Morgunblaðið - 22.05.1974, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. MAl 1974
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Eyjólfur KonráS Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10 100.
Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasöiu 35,00 kr eintakið.
Andstæðingar Sjálf-
stæðisflokksins halda
því tíðum fram, að flokkur-
inn hafi í undangengnum
kosningum unnið meiri-
hluta vegna kenningarinn-
ar um upplausn og sundr-
ungu, sem ríkja mundi, ef
vinstri flokkarnir ættu að
fara með völdin, glund-
roðakenningarinnar, sem
þeir svo nefna. Ef það er
rétt, að reykvískir kjós-
endur hafi svo mjög óttazt
glundroðann áður fyrr, að
þeir hafa komið til liðs við
Sjálfstæðisflokkinn, þá er
ljóst, að margföld ástæða
er til að þeir geri það nú.
Áður hefði glundroði ríkt,
en nú mundi meiri glund-
roði ríkja.
Framhjá þeirri stað-
reynd geta vinstri menn
ekki komizt, að algjört öng-
þveiti og upplausnarástand
ríkir í röðum þeirra, og það
viðurkenna þeir raunar.
Umbyltingarnar og svipt-
ingarnar á vinstri armi
stjórnmálanna eru raunar
svo miklar, að vart er hægt
að átta sig á þeim frá degi
til dags, því að ein klíkan
vegur að annarri, og þeir,
sem eru bandamenn í dag,-
eru orðnir höfuðfjendur á
morgun. Nokkrir megin-
þættir eru þó ljósir og
skulu þeir hér raktir.
Framsóknarflokkurinn
er endanlega klofinn og
hefur misst fjölda mestu
áhrifamanna úr röðum
sínum, manna, sem ýmist
nefna sig vinstri framsókn-
armenn eða þátttakendur í
Möðruvallahreyfingunni.
Þessi armur Framsóknar-
flokksins hyggur á fram-
boð með Samtökum frjáls-
lyndra og vinstri manna
eða hluta þeirra.
Samtök frjálslyndra og
vinstri manna eru þríklof-
in a.m.k., og djúpstæður
skoðanaágreiningur ríkir
um það, hvort samtökin
eigi að hafa samvinnu við
Alþýðuflokkinn í þingkosn-
ingunum eða ekki. Helztu
forustumenn samtakanna
benda á, að kjördæmisráð í
hinum einstöku kjördæm-
um eigi að skera úr um
það, hvernig framboðum
verði háttað. Og þennan
sólarhringinn er helzt við
því búizt, að samtökin bjóði
sums staðar fram með
vinstri framsóknarmönn-
um og Möðruvallahreyf-
ingu, en annars staðar með
Alþýðuflokknum. Enginn
veit, hvernig hugsanleg
uppbótasæti kynnu að
skiptast, þannig að enginn
af kjósendum eins flokks-
brotsins getur gert sér
grein fyrir því, hvort hann
er að velja þann mann eða
þá menn, sem hann helzt
kysi eða höfuðfjendur
þeirra, þá menn, sem hann
sízt vildi efla til áhrifa í
íslenzkum stjórnmálum.
Þá er unnið að stofnun
svonefndra Samtaka
vinstri jafnaðarmanna
undir forustu Njarðar P.
Njarðvfk og hafa þau sam-
tök hug á að bjóða fram í
einhverri samvinnu við
arm Magnúsar Torfa í
Samtökum frjálslyndra og
vinstri manna og Möðru-
vellinga, en gæti auðvitað
allt eins verið að koma á
þing einhverjum „hægri
kratanum“, ef samvinna
verður milli Alþýðuflokks
og annars arms samtak-
anna!
Þegar flokksbrot vinstri
manna nú eru talin saman
eru þau a.m.k. 10 talsins og
gætu þó verið orðin 11, 12
eða 13, þegar lesendur
Morgunblaðsins fá þessa
ritstjórnargrein í hendur.
Árum saman hafa vinstri
menn í öllum flokkum
skeggrætt um það, hve
áhugasamir þeir séu um
sameiningu vinstri afl-
anna. Allir hafa þeir þótzt
vinna að sameiningarmál-
unum, en þegar upp er
staðið, er ljóst, að það eina,
sem þeir eru sammála um,
er að sundrast sem allra
mest. Ömurlegast er þó
ástandið í Samtökum
frjálslyndra og vinstri
manna, þar sem Magnús
Torfi Ólafsson hefur unnið
það þrekvirki að láta 10
manna fund afhenda sér
yfirráðin í samtökunum, og
segi menn svo, að hann
hafi ekkert afrekað á
þriggja ára stjórnmálaferli
sínum.
Þegar Ólafur Jóhannes-
son forsætisráðherra
ákvað að rjúfa þing í of-
boðslegasta reiðikasti, sem
stjórnað hefur gerðum ís-
lenzks stjórnmálamanns
fram að þessu, var það auð-
vitað gert til þess að reyna
að bjarga Framsóknar-
flokknum frá algjörum
klofningi. Hann hugðist
þrýsta flokknum fast upp
að kommúnistum og friða
þannig Möðruvellinga og
vinstri framsóknarmenn.
Hann gaf út boðskap um
það, að í alþingiskosn-
ingunum yrði keppt að því
að halda áfram samstjórn
Framsóknarflokksins og
Alþýðubandalagsins og
bjóst við, að það mundi
nægja til að friða uppreisn-
arseggina í Framsóknar-
flokknum. Nú er hins veg-
ar komið á daginn, að einn-
ig þetta hefur mistekizt, og
þess vegna er Framsóknar-
flokkurinn í flakandi sár-
um og engar líkur til þess,
að hann geti orðið ábyrgt
stjórnmálaafl í íslenzku
þjóðlífi fyrr en algjört upp-
gjör hefur farið þar fram,
fyrr en hann hefur beðið
svo mikinn ósigur í kosn-
ingum, að kjarni flokksins
gerir sér grein fyrir því, að
vinstri stefnan muni ríða
honum að fullu og þess
vegna hverfi hann af þeirri
óheillabraut, sem hann
hefur leiðzt út á.
Þegar þessi mynd er
skoðuð í heild, ætti hver
einasti borgari að geta gert
sér grein fyrir þeirri miklu
ábyrgð, sem á herðum kjós-
enda hvílir, þeirri skyldu
að reyna að tryggja trausta
stjórn borgarmálefna og
traust stjórnarfar með því
að efla Sjálfstæðisflokkinn,
þar til vinstri glundroðinn
hefur gengið sér til húðar.
MEIRI GLUNDROÐI
O
Hrafn Gunnlaugsson skrifar frá Stokkhólmi:
Fréttapunktar frá Svíþjóð
SPARNAÐURINN,
SEM VARÐ
NEYZLUAUKNING
Nú liggur fyrir endanlegt
uppgjör vegna besinskömmt-
unarinnar hér í vetur. Kostn-
aður er rúmlega 30 milljónir
sænskra króna árangurinn
enginn — eða verri en enginn:
Svíar hafa aldrei notað jafn
mikið eldsneyti og á skömmt-
unartímanum. Besínskömmt-
unin er því dýrasta sápukúla,
sem sprungið hefur i Sviþjóð.
Þegar skömmtuninni var aflétt,
höfðu fæstir byrjað að nota
skömmtunarseðla sina og fólk
sat uppi með birgðir af elds-
neyti, sem það hafði hamstrað.
Dýrasti liður sápukúlunnar var
rekstur fjölmargra skrifstofa,
er sáu um dreifingu skömmt-
unarseðlanna og prentun b^ekl-
inga í milljónatali.
Rannsókn, sem sænska sjón-
varpið hefur gert, sýnir, að
sparnaðarfrumhlaupið hefur
dregið mjög úr trausti almenn-
ings á stjórnmálamönnum.
ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐ-
INGARSENN
ÞJÓÐFÉLAGSLEGT
vandamAl
Fjöldi atvinnulausra þjóð-
félagsfræðinga og þjóðfélags-
fræðingar, sem hafa búið til
atvinnubótarannsóknir fyrir
sjálfa sig, eru senn að verða
þjóðfélagslegt vandamál I Sví-
þjóð, og líður ábyggilega ekki á
löngu þar til þjóðfélagsfræðing-
ar byrja þjóðfélagslegar rann-
sóknir á þessu vandamáli I stór-
um stil.
Kvartanir berast nú daglega
til blaða og stofnana vegna
ágengni þessarar ágætu stéttar,
sem leitar með logandi Ijósi i
hvers manns koppi að öllum
hugsanlegum vandamálum.sem
þeir, sem I vandamálinu eiga,
hafa iðulega ekki tekið eftir.
Fátt kemur dagsfarsprúðum
smáborgurum jafnt á óvart og
að fá skyndilega vitneskju um,
að þeir eigi í óteljandi vanda-
málum, sem hafa farið alger-
lega framhjá þeim — og það í
gegnum þjóðfélagsfræðing.
Því miður virðist óðaverð-
bólga rikja i þessari ágætu
fræðigrein. Offramboð á fólki
með þjóðfélagsfræðimenntun
hefur orðið til þess, að þjóð-
félagsfræðingar rembast nú
eins og rjúpan við staurinn við
að skapa sjálfum sér atvinnu
með þvi að pilla upp smávanda-
mál með stækkunargleri og
blása þau svo út með básúnu-
drunum og bumbuslætti í
blöðum og fjölmiðlum. En nú
virðist almenningur loksins
búinn að fá nóg.
Utvötnuð
MENNTUN
Minnkandi kröfur til skóla-
fólks og afnám prófa hefur
einfaldlega þær afleiðingar, að
menntun fer hrakandi og þeir,
sem hefja háskólanám, eru verr
undir það búnir en áður. Allar
rannsóknir benda í þessa átt.
Þeim háskóladeildum fjölgar
því stöðugt, er krefjast vissra
lágmarkseinkunna af stúdent-
um, er hyggja á nám við þær.
Ef þessi þróun heldur áfram, er
hætt við, að svo til allar deildir
háskólans geri aukakröfur til
stúdenta. Niðurstaðan verður
loks sú, að menn geta orðið
stúdentar án þess að eiga kost
að hefja nám við háskóla. —
Erum við þá ekki komin
hringinn? spyrja æ fleiri, og:
Hefur allt þetta þras um próf
og ekki próf farið út í algera
öfga?
STÚDENTAR og
VINSTRI HÖNDIN
Enn einu sinni hafa samtök
borgaralegra stúdenta sigrað I
kosningum við alla helztu há-
skóla I Sviþjóð. Borgaralegir
hafa ekki aðeins
meirihluta sínum,
heldur aukið fylgi sitt víðast
hvar svo nokkru munar. Fylgi
jafnaðarmanna I röðum stúd-
enta virðist minnka jafnt og
þétt. I rannsókn, sem gerð
hefur verið á fylgi flokkanna
innan ólíkra stétta, kemur í
ljós, að jafnaðarmenn njóta
ótrúlega lítils fylgis meðal
menntastéttanna.
Stefna jafnaðarmanna í
kjaramálum háskólamanna
mótast eflaust nokkuð af þessu,
enda litlu að tapa. Kommiín-
istar eiga hins vegar auknu
fylgi að fagna, auk
Hægriflokksins (Modera-
tarna). Andstæðurnar virðast
því aukast meðal þessarar
stéttar, frekar en hitt. — At-
hyglisvert er, að framsókn
borgaraflokkanna er einna
mest innan atvinnugreina, er
byggja á tæknilegum og raun-
vísindalegUm grundvelli.
stúdentar
haldið
Mauraþúfa eða mannfélag
Stefna sænskra jafnaðar-
manna I húsnæðis- og skipu-
lagsmálum síðustu tvo áratugi
hefur leitt til þess, að þúsundir
nýrra íbúða og heil borgar-
hverfi standa nú auð og enginn
vill þar búa. Hugmyndin um að
deila borgum upp í svefnhverfi,
iðnaðarhverfi, verzlunarhverfi
o.s.frv. hefur beðið algert gjald-
þrot, bæði skipulagslega séð og
ekkí hvað sízt félagslega. Geti
sænskir jafnaðarmenn kennt
einhverju einu um fylgistap
sitt I síðustu kosningum er það
húsnæðispólitíkinni.
Hin „stórsnjöllu" svefnhverfi
hafa reynzt á allan hátt and-
félagleg og óeðlileg sem jarð-
vegur fyrir vaxandi æsku. Hús-
mæðurnar verða einar eftir I
þessum afgirtu einingum með
börnin, sem alast upp*án þess
að komast i minnstu snertingu
við atvinnulífið og hafa fátt
annað af föður sínum að segja,
en fá hann þreyttan heim úr
„vinnunni" á kvöldin, — orðið
vinna verður hvergi jafn
absúrd og i hugum svefnher-
bergisæskunnar. Mæðurnar
eiga enga von um aukavinnu
eða íhlaupastarf I nágrenninu,
því smáiðnaður var forboðið
fyrirbrigði við byggingu og
skipulag þessara hverfa. Mann-
lífið hefur verið staðlað til hins
ýtrasta og reglustrikan látin
ráða í einu og öllu.
Þær borgir, sem við þekkjum
úr sögunni og erlendis „sem
hinar glöðu borgir“ eru alger
andstæða stöðlunarstefnu
síðustu ára. Þar iðaði mannlífið
I öllum litum og fyrirbrigðum,
en var ekki uppstokkað eins og
mauraþúfa. Smáiðnaður,
verzlun, kaffihús, söfn o.s.frv.
voru hvert innan um annað, og
börnin ólust upp í nánari
tengslum við lífið.
Háhýsi, stórblokkir og svefn-
herbergi dagsins I dag þjóna
aðeins einni stétt: reynt er ráða
félagsráðgjafa og þjóðfélags-
fræðinga í hópum, en vandinn
verður samt ekki leystur.
Meinið liggur I skipulaginu og
húsnæði fólksins.
Það er engin tilviljun hve
börn hænast að öldruðu fólki,
og hve æskan og ellin eiga oft
margt sameiginlegt. Þetta er
eitt af fagnaðarundrum náttúr-
Framhald á bls. 35