Morgunblaðið - 23.06.1974, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JUNÍ 1974
25
I GÆR ritaði ég hér í blaðið
grein, sem ég nefndi „Ógæfan
mesta", en mér fannst kominn
ærinn tími til þess að vekja
athygli á hinu mikla ranglæti í
kjördæmaskipun og kosninga-
löggjöf, sem nú er ríkjandi. Að
þvf hlýtur að koma innan tíðar,
að á þessu verði leiðrétting. Sú
leiðrétting hlýtur fyrst og
fremst að lenda á Framsóknar-
flokknum, en hann hefur stöð-
ugt lifað á ranglætinu, í rang-
lætinu og fyrir ranglætið.
En því miður er f fleiri horn
að líta um gæfuleysið. Það er
e.t.v. hvað mest nú um stundir í
efnahagsmálum okkar islend-
inga. Margt er búið um þau að
segja, en þó verður aldrei nóg-
samlega dregið fram í dagsljós-
ið hvernig alls staðar stefnir til
glötunar í þeim efnum eftir
hinn hrapallega feril vinstri
stjórnar.
Um s.l. mánaðamót hafði
Sölusamband íslenzkra fisk-
framleiðenda selt blautverkað-
an saltfisk fyrir 3,5 milljarða
króna frá áramótum. Magnið,
sem búið er að selja, er um 21
þús. lestir, en það mun vera um
% hlutar þess, sem saltað var á
s.l. vetrarvertíð. Verðið, sem nú
fæst á erlendum mörkuðum, er
75% hærra en það var á sfðasta
ári, og mun þetta vera mesta
verðhækkun á fiski, sem vitað
er um, á tólf mánaða tfmabili.
Ekki ætti þetta að vera sorg-
legt, heldur þvert móti gleði-
efni fyrir okkur Islendinga. En
hvað segir Tómas Þorvaldsson,
formaður Sölusambands ís-
lenzkra fiskframleiðenda? 1
viðtali við Mbl. fyrir skömmu
víkur hann að hinni geigvæn-
legu verðbólgu, sem nú er að
tröllrfða fslenzku þjóðfélagi og
segir sfðan: „Að mínu mati hef-
ur aldrei mistekizt eins gjör-
samlega stjórn á efnahagsmál-
um þjóðarinnar eins og nú á
sfðustu tveimur misserum.
Slfks eru vart nokkur dæmi,
jafnvel ekki í víðri veröld, að
svo illa hafi til tekizt eins og
hér“. Tómas segir ennfremur:
„Við leitumst allir við að vera
ábyrgir í starfi og f einu og öllu
fara vel með og hugsa um það
eitt, að endar nái saman f þeim
rekstri, sem við höfum með
höndum, en eins og stjórn efna-
hagsmála hefur verið hér á síð-
ustu misserum, þá er það alls-
endis ófær leið fyrir nokkurn
mann að halda gangandi nokkr-
um rekstri, svo að vit sé í, enda
þótt svo vel hafi tekizt til um
sölu vertfðarframleiðslunnr.r í
ár að fá um 75% hækkun frá
vertíðinni 1973“.
í sama blaði, laugardaginn
15. júní, er á forsíðu eftirfar-
andi fyrirsögn: „Hrfðversnandi
ástand í fjármálum og peninga-
málum: 4000 milljóna yfir-
dráttarskuldir viðskiptabanka.
Nær 6000 milljóna fjárskortur
sjóðanna. — 3300 milljóna
greiðsluhalli rfkissjóðs.“ Ekki
er fallegt að tarna, og þó getur
Halldór E. Sigurðsson, fjár-
málaráðherra, lækkað með nið-
urgreiðslum verð á kartöflu-
kílói, þannig að það kostar 9 kr.
á sama tíma sem verðið á eld-
spýtustokk á veitingastöðum
kostar 10 kr.!
Þrátt fyrir fyrirsjáanlegan
greiðsluhalla á þessu ári um
3300 milljónir króna er ekki
hikað við að greiða niður vöru-
verð — svona rétt fyrir kosn-
ingarnar.
Þó er lausafjárstaða bank-
anna óhugnanleg, þar sem talað
er um 4000 milljóna yfirdrátt-
arskuldir viðskiptabanka. Auð-
vitað er eitthvað, sem úr bætir,
svo sem talsverðar birgðir út-
flutningsafurða, er liggja fyrir
f landinu og bankarnir hafa
lánað út á, og skýrir það að
nokkru stöðu þeirra.
I umræddu blaði er á baksfðu
sagt frá því, að við skuldum
Rússum 1500—2000 milljónir
króna og að skuldin við þá hafi
aldrei verið hærri en hún er um
þessar mundir. Ekki er þetta
gæfulegt.
Þá eru fregnir af stofnlána-
deild landbúnaðarins. Talið er,
að Stofnlánadeildina vanti um
1000 milljónir króna og algjör
óvissa er um lánveitingar til
bænda. Segir í Mbl. 14. júní s.l.:
„Talið er, að útlánaþörfin í ár
nemi 1000—1100 milljónum
króna, en Stofnlánadeildin hef-
ur nú til ráðstöfunnar aðeins
um 100 milljónir króna upp f
þessa upphæð. Fullkomin
óvissa rikir um útvegun þeirra
1000 milljóna króna, sem á
vantar, og engin skýr svör hafa
komið frá ríkisstjórninni þar
um.“
Á sömu fréttasíðu er sagt, að
einn sjóðurinn enn sé fjárvana:
„1200—1400 milljónir vantar í
Fiskveiðasjóð. Til þess að
standa undir nauðsynlegum
lánveitingum á þessu ári skort-
ir Fiskveiðasjóð Islands
1200—1400 milljónir króna og
er þá byggt á áætlunum um
fjárþörf sjóðsins, sem gerðar
voru snemma á þessu ári, en
hugsanlegt er, að fjárþörfin
verði í raun meiri vegna stöð-
ugra verðlagshækkana."
Hvernig á að sjá við þessu?
Svo bætast inn í þetta smá-
munir eins og þeir, sem Eðvarð
Sigu'rðsson, formaður Dags-
brúnar, segir að sé hrein kjara-
skerðing, en þá var rfkisstjórn-
in að breyta reglugerð um or-
lof. Minna mátti þó gagn gera.
Þá er mikil óvissa um vega-
framkvæmdir f sumar, svo mik-
il, að sagt er, að Vegasjóð vanti
1900 milljónir króna til þess að
standa undir þeim framkvæmd-
um, sem honum eru ætlaðar. Á
sama tíma er ástandið f við-
skiptamálunum að öðru leyti
þannig, að innflytjendur verða
að borga 25% innborgunar-
gjald til Seðlabankans og fá 3%
vexti fyrir, og í raun og veru er
þá gert ráð fyrir að hundruð
bifreiða verði látnarryðganiður.
Byggingasjóðurinn er sagður
tómur og sagt, að 1229 hús-
byggjendur fái ekki útborguð
seinni hluta lán. Ennfremur, að
húsnæðislánin ættu að vera
1400 þúsund krónur á mann, en
eru aðeins 800 þúsund.
Ekki skal ógæfan frekar tal-
in. Efnahagsglundroðinn er
geigvænlegur.
stefna vinstri stjórnarinnar hefur
leitt til þess, að mikilvirkustu
framleiðslutæki landsmanna,
skuttogararnir, eru nú reknir
með gífurlegu tapi. Þegar ríkis-
stjórnin kom til valda á miðju
sumri 1971, var hafin smfði á eða
hafði þegar verið samið um kaup
á 17 af þeim skuttogurum, sem
komið hafa til landsins á undan-
förnum árum. Efnahagsstefna
ríkisstjórnarinnar hefur hins veg-
ar kippt rekstrargrundvellinum
undan þessuæm atvinnutækjum.
Þetta eru ekki órökstuddar full-
yrðingar stjórnarandstöðuflokk-
anna. Upplýsingar hér að lútandi
koma fram f skýrslum, sem sér-
fræðingar rfkisstjórnarinnar
sjálfrar hafa gert. Fyrir nokkru
birti svo Dagur, málgagn Fram-
sóknarflokksins á Akureyri,
greinargerð um afkomu útgerða-
félags Akureyringa. Þar kom
fram, að halli á rekstri togarans
Sólbaks á sfðasta ári nam tæpum
18 millj. kr.
Það er harla broslegt, þegar á
þetta er litið, er talsmenn
stjórnarflokka leggja sig niður
við það að reyna að telja fólkinu í
landinu trú um, að stjórnarand-
stöðuflokkarnir hafi atvinnuleysi
á stefnuskrá sinni. Með sanni má
segja, að fullyrðingar af þessu
tagi séu sérstæður barnaskapur, á
sama tíma og fólkið les það í
skýrslum sérfærðinga ríkis-
stjórnarinnar sjálfrar, að efna-
hagsstefna hennar hafi leitt til
hættuástands f efnahagsmálum,
sem óhjákvæmilega hafi samdrátt
í för með sér.
Þjóðin þarf
trausta stjórn
Stjórnarflokkarnir freista þess
nú að leiða hugi fólksins í landinu
frá því hættuástandi, sem lýst er í
skýrslu hagrannsóknarstjóra og
þeirri heimatilbúnu óðaverð-
bólgu, sem segir frá í ársskýrslu
Sambands íslenzkra samvinnu-
félaga, með því að halda fram
þeirri tilbúnu staðhæfingu, að nú-
verandi stjórnarandstöðuflokkar
hafi f Viðreisnarstjórninni leyst
efnahagsmálin með hæfilegu at-
vfnnuleysi og ætli að gera það,
komist þeir til valda á nýjan leik .
Og í framhaldi af þessu lýsir
Magnús Kjartansson yfir því, að
hann vilji heldur óðaverðbólgu en
atvinnuleysi.
1 þessu sambandi er fróðlegt að
bera saman aðstæður f tfð Við-
reisnarstjórnarinnar og núver-
andi ríkisstjórnar. Öllum er ljóst
að á árunum 1968 og 1969 var hér
þó nokkuð atvinnuleysi. Ástæðan
var sú, að afli minnkaði um helm-
ing og verðhrun varð á útflutn-
ingsafurðum okkar á erlendum
mörkuðum. Verð á fiskblokk á
Bandarfkjamarkaði var þá 20
cent. Engu að síður tókst Við-
reisnarstjórninni að leiða þjóðina
úr þeim vanda, er þá steðjaði að,
og þegar hún fór frá var hér full
atvinna og mikil gróska í atvinnu-
lífi. Nú er verð á fiskblokk á
Bandarfkjamarkaði hins vegar
nærfellt 80 cant en eigi að síður
er hættuástand og samdráttur
framundan.
Þjóðviljinn birti fyrir nokkru
töflu frá kjararannsóknarnefnd
um fjölda þeirra, sem skráðir
voru aatvinnulausir f Reykjavfk á
árunum 1929—1973. Þegar sú
tafla er skoðuð kemur f ljós, að á
stjórnartíma Viðreisnarstjórnar-
innar frá 1960 og fram að 1968 er
ekkert skráð atvinnuleysi í land-
inu. Verðbólgan er þá 10% að
meðaltali á ári. Efnahagsstefna
Viðreisnarstjórnarinnar hafði
með öðrum orðum það í för með
sér að hér var haldið uppi fullri
atvinnu um leið og verðbólgunni
var haldið í skefjum, þannig að
hún varð ekki meiri en um það bil
10% á ári. Vinstri stjórnin núver-
andi hefur hins vegar hleypt
verðbólguvextinum upp í
40—50% og þó eru fleiri skráðir
atvinnulausir nú heldur en á
stjórnartímabili Viðreisnar-
stjórnarinnar, ef frá eru talin
erfiðleikaárin.
Þannig falla röksemdir
stjórnarflokkanna hver um aðra
þvera um leið og þeir heyja inn-
byrðis hjaðningavíg. Þjóðin á nú
kröfu á því, að við taki traust
ríkisstjórn, er bindi endi á ringul-
reiðina f efnahagsmálum og stuðli
að framförum í anda frjálshyggju
og einstaklingsfrelsis, þar sem
það félagslega sjónarmið er sett
ofar öðru, að allir einstaklingar
þjóðélagsins geti notið þess frels-
is, sem lýðræðislegt þjóðfélag er
reist á.
Framsókn
stefnir
að brottför
varnarliðsins
Forystumenn Framsóknar-
flokksins hafa afdráttarlaust lýst
yfir þvf, að þeir stefni að áfram-
haldandi vinstri stjórn, fái
stjórnarflokkarnir meirihluta á
Alþingi að kosningum loknum.
Ljóst er hins vegar, að Alþýðu-
bandalagið mun ekki framlengja
líf þessarar ríkisstjórnar, nema
tryggilega verði frá þvf gengið, að
varnarliðið verði látið fara. Lfta
verður svo á, að forystumenn
Framsóknarflokksins hafi með
óskum sínum um áframhaldandi
vinstra samstarf fallizt á þessar
kröfur Alþýðubandalagsins.
Á hinn bóginn er ljóst, að mikill
meirihluti þjóðarinnar er andvfg-
ur ótímabærri uppsögn varnar-
samningsins, eins og gleggst kom
fram í undirskriftasöfnun „Var-
ins lands" á sl. vetri. Flestum er
ljóst, aó eins og nú háttar, er
Isendingum nauðsynlegt að taka
þátt f varnarsamstarfi vestrænna
rfkja og tryggja með þvf móti
öryggi landsins. Framsóknar-
flokkurinn lagði stein í götu
undirskriftasöfnunar „varins
lands“. Engum vafa er því undir-
orpið, að hvert atkvæði greitt
vinstri flokkunum mun styrkja
hugsanlega nýja vinstri stjórn í
því að rjúfa það varnarsamstarf,
sem íslendingar hafa undanfarna
tvo áratugi haft við Atlantshafs-
rfkin. Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur einn lýst þeirri afdráttarlausu
stefnu, að öryggi íslands eigi að
tryggja með því að halda þessu
samstarfi áfram.
Engum dylst því, að varnarmál-
in verða því aðeins leidd til lykta í
samræmi við ótvfræðan vilja
meirihluta þjóðarinnar að Sjálf-
stæðisflokkurinn komist til áhrifa
í rfkisstjórn landsins.
Burt
með loddarana
Flestum ber saman um það, að
Sjálfstæðisflokkurinn hafi unnið
hinn mikla kosningasigur í
byggðakosningunum í lok maí-
mánaðar sl. vegna þess fyrst og
fremst, að ungir kjósendur hafi
nú fylkt sér undir merki sjálf-
stæðisstefnunnar. Ástæðan fyrir
þvf, að unga fólkið skipar sér nú í
raðir Sjálfstæðisflokksins, eru að
sjálfsögðu fjölmargar. En eitt af
þeim atriðum, sem ugglaust hafa
miklu ráðið um þessi straumhvörf
er sú staðreynd, að undanfarin 3
ár hefur stjórnmálasíðgæði farið
þverrandi f landinu, m.a. fyrir þá
sök, að æðstu valdamenn þjóðar-
innar hafa hvað eftir annað kom-
ið fram fyrir þjóðina í leikbúningi
loddaranna.
Oft hafa atburðir af þessu tagi
Iátið lftið yfir sér, en eigi að síður
brenna þeir sig inn í vitund fólks-
ins f landinu, ekki sízt unga fólks-
ins. Taka má sem dæmi, þegar
Magnús Kjartansson stóð upp á
Alþingi á haustþinginu 1972 og
svaraði fyrirspurn frá alþingis-
manni á þann veg, að hann væri
ekki á Alþingi til þess að láta
þingmenn yfirheyra sig. Og í
annan tíma neitaði Lúðvfk
Jósepsson að gegna þeirri þing-
mannsskyldu að sitja þingfundi.
Magnús Kjartansson fer sem ráð-
herra á kostnað ríkisins á fund
Norðurlandaráðs. Þar ber hann
Norðmenn þeim sökum að hafa
hlutast til um innanríkismál ís-
lendinga. Þegar heim kemur,
stendur forsætisráðherrann upp á
Alþingi og lýsir yfir þvf, að
Magnús Kjartansson hafi f þessu
tilviki ekki talað sem ráðherra og
engum hafi dottið það f hug!
Utanríkisráðherrann lýsir yfir
því einn daginn, að ríkisstjórnin
muni að sjálfsögðu standa við það
fyrirheit, að varnarsamningnum
verði sagt upp. Hinn daginn kem-
ur hann fram fyrir þjóðina og
fullyrðir, aó það se' rangtúlkun
ein að lfta svo á, að ríkisstjórnin
hafi nokkurn tfma samþykkt að
varnarliðið færi úr landinu. Og
Lúðvík Jósepsson er ber að marg-
földum ósannindum, á Alþingi er
hann auðveldaði austur-Þýzkum
ryksuguskipum veiðar við strend-
ur landsins. Hápunkti náði svo
þessi sjónleikur, þegar ríkis-
stjórnin sprakk í maímánuði sl,
Meðan Magnús Kjartansson rit-
stýrði Þjóðviljanum f stórnarand-
stöðu, froðufelldi hann dag eftir
dag og viku eftir viku af vandlæt-
ingu yfir spilltum stjórnmála-
mönnum. Formælingar þessar
hafa nú snúizt upp f andhverfu
sína og kristallast nú öðru fremur
í Magnúsi Kjartanssyni sjálfum.
Lýðræðislegt stjórnskipulag
stenzt ekki til lengdar, ef ráða-
menn þjóðfélagsins óvirða leik-
reglur lýðræðis og þingræðis með
þessum hætti. Það er undir
merkjum Sjálfstæðisflokksins,
sem unga fólkið snýst nú gegn
þessu tvöfalda siðgæði.