Morgunblaðið - 23.06.1974, Side 16

Morgunblaðið - 23.06.1974, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JUNÍ 1974 Lítið réttlæti í því að loka öndvegismyndlistarverk inni í þröngum híbýlum Samtal við frú Bjarnveigu Bjarnadóttur Árið 1963 gaf frú Bjarnveig Bjarnadóttir og synir hennar, Loftur og Bjarni Markús Jóhannessynir, Árnessýslu dýrmætt málverkasafn, sem nú hefur verið komið fyrir í stórum sal f glæsilegum húsakynnum á Selfossi. 1 safninu eru yfir 40 málverk eftir 17 listmálara. Þeir eru: Ásgrfmur Jónsson, Eirfkur Smith, Finnur Jónsson, Gunn- laugur Blöndal, Gunnlaugur Ó. Scheving, Gunnar S. Magnússon, Hörður Ágústsson, Jóhann Briem, Jóhannes S. Kjarval, Jón Engilberts, Jón Jónsson, bróðir Ásgrfms, Jón Stefánsson, Jón Þorleifsson, Snorri Árinbjarnar, Sverrir Haraldsson, Veturliði Gunnarsson og Þorvaldur Skúla- son. 1 tilefni af því, hve veglega nú hefur verið búið að safninu, hitti blaðið frú Bjarnveigu að máli, og fer samtalið hér á eftir. — Furðuhljótt hefur verið um þetta merkilega myndlistarsafn sem þér og synir yðar gáfuð Árnessýslu árið 1963, hvað veldur því? — Já, ýmsir hafa ekkert um það vitað, og lítið sem ekkert verið gert til þess að kynna það almenningi. T.d. hafa þeir, sem ráðnir eru til þess að sjá um myndlistarþætti útvarps og sjón- sterku litaflúri. En mynd Jóns lætur þessi tvö mögnuðu verk ekki skyggja á sig — hún stendur fyrir sínu. — En hvað kom til að þér ákváðuð að gefa Árnessýslu málverkasafn yðar? — Ég á ættir að rekja til Árnesinga og Skaftfellinga, og þykir mér heiður að. Móðir mín var Guðlaug Hannesdóttir frá Skipum í Stokkseyrarhreppi, en hún og Ásgrímur Jónsson voru systrabörn. Voru henni heima- slóðirnar afar kærar eins og Ásgrími. Ég hugleiddi það stundum með sjálfri mér, að lyftistöng gæti það orðið fyrir landsbyggðina, og þroskaauki, ef góð listasöfn yrðu þar. Og í raun og veru væri lítið réttlæti í því að loka öndvegis myndlistarverk inni í þröngum híbýlum í stað þess að kynna þau almenningi. Og svo var annað sem hvíldi á mér eins og mara. Ég bý í gömlu skrælþurru timburhúsi, sem gæti fuðrað upp á nokkrum mínútum, ef eldur yrði laus. Ef slíkt hefði komið fyrir meðan myndirnar voru á heimili mínu hefði ég vart getað afborið það. Var það því að sumu leyti léttir fyrir mig, þegar myndirnar hurfu af heimilinu. — En var ekki tómlegt á heimili Stærri myndin. Frú Bjarnveig Bjarna- dóttir á heiniili sínu. Blómamyndin er eftir Þorvald Skúlason. Minni myndin. Hluti af sýningarsaln- um þar sem málverka- safnið er til húsa. varps, mér vitanlega, aldrei orðað safnið f kynningarþáttum sfnum um myndlist. Þó er þetta fyrsta málverkasafnið utan Reykjavíkur, og ætti ekki síður að kynna það en söfn og sýningar í höfuðborginni. Að mfnu áliti eru í safninu úrvals verk margra okkar kunnustu málara, og eru þetta myndir sem komið hafa í heimili mitt á 35 ára tfmabili, og sumar þeirra því orðnar nokkuð gamlar. En nú stendur þetta vonandi til bóta. Föstudaginn 14. júní s.l. var mjög ánægjulegur fyrir mig og syni mína. Þá var hið nýja lista- safnshús Árnessýslu á Selfossi vfgt, og með opnun þess hófst landnámshátfð sýslunnar. Málverkunum er veitt þar verðugt og gott rúm, en áður var myndunum komið fyrir í bráða- birgða-húsnæði sem tekið var af byggðasafnssalnum f eldra lista- safnshúsinu. Finnst mér, að nú sjái ég-myndirnar í fyrsta sinni í réttu ljósi, en þær njóta sín prýðilega í nýja salnum. Og þakka ég það í og með upphengingu myndanna, en hana annaðist Hjörleifur Sigurðsson, listmálari, og aðstoðarmaður hans, Stefán Halldórsson kennari. Hjörleifur er smekkvís og fer ekki troðnar slóðir, hengir t.d. upp hlið við hlið stórt olíumálverk í sterkum litum og þjóðsagnateikningu. Og í salnum er ljósmikil vatnslita- mynd eftir Jón bróðir Ásgríms, sem valinn var staður milli tveggja stórra olíumálverka eftir Jón Engilberts, önnur þeirra í yðar, þegar listaverkin voru horfin? — Auðvitað var tómlegt. En veggteppi, sem móðir mín saumaði á síðustu æviárum sínum bætti tómleikann að nokkru leyti upp. Hún hafði mikið yndi af hannyrðum, og næmt auga fyrir litavali. Og enn átti ég blóma- mynd eftir Þorvald Skúlason og litla olíumynd eftir Jón sál. Þorleifsson, sem prýða heimili mitt. Og eiginmaður minn, Snorri Sigfússon, eignaðist afar fallega vatnslitamynd eftir Ásgrím, sem norðlenzkir kennarar gáfu honum á sjötugs afmælinu. Hún er auðvitað á heiðursstað á heimili okkar. Veggirnir eru því ekki alveg auðir. — Þér hafið snemma fengið áhuga á myndlist? — Ég hefi haft áhuga á mynd- list síðan ég var ung stúlka. Og þegar ég fór að fara í sumarleyfi að Húsafelli, en þar hafa búið og búa enn vinir mínir, kynntist ég ýmsum málurum þar, en Húsa- fells-landslagið var ýmsum þeirra kært viðfangsefni, ekki sízt Ásgrími. Og í raun og veru þekkti ég þennan frænda minn ekkert, áður en leiðir mínar lágu að Húsa- felli, en þar kynntist ég Asgrimi vel, bæði list hans og skapferli. Og svo fór, að ég fékk ákafa löngun til þess að eignast góð málverk — varð með tfmanum hálfgerð ástríða. En það kostaði peninga að eignast góðar myndir, þó ekki mikla hér áður fyrr, en ég lítt fjáð. Datt mér þá í hug sú leið að leggja fyrir á hverjum degi andvirði eins sígarettupakka 1 sérstákan málverkasjóð. Ég hefi hvorki neytt víns né tóbaks, og mér ætíð þótt mjög óhyggilegt þegar fólk er að „brenna" peninga og skaða heilsuna með tóbaksreykingum. Þetta ráð mitt dugði furðu vel. Ég gat keypt mynd öðru hverju, en þá var verðið venjulega f hundruðum en ekki þúsundum. Mig minnir að þá hafi Ásgrimur selt stærstu vatns- litamyndir sínar á nokkur hundruð krónur. Ég hefi sagt ýmsum þeim frá þessu ráði mínu, sem hug hafa á að eignast málverk, en fundist að efnin leyfðu ekki slíkt, ekki sízt þeim sem reykja. Og ung hjón, mér nákomin, hafa farið inn á sömu sparnaðar-braut og ég á sinni tfð. Þau vinna bæði, og leggja í baukinn sinn daglega andvirði tveggja sígarettupakka. Upphæðin nú verður um 6 þúsund krónur á mánuði, 72 þúsund á ári. Á tveim árum með vöxtum um 150 þúsund krónur. Nú prýða heimili þeirra fallegar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.