Morgunblaðið - 22.05.1974, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 22. MAl 1974
Anne Holts-
mark látin
Osló, 28. maí. NTB.
PRÓFESSOR dr. phil Anne Elisa-
beth Holtsmark er látin, 78 ára að
aldri. Hún var prófessor í nor-
rænni textafræði við Óslóarhá-
skóla 1949 til 1960.
Anne Holtsmark varð félagi I
Vísindafélagi Islendinga 1959 og
heiðursfélagi Hins íslenzka bók-
menntafélags 1952. Hún var
sæmd heiðursdoktorsnafnbót við
Háskóla Islands 1961.
Hún var meðlimur norsku Vís-
indaakademíunnar frá 1941 og
Vísindaakademíunnar í Lundi frá
1949.
Anne Holtsmark skrifaði meðal
annars um fyrstu íslenzku mál-
fræðiritgerðina.
Landhelgisvið-
ræður í gegnum
sendiráðin
ENGAR formlegar viðræður hafa
verið ákveðnar í landhelgisdeilu
Islendinga og Vestur-Þjóðverja,
að því er Einar Ágústsson utan-
ríkisráðherra tjáði Mbl. í gær.
„Við ræóum saman í gegnum
sendiráðin, en stjórnarskiptin í
Bonn hafa tafið formlegar við-
ræður. Ég er mjög bjartsýnn á að
samningar takist í þessari lotu,“
sagði utanríkisráðherra.
HONDU STOLIÐ
LAUGARDAGINN 11. maí s.l. var
blárn Hondu stolið, þar sem hún
stóð gegnt Gamla bíó i Ingólfs-
stræti. Gerðist þetta milli kl. 21 og
23 um kvöldið. Hondon er árgerð
1972 og ber einkennisstafina R-
290. Þeir sem kynnu að hafa orðið
varir við vélhjól þetta, utanhúss
eða innan, eru beðnir að snúa sér
til lögreglunnar.
EKIÐ A BIL
LAUGARDAGINN 18. mai s.l. var
ekið á kyrrstæða mannlaúsa bif-
reið sem stóð á móts við Hring-
braut 110 í Reykjavík. Þetta gerð-
ist milli kl. 18 og 19. Þarna var
bifreið á ferðinni með kerru aft-
an í. Losnaði kerran, og rann á
bifreiðina. Bifreiðarstjórinn festi
kerruna við bil sinn, og ók síðan á
brott. Sjónarvottar voru að þess-
um atburði, og eru þeir beðnir að
hafa samband við rannsóknarlög-
regluna. Einnig er bifreiðastjór-
inn beðinn að hafa samband við
lögregluna.
Kjörfundur
vegna borgarstjórnarkosninga < Reykjavík
sunnudaginn 26. maí n.k., hefst kl. ð.OO °9
lýkur kl. 23.00 þann dag.
Yfirkjörstjórn mun á kjördegi' hafa aðsetur í
Austurbæjarskólanum, og þar hefst talning at-
kvæða þegar að loknum kjörfundi.
Yfirkjörstjórn vekur athygli kjósenda á eftirfar-
andi ákvæði laga nr. 6/1966:
„Áður er kjósandi fær afhentan kjörseðil, skal
hann, ef kjörstjórn óskar þess, sanna hver hann
er, með því að framvísa nafnskírteini eða á
annan fullnægjandi hátt."
Yfirkjörstjórn í Reykjavík,
20.maí1974.
Björgvin Sigurðsson
Gy/fi Thor/acius
Guðmundur Vignir Jósefsson.
r
Ovenju mikil
ölvun
um helgina
ÓVENJU mikil ölvun var f
Reykjavfk sL helgi, allt frá
fimmtudegi og fram á mánudag.
Að sögn lögreglunnar munu allt
að 130 manns hafa gist fanga-
geymsiur lögreglunnar vegna
ölvunar og óspekta á almanna-
færi frá þvf um hádegið á föstu-
dag og fram á mánudags-
morgun. Föstudagurinn og
aðfaranótt laugardagsins slógu
öll met hvað þetta varðar, en frá
þvf á hádegi á föstudag til kl. 10 á
laugardagsmorgun sátu 73 inni og
f þeim hópi voru óvenju margar
konur, en það færist nú sffellt f
vöxt að lögreglan þarf að hafa
afskipti af kvenþjóðinni vegna
ölvunar á almannafæri.
Aðalfundur
Skipstjóra- og stýrimannafélags Öldunnar verð-
ur haldinn fimmtudaginn 23. mal að Bárugötu
1 1 kl. 20.30. c , . .
Fundarefm:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Lagabreytingar.
3. Önnur mál.
Þorska- og ýsunet
fyrirliggjandi í ýmsum garnsverleikum og
möskvastærðum.
H
F
Hverfisgötu 6. Sími 20000.
(PÚTBOÐf
Tilboð óskast í að leggja hluta aðfærsluæðar
hitaveitu til Hafnarfjarðar þ.e. Hafnarfjarðaræð
1 . áfanqi.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, gegn
5.000.— króna skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað, miðvikudag-
inn 5. júní 1 974, kl. 1 4.00 e.h.
Lýðháskólinn
í Skálholti auglýsir
Lýðháskólanum í Skálholti verður slitið laugar-
daginn 25. maí og hefst athöfnin kl. 10
árdegis.
Þeir úr hópi eldri nemenda sem hyggjast koma
á staðinn kvöldið fyrir skólaslit, eru beðnir að
gera vart við sig með fyrirvara.
Lýðháskólinn í Skálholti.
Kjörskrá
til alþingiskosninga í Kópavogi, sem fram eiga
að fara 30. júní n.k. liggur frammi almenningi
til sýnis í Bæjarskrifstofunum, Kópavogi frá 16.
maí til 8. júní n.k. frá kl. 8.30 til 15.00
mánudaga til föstudaga. Kærur yfir kjörskránni
skulu berast skrifstofu bæjarstjóra eigi síðar en
8. júní n.k.
16. maí 1974,
Bæjarstjórinn Kópavogi.
Svínabú
á Blönduósi til sölu
Búið samanstendur af 25 gyltum i húsi, sem er 1 50 fm að grunnmáli á
tveimur hæðum ca. 600 rúmmetrar með 3ja ha lóð.
Búið selst i heilu lagi eða bústofn sér og hús sér. Teikningar eru fyrir
hendi að verulegri stækkun.
Upplýsingar gefa Valgarð Ásgeirsson, simi 95-4159 og Guðmundur
Garðar Arthursson, simi 95-4280.
Námskeið
í sprengitækni
Námskeið í meðferð og notkun sprengiefna
verður haldið í Reykjavík í byrjun júni ef næg
þátttaka fæst. Þeir sem hafa áhuga á að taka
þátt í námskeiðinu, vinsamlegast hafið sam
band við skrifstofu okkar fyrir 23. maí. Þátt-
tökugjald er áætlað ca. 7 þús. kr. á mann.
Ólafur Gís/ason og c/o h.f.,
Ingólfsstræti 1 a, símar 18370—84800.
Bifreiðastöð Steindórs sf.
vill selja
Peugeot diesel árg. 1971.
Peugeot bensín árg. 1968. Einkabifr.
Checker bensín árg. 1967 sjálfskiptur 8 far-
þega.
Bifreiðarnar verða til sýnis á verkstæði okkar
Sólvallagötu 79 næstu daga, eru allar í góðu
standi og skoðaðar 1 974. Góð greiðslukjör.
Bifreiðastöð Steindórs s/f,
simi 1 1588, kvöldsími 13127.
Matsveinn,
adstoöarmaöur
og starfsstúlkur
óskast til starfa nú þegar.
Upp/. veitir Va/ur Magnússon í dag og næstu
daga.
Veitingahúsið
ftSKUR
Suðurlandsbraut 14_
Sími 81344 og 81458.
EAJ Félagsmálastofnun
^ Kópavogskaupstaöar
VINN'USKOL!
Vinnuskóli Kópavogs verður starfræktur í surri-
ar fyrir unglinga, sem fæddir eru 1959 og
1960. Innritun fer fram á Félagsmálastofnun-
inni, Álfhólsvegi 32, 2. hæð, 22. og 24. maí.
Óskað er eftir að umsækjendur hafi með sér
nafnskírteini. Allar nánari upplýsingar gefnar á
Félagsmá/astofnuninni,
Á/fhólsvegi 32,
simi 41570.