Morgunblaðið - 23.06.1974, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JUNÍ 1974
Þrjár
ás j ónur
Islands
Fréttatilkynning frá Menntamálaráði:
Miðvikudaginn 12 júnl var ákveðið á fundi Menntamálaráðs að veita
Magnúsi Magnússyni og Sigurði Sverri Pálssyni 1 milljón króna styrk til
kvikmyndagerðar
Fyrirhuguð kvikmynd þeirra á að heita „Þrjár ásjónur íslands" og fjalla um
1 100 ára byggð á íslandi. Markmið myndarinnar er tvlþætt: ( fyrsta lagi að
gera heimildarmynd um hátiðahöld I tilefni af þjóðhátíðarári vlðs vegar um
landið, og I öðru lagi að skapa landkynningarmynd, sem sýnd yrði erlendis og
segði sögu lands og þjóðar frá upphafi til vorra daga. Kvikmyndin verður
allslenzk, samvinna Magnúsar og Sverris. Hún verður tekin á 1 6 mm filmur I
lit. Áætlað er að myndatöku verði lokið i september, og að myndin verði
tilbúin til sýninga áðuren þjóðhátiíiarári lýkur.
—ooOoo—
Það er óhætt að segja. að þeir
félagar Magnús og Sigurður
Sverrír hafi — samkvæmt fyrr-
greindri fréttatilkynningu — sett
sér háleitt markmið I þessari fyrir-
huguðu kvikmynd; að tvinna
saman heimildarmynd um þjóð-
hátfðarhöldin og kynningarmynd
um land og þjóð. Þess vegna þótti
mér forvitnilegt að fá annan
þeirra. Sigurð Sverri til að segja
mér dálftið frá tilurð myndarinnar,
og hvernig þeir hyggjast byggja
hana upp. Sigurð Sverri ætti ann-
ars ekki að þurfa að kynna fyrir
lesendum Morgunblaðsins —
hann hefur skrifað kvikmynda-
gagnrýni f blaðið undanfarin ár,
annazt kvikmyndaþátt Vöku f
sjónvarpinu, en aðalstarfi hans er
þó dagskrárgerð fyrir frétta- og
fræðsludeild Sjónvarpsins.
Magnús Magnússon starfar hins
vegarhjá BBC, bæði f Englandi og
Skotlandi, þar sem hann hefur
m.a. haldið úti föstum skemmti-
þætti — Mainly Magnus og gert
bæði útvarps- og sjónvarpsþætti
fyrir BBC um fornleifafræði. Þá
hefur Magnús unnið merkt land-
kynningarstarf fyrir (sland á Bret-
landseyjum. En gefum Sigurði
Sverri þá orðið:
„Já. kynni okkar Magnúsar hóf-
ust með gerð myndarinnar The
Living Sea, sem ég, Eiður Guðna
son og Marinó Ólafsson gerðum
fyrir utanrfkisráðuneytið vegna út-
færslu landhelginnar f 50 mflur.
Við fengum þá Magnús til liðs við
okkur, og sá hann um hinn enska
texta myndarinnar, en áður þekkti
ég hann ekki svo heitið gæti. Það
er þó upp úr þvf, sem Magnús fær
þessa hugmynd að gera einhverja
mynd frá íslandi og spyr mig,
hvort ég sé til f að kvikmynda fyrir
sig. Auðvitað var ég til f það, en
ég vissi ekki hvaða hugmynd
Magnús var með f kollinum á
þessum tfma. Nú Ifður upp undir
ár, og þá kemur Magnús hingað
heim. hittir mig á förnum vegi og
segir: Nú skulum við fara að gera
þessa mynd — og að við skyldum
taka hana nú í sumar.
Magnús var þá helzt með f huga
að gera kynningarkvikmynd um
land og þjóð. Við vorum sammála
um, að við værum báðir búnir að
fá okkur fullsadda af Paradisar
myndum af íslandi, þarsem landið
er jafnan baðað sólskini og nátt-
úran skartar sfnu fegursta. Það er
út frá þvf, sem Magnús fer að
velta þvf fyrir sér, hvers vegna f
ósköpunum fólk búi á Islandi,
landi sem f augum margra útlend-
inga er hreint helvfti á jörðu, landi
eldgosa, jarðhræringa, Fsa og
óblfðrar veðráttu.
Litlu sfðar er svo Magnús búinn
að móta handritið og koma sér
niður á þetta þema — Þrjú andlit
(slands, sem blöstu við Hrafna-
Flóka og mönnum hans og greint
er frá f Landnámu: „Ok er menn
spurðu af landinu, þá lét Flóki illa
yfir, en Herjólfr sagði kost ok löst
af landinu, en Þórólfr kvað drjúpa
smjör af hverju strái á landinu, þvf
er þeir höfðu fundið. Þvf var hann
kallaðr Þórólfr smjör."
( upphafi var það ætlun okkar
Magnúsar að fá Ferðaskrifstofu
rfkisins og flugfélögin til að fjár-
magna myndina og um það hófust
raunar viðræður, eftir að þessi
drög að handritinu lágu fyrir. Það
voru haldnir fundir og allir lýstu
hrifningu sinni yfir þessari hug-
mynd. Ferðaskrifstofan tók strax
þá ákvörðun að leggja sitt af
mörkum til þess að myndin yrði
gerð, en flugfélögin þurftu dálft-
inn umþóttunartfma til að gera
upp hug sinn. Loks tóku þau af-
stöðu, og við fengum bréf upp á
það, — hljóðaði eitthvað á þessa
leið:
Við erum mjög hrifnir af hug-
myndinni og höfum trú á þvf, að
hér geti orðið til góð kvikmynd.
Hins vegar finnst okkur ekki nægi-
lega dregið fram hversu Iffsaf-
koma fólks er hér góð, og hversu
samgöngur eru hér góðar. Þess
vegna leggjum við til að bætt
verði inn f myndina nokkrum
myndum af flugfreyjum að þjóna
farþegum á leið til landsins og af
nýtfzku húsakynnum, sem hituð
eru upp með heitu vatni. Verði
þetta tekið til greina erum við
reiðubúnir að greiða 10% af
kostnaði við gerð myndarinnar.
Já, svo mörg voru þau orð. Að
sjálfsögðu voru þessi skilyrði al-
gjörlega óaðgengileg fyrir okkur
og af frekari viðræðum varð ekki.
Um sama leyti gerðist það einnig,
að Ijóst varð með fjárhagsörðug-
leika Ferðaskrifstofunnar, er leiddi
til þess að Sigurður Magnússon
sagði af sér forstjórastörfum. Þar
með var hlutdeild Ferðaskrif-
stofunnar f fjármögnun mynd-
arinnar sjálfkrafa úr sögunni. Aft-
ur ð móti vaknaði áhugi hjá utan-
rfkisráðuneytinu um svipað leyti,
og áttum við viðræður við Þórð
Einarsson, blaðafulltrúa, um
Magnús Magnússon
hugmyndafræöingur
myndarinnar
stuðning við gerð myndarinnar, en
Þórður kvartaði einmitt undan
þvf, að utanrfkisráðuneytið hefði
yfir litlu myndvali að ráða, þar
sem væri kynning á landinu f
heild. Niðurstöður þessara við-
ræðna urðu þær, að við fengum
fyrirheit utanrfkisráðuneytisins
um, að það myndi kaupa tiltekinn
fjölda eintaka af myndinni til eigin
nota, og með það að bakhjarli
gátum við loks farið að sækja um
styrkinn til menntamálaráðs. Það
var f kringum páskana, sem við
sendum inn umsóknina og við
fengum loks jákvætt svar.
Það er þvf orðinn anzi skammur
tfmi til stefnu, svo að við höfum
ekki getað pantað filmur né ýmis
þau tæki, sem við ætluðum okkur
að fá leigð f þessu skyni. Við
reiknum með þvf að myndin —
miðað við að hún sé um 30 mfn.
að lengd — muni kosta okkur um
2,5—3 milljónir króna og er þá
allt meðtalið, svo sem ferðalögin,
sem eru töluverð og nokkuð dýr.
Myndin verður tekin á 16 mm og f
lit. Ég hef ákveðið að reyna alveg
nýja filmu — japönsku Fujifilm-
una — f fyrsta lagi vegna þess að
hún er töluvert ódýrari en t.d.
Kodak-Eastman filman, og f öðru
lagi vegna þess að ég hef ekki trú
á þvf að mér takist að ná því
magni sem ég þarf, annars staðar
frá. Ég hef sjálfur aldrei tekið á
Fuji en ég hef séð árangurinn af
þvf sem tekið hefur verið á hana
og litizt vel á. Fuji er „negatfv"-
filma og þar af leiðandi töluvert
viðráðanleg eftir á, svo að ég er
ekkert svartsýnn. Vogun vinnur,
vogun tapar hér sem annars
staðar.
Eins hafði ég hugsað mér að fá
leigð ýmis tæki frá einum
stærsta kvikmyndatækjaútlánara
veraldar — Samuelson og hafði
þá fyrst og fremst f huga að fá
þaðan Eclair-kvikmyndatökuvél.
En með þessum stutta fyrirvara er
mjög hæpið að ná þessum tækjum
inn, svo að það verður án efa úr að
ég fæ leigðan Ariflex hjá VFðsjá
Gfsla Gestssonar ásamt ýmsum
tækjum og búnaði, sem þar er
fyrir hendi. Hins vegar er ég
ákveðinn f að leigja eitt tæki frá
Samuelson, svokallaðan „mini-
mount", sem notaður er við töku
úr þyrlum og flugvélum. Hann
mun ég nota f eitt skot, og það er
nokkuð dýrt skot, þvf að „mini-
mountinn" kostar okkur 120
pund á viku.
Sjálf kvikmyndatakan hefst f
Vatnsfirðinum, þar sem Hrafna-
Flóki tók fyrst land, en svo heppi-
lega vill til, að Vestfirðingar ætla
að minnast þessa atburðar á sam-
eiginlegri hátfð sinni þar, með þvf
að sigla vfkingaskipi að landi f
Vatnsfirði, og við ætlum að fá að
vera þar um borð, bregða upp
myndum af landsýn þeirra Hrafna-
Flóka, Herjólfs og Þórólfs og lát-
um jafnvel speglast f andliti hvers
og eins (staðgengla þeirra auðvit-
að) hugmyndir þeirra um landið,
eins og þeim er lýst f landnámu.
Þaðan bregðum við okkur beint
til Reykjavfkur, þar sem þá er
verið að minnast fyrsta lands-
námsins með hátfðahöldum, og
flugeldaskothrfð lýsir upp himin-
inn. Þar kemur titill myndarinnar
inn. Við látum sfðan myndavélina
leika Iftið eitt um andlit Ingólfs á
Arnarhóli, en þaðan látum við sfð-
an berast til Ingólfshöfða, þar sem
kveikt er kyndli f tilefni landtöku
Ingólfs, og boðhlauparar eiga að
bera alla leið til Reykjavfkur. Við
fylgjumst með hlaupurunum Iftið
eitt á leið þeirra en þegar til
Reykjavfkur kemur tökum við til
við að lýsa frekar hátfðarhöldun-
um hér — langeldinum á Arnar-
hóli, öndvegissúlur verða dregnar
á land og sitthvað fleira markvert
mun bera fyrir augu. Að þessu
búnu tökum við að lýsa hinum
þremur ásjónum landsins — fyrst
eins og hún kom Hrafna-Flóka
sjálfum fyrir sjónir — hrjóstugt,
harðbýlt land með tfðum náttúru-
hamförum og óáran, þá viðhorfum
Herjólfs til landsins, og þá lýsum
við einkum landi og þjóð frá ýms-
um hliðum, og loks fagurgala
Þórólfs. og þá sýnum við fsland
nútfmans. Þessar þrjár ásjónur lát-
um við mætast f lokakafla mynd-
arinnar — Þingvallahátfðinni, þar
sem þjóðin minnist á táknrænan
hátt 1100 ára afmælis byggðar f
landinu.
Við stefnum að þvf að hefjast
handa um kvikmyndatökuna strax
upp úr 5. júlf og verðum að alveg
fram yfir Reykjavfkurhátfðahöldin.
Hins vegar er Ijóst, að ég verð að
mynda dálftið f haust eða vetur til
að fá dæmigert vetraratriði inn f
kvikmyndina. Það veltur þvf mikið
á þvf hversu vetur gengur fljótt f
garð, hvort okkur tekst að Ijúka
myndinni á árinu."
Kvikmyndir
Eftír Björvt Vígni Sígurpálsson
^ /
Sigurður Sverrir Pálsson — hér er hann að vinna að gerð þáttar um Hallgrím
Pétursson, sálmaskáld, sem sýna á í haust f sjónvarpinu. Handritið skrifar Jökull
Jakobsson, fóstbrððir Magnúsar.
■ in »i 14 i i
; tfi I rl 11! I
iftá#ll*l4*ittiáliltv111V»iIifliiliii1111