Morgunblaðið - 23.06.1974, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JUNÍ 1974
15
2/3 hlutar þjóða heims á haf-
réttarráðstefnunni fylgi 200
mílna efnahagslögsögu, og þótt
útfærsla í 50 mílur sé góðra
gjalda verð, er ekkert annað á
dagskrá en 200 mflur nú og skil-
yrði fyrir útfærslu í 200 mílur eru
því betri nú en voru fyrir 50
mílna útfærslu fyrir 2 árum.
Breyting á
kjördæmaskipun?
— Það hafa komið fram raddir
um, að nauðsynlegt sé að endur-
skoða núverandi kjördæmaskip-
un. Er Sjálfstæðisflokkurinn
þeirrar skoðunar?
— Ég tel nauðsynlegt að taka
kjördæmaskipunina svo og kosn-
ingalögin til endurskoðunar með
það fyrir augum að tryggja virkt
lýðræði. Það er að vísu varasamt
að breyta stjórnarskránni með
stuttu millibili að þessu leyti. Og
æskilegt væri, að slíkar breyt-
ingar ættu sér stað samfara ráð-
gerðri endurskoðun stjórnar-
skrárinnar almennt, sem áratug-
um saman hefur verið á dagskrá.
En svo brýn nauðsyn kann að
reynast á endurskoðun kosninga-
laga og kjördæmaskipun, að það
verði ekki unnt að bíða þess.
Við slíka breytingu á kjör-
dæmaskipun verður einkum að
gæta þess, að fulltrúatala mis-
munandi stjórnmálastefna á Al-
þingi sé rétt spegilmynd af skoð-
unum kjósenda í landinu og að
kjósandinn hafi ekki eingöngu
val á þeim stjórnmálaflokki, sem
hann kýs, heldur hafi hann bein
ráð á þvf, hverjir veljist til fram-
boðs og framkvæmdar þeirrar
stefnu.
Hætta á nýrri
vinstri stjórn?
— Á þessu stigi verður ekki
spáð um úrslit kosninga og þ. á m.
ekki, hvort vinstri flokkarnir
muni standa við það, sem ýmsir
málsvarar þeirra hafa haldið
fram að mynda vinstri stjórn, ef
þeir fá sameiginlega meirihluta.
Það er nauðsynlegt, að lands-
menn útiloki ekki þann mögu-
leika, að ný vinstri stjórn verði
mynduð, þótt allir vinstri flokk-
arnir hafi klofnað og séu með
mismunandi hætti sjálfum sér
sundurþykkir. Þessir menn hafa
hlaupið á milli flokka og stofnað
nýja, einungis í þeim tilgangi að
firra sig ábyrgð af hörmulegum
ferli vinstri stjórnar, sem tók við
góðu búi og bjó við eitt mesta
góðæri í manna minnum en skilar
af sér „hættuástandi", svo að orð
efnahagssérfræðings ríkisstjórn-
ar sé notað. Þetta háttalag er þvl
til þess fallið að blekkja kjós-
endur, og það er allt eins víst, að
vinstri flokksbrotin skríði saman
I nýja vinstri stjórn eftir kosn-
ingar, ef kjósendur taka ekki af
skarið.
— Telur þú raunhæfan mögu-
leika á þvf, að Sjálfstæðisflokkur-
inn geti fengið meirihluta í þess-
um kosningum?
— Sjálfstæðisflokkurinn fékk
50,5% atkvæða í 19 kaupstöðum
landsins og fjórum stærstu kaup-
túnum í byggðakosningunum.
Það er e.t.v. of mikil bjartsýni að
ætla, að við höldum svo háu hlut-
falli á landinu öllu í alþingiskosn-
ingum, en jafnvel þótt svo yrði, þá
er kjördæmaskipunin og kosn-
ingalögin svo gölluð, að ólfklegt
yrði, að við fengjum meirihluta á
Alþingi.
í sfðustu kosningum fékk Sjálf-
stæðisflokkurinn 36,2% atkvæða
og þvf getur fyrr verið um stór-
sigur að ræða, þótt við náum ekki
meirihluta atkvæða að þessu
sinni. Vissulega er það íhugunar-
efni fyrir landsmenn, sem reynt
hafa alla möguleika á samsetn-
ingu samsteypustjórna eða stjórn-
um fleiri flokka að gefa einum
flokki meirihlutavald og leggja í
hans hendur þá ábyrgð sem því
fylgir, en dæma hann síðan af
verkunum. En þótt þessu tak-
marki verði ekki náð í þessum
kosningum, getur aðeins afger-
andi og ákveðinn sigur Sjálf-
stæðisflokksins komið í veg fyrir
myndun nýrrar vinstri stjórnar,
þar sem nægilega margir þing-
menn annarra flokka mundu þá
I ) ' Í I )/ Í;H Bbnt ll 15I3E1
væntanlega taka tillit til slfks
ótvfræðs dóms kjósenda og neita
að leggja upp í nýtt vinstri stjórn-
ar ævintýri.
Eigum samleið
í landsmálum
— Hvað viltu segja um horfur f
kosningunum?
— Við sjálfstæðismenn erum
bjartsýnir um úrslitin ekki sfzt f
kjölfar árangurs þess, er við
náðum í byggðakosningunum. Við
megum þó ekki láta þá bjartsýni
verða til þess, að við liggjum á liði
okkar, heldur verðum við að efla
okkur til enn meiri átaka fyrir
alþingiskosningarnar. Það er
ljóst, að Sjálfstæðisflokkurinn
hlaut fylgi margra kjósenda, sem
áður hafa kosið aðra flokka. Ef
það er rétt, sem ég tel, að þessir
kjósendur telji sig eiga samleið
með Sjálfstæðisflokknum til þess
að tryggja byggðarlögum sínum
samhenta og styrka stjórn um leið
og þeir lýstu vantrausti á
stjórnarstefnunni í landsmálum
og vildu tryggja öryggi Iandsins
út á við, þá er ekki síður ástæða
til þess í alþingiskosningum að
tryggja styrka samhenta lands-
stjórn og árétta f alþingiskosn-
ingum vilja sinn til þess að
tryggja öryggi landsins og koma á
jafnvægi í efnahagsmálum þjóð-
arinnar.
St.G.
Karlmannaföt
kr. 4300 og 5990.
Terylenebuxur, allar stærðir. kr. 2090 oq
2365.
Nýkomnar skyrtur, nærföt, sokkar, úlpuro.fl.
Mjög lágt verð.
Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250.
Til sölu vegna
flutnings
útskorinn antikstóll. 3 útskornir stólar, bólstraðir. 1 útskorið borð með
flísum, þarfnast viðgerðar.
Útskorin Ijósakróna 8 álmu. Nokkur málverk. 2 bólstraðir stólar o.f.l.
Uppl. i sima 37633 og 1 8250.
Frá
Hjúkrunarskóla
Islands.
Nýir nemendur hefja nám 16. sept. Umsóknir
um skólavist þurfa að berast fyrir 1. júlí.
Viðtalstími skólastjóra fellur niður frá 5. júlí til
1 9. ágúst.
GUÐfHUNDUR GARÐAR5SON
oq PÉTUR 5IGURÐ550N
boða til fundar um
KJARA og
ATVINNUMÁL
i ÁPr
Guðmundur H. Garðarsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og
Pétur Sigurðsson, ritari Sjómannafélags Reykjavíkur, frambjóðendur
Sjólfstæðisflokksins í hönd farandi Alþingiskosningum, boða til fundar með
stuðningsmönnum D-listans í launþegasamtökum.
Fundurinn verður haldinn í Átthagasal Hótel
Sögu, þriðjudaginn 25. júní kl. 20.30.
Fundarstjóri ó fundinum verður: Hilmar Guðlaugsson,
formaður Múrarasambands íslands.
J'( 1 o ) i
>« uUb
117 1» /;> f n\ j > i \) \ >. p
)Mi> 1 HV2HH
'i‘( * sv )•;. í r.r
TÍ ^.oM)|
l > g-i'Kf