Morgunblaðið - 23.06.1974, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JUNÍ 1974
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjórn Guðmundsson.
Bjórn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. sími 10 100.
Aðalstræti 6, simi 22 4 80.
Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 35,00 kr. eintakið.
jálfstæðisflokkurinn
hefur birt stefnuyfir-
lýsingu sína í utanríkis- og
varnarmálum. Hún er skýr
og ótvíræð. Sjálfstæðis-
flokkurinn setur fram af-
dráttarlausa kröfu um, að
tryggt verði með varnar-
samningi við Bandaríkin,
að hér verði bandarískt
varnarlið enn um sinn.
Sjálfstæðisflokkurinn
krefst þess, að tillögur þær,
sem vinstri stjórnin hefur
lagt fram sem umræðu-
grundvöll í viðræðum við
Bandaríkin, verði dregnar
til baka.
í stefnuyfirlýsingu Sjálf-
stæðisflokksins segir m.a.:
„Sjálfstæðisflokkurinn
hefur hafnað tillögum
þeim, sem ríkisstjórnin
hefur lagt fram sem um-
ræðugrundvöll í viðræðun-
um við Bandaríkjamenn.
Eins hefur flokkurinn
hafnað allri málsmeðferð
ríkisstjórnarinnar í
varnarmálum. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur ávallt
mótað stefnu sína í varnar-
og öryggismálum eftir at-
hugun á þeim ytri atvikum,
sem ráða mestu um
öryggishagsmuni landsins
á hverjum tíma. Þetta hef-
ur vinstri stjórnin látið
undir höfuð leggjast og
þess vegna stefnt öryggi
lands og þjóðar í voða með
ábyrgðarleysi sínu.
Sá einstæði atburður
hefur gerzt, að 55.522 is-
lenzkir kjósendur hafa
með undirskrift sinni
krafizt þess, að samstarfið
innan Atlantshafsbanda-
lagsins verði treyst og lögð
á hilluna ótímabær áform
um uppsögn varnar-
samningsins við Bandarík-
in og brottvísun varnarliðs-
ins. Með þessu framtaki
hefur almenningur í land-
inu á óvefengjanlegan hátt
lýst skoðun sinni á
ábyrgðarleysi rfkis-
stjórnarinnar í varnarmál-
um. Ríkisstjórnin hefur
hins vegar vísað áskorun
almennings á bug. Þau við-
brögð eru í senn vanvirð-
ing við kjósendur og hvatn-
ing til þeirra um að lýsa
vilja sínum með enn
áhrifaríkari hætti í næstu
kosningum.“
Sjálfstæðisflokkurinn
gerir síðan grein fyrir
fyrstu verkefnum í
öryggis- og varnarmálum,
sem hann mun beita sér
fyrir, eigi hann aðild að
ríkisstjórn að kosningum
loknum. Þau verkefni eru í
fyrsta lagi, að tillögur
vinstri stjórnarinnar að
umræðugrundvelli verði
dregnar til baka. í öðru
lagi, að tryggt verði með
varnarsamningi við Banda-
ríkin, að hér verði varnar-
lið. í þriðja lagi er vakin
athygli á því, að vinstri
stjórnin „hefur brugðizt
því meginhlutverki sínu að
gera þjóðinni á hverjum
tíma rækilega grein fyrir
því, hvaða ytri atvik ráði
mestu um öryggishags-
muni hennar.“ Sjálfstæðis-
flokkurinn leggur til, að
stjórnvöld beiti sér fyrir
sérstakri athugun á nokkr-
um sérgreindum málefn-
um, sem varða öryggi ís-
lands, og er þar átt við út-
þenslu sovézka flotans og
áhrif hennar á öryggi ís-
lands og ríkjanna beggja
vegna Atlantshafs, við-
ræðurnar um samdrátt
herafla í Mið-Evrópu,
samning Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna um tak-
mörkun gjöreyðingar-
vopna og öryggisráðstefnu
Evrópu. Er lagt til, að at-
hugun þessari verði lokið á
stuttum tíma og niðurstöð-
ur gefnar út, svo að lands-
menn allir geti gert sér
sem bezta grein fyrir stöðu
íslands.
Þá er athygli á því vakin
í stefnuyfirlýsingu Sjálf-
stæðisflokksins, að öryggis-
gæzla beinist ekki einungis
að því, sem gerist utan
landamæra íslenzka ríkis-
ins, „einnig verður að
tryggja, að erlendir aðilar,
sem stofna kunna öryggi
ríkisins í voða, hreiðri ekki
um sig innanlands. Sér-
staklega ber að gæta þess í
stjórnmálasambandi ís-
lands við önnur ríki, að þar
sé fylgt gagnkvæmni eins
og frekast er kostur. Settar
skuli reglur um fasteigna-
kaup sendiráða á íslenzku
landi“.
Loks ítrekar Sjálfstæðis-
flokkurinn nokkra grund-
vallarþætti í stefnu flokks-
ins í utanríkismálum, sem
varða þátttöku í starfi
Sameinuðu þjóðanna,
Norðurlandaráðs, Atlants-
hafsbandalagsins og fleiri
alþjóðasamtaka. En það,
sem mestu skiptir í þessari
stefnuyfirlýsingu Sjálf-
stæðisflokksins, er sú hik-
lausa, einarða og ákveðna
afstaða, sem þar er tekin
með vörnum landsins. Nú
er aðeins vika til kosninga.
Ljóst er, að kosningunum á
sunnudaginn kemur verð-
ur tekin ákvörðun um,
hvort bandaríska varnar-
liðið verður hér áfram eða
fer af landi brott og segja
má, að í raun séu þetta
fyrstu þingkosningarnar,
sem snúast í alvöru um þá
örlagaríku spurningu. All-
ir vinstri flokkarnir vilja
með einum eða öðrum
hætti, að varnarliðið hverfi
á braut. Það er því
einungis með stuðningi við
Sjálfstæðisflokkinn, sem
hægt er að tryggja áfram-
haldandi dvöl varnarliðs-
ins hér. Og málum er nú
þannig komið, að til þess að
tryggja varnir landsins er
ekki nægilegt, að Sjálf-
stæðisflokkurinn vinni
góðan sigur. Hann verður
að vinna mikinn og af-
dráttarlausan sigur til þess
að hafa þann styrk, sem
þarf til að tryggja varnir.
Einörð og hiklaus yfir-
lýsing Sjálfstæðisflokksins
[ Reykjavíkurbréf
1♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦« Laugardagur 22. júní
Bræðravíg
SÚ kosningabarátta, sem nú
stendur sem hæst, snýst að flestra
dómi um þrjú meginatriði. í
fyrsta lagi verður skorið úr um
það, hvort unnt verði að stöðva
efnahagsringulreið vinstri flokka.
í öðru lagi er tekizt á um það,
hvort ísland eigi að halda áfram
varnarsamstarfi sínu við vestræn
ríki, og í þriðja lagi verður skor-
ið úr því, hvort íslendingar færi
fiskveiðilögsögu sína út í 200 sjó-
milur á þessu ári. Baráttan stend-
ur án nokkurs vafa um þessi höf-
uðmál.
En það eru önnur atriði, sem
einnig setja sterkan svip á þessa
kosningabaráttu, sérstaklega
átökin milli frjálshyggju og ein-
staklingsfrelsins annars vegar og
sósíalískra fjötra og afturhalds
hins vegar. Annað einkenni á
þessari kosningabaráttu eru
bræðravíg þeirra einstaklinga,
stjórnmálaflokka og flokksbrota,
sem kenna skoðanir sínar við
vinstri stefnu.
Hannibal Valdimarsson, sem
um áratugi hefur verið forystu-
maður í samtökum launþega og
um áraraðir forseti Alþýðusam-
bands íslands, lenti milli steins og
sleggju í þeim átökum, sem átt
hafa sér stað síðustu vikurnar á
vinstri væng stjórnmálanna.
Ánægjan skein af sfðum Þjóðvilj-
ans, þessa sjálfskipaða málgagns
þjóðfrelsis og verkalýðshreyfing-
ar, þegar það færði Iesendum sín-
um þessi tíðindi: „Hinn aldni
pólitfski slagsmálamaður og
klækjarefur, Hannibal Valdi-
marsson, hefur nú endanlega
hætt afskiptum af pólitík." Þegar
það þjónar hagsmunum Þjóðvilj-
ans er fyrrverandi forseti Alþýðu-
sambands íslands kallaður
„klækjarefur" um leið og hann
lýsir yfir því, að hann sé hættur
þátttöku í stjórnmálastarfsemi.
Talsmenn Alþýðubandalagsins
hafa haldið þvf mjög á loft, að
núverandi ríkisstjórn hafi fyrst
fslenzkra ríkisstjórna fylgt fram
„sjálfstæðri utanríkisstefnu“. En
nú lýsir Þjóðviljinn utanríkisráð-
herra þessarar ríkisstjórnar með
svofelldum orðum: „Það sem
einkum sker þó f augun við lestur
á grein Einars Ágústssonar er sá
aumlegi undiriægjuháttur, sem
þar er gagnvart Bandarikjamönn-
um.“ Og Þjóðviljinn lætur ekki
þar við sitja og bætir við: „í grein-
inni afhjúpar hann óheillindi
Framsóknar og eftir slíka fram-
komu hljóta vinstri menn að
spyrja, hvort það sé forsvaranlegt
að kasta atkvæðum sínum á flokk,
sem þannig kemur fram. Flokkur
sem hefur þannig afstöðu í grund-
vallarmálum er oft óheill í öðrum
málum. Greinin staðfestir, að
Framsóknarflokkurinn er hik-
andi og þróttlaus, þegar kemur að
mikilvægum ákvörðunum. Hann
er fstöðulítill milliflokkur þegar á
reynir."
Um leið og forystumenn Fram-
sóknarflokksins óska eftir endur-
nýjuðu umboði til þess að fram-
lengja líf vinstri stjórnarinnar
segir Tíminn, að Alþýðubandalag-
inu sé ekki treystandi í utanrfkis-
málum sökum áhrifa kommúnista
og undirlægjuháttar þeirra við
sovézka valdhafa. Eftir þriggja
ára stjórnarsamstarf segir for-
maður þingflokks Framsóknar-
flokksins: „Kommúnistar, sem
ráða enn miklu í Alþýðubandalag-
inu hafa viljað og vilja nota varn-
armálin til þess að koma á deilum
við Bandaríkin og önnur vestræn
ríki. Hér kemur hið sama í ljós og
þegar umrædd klíka hugðist
hindra samkomulagið milli Ölafs
Jóhannessonar og Heaths, í þeim
tilgangi, að þorskastríðið héldist
áfram og skapaði aukna sundrung
milli íslendinga og bandamanna
þeirra í NATO.“
Þannig reisa vinstri öflin hvert
öðru níðstöng. Það er til marks
um pólitískt siðgæði þeirra, að um
leið biðla þeir til kjósenda um
umboð til áframhaldandi valda-
setu.
r
„Omenguð
verkalýðs fjand-
samleg stefna”
Núverandi ráðherrar sæmdu
sjálfa sig nafnbótinni „rfkisstjórn
hinna vinnandi stétta“. Sennilega
hefur þó engin ríkisstjórn fengið
jafn harðan dóm verkalýðshreyf-
ingarinnar og einmitt þessi, þrátt
fyrir nafnbótina. Fyrir rúmu ári
síðan lýsti Björn Jónsson, forseti
Alþýðusambands íslands, yfir
því, að vinstri ríkisstjórnin hefði
átta sinnum gert tilraunir til þess
að skerða eða breyta samningum
verkalýðsfélaganna. Og loks var
málum svo komið, að f maímánuði
sl. varð forseti Alþýðusambands-
ins að segja sig úr ríkisstjórn
hinna vinnandi stétta og ganga til
liðs við Alþýðuflokkinn. Við það
tækifæri felldi forseti Alþýðu-
sambandsins svofelldan dóm yfir
vinstri stjórninni:
„Meirihluti æðstu stjórnar Sam-
takanna hefur látið óátalið og þar
með óbeint lagt blessun sfna yfir,
að varaformaður flokksins,
Magnús Torfi Ólafsson, sitji
áfram í ríkisstjórn, sem réttir að-
ilar höfðu svipt hann umboði til.
En þessi umboðslausa þráseta
Magnúsar hefur verið grundvöll-
ur þess, að rfkisstjórn Ólafs Jó-
hennessonar hefur verið unnt að
taka upp og framfylgja ómeng-
aðri fjandsamlegri stefnu, fyrst
með framlagningu frumvarps til
laga um viðnám gegn verðbólgu
og síðar með útgáfu bráðabirgða-
laga um stórfellda kjaraskerðingu
og afnám grundvallaratriða
frjálsra kjarasamninga aðila
vinnumarkaðarins."
Heimatilbúinn
vandi
Stefna núverandi ríkisstjórnar
er andstæð hagsmunum laun-
þega, andstæð hagsmunum at-
vinnufyrirtækjanna, andstæð
hagsmúnum fólksins í landinu.
Ástæðan er sú, að vinstri stjórnin
hefur markvisst stefnt að meiri
verðbólgu en nokkur dæmi eru
um fyrr eða síðar. Horfur eru nú
á, að verðbólgan vaxi um
40—50% á þessu ári, verði ekkert
að gert. Afleiðingin er sú, að fjár-
festingarlánasjóðir geta ekki stað-
ið undir eðlilegum lánveitingum
til nýrra framkvæmda í grund-
vallaratvinnugreinum eins og
sjávarútvegi, iðnaði og landbún-
aði. Félagshyggja vinstri stjórnar-
innar kemur m.a. fram í því, að
húsbyggjendur fá nú hlutfalls-
lega minni lán til íbúðarbygginga
en var í tíð Viðreisnarstjórnarinn-
ar. Viðskiptahallinn hefur nú
þrefaldazt á einu ári og gjald-
eyrisvarasjóðurinn stendur undir
4 vikna innflutningi, en þegar
vinstri stjórnin tók við völdum
nægði hann til nærfelld 4 mánaða
innflutnings. Greiðsluhalli ríkis-
sjóðs á þessu ári er áætlaður yfir
3000 millj. kr. Niðurgreiðslur
landbúnaðarafurða, sem nýlega
voru ákveðnar kosta ríkissjóð á
þriðja hundrað milljónir króna á
mánuði.
Sú efnahagsstefna, sem komið
hefur traustri stöðu þjóðarbúsins
á þremur árum í þetta ömurlega
horf, getur aðeins leitt að einu
marki: atvinnuleysi. Verðbólgu-