Morgunblaðið - 23.06.1974, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JUNÍ 1974
Viðhorf poppara austanflalls enn í brennidepli:
Ómar Þ. Halldórz^nRÚSSneSkart
umræðum um starf og DrÚllÍr
aðstoðu popp ## •'í
hljómsveita úti á landi og moguleiRar
lilj omlistarmanna
^ ÞEGAR forráðamenn SlagsíSunn-
arorSuðu það viS mig á dögunum að
ég skrifa8i grein um möguleika
popphljómlistarmanna úti á lands-
byggSinni jafnframt því að ræSa
möguleika þeirra á breiðari grund-
velli, setti mig hljóðan Ifkt og mann
sem skrifa þarf minningargrein. Mér
þótti að það væri að færast of mikið I
fang fyrír einn mann að lýsa skoðun-
um sfnum á þeim I heilli blaðagrein.
Ég tók þvf þann kost með samþykki
Slagslðunnar að bjóða forsvars-
mönnum þeirra tveggja popphljóm-
sveita sem starfandi eru austan fjalls
til einskonar hringborðsumræðna
um þetta mál. Hringborð höfðu þeir
að vísu ekki, en ferhyrnt sófaborð
reyndist engin hindrun til umræðna.
Frá hljómsveitinni Mánum var mætt-
ur Guðmundur Benediktsson píanó-
og synthesizerieikarí. en gegnt hon-
um settist Þórður Þorkellsson gitar-
leikari hljómsveitarinnar Orkideu.
Svo kveikti ég á segulbandstækinu
og kaffivélinni (því til stóð að þeir
fengju kaffi). Þeir litu kaffivélina
hýru auga en kölluðu segulbandið
óþverratæki, sem hindraði eðlilegar
umræður. Eftir nokkra bið fór að
liðkast um málbeinin og útkoman
litur sem sagt svona út og fer hér á
efti r.
Hverjir eru möguleikar islenzkra
popp-hljómlistarmanna, Geta þeir
gert þá hluti sem þeir vilja?
Guðmundur: Grundvöll fyrir dans-
hljómsveit með eingöngu frumsamið
e/ni tel ég engan, ef þú átt víð það
Daemin hafa sannað það svo ótvlrætt
Þórður: Þar áttu við fjárhagsgrund-
völl. Þaðer bara spurning um hvort líta
á á hljómlist sem atvinnu eða listsköp-
un. Það er allt hægt sé viljinn fyrir
hendi Beethoven var t d einn af þeim
fyrstu sem samdi verk sín óháður öllu
peningasjónarmiði
G: Það gekk nú misjafnlega hjá
honum
Þ: Já, en hann hugsaði ekki um
fjárhaginn, hann gerði það sem hann
vildi sjálfur
G: Schubert var til dæmis bláfátæk-
ur alla æfi. Og lengi fram eftir urðu
slikír menn að vinna annað með þvl,
og verða raunar enn.
Þ: fslenzk popphljómlist er ákaflega
léleg miðað við erlenda og er aðallega
fólksfaeðinni um að kenna Hljómsveit-
ir keppast meira við að undirbjóða hver
aðra heldur en að ná betri árangri.
Jafnvel þótt komi upp góð hljómsveit
þá hefur hún ekki við neitt að keppa
Takmarkið er svo lágt hér á íslandi.
Nú er hljómsveitin Orkidea með
mest megnis frumsamið efni og leik-
ur ekki á dansleikjum. Þið hafið þvl
ekki þennan svo kallaða fjárhags-
grundvöll. Hvað fær ykkur til að
leika þess háttar mússik?
Þ: Þetta er bara tómstundaiðja.
Vissulega reynum við að gera okkar
bezta og einskorðum okkur að mestu
við frumsamið efni. Spilum að vísu
innan um eitt og eitt erlent lag til að
víkka sjónhringinn. Að spila frumsam-
ið efni er ákaflega þroskandi og lær-
dómsrlkt og við metum það ofar þvl að
spila drykkjutónlist. Eins og ég segi,
þetta er bara fyrir okkur sjálfa. En hafi
einhverjir fleiri ánægju af tónlist okkar
er það auðvitað ánægjulegt fyrir okkur.
Við gætum að sjálfsögðu farið að spila
erlend lög og byggja upp á þeim
dansprógram, ef við hefðum einhverja
ánægju af því. Við höfum bara mjög
takmarkaða ánægju af því að spila
erlend lög, svo ég hugsa að við förum
aldrei þá leið. Markmiðið hjá okkur er
ekki bara að skapa góða hljómsveit
heldur llka það að skapa góða einstakl-
inga
G: Það er sjáfsagt að menn geri það
sem þeir vilja. Ef þið I Orkideu viljið
spila frumsamin lög og setjið þennan
ónóga fjárhagsgrundvöll ekki fyrir ykk-
ur, finnst mér sjálfsagt, að þið gerið
það Það er að vísu ekki vlst, hve lengi
þið endist til þess. Þið þurfið ykkar
hljóðfæri eins og aðrir og það er stór
gjaldaliður ef innkoman er engin.
Þ: Ég held, að svo lengi sem við
verðum allir hér á staðnum munum við
halda áfram á þessari braut Engin
okkar hefur áhuga á danshúsamússlk-
inni og við setjum hljóðfærakostnað
ekki fyrir okkur.
Nú er enginn ykkar fjölskyldumað-
ur. Hvað heldurðu að væntanlegar
eiginkonur ykkar segi við þessu sjón-
armiði?
Þ: Þvl get ég náttúrulega ekki svar-
að. Planóleikarar, sem leika klassik,
verða að taka mikið frá heimilisllfi sínu.
Mikinn tíma, — og tími er jú peningar.
Teljið þið mögulegt að hafa áhrif á
tónlistarsmekk fólks I þá átt að gera
það opnara fyrir flókinni popptónlist
eða þeirri tegund popphljómlistar
sem menn hafa sjálfir áhuga á að
spila?
0 Þóróur: „Byggja þarf klúbba upp sem vfðast um landið, þar sem
ábugafólk um þróaða popptónlist kæmi saman og hlustaði á góðar
hljómsveitir.“
Þ: Já, hiklaust. Hins vegar verður
hljómsveit, sem ætlar að spila erfiða
mússik sem lltill fjárhagslegur grund-
völlur er fyrir að leggja glfurlega á sig,
fórna bæði tíma og peningum. Ég tel,
að sllk hljómsveit verði að hafa ein-
hvern fjárhagslegan grundvöll. Þó ekki
sé nema eitthvað upp I hljóðfæra-
kostnað Ég held, að það sé bezt leyst
með auknu hljómleikahaldi og að
byggja upp klúbba sem víðast um
landið, þar sem áhugafólk um þróaða
popphljómlist kæmi saman og hlustaði
á góðar hljómsveitir. Ég held, að áhug-
inn myndi aukast bæði hjá hlustendum
og hljómlistarmönnum.
G: Þar kemur llka til vilji forráða-
manna húsanna sem leigja þyrfti. Það
kostar töluvert að leigja sllk samkomu-
hús. Fjárhagshliðin er ekki endilega
mesta vandamálið. Ætli hljómsveit að
gera stóra hluti, gefa út vandaða plötu
með frumsömdu efni, eða eitthvað
hliðstætt, þarf töluverðan tíma. Við t.d.
höfum mjög takmarkaðan tlma til
æfinga. Með þv! að vinna frá 7 á
morgnana til 7 á kvöldin og vera svo
dauðþreyttur við að æfa er ekki hægt
að búast við neinu stórkostlegu. Eigi
Islenzk popphljómlist að standast er-
lendar kröfur, verður að vera um
hreina atvinnumennsku að ræða. Um
smekkbæturnar er það mln skoðun, að
fyrir því séu möguleikar. Sem hljóm-
listarmanni I danshljómsveit finnst
mér, að inn I þetta dansprógram sem
dansleikirnir byggjast á megi skjóta
t. d. tveim hálftlma syrpum með frum-
sömdu efni. Það gæti aukið aðsókn
þeirra sem vilja frumsamið efni og þeir
eiga llka rétt á að fá sinn skammt eins
og hinir. Reynslan skæri svo úr um
framhaldið. Þetta er bara ein af
hugsanlegum leiðum. Það er bezt að
sem flestar leiðir séu notfærðar til að
þetta takist.
— Nú tóku Mánar upp á þvl fyrir
u. þ.b. þrem árum að taka flóknari
lög. m.a. frá Jethro Tull, og gera þau
sjálfir vinsæl hjá danshúsagestum,
án þess að vinsæfdalistar eða útvarp
kæmi þar nærri. Telurðu ekki grund-
völl fyrir slfku f dag?
G: Jú, kannske. Þessi Jethro Tull lög
voru þó það sérstök, að þau eru varla
nógu heppileg viðmiðun. Mér finnst
ekkert svo áberandi sérstakt að gerast I
poppinu I dag. Menn eru meira leit-
andi.
Þ: Það hljóta að vera ótal leiðir til
bóta.
G: Plötuútgáfa er t.d. möguleiki I þá
átt að bæta aðstöðu popphljómlistar-
innar hér. Jafnvel þó markaðurinn
megi teljast of lltill til að bera plötuút-
gáfu uppi, sérstaklega vegna ófullkom-
ins tækjabúnaðar hér á landi og gifur-
legs aukakostnaðar vegna utanferða
vilji menn gera eitthvað gott. Það eru
llkur á, að gjöldin yrðu meiri en inn-
koman ef taka ætti upp plötu við
fullkomnar aðstæður úti. Það þykir
mjög góð sala, seljist plata I tvö til þrjú
þúsund eintökum. Úti þykir lélegt séu
tölurnar ekki I hundruðum þúsunda
Það er heldur ekki allt sagt með þvi að
taka upp úti. Timinn er svo naumt
skammtaður, að þessu fylgir glfurlegt
stress og útkoman oft allt önnur en til
var ætlazt.
Ein leiðin er sjónvarpið en ástæðan
fyrir fábreytilegu innlendu tónlistarefni
er sennilega sú að sjónvarpið borgar
svo vel að það gæti ekki staðið undir
miklu af þvíliku efni. Að mínu mati
borgar það hljómlistarmönnum allt of
vel.
Þ: Það myndu flestir vilja fórna tölu-
verðu af sínu kaupi til að fá betri
upptökur og vandaðri þætti. Margir
myndu hreinlega vilja gefa vinnuna til
að fá tækifæri til að koma efni sínu á
framfæri.
G: Mér liggur við að segja að kaupið
sé svlvirðilega hátt þvl að það kemur I
veg fyrir að áhorfendur fái séð og heyrt
hvað hljómlistarmenn geta boðið upp
á.
— TeljiS þið tillegg útvarpsins til
popptónlistar; þætti eins og 10 á
toppnum, lög unga fólksins og fleiri
óskalagaþætti draga úr áhuga fólks
á þróaSri popphljómlist?
Þ: Þeir sýna bara smekk svo þröngs
hóps. Ef eldri hópur unglinga legði sig
niður við að senda atkvæði I 10 á
toppnum myndi þátturinn vafalaust
breytast töluvert. 10 á toppnum sýnir
þvl engan raunhæfan vinsældalista
sem sllkan.
G: Það er heldur engin ástæða til að
fordæma það, þótt börn á fermingar-
aldri hlusti á léttari hljómlist heldur en
hinir eldri. Það byrjar enginn á þvl að
hlusta á neina háþróaða hljómlist. 10 á
toppnum sýnir þó það, að menn kunna
að velja og hafna sem er ekki svo
litilsvert.
Þ: Ég held að þegar fólk er komið
yfir tvltugt sé tónlistaráhuginn annað
hvort svo til dottinn úr þvl eða það eigi
sín hljómflutningstæki og hlusti gegn-
um þau á þá tónlist sem það vill heyra.
Útvarpið skiptir það engu máli, þvi að
þvl fólki finnst það ekkert hafa til
útvarpsins að sækja.
Nú hef ég orðið var við óánægju
hjá ýmsum danshúsagestum Mána
(aldurinn 18—20 ára og upp úr).
Þeim finnst vanta inn I prógram
ykkar flóknari lög. Viljið þið ekki
spila slfkt eða teljið þið það spilla
vinsældum ykkar?
G: Ástæðan er sú, að við töldum
þessi léttu lög gera okkur auðveldara
að ná til okkar þeim fasta hóp, sem
sækir dansleiki jafnframt þvl, að eftir
að við byrjuðum aftur I haust var það
okkur kappsmál að koma fljótlega upp
sæmilega stóru prógrammi. Það er alls
ekki stefnan að vera með svona lög
eingöngu I framtiðinni. Við ætlum
smátt og smátt að víkka sviðið og ég
tek það fram að vinsældalistalög eru I
minnihluta I prógramminu. Flest þessi
lög, t.d það sem við spiluðum á popp-
hátlðinni I Selfossbíó um páskana og
þú hefur reyndar gagnrýnt á Slagsíð-
unni, Ómar, eru ekki samkvæmt okkar
smekk. Ég er alls ekki að gera litið úr
vinsældalistatónlist þvi öll tónlist á rétt
á sér. Það er aðeins smekksatriði, hvað
er gott og hvað er vont. Ég vil bara
taka það fram, að við vorum fengnir á
þessa popphátíð með mjög stuttum
fyrirvara og vorum þar alls ekki að
túlka okkar eigin tónlistarsmekk. Kæmi
til að við yrðum beðnir aftur, þá með
góðum fyrirvara, að spila á slíkri hátlð,
myndum við vafalaust koma fram með
annars konar efni.
Hafa Islenzkir hljómlistarmenn og
hljómsveitir möguleika á að ná
frama erlendis? Hafið þið I hyggju að
reyna sllkt?
G: Margir hverjir gætu sjálfsagt náð
langt. Þórir Baldursson virðist gera það
gott úti. Eins Pétur Östlund og Árni
Egilsson. En eins og ég segi; menn
verða þá að geta helgað sig þessu
eingöngu ef þeir eiga að verða sam-
keppnisfærir við erlenda atvinnuhljóm-
listarmenn. Hljómleikaferð Mána um
Bandarikin verður llklega ekki farin á
þessu ári. (hlátur)
Þ: Það gæti komið til greina að leita
eitthvað út fyrir, ef við næðum það
langt, að við teldum okkur færa til
þess. Það færi lika eftir svo mörgu,
möguleikum og samningum, þegar þar
að kæmi. Við höfum ekkert rætt það til
þessa en það gæti komið til greina. Við
teljum okkur á svo algjöru frumstigi
ennþá miðað við þann standard.
Nú heyrist mér á ykkur að þið
séuð ekki bjartsýnir á frama ísl.
popphljómlistarmanna erlendis.
Hvers vegna þá að nota enska texta
á plötur fyrir fsl. markað?
Þ: Til að gera lag vinsælt hér á
(slandi þarf helzt enskan texta og mér
0 Guðmundur: „Skjóta syrpum
með frumsömdu efni inn f dans-
leikjaprógrammið."
finnst líka alltaf annar blær yfir lagi
með Islenzkum texta, leiðinlegri blær,
ef mússikin á bak við er flókin.
G: Ég sé ekki, að það rýri neitt gildi
platna þó textarnir séu Islenzkir. Segj-
um t.d. doublealbúm Óðmanna.
Þ: Umbótatexti getur dregið vin-
sældir lags niður. fslenzkir textar eru
oftast mjög illa gerðir og draga úr
áhuga manns á þeim, þó með góðum
undantekningum sbr. plötur Óð-
manna.
G: Öll vinsældalistatónlist er með
ákaflega léttum og oft ómerkilegum
textum. Sér I lagi þó ensku textarnir.
Þ: Það er llka nauðsynlegt ef á að
setja plötu á enskan markað, að á
henni séu léttmeltir enskir textsr
G: Það eru harla litlar llkur fyrir þvl,
að íslenzk plata nái vinsældum úti.
nema hún hafi á bak við sig mjög
fjársterkan útgefanda.
Óðmannaalbúmið vakti hrifningu
að mig minnir f sænska útvarpinu
þrátt fyrir sína fslenzku texta. Eigi að
vinna markað á Norðurlöndum, er þá
nokkur ástæða fyrir enskum textum?
G: Nei. Islenzka og enska eru bæði
erlend tungumál I Skandinávfu og
hlustendum þar má á sama standa
hvort málið er notað. Enskir textar á
Islenzkum plötum eru líka oft svoddan
hrákasmið að þeir eru lltt skiljanlegir
enskumælandi fólki, jafnvel þó fslend-
ingar þykjist skilja þá Mér finnst að
Islenzkir hljómlistarmenn ættu að nota
meira Islenzka texta, sem hæfa best
þeim markaði, sem þeir hafa, en hafa
heldur enska texta, ef þeir gera
eitthvað raunhæft til að koma sér
áfram úti.
Hvað með möguleika f Reykjavfk
hjá hljómsveitum utan af landi?
Þ: Fyrir utan það, að ýmsar popp-
flgúrur, ef má orða það svo, eiga að
mestu markaðinn I Reykjavik, tel ég,
að óþekktar hljómsveitir utan af landi
hafi svipaða möguleika þar og óþekkt-
ar hljómsveitir úr bænum
G: Ef þær koma sér upp frambæri-
legu prógrammi held ég, að möguleik-
ar séu fyrir þvi. Hljómsveit með ein-
göngu frumsamið efni hefði kannske
örlltið meiri möguleika I Reykjavlk
heldur en úti á landi, en til að ná
einhverjum vinsældum yrði hún þá að
vera með afburðagott prógramm.
Eitthvað að lokum?
Þ: Bara bless.
G: Sem lokaorð get ég sagt þetta: að
I augnablikinu á ég mér enga ósk
heitari en að Lenóld Brévsnéff snyrti á
sér augabrúnirnar