Morgunblaðið - 23.06.1974, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 23.06.1974, Qupperneq 3
i MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JUNl 1974 3 ur verinu EFTIR EINAR SIGURÐSSON Tfðarfarið Austan og suðaustanátt var rfkjandi síðustu viku, stundum allhvasst, og kvörtuðu handfæra- bátar sáran. Hjá togbátunum kom brælan ekki að sök. Aflabrögð Eins og áður er sæmilegur afli hjá togbátunum austur f bugtum, en á heimamiðum bátanna frá Suðurnesjum hefur enginn afli verið frekar en í allt vor. Beztur afli hjá Grindavíkur- bátum var hjá Járngerði, 35 lestir, Hafbergi og Þóri, 23 lestir hjá hvorum, allt austan úr bugt- um. Til Akraness kom Sigurborg með 30 lestir og til Sandgerðis Reynir og Elliði með 25 lestir hvor. Af Þorlákshafnarbátum var Sturlaugur II. með mestan afla í troll, 20 lestir. Af Vestmannaeyjabátum er það að frétta, að þeir hafa verið að afla vel margir hverjir, til að mynda fékk Surtsey 72 lestir á 5 sólarhringum f tveimur róðrum, Danski Pétur 19 lestir og Andvari 26 lestir. Mikil ýsa er f aflanum, en sumir hafa fengið þó nokkurn þorsk. Af humarbátum kom Sætindur til Þorlákshafnar með 1700 kg af slitnum humri eftir rúma viku, og var það langmest. Algengasti humaraflinn f verstöðvunum var 600—800 kg., og þykir það mjög tregt. Rækjan hefur líka verið treg í vor, en henni er mest landað í Sandgerði, og er algengasti aflinn 600 kg og þykir rýrt. Handfæraveiðin hefur gengið heldur illa, þó hafa stærri bátarn- ir verið að fá þó nokkurn afla. Þannig kom Sjóli inn til Reykja- vfkur með 18 lestir og Arnar- bergið með 15 lestir. Minni hand- færabátar með 3 mönnum á voru að koma inn til Sandgerðis með 9 lestir eftir 2 daga. Manni kom til Keflavíkur með 17 lestir af hand- færafiski. Það, sem fæst á færin, er mest ufsi. Jón Helgason, sem sigldi með netafisk og seldi í vikunni f Þýskalandi, var með 44 lestir og fékk 50 krónur fyrir kg. Verðið er ekki svo afleitt, en aflinn var of lítill til þess að um sæmilega út- komu gæti verið að ræða. Togararnir. Togararnir hafa verið mest djúpt út af Víkurálnum og engin skip við Grænland. Afli hefur verið tregur eins og áður á heima- miðum. Engey landaði í vikunni 291 lest, Hjörleifur 140 lestum og Freyja um 70 lestum. Júpiter seldi í Þýskalandi í vik- unni 152 lestir fyrir tæpar 9 milljónir króna, meðalverð kr. 57.50 kg, sem er ágætt um þetta leyti árs, en þá eru hitarnir hættulegastir. Er grundvöllurinn fyrir loðnuveiði brostinn? Verðlagning á loðnu og síðan sala á loðnumjöli er ein sorgar- saga, ekki aðeins fyrir þær verk- smiðjur, sem nú ramba á barmi gjaldþrots, heldur og alla þjóðina. Um áramótin var loðnan verð- lögð á kr. 3,75 kg skiptaverð, fyrsta verðtfmabilið. En mest af loðnunni kom á fyrsta verðtíma- bilinu, af þvi að hún kom mánuði fyrr en búizt var við. Nokkuð hafði þá verið selt af loðnumjöli fyrirfram, um 1/4 af framleiðsl- unni eins og hún varð að lokum. Var þessi fyrsta verðákvörðun miðuð við þessar fyrirframsölur, eða $ 9,50 fyrir eggjahvftuein- inguna. Á þeim tíma, sem verðlagningin fór fram, var ómögulegt að selja fyrir þetta verð, og var þvf þessi verðlagning óraunhæf. En sér- staklega reyndist þetta örlagaríkt, af því að þetta verðlagstimabil varð miklu lengra en gert hafði verið ráð fyrir. En fyrir þetta hefði mátt bæta við síðari verð- lagningar, en áfram var sama óraunsæið á ferðinni og við verð- lagninguna áður, og hún miðuð við verð, sem ekki var hægt að ná og ekkert seldist fyrir. Og lækkun á síðasta verðinu nokkra daga í lok veiðinnar niður í kr. 2,50 kg byggðist mikið á minna lýsi, sem verður í loðnunni, er fram á kem- ur. Fram eftir öllu var streitzt á möti að viðurkenna markaðs- ástandið og að mjölið var að falla í verði, og var þar engum sérstök- um um að kenna nema þessu gamla lögmáli, að menn eru alltaf tregir til að selja með tapi, og trúa á bata. Það var alltaf haft samráð við framleiðendur af viðskipta- málaráðuneytinu um stefnuna. Það hefði verið hægt að selja eitt- hvað af mjöli fyrir gott verð um haustið og sæmilegt borið saman við það, sem sfðar verð eftir ára- mótin, þvf að Pólverjar buðu f ársbyrjun $ 7,50 fyrir eininguna fyrir fyrsta mjölið, og hefði tölu- vert mikið getað fallið undir það, ef þá hefði verið samið, þó að síðari afgreiðslur færu niður f $ 6.50 einingin eða það verð, sem endanlega var samið um við Pól- verja fyrir allt mjölið, sem þeir keyptu, þegar komið var fram á vor. Pólverjarnir keyptu þá rúman fjórðunginn af fremleiðslunni, um 18.000 lestir, og var þá gefin frjáls sala á loðnumjöli. Nokkru seinna seldust þá um 500 lestir til Vestur-Þjóðverja fyrir $ 6,00 ein- ingin. Það má segja að gefa hefði mátt söluna frjálsa fyrr, en það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. Bezt hefði verið eins og fór, að salan hefði verið frjáls alla tfð, þá hefðu ekki safnazt svona miklar birgðir, sem áttu sinn þátt f að þrúga verðið niður, og eitthvað hefði selzt fyrir gott verð um haustið og sæmilegt fyrst á árinu, eins og áður segir. Það er alltaf hættulegt á fallandi markaði að binda sig rfgfastan í eitthvert verð. Danir selja t.d. alltaf jafnóðum fyrir markaðsverð á hverjum tíma. En seinustu mistökin f sölu- máium á loðnumjöli urðu í vor, þegar Pólverjar vildu kaupa allt að 30.000 lestir, ef til vill alla framleiðsluna, fyrir $ 6,50 ein- inguna, þó að verðið, sem hráefn- ið var miðað við $ 9,50, væri 50% hærra. Það var betri hálfur skaði en allur. En skýringin á, að það var ekki gert, er sú, sem fyrr greinir, menn voru svo tregir til að viðurkenna verðfallið og selja með stórfelldu tapi. Verksmiðjurnar hafa orðið mjög misjafnt úti f þessum Hrunadansi. Sumar tapa millj- ónum, jafnvel tugum milljóna króna, en aðrar voru svo lánsamar að selja mikið fyrirfram og sleppa kannski nokkurn veginn skamm- laust. Nú eru Danir að selja fiskimjöl fyrir $ 4,20 eininguna. Miðað við algengustu viðmiðun hér, 68%, fengjust 20.000 krónur fyrir lest- ina nettó, og er það nákvæmlega aðeins fyrir vinnukostnaði, eins og hann var reiknaður í ársbyrjun við verðlagninguna á hráefninu. Það er þvf ekkert fyrir loðnuna sjálfa nema það, sem fæst út úr lýsinu, sem var reiknað með, að yrði að meðaltali 3Ví%, og gæti það gefið kr. 1.25 til kr. 1.50 fyrir kg af loðnunni upp úr sjó, miðað við lýsisverð f dag $ 500 lestin, sem er hátt, en fallandi. Með mjölverðið, sem Danirnir eru að selja fyrir, vantar bankana 5000 krónur upp á hverja lest, sem þeir hafa lánað út á mjölið, en þá er ekki tekið tillit til þess, sem fengist greitt úr Verðjöfn- unarsjóði, en hann var um ára- mótin 295 milljónir króna. En hann hossar lágt, því að tapið hjá verksmiðjunum er á annan milljarð eins og hér hefur áður verið sýnt fram á í þessum pistl- um og hefur mikið versnað sfðan. Er þá miðað við upphaflegt við- miðunarverð $ 9,50. Það skal engu spáð um þróun þessara mála, mjölverð kann að lagast, þótt útlit sé ekki gott, og lýsi kann lfka að falla verulega. Bráðabirgðaráðstafanir þær, sem nú þarf að gera, eru einkum: (1) Að breyta samþykkt Verð- jöfnunarsjóðs aftur f það, sem var í upphafi vertíðar og verðlagn- ingin var miðuð við og Verðlags- ráð er ábyrgt fyrir, og var, að verðlagstfmabilin skyldu vera tvö, en sfðar var breytt í eitt af hagkvæmnisástæðum við útreikn- inginn, en þýddi verri útkomu fyrir þá, sem verst fóru út úr verðfallinu. (2) Fella niður verðjöfnunar- gjald af lýsi. (3) Lána með hagkvæmum kjörum verksmiðjunum fé til þess að gera upp hráefnið og við bank- ana. Hér er eins og áður segir um hrein töp að ræða, og þau mikil, sem rfkisvaldið er beint eða óbeint ábyrgt fyrir. (4) Taka ekki af verksmiðj- unum gengismismun, sem mynd- ast kynni við gengisbreytingu krónunnar á birgðum í landinu, Tryggvi Ófeigsson skipstjóri og togaraútgerðarmaóur um 45 ára skeið. Hann átti um tfma meiri eða minni hlut f 8 togurum og nú sfðustu áratugina fjögur einhver myndarlegustu skip togaraflotans, sem hann gerði jafnan út af miklum myndarskap. Myndin á veggnum er af togaranum Jupiter, einu glæsilegasta skipi sfns tfma og miklu happa- og aflaskipí, sem Tryggvi var skipstjóri á f 11 ár. Sfðan Tryggvi Ófeigsson fór fyrst til sjós eru nú 60. ár. (Ljósm. Sv. Þorm.) eins og gert var við skreiðina, þegar verst gegndi hjá henni. Það er langt siðan annað eins vandamál hefur verjð til með- ferðar hjá íslenskum sjávarútvegi og ráðamönnum þjóðarinnar. Það er ekki aðeins áframhaldandi rekstur f jölda verksmiðja, heldur og útgerð loðnuflotans á næstu vertíð, sem enf veði. Japanar sækja á Innflutningur Japana á blokk til Bandarfkjanna jókst á árinu 1973 um 100% frá árinu áður, úr 41 millj. punda f 82 millj. punda. Samt jókst ekki innflutningur á blokk til USA, heldur minnkaði hann frá öðrum löndum, eins og Kanada, Noregi og Danmörku. Hins vegar jókst blokkainnflutn- ingur frá íslandi um 10%, úr 61 millj. punda í 67 millj. punda. Perú fækkar verksmiðjum Perú hefur fækkað fiskimjöls- verksmiðjum úr 105 í 78, eða um 1/6. Með verksmiðjum þessum, sem seldar hafa verið til annarra landa, fylgja 350 skip. Bretar vilja styrk til skipasmíði Stærsta togarafélag Breta, Associated Fisheries Ltd., hefur farið fram á, að styrkur til smíði togara verði aftur tekinn upp. Fé- lagið á nú 148 togara. Því er haldið fram, að rekstur skipanna verði að bera sig, annars muni það hafa alvarleg áhrif á öflun eggjahvítufæðu, sem sé mjög mik- ilvægt fyrir Breta. Norskir boða minni sókn Einn af kunnari fiskifræð- ingum Noregs heldur því fram, að nú sé mikilvægara að draga úr sókninni en að auka fiskiflotann. Það er enginn vafi á, að eftir 10 ár eða svo höfum við fullnýtt auð- lindir hafsins af sjávardýrum. FAO hefur reiknað, að höfin geti gefið jarðarbúum 80 millj. lesta af fiski árlega, en nú séu veiddar 60 millj. lesta. Þó er vit- að, að mannfjöldinn i heiminum árið 2000 þarf 100 millj. lestir af fiski árlega. Færa Norðmenn út f 200 mílur? Trandur S. Paulsen i norska sjávarútvegsráðuneytinu heldur þvi fram, að Norðmenn muni færa sína landhelgi út i 200 milur, hver svo sem niðurstaðan verður á hafréttarráðstefnunni í Caracas. Segir hann, að norskar umræður um þessi mál bendi í þessa átt. Mesta ferðaúrvalið — Beztu sumarleyfisstaðirnir og ferðirnar seljast upp! Maí 12. Costa del Sol uppselt 22. Italía — Gullna ströndin uppselt 31. Italía — Gullna ströndin uppselt Júní 1. Costa del Sol uppselt 1 5. Ítalía — Gullna ströndin 6 sæti 19. Costa del Sol uppselt 29. Costa Brava 4 sæti Júlí 2. Italía —- Gullna ströndin laus sæti 3. Costa del Sol 1 0 sæti 15. Costa del Sol laus sæti 16. Ítalía — Gullna ströndin laus sæti 1 7. Costa del Sol 1 4 sæti 24. Costa del Sol laus sæti 29. Costa del Sol laus sæti 31. Costa del Sol uppselt * 47.440, 9.860- 57.300- 27.300,- 30.000. UTSYIMARFERÐ ER SPARNAÐUR! Hvað kostar góð sumarleyfisferð til Dæmi: Ferð á eigin vegum SÓ/arlanda? Almennt flugfargjald til Malaga — Costa del Sol < kr. 1. fl. gisting I nýrri Ibúð með baði og öllum búnaði samkv. verðskrá í 14 daga kr. Samtals kr. + Samskonar Útsýnarferð kr. Sparnaður farþegans kr. ÚTSÝNARFERÐIN ER FARIN MEÐ SÖML FLUGVÉLAGERÐ — BOEING 727 — 1 FLOKKS VEITINGUM Á LEIÐINNI, SÖML GISTINGU OG AÐ OFAN GETUR, OC ALLRI ÞJÓNUSTU FARARSTJÓRA OC STARFSFÓLKS ÚTSÝNAR. MISMUNURINN KR. 30.000,- ER HAGN AÐUR FARÞEGANS. SAMBÆRILEGUR SPARNAÐUR í ÍTALÍU FERÐUM! HVAR GETIÐ ÞÉR GERT BETRI FERÐA KAUP?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.