bætti við:
„Þessa dagana lofa vinstri flokkarnir öllum öllu og helzt
eiga hlutirnir ekkert að kosta. Það gerði vinstri stjórnin
einnig í upphafi síns valdatímabils. Við sjálfstæðismenn
höfum að vísu djarfhuga áætlanir i ýmsum málum, sem
við munum framkvæma, ef við fáum traust ykkar Reyk-
víkinga. En umfram allt vonumst við þó til að verða
dæmdir af verkum okkar — og þeim dómi kvíðum við
ekki.“
„Ein algengasta gagnrýni
vinstri manna á meirihluta
borgarstjórnar er nú, að ýmsar
framkvæmdir gangi ekki nægi-
lega hratt fyrir sig. Það hafa um-
ræðurnar hér í kvöld borið
Stórhækkun
á rafmagni
IÐNAOARRÁÐUNEYTIÐ hefur
heimilað .'58% hækkun á heild-
söluverði rafmagns til héraðsraf-
veitna. Þá hefur ráðuneytið einn-
ig heimilaö héraðsrafveitum
hækkun á smásöluverði raf-
magns, og nemur sú hækkun
18,5—22%, en Rafmagnsveita
ríkisins fékk leyfða nokkuð meiri
hækkun á smásöluverði, eða 30%.
Er athyglisvert, að ríkið hefur
þarna skammtað sjálfu sér meiri
hækkun en héraðsrafveitum.
Fjórar stórar rafveitur í land-
ínu selja raforku í heildsölu,
Landsvirkjun, Laxárvirkjun,
Andakílsvirkjun og Rafmagns-
veitur ríkisins.
Hér fer á eftir sfðasti kaflinn í
ræðu borgarstjórans.
Rúgbrauð hækk-
ar um nær 26%
glöggan vott um. Einn nefnir dag-
vistunarstofnanir, annar skóla,
þriðji samgönguæðar og þannig
má áfram telja. Auðvitað er
margt ógert í vaxandi borg, en við
í Reykjavík höfum samanburð,
bæði við önnur sveitarfélög og
ekki sízt ríkið. Tökum t.d. skóla-
málin. Hver nýr skólinn rís hér
upp af öðrum. Vandamál okkar er
hins vegar það, að börnum á
skólaaldri fer fækkandi í Reykja-
vik, en þó þurfum við að byggja
marga nýja skóla vegna nýju
hverfanna, en þangað flytjast
börnin úrgömlu skólahverfunum.
Þetta Ieysum við allt, þótt tíma-
bundnir erfiðleikar komi upp í
einstökum hverfum.
Góður samanburður.
En hér höfum við góðan saman-
burð, sem einmitt hefur komið
upp á yfirborðið seinustu daga.
Ríkisstjórnin hefur það verkefni
Framhald á bls. 35
Matveyev og Gergel starfe-
menn KGB á Islandi í dag
EINS OG frá var skýrt í Mbl. i
gær, hafa verið hér á landi við
sovézka sendiráðið 9 menn á veg-
um KGB, sovézku leyniþjónust-
unnar. Til viðbótar þessu hefur
nú komið í ljós, að um þessar
mundir eru hér starfandi tveir
menn til viðbótar, sem báðir eru á
listanum í bók Johns Barrons, en
þeir komu hingað til lands á sl.
ári. Mennirnir, sem um er að
ræða, heita Yevgenni Ivanovich
Gergel og Viktor Matveyev. Hinn
síðarnefndi var rekinn úr landi
frá Eþíópfu árið 1969. Gergel
starfaði í Svíþjóð á árunum
1964—70, áður en hann kom
hingað.
Vladimir Andreevich Bubnov,
sem var hér á landi árin
1968—72, er starfsmaður KGB
skv. áreiðanlegum upplýsingum
Johns Barrons. Bubnov umgekkst
mikið (slenzka golfmenn og var
meðlimur í Golfklúbb Ness.
Viktor Matveyev, sem hingaö
kom í fyrra, hefur nú einnig tekið
upp golffþróttina og leikur úti á
Nesi. A myndinni er Bubnov með
Spassky f samkvæmi, sem haldið
var, er heimsmeistaraeinvígið var
haldiðhér 1972.
r
Björn Jónsson forseti ASI um bráðabirgðalögin:
Þverbrot á gildandi kjarasamningum
VERÐLAGSNEFND heimilaði á
fundi sfnum f fyrradag hækkanir
á nokkrum vöruflokkum. Var
hækkun á rúgbrauði mest, eða
25,8%. Þá var einnig ákveðin
lækkun á unnum vörum úr kinda-
kjöti, f samræmi við auknar
niðurgreiðslur á þeirri tegund
kjöts.
Heilt rúgbrauð hækkar úr 48,50
krónum i 61 krónu, eða um
25,8%. Saltfiskur hækkar úr 140
krónum i 168 krónur kílóið, eða
20%. Smjörlíki hækkar úr 155
krónum kílóið. í 171 krónu, eða
10,3%. Þá hækka franskbrauð og
vínarbrauð smávegis, fransk-
brauðið um tvær krónur og vínar-
brauð um 50 aura. Einnig var
heimiluð hækkun á dagblöðum,
sem áður hefur verið tilkynnt, og
hækkun á bensíni, sem þegar
hefur verið skýrt frá.
Lækkun á unnum vörum úr
kindakjöti nær til þriggja vöru-
flokka. Bjúgu lækka mest, úr 316
krónum kg í 222 krónur, eða
29,7%. Kjötfars lækkar úr 225
krónum kg í 197 krónur, eða
12,4% og vinarpylsur lækka úr
339 í 301 krónu kílóið, eða 11,2%.
MORGUNBLAÐIÐ sneri sér f
gærkvöldi tii þriggja forystu-
manna verkalýðshreyfingar-
innar, þeirra Björns Jónssonar,
forseta Alþýðusambands Is-
lands, Eðvarðs Sigurðssonar,
formanns Daghrúnar og Guð-
mundar Garðarssonar, for-
manns Verzlunarmannafélags
Reykjavfkur, og innti eftir áliti
þeirra á þremur tilteknuni atr
iðurn í bráðabirgðalögum rík-
isstjórnar Ólafs Jóhannesson-
ar. I fyrsta lagi spurði Mbl. um
álit þeirra á afnámi verðlags-
uppbótar 1. júnf n.k., f öðru
lagi um þá ákvörðun að taka
bflinn út úr vísitölunni og f
þriðja lagi það atriði, að fjár-
festingarsjóðir, t.d. ffygginga-
sjóður rfkisins, sem taka verð-
tryggt fé að láni, geti endurlán-
að það með sambærilegum skil-
málum. Svörin fara hér á eftir:
Björn Jónsson, forseti ASt
sagði:
■ 1. Um fyrsta atriðiðhefég það
að segja, að ég tel þetta þver-
brot á gildandi kjarasamning-
um. Samkvæmt þeim áttu verð-
lagsuppbætur á laun 1. júni
n.k. að miðast við verðlag 1. mai
s.l. og verðbreytingar seinni
hluta maí því engin áhrif að
hafa þar á. Það virðist ekki
mega birta útreikning Hagstof-
unnar á vísitölunni eins og hún
á að vera 1. júnf ík. miðað við
verðlag 1. maí s.l., einhverra
hluta vegna. Hún yrói líklega
minnst 15%. Það bil er að ein-
hverju leyti brúað með niður-
greiðslum, og með því að taka
bílinn út úr vísitölunni. En í
sambandi við niðurgreiðslurn-
ar vil ég taka fram, að til þeirra
eru engir peningar handbærir,
svo neytendur verða að borga
vöruna réttu verði síðar meir.
Þetta er því blekking.
2. Ég lít svo á, að við endur-
skoðun vísitölukerfisins komi
vel til greina að taka bílinn út
úr vísitölunni, svo framarlega
sem það leiði til bættrar þjón-
ustu við almenning, svo sem
með auknum framlögum í
Vegasjóð, sem aftur þýðir bætt
vegakerfi. En eins og að þessu
er staðið, sé ég ekki betur en
aðeins sé verið að bæta í tóman
ríkiskassann.
3. Ég tel, að þetta atriði eigi
alls ekki að koma í bráðabirgða-
lög, heldur eigi Alþingi að
f jalla um það. Hins vegar tel ég,
að ekki sé gott að komast hjá
einhverjum aðgerðum. Það get-
ur ekki gengið til lengdar að
sjóðir, sem taka verðtryggð lán,
verði að lána aftur með t.d.
7Í4% vöxtum. En ég tel, að um
þetta atriði hefði einmitt átt að
ræða við verkalýðshreyfinguna
í framhaldi af þeim samning-
um, sem gerðir voru í vetur.“
Eðvarð Sigurðsson, formaður
Dagsbrúnar sagði:
„1. í sambandi við þetta atriði
vísa ég til ályktunar, sem sam-
bandsstjórn ASl samþykkti á
sínum tima, með efnahagsfrum-
varp ríkisstjórnarinnar fyrir
framan sig. Ég var einn þeirra,
sem stóð að þeirri ályktun, og
stóð að því, að hún var sam-
þykkt. Þar mótmælti fundurinn
hugsanlegri Ihlutun í kjara-
samninga stéttarfélaga, bæði
varðandi kaupgjaldsákvæði
Framhald á bls. 35