Morgunblaðið - 23.06.1974, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1974
Olafía Hákonardótt-
ir — Minningarorð
F. 18/1 1894
D. 26/4 1974
Merkiskona hefur lokið ævi-
skeiði sínu og er horfin samferða-
fólki sínu um tima. Hún andaðist
á hjúkrunardeild Hrafnistu eftir
nokkuð langa legu þar hinn 26.
apríl og var jarðsungin í Dóm-
kirkjunni hinn 6. maí að við-
stöddu fjölmenni ættingja og
vina.
Allir aðstandendur vissu, að
sjúkdómur sá, er að lokum leiddi
til dauða, hafði ekki annan endi,
en þó kemur hann alltaf eitthvað
á óvart og vekur kuldahroll meðal
okkar, semm enn þá erum á bið-
lista, enda þótt hann hljóti að
vera í sumum tilvikum kærkomin
hvíld eftir langt og vel unnið æfi-
skeið, ekki sfður en að ganga til
hvílu þreyttur og lúinn eftir lang-
an dag.
Ólafía Sigurfinna, en svo hét
hún fullu nafni var dóttir hjón-
anna Hákonar Grímssonar bónda
á Dísastöðum í Sandvíkurhreppi
og konu hans, Katrinar Ögmunds-
dóttur. Hún var yngsta barn og
eina dóttir þeitta hjóna, en fyrir
voru þrír efnilegir albræður og
tveir synir Katrínar, sem áður var
gift Ólafi Jóhannessyni bónda á
þessum bæ, en hann var jafn-
framt formaður í Þorlákshöfn.
Ólafur fórst með allri skipshöfn
sinni í mannskaðaveðri 1883, en
Katrín hélt áfram búskap með tvo
unga syni, Kristján, sem síðar
varð bóndi i Bár og stundaði
margs konar smíðar, og Kjartan,
síðar alþekktur og vel metinn
múrarameistari í Reykjavík.
Albræður Ólaffu, synir Hákon-
ar og Katrínar, urðu allir þekktir
atorku- og dugnaðarmenn, sem
ekki hafa legið á liði sínu við hina
öru uppbyggingu á öllum sviðum,
sem hófst upp úr síðustu aldamót-
um, en þeir voru: Ólafur sjómað-
ur, alþekktur meðal eldri borgara
Reykjavíkur fyrir afburða dugn-
að og karlmennsku og er einn
eftir af hópi þeira systkinga;
Grimur, einnig sjómaður, tók
skipstjórapróf og var um árabil
aflasæll togaraskripstjóri í Bost-
on, kom heim um miðjan aldur og
Konan mín, móðir, tengdamóðir og amma,
MAGNÚSfNA KATRÍN GUÐJÓNSDÓTTIR,
Ólduslóð 6, Hafnarfirði,
lézt þann 20. júní.
Guðjón Árnason,
börn, tengdaborn og barnabörn.
t
Útför móður okkar,
MAGNÚSÍNU JÓHANNSDÓTTUR.
frá Siglufirði,
fer fram 24 júni kl. 1 0.30. i Fossvogskirkju
Pálina Guðjónsdóttir, Rósa Guðjónsdóttir,
Erla Guðjónsdóttir.
t
Móðir min og tengdamóðir,
MARTA ARNÓRSDÓTTIR,
frá Hesti, Ásgarði 4,
verður jarðsett frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. júni kl 1 3.30.
Guðrún Arnórs.
Sigurjón Vilhjálmsson.
Útför eiginkonu og móður okkar,
JÓNU INGVARSDÓTTUR,
Laugaveg 145,
sem lést 8. þ.m., fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 24. júní kl.
1.30 Þeim sem vilja minnast hennarer bentá liknarstofnanir.
Einar Jónsson,
Katrfn Einarsdóttir, Ingvar Einarsson,
Egill Einarsson, Gunnar Einarsson.
t Útför móður okkar og fósturmóður
KRISTÍNAR ÁRNADÓTTUR
Smyrilsveg 28
fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 25. verður í kirkjugarðinum við Suðurgötu. júní kl. 13.30. Jarðsett
Börn og fóstursonur.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og bróður,
GUOLEIFS ÞORKELSSONAR,
Einarsnesi 44.
Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki á deild A-4 Borgar-
spitalanum.
Guðrún Egilsdóttir,
dætur. tengdasynir,
barnabörn og systkini.
rak fyrirmyndarbú f Auðsholti i
ölfusi um árabil; Guðbrandur,
einnig sjómaður, er lauk prófi frá
Vélstjóraskóla íslands og varð
fljótt vélstjóri hjá Eimskip. Hann
var talinn til fyrirmyndar i hinum
glæsilega hópi ungra manna, sem
brutu fsinn og stofnuðu þessa
nýju stétt í sjómannsfaginu á öðr-
um tug aldarinnar. Hann dó langt
um aldur fram.
Ólafía, sem vissulega hefur ver-
ið aufúsugestur foreldra sinna og
hinna tápmiklu bræðra, ólst upp
meðal þeirra á Disastöðum til 8
ára aldurs sem eftirlætisbarn,
sem fluttist til Reykjavíkur ásamt
foreldrum sínum og albræðrum
1902, en eldri bærðurnir Kristján
og Kjartan báðir uppkomnir og
kvæntir.
Hákon settist að f gamla vestur-
bænum, nánar tiltekið Oddgeirs-
bæ við Framnesveg, en byggði sér
+
Útför mannsins míns
HANNESARHANSSONAR
frá Hvoli
Auðarstræti 5 Reykjavik
fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 25. júní kl 3 e.h.
Fyrir hönd aðstandenda
Magnúslna Friðriksdóttir.
t
Þökkum innilega auðsýnda
samúð við fráfall og jarðarför.
INGIBJARGAR
GUOMUNDSDÓTTUR,
frá Sandgerði.
Guðmundur Guðmundsson,
synir, tengdadóttir og barna-
börn.
fljótlega hús við Brekkustig og
bjó þar til dauðadags.
Ólafía var um fermingaraldur,
þegar móðir hennar dó, en Hákon
hélt heimili með börnum sínum.
Árið 1911 kvæntist Hákon aftur
Guðrúnu Erlendsdóttir ekkju
Marteins Teitssonar skipstjóra í
Reykjavík, sem dó ungur 1899.
Þar fékk Ólafía góða stjúpmóður,
gagnmerka konu, sem varð henni
og bræðrum hennar sem bezta
móðir og félagi og naut mikillar
virðingar bæði þeirra og annarra,
sem henni kynntust. Guðrún varð
sfðar tengdamóðir Ólafiu, bjó
lengi áfram á Brekkustíg 14 eftir
dauða Hákonar og hélt reisn sinni
til æviloka.
Árið 1918 fór Ólaffa til Dan-
merkur og stundaði nám við hús-
mæðraskólann í Sorö á Sjálandi
og lauk prófi þaðan, sem mun í þá
daga hafa þótt gott veganesti ung-
um konum.
Eftir heimkomuna frá Dan-
mörku réðst hún forstöðukona til
nýstofnaðs félags, sem rak mötu-
neyti fyrir stúdenta, „Mensa Aca-
demica“, og var við þau störf í 3
ár.
Ég hef heyrt, að hún hafði verið
ákaflega vinsæl i þessu starfi,
bæði meðal starfsstúlkna sinna,
sem mátu hana sem góðan kenn-
ara, lipra og létta lund hennar og
vinskap, sem hefur enzt ævilangt
hjá mörgum þeirra. Þá var hún
einnig vel metin sem stjórnsöm
húsmóðir og fyrir lipra umgengni
af hinum mörgu ungu mennta-
mönnum, sem hún hafði á þessu
stóra heimili og margir siðar áttu
eftir að verda framámenn á ýms-
um sviðum þjóðfélagsins. Munu
margir þeirra ennþá minnast
þessara kynna, þegar rifjaðar eru
upp endurminningar skólaár-
anna. Ólafía mun þá einnig hafa
lagt sig alla fram og gengið óskipt
fram í þessu starfi, og átti hún
lfka margar skemmtilegar endur-
minningar frá þessu mötuneyti,
sem vissulega hefur verið allólíkt
almennum matsölustað.
Guðmundur Marteinsson, sonur
Guðrúnar Erlendsdóttur, missti
föður sinn í barnæsku eins og
áður segir. Var að nokkru alinn
upp hjá móðursystur sinni í
Hrunamannahreppi og kom lítið
við sögu á hinu glaðværa heimili á
Brekkustíg 14. Hann lauk námi og
tók lokapróf á einum vetri frá
Flensborgarskóla í Hafnarfirði.
Fór svo til Noregs, gekk þar i
menntaskóla og sfðar í háskóla og
lauk þar prófi í rafmagnsverk-
fræði 1922. Það var ekki mikið að
gera á íslandi í þá daga fyrír
verkfræðinga og sigldi Guð-
mundur til Bandaríkjanna í at-
vinnuleit og fékk fljótt vinnu við
sitt hæfi.
Samsumars skrifar hann heim
eftir unnustu sinni, Ólafíu Há-
konardóttur, og stefnir henni til
sín. Hvenær þessi stjúpsystkin,
Faðirokkar, bróðirog afi h
HARALDUR BJARNASON
Sem lézt þann 16.*júní. Verður þriðjudaginn 25. júní kl. 10 30 f.h. jarðsunginn frá Fossvogskirkju, Fyrir hönd vandamanna
Bjarni R. Haraldsson Anna K. Haraldsdóttir.
Eiginmaður minn,
ÓLAFUR HELGI HJÁLMARSSON vélvirkjameistari,
frð Látrum I Aðalvlk,
Brávallagötu 18,
er andaðist í Borgarspitalanum aðfararnótt 1 6. júní, verður jarðsunginn
frá Fóssvogskirkju þriðjudaginn 25. júní kl. 13.30. Blóm vinsamlega
afbeðin.
Sigríður Jóna Þorbergsdóttir.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins
míns, föður okkar, tengdaföður og afa
MAGNÚSAR SIGGEIRS BJARNASONAR
frá Smiðshúsum, Eyrarbakka.
Guðrún PálFna Guðjónsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
sem alia tto höfðu dvalið fjarlæg
hvort öðru, hafa fengið tækifæri
til þess að bindast svo nánum
böndum og ráða ráðum sfnum á
jafnfarsælan hátt og löng og
snurðulaus sambúð þeirra hefur
löngu sannað, hafa þau lítt flíkað
við vini sína.
Ólafía lét ekki á sér standa, en
lagði upp ein síns liðs I Ameríku-
för, sem var allmiklu meira og
erfiðara ferðalag en nútfminn
býður upp á, um miðjan septemb-
er 1923. Sú för hófst með strand-
ferð norður um land til Bergen og
þaðan með norsku skipi eftir
hálfsmánaðar bið til New York,
og f Boston hittust þau eftir
mánaðarferðalag frá Islandi hinn
19. október og þar voru þau gefin
saman í hjónaband af norskum
presti.
Þau bjuggu svo í 12 ár f ýmsum
stórborgum á austurströnd
Bandaríkjanna við vaxandi vel-
gengni, þar eð Bandaríkjamenn
kunnu vel að meta hæfileika Guð-
mundar, menntun og trúmennsku
og fólu honum fljótt hin vanda-
sömustu störf við stórvirkjanir og
annað skylt.
Þar undu þau hag sfnum vel,
þar fæddist einkadóttir þeirra
Guðrún, sem nú er aðstoðarfor-
stöðukona við Borgarspítalann í
Reykjavík. Þar eignuðust þau
marga vini.
En þrátt fyrir velgengni kusu
þau þó að hverfa aftur heim 1935
og voru að sjálfsögðu kærkomnir
gestir í ættingja- og vinahóp.
Þessi breyting hefur vissulega
verið erfið í fyrstu. Hér var dauft
yfir öllum stórframkvæmdum.
Guðmundur lítt kunnur hér
heima sem verkfræðingur, þar eð
hann lauk öllu sfnu námi í Noregi
og öðlaðist verkfræðireynslu sína
(að vísu miklu betri en kostur var
hér heima) í Bandaríkjunum. Það
tók því nokkurn tíma að skjóta
rótum aftur f gamla landinu og
sennilega lítið eða ekki hægara
fyrir Ólafíu og þær mæðgur en
hann.
En ræturnar uxu og styrktust.
Þau létu sig engu skipta, þótt
kjörin yrðu ekki jafn ríkuleg
fyrstu árin og þau sem horfið var
frá vestra.
Fljótlega festu þau kaup á húsi
við Baugsveg 26, sem nú heitir
Bauganes 34 og hafa búið þar æ
sfðan, eða tæp 40 ár. Þar naut
Guðrún Erlendsdóttir mjúkra
handa Ólaffu, ástríkis og virðing-
ar hennar hin sfðustu ár og þar
hefur vinahópurinn farið vaxandi
ár frá ári og hagur batnað. Þar
var mikið landrými, sem þau hag-
nýttu til skógræktar og ræktunar
ýmissa nytjajurta og blóma og var
Ólafía styrk stoð manni sínum í
þeim efnum sem öðrum.
Auk Guðrúnar tóku þau Kat-
rínu dóttur hennar til fósturs og
ættleiddu hana. Hún er nú upp-
komin, búin að finna traustan og
góðan eiginmann og koma upp
nafni afa síns, Guðmundar. „Lffið
yrkir stöðugt“.
í Kjörlund var alltaf gott að
koma, gestrisni svo að af bar og
þar leið fólki alltaf vel.
Við hjónin eigum margar
ógleymanlegar endurminningar
um hinar mörgu ánægjustundir,
sem við höfumáttmeðþessum
hjónum á heimili þeirra, heimili
okkar, ferðalögum og öðrum sam-
skiptum. Við þökkum Ólafíu fyrir
frábæra kynningu og biðjum Guð-
mundi, dætrum, afadreng og öðr-
um ættingjum allrar blessunar.
Með söknuði kveðjum við
Ólaffu, sem sannarlega var „vinur
vors og blóma“.
Guðfinnur Þorbjörnsson.
ATHYGLI skal vakin á þvf,
að afmælis- og minningar-
greinar verða að berast
blaðinu fyrr en áður var.
Þannig verður grein, sem
birtast á f miðvikudagsblaði,
að berast f sfðasta lagi fyrir
hádegi á mánudag, og hlið-
stætt með greinar aðra daga.
— Grcinarnar verða að vera
vélritaðar með góðu lfnu-
bili.