Morgunblaðið - 23.06.1974, Page 6

Morgunblaðið - 23.06.1974, Page 6
6 MORGUfJBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JUNÍ 1974 DAG BÓK 1 dag er sunnudagurinn 23. júnf, 174. dagur ársins 1974, sem er 2. sunnudagur eftir trfnitatis. Eldrfðarmessa. Vorvertíðarlok. Ardegisflóð f Reykjavfk er kl. 08.36, sfðdegisflóð kl. 20.59. 1 Reykjavfk er sólarupprás kl. 02.55, sólariag kl. 00.04. Sólarupprás er á Akureyri kl. 01.27, sólarlag kl. 01.00. (Heimild: lslandsalmanakið). Þegar ég leiði þá heim aftur frá þjóðunum og safna þeim saman úr löndum óvina þeirra, þá skal ég auglýsa heilagleik minn á þeim f augsýn margra þjóða. (Esekfel 39. 27). Sjötugur verður á morgun, 24. júnf, Sigrfður Sigurmundsdóttir frá Fossá, Hjarðarnesiv til heimilis að Álfheimum 52, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum að heimili sínu að kvöldi afmælisdagsins. 13. áprfl gaf séra Þórir Stephen- sen saman í hjónaband Guðrúnu Magnúsdóttur og Bergþór Pálma- son. Heimili þeirra er að Aspar- felli 4, Reykjavík. (Nýja myndastofan). 6. apríl gaf séra Frank M. Halldórsson saman í hjónaband í Neskirkju Hallveigu Hilmars- dóttur og Ingimund Sigurpálsson. Heimili þeirra er að Álfaskeiði 90, Hafnarfirði. (Nýja myndast.). Sjötugur verður 25. júnf Sófus Hálfdánarson, Jaðarsbraut 5, Akranesi. Hann tekur á móti gestum í Skiphóli í Hafnarfirði milli kl. 7 og 9 þanri dag. Jóhann afhendir Kristjáni Eldjárn forseta Islands einvfgisblöðin innbundin. Ljósm. Mbl.: Sv.Þorm. Spassky ekki í náð- inni og Podgomy vill ekki einvígisblöðin JÓHANN Þ. Jónsson ritstjóri tímaritsins Skákar hefur afhent forseta íslands, Kristjáni Eldjárn, og Nixon Bandarfkjaforseta skákblöðin frá heimsmeistaraeinvíginu að gjöf. Blöðin, sem eru 23 að tölu, eru innbundin í skinnband og á kápu er grafið skjaldarmerki íslands. Einnig átti að afhenda Podgorny forseta Sovétríkjanna eitt eintak að gjöf, en Rússar hafa ekki enn þegið bókina. Fyrir hönd Nixons Bandarfkjaforseta tók bandaríski sendiherr- ann á móti bókinni og hefur henni nú verið komið til réttra aðila. Jóhann afhenti síðan Kristjáni Eldjárn forseta bókina á miðviku- daginn. Á meðan einvígi þeirra Fischers og Spasskys stóð yfir gaf Jóhann Skák út á þremur tungumálum og vakti það heimsathygli. Ekki er vitað, hvernig stendur á því, að Rússar hafa ekki þegið þessa gjöf. Helzt er talið, að Spassky sé ekki í náðinni um þessar mundir og meðan svo er, er ekki ástæða til að taka á móti bók um þann Rússa, sem vinsælastur hefur orðið á íslandi. Fyrirlestrar í Háskólanum I KRD55GÁTA Lárétt: 1. lasin 6. rá 7. hrúga saman 9. samhljóðar 10. mallar 12. róta 13. áræning 14. farartæki 15. njörva. Lóðrétt: 1. beyðast 2. takir á sprett 3. sérhljóðar 4. hljóðfæri 5. hundar 8. knæpa 9. fæðu 11. þusa 14. fluga Lausn á sfðustu krossgátu Lárétt: 2. örn 5. LR 7. UK 8. aumu 10. ni 11. skálinn 13. sú 14. alin 15. IM 16. ná 17. gil. Lóðrétt: 1. plássið 3. raulaði 4. skinnan 6. rukum 7. unnin 9. má 12. il. Heimsóknatímar sjúkrahúsanna Barnaspftali Hringsins: kl. 15—16, virka daga, kl. 15—17 laugard. og kl. 10—11.30 sunnud. Borgarspítalinn: Mánud.—föstud. kl. 18.30—19.30. Laugard. og sunnud. kl. 13.30— 14.30 og kl. 18.30—19. Endurhæfingardeild Borgar- spítalans: Deildirnar Grensási — virka daga kl. 18.30—19.30. Laug- ardaga og sunnudaga kl. 13—17. Deildin Heilsuverndarstöðinni — daglega kl. 15—16, og 18.30— 19.30. Flókadeild Kleppsspftala: Dag- lega kl. 15.30—17. Fæðingardeildin: Daglega kl. 15—16ogkl. 19—19.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Daglega kl. 15.30—16.30. Heilsuverndarstöðin: kl. 15—16 og kl. 19—19.30 daglega. Hvftabandið: kl. 19—19.30 mánud.—föstud. laugard. og sunnud. kl. 15—16 og 19—19.30. Kleppsspftalinn: Daglega kl. 15—16 og 18.30—19. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15—17 á helgum dögum. Landakotsspftali: Mánud.—laugard. , kl. 18—30—19.30. Sunnud. kl. 15—16. Heimsóknartími á barna- deild er kl. 15—16 daglega. Landspftalinn: Daglega kl. 15—16 og 19—19.30. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánu- dag—laugard. kl. 15—16 og kl. 19.30— 20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15—16.30. Vífilsstaðir: Daglega kl. 15.15—16.15 og kl. 19.30—20. Dr. Rudolf Haase prófessor við Tónlistarháskólann í Vinarborg og forstöðumaður rannsóknar- stofnunar f hreinni hljómfræði (Institut fúr harmonikale Grund- lagenforschung) heldur fyrir- lestra með tóndæmum í I. kennslustofu Háskólans í dag og þriðjudaginn 25. júní kl. 21.00. Fyrirlestrarnir fjalla um kenn- ingu Pyþakorasar um hljómalög- mál og hliðstæður þeirra á öðrum sviðum. Nefnist hin fyrri „Grund- lagen der Musik als Natur- gesetze“ hinn síðari „Die Bedeut- ung der harmonikalen Symbolik in der Antike“. Dr. Haase er fæddur f Halle 1920, hann stundaði nám við tækniháskólann í Berlín, við há- skólana í Míinster og Bonn, en 1950 fékk hann heimspekiverð- laun Bonnarháskóla og 1951 varði hann lokaritgerð sína um tón- skáldið Jóhannes Brams við háskólann f Köln. Hann starfaði sfðan sem tónlistargagnrýnandi og fyrirlesari við Kölnarútvarpið, og var um skeið skólastjóri tón- listarskólans í Wuppertal. Síðan 1963 hefur hann verið kennari við tónlistarháskólann í Vfnarborg og síðan 1967 forstöðumaður rann- sóknarstofnunar í hreinni hljóm- fræði. Hann lagði m.a. grund- völlinn að kennslu í tónlækn- ingum (Musikteraphie), en þær byggjast mjög á kenningum hans. Hingað kemur dr. Haase úr fyrirlestraferð um Þýzkaland og Danmörku, en hann hefur ferðazt vfða um heim og m.a. hlotið boð frá Karajanstofnuninni í Salz- Utankjörstaðakosning Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er að Laufásvegi 47. Símar: 26627, 22489, 17807, 26404. Sjálfstæðisfólk! Vinsamlega látið skrifstofuna vita um alla kjósendur, sem verða ekki heima á kjördegi. Utankjörstaðakosning fer fram í Hafnarbúðum alla virka daga kl. 10—12, 14—18 og 20—22. Sunnu- daga kl. 14—18. ást er . . . ...að kyssa hana, þótt þú eigir á hættu að smitast af kvefi. fBRIPGE ~~\ Hér fer á eftir spil frá bridge- keppni, sem fram fór f Danmörku nýlega. Norður S. A-G-8 H K-G-2 T A-K-4-3 L G-10-5 Vestur S 9-7-6-5-4-3-2 H 9 TG-9 L 9-8-3 Austur S K-10 H D-10-8-3 T 8-7-6-5 L A-D-4 Suður S D H A-7-6-5-4 T D-10-2 L K-7-6-2 Suður var sagnhafi f 4 hjörtum og vestur lét út laufa 8. Sagnhafi drap f borði með tfunni, austur drap með ás, lét út tfgul. sagnhafi drap með drottningu og vestur lét nfuna. Sagnhafi lét út hjarta 4, drap f borði með gosa, austur drap með drottningu og lét aftur tfgul. Sagnhafi drap f borði með ási, en þar sem gosinn kom f hjá vestri þá voru 4 slagir vfsir á lauf. Nú tók sagnhafi hjarta kóng og kom þá f Ijós, að sagnhafi verður að gefa einn slag til viðbótar á tromp, og varð hann þvf að gera einhverjar ráðstafanir. Næst lét sagnhafi út tfgul, drap heima með tfunni, lét síðan út spaða drottningu, drap f borði með ás, tók tfgul kóng og kastaði laufi heima. Nú lét sagnhafi út spaða, trompaði heima, tók hjarta ás og lét sfðan aftur hjarta. Austur drap og varð nú að láta út lauf frá drottningunni, þannig að sagnhafi fær 2 sfð- ustu slagina á kónginn heima og gosann f borði. burg til fyrirlestra. Hann hefur gefið út yfir hundrað vísindarit- gerðir, þar af bækur um „Harmonik" og um stærðfræð- inginn og náttúrufræðinginn Kepler, en honum var boðið að flytja opnunarfyrirlestur þegar minnzt var 400. fæðingardags hans á sfðasta ári. Fyrirlestrar dr. Rudolfs Haase verða á þýzku, en íslenzkt ágrip þeirra fjölritað verður afhent áheyrendum. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.