Morgunblaðið - 23.06.1974, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JUNl 1974
Mallorca
Nákvæm landakort af Mallorca, Palma, meginlandi Spánar o.fl. Upp-
lýsingar um skemmtistaði. hótel, verzlanir og annað, sem nauðsynlegt
er fyrir ferðafólk. Sparar dýrmætan tíma, fé og fyrirhöfn. Njótið
sumarleyfisins betur.
Ókeypis upplýsingar.
ALVIS M236, box 1 322, Rvk.
HJÓLHÝSAEIGENDUR!
Þetta er lausnin.
Baksýnisspegill sem
settur er á og tekinn
af á svipstundu.
G.T.
HF.#
Ármúla 22.
Sími — 37140.
Hestamót —
Sunnlendingar
Hestamót Geysis á Rangárbökkum verður hald-
ið 6. og 7. júlíri.k.
Til skemmtunar: Góðhestasýning í A og B
flokki.
Unghrossasýning, kappreiðar.
1 500 metra brokk, 1. verðlaun 4000 kr.
250 metra stökk 1 . verðlaun 4000 kr.
350 metra stökk 1 . verðlaun 6000 kr.
800 metra 1. verðiaun 10.000 kr.
1 500 metra stökk 1. verðlaun 1 5.000 kr.
250 metra skeið 1. verðlaun 1 5.000 kr.
Einnig verða sýndar og dæmdar ungar kyn-
bótahryssur.
Þátttaka tilkynnist til deildastjóra félagsins, eða
formanns, Magnúsar Finnbogasonar, Lágafelli,
fyrir 1, júlí n.k.
Dansleikir: Hvoli, laugardagskvöld. Hellubíó
sunnudagskvöld. Hljómsvait Þorsteins Guð-
mundssonar leikur bæði kvöldin.
Stjórn Geysis.
Auðvitaó
vill konan
yóar
laga gott kaffi
fyrirhafnarlítið.
Gefið henni því
Remington
kaffilagara.
Helstu kostir:
Samstæða með könnu og trekt. Hægt að stilla rennsli heita
vatnsins (þér getið notað eigin kaffikönnu) — Hitavatns-
geymir tekur 1.3 lítra og er með skiptingu fyrir 1—10
bolla — Sjálfvirkur hitastillir varnar ofhitun — Hitaplatan
heldur kaffi hæfilega heitu allan daginn — Fallega hannað
heimilistæki — Árs ábyrgð
SPE REAAI NGTOiM
Laugavegi I78 simi 38000 — merki sem tryggir gæðin.
BUÐIN
Ragnhildur
Helgadóttir:
Lækkun húsnæðis-
kostnaðar — hags-
munir unga fólksins
Fáum dylst, að húsnæðis-
kostnaður er of þungur baggi á
herðum margra, ekki sfzt unga
fólksins. Húsnæðið gleypir allt
of stóran hluta af tekjum
þeirra, sem nýlega hafa stofnað
heimili. Og sffellt sfgur á
ógæfuhlið f þessu efni.
Þetta á við hvort heldur
menn byggja sjálfir eða leigja
hjá öðrum. f sfðar nefnda hópn-
um má ætla að fleiri séu úr
flokki hinna ungu en öðrum
aldursflokkum.
Nauðsynlegt er að rfkisvaldið
geri mönnum það ódýrara að
byggja. Það er eina raunhæfa
leiðin til að lækka húsaleigu og
létta að tiltölu skuldabagga
væntanlegra fbúðabyggjenda.
Ráðstöfun f þá átt myndi Ifka
draga úr þenslunni f okkar
verðbólgna þjóðfélagi.
Hrikalegur
húsnœðis-
kostnaður
Lftum nánar á þessi atriði.
Hinn hrikalegi húsnæðis-
kostnaður er enn ein afleiðing
af óstjórn stjórnarinnar f rfkis-
fjármálunum. Vfsitala
byggingakostnaðar óx frá maf
1970 þar til f febrúar sfðast-
liðnum um 108%, en nú
seinustu mánuði hefur hraðinn
keyrt um þverbak og
hækkunin sfðan og til júnfloka
orðið milli 30% og 40%, eða
álfka mikil hlutfallslega og
varð að meðaltali á ári f sex ár,
frá 1. marz 1965 til 1. marz
1971. Þá var raunar ööi.. iSi
stjórnað en nú.
Rfkisstjórnin hefur brugðizt
þeim skyldum sfnum við hús-
byggjendur, sem lög leggja
henni á herðar, svo hrapallega,
að nú má húsnæðislánakerfið
heita lamað. Hámarkslán er um
640 þús. krónum of lág miðað
við byggingakostnað. Bygginga-
sjóður er tómur f bili og 1200
húsbyggjendur bfða eftir að fá
seinni hluta lána, sem þeir með
eðlilegum hætti áttu að fá
útborguð núna f maf og júnf.
En lánamálin eru önnur
hliðin á vandanum. Hin hliðin
er kostnaðurinn.
Það er með ólfkindum, að
sumra orsakanna fyrir hinum
háa byggingarkostnaði sé að
leita f beinum ráðstöfunum
rfkisins sjálfs. Sú er þó raunin,
þvf að allstór hluti af verði
byggingar fer beint til rfkisins
f formi skatta af efni og vinnu.
Samkvæmt lauslegri áætlun,
sem gerð var f vetur, fara um
11-15% af byggingarkostnað-
inum beint f rfkissjóð. Vega
þar þyngst aðflutningsgjöld og
launaskattur.
Niðurfelling
gjalda
Með þetta f huga fluttum við
nokkrir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins tillögu til þings-
ályktunar nú f vetur svo-
hljóðandi:
„1 þeim tilgangi að undirbúa
verðlækkun á húsnæði ályktar
Alþingi að fela rfkisstjórninni
að láta gera nákvæma skýrslu
um þann hluta byggingar-
kostnaðar, sem fólginn er f
ýmiss konar gjöldum til
rfkisins. Á grundvelli skýrsl-
unnar láti rfkisstjórnín gera
tillögur um niðurfellingu eða
verulega lækkun þeirra
gjalda“.
Jákvæð umsögn um málið var
send frá húsnæðismálastjórn,
en stjórnarliðið á Alþingi
fékkst ekki til að afgreiða það
úr nefnd.
Fleiri rök liggja til þessarar
tiilögu en þegar hafa verið
greind. Ef við Iftum til þess,
hve mikiil hluti af rfkistekjun-
um hefur komið inn sem að-
flutningsgjöld eða söluskattur
af byggingarefni, sjáum við, að
þar er um háar fjárhæðir að
ræða. En við nánari athugun
sjáum við kannske lfka, að það
gæti beinlfnis borgað sig fyrir
rfkið að lækka þessa miklu
fjárhæð og jafnvel fella hana
niður.
Á bls. 25 f ritinu Þjóðar-
búskapnum, 4. hefti, segir, að
miðað við verðlag ársins 1973
sé áætlað, að fjármunamyndun
f fbúðarhúsum nemi 7 mill-
jörðum 650 milij. og byggingar
og mannvirki hins opinbera
muni nema 7 milljörðum og
700 millj. Heildarfjármuna-
myndunin er 27 milljarðar 770
miilj., þannig, að þessir tveir
þættir, fbúðarhúsin og bygg-
ingar og mannvirki hins
opinbera, nema
helmingi af allri fjármuna-
myndun f landinu. Við þetta
bætist, að f annarri fjár-
munamyndun en þessari,
þ.e.a.s. ýmiss konar fjár-
munamyndun atvinnuveg-
anna og stórvirkjana, er
sitthvað, sem má teljast til
opinberrar fjárfestingar,
þannig að við sjáum, að
mikill hluti af þessu er f raun
og veru færsla fjármuna
rfkisins úr einum vasa f
annan. Það liggur alveg Ijóst
fyrir f sambandi við bygg-
ingar og mannvirki hins
opinbera, vírkjanir og raf-
veitur, hita- og vatnsveitur,
samgöngumannvirki og
byggingar hins opinbera, skóla,
sjúkrahús o.s. frv. Með þvf einu
að fella niður, eða þótt ekki
væri nema lækka til muna,
aðflutningsgjöld og önnur
opinber gjöld af byggingarefni
til þessara framkvæmda, gæti
sú aðgerð ein orðið til þess að
draga stórlega úr þenslunni
almennt f efnahagsmálum
þjóðfélagsins. Hún mundi
lækka byggingarkostnað um 11-
15% a.m.k. Sýnist iiggja f
augum uppi, að sú leið muni
vera sjálfsögð að þvf er varðar
byggingar og mannvirki hins
opinbera, þar sem um er að
ræða færslu á fjármunum úr
einum vasa f annan, og hún
muni lfka vera sjálfsögð f sam-
bandi við byggingarkostnað
fbúðarhúsa. Eftir þvf sem
byggingarkostnaðurinn hækk-
ar lánakerfið þenst út,
aukast kröfur á hið opinbera
um fjármagn f lánakerfið, auk'
annarra áhrifa, sem vfsitölu-
hækkunin hefur á hin mörgu
svið þjóðlffsins. Þetta verður
óneitanlega gildur þáttur af
eilffðarmálunum fslenzkra
stjórnmála, efnahagsmálunum.
Mér sýnist, að hér sé um aðgerð
að ræða, sem sé ekki aðeins
ómaksins vert fyrir rfkíð að
reyna, heldur og sjálfsagt.
Höfuðatriði stefnu Sjálf-
stæðisflokksins f húsnæðis-
málum er, að allir geti búið f
eigin fbúðum.
Mikilvægur þáttur f fram-
kvæmd þeirrar stefnu er
lækkun húsnæðiskastnaðar.
Lækkun húsnæðiskostnaðar
dregur úr almennri þenslu f
þjóðfélaginu og léttir fólki Iffs-
baráttuna.