Morgunblaðið - 23.06.1974, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JUNÍ 1974
43
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Hvad getur Kristur gert fyrir venjulegan
mig?
mann eins og
Þjónusta Krists hér á jörð beindist að mestu að
venjulegu fólki. Biblían segir: „Hinn mikli mann-
fjöldi hlýddi fúslega á hann.“ Hann hlýtur að hafa
flutt þeim orð, sem gladdi þá og uppörvaði, ella hefðu
þeir ekki sóst svo mjög eftir að hlusta á hann.
Hvaða orð flutti hann þeim? Hann bauð þeim
fyrirgefningu. Sektarkennd býr innra með okkur
öllum, vegna þess að „allir hafa syndgað“. Ekkert
sviptir menn lífsgleði eins og sek samvizka. Enginn
getur orðið fullkomlega hamingjusamur, fyrr en
þessi byrði syndarinnar er á burtu tekin. Kristur
býður fyrirgefningu syndanna.
Því næst býður hann frið í hjarta. Hann læt.ur
okkur ekki eftir í tómarúmi. Hann sagði: „Minn frið
gef ég yður.“ Hann getur sætt okkur menn hvern
við annan og við okkur sjálf. Hann leysir hinn innri
vanda okkar.
Þá gefur hann lífi okkar tilgang. Hann gefur lífinu
markmið, grundvöll og gildi. Hann tekur lífsleiðann í
burtu og löngum í gervigleði og stundarhrifningu.
Þess í stað veitir hann fögnuð og rósemi.
Og að endingu: Hann lyftir okkur frá okkur sjálf-
um, frá eigingirninni, og hjálpar okkur til að liðsinna
öðrum. Allt þetta getur hann gert fyrir venjulegan
mann eins og yður, því að hann hefur gert þetta fyrir
mig.
Stúdentablaðið:
Námslánin hafa
rýrnað um 9% í ár
— Listahátíð
Framhald af bls. 2
húsinu, en verður í vörzlu borgar-
innar.
Upphaflega var talað um, að
listahátíðir mundu draga að
ferðamenn og því spurðum við þá
Baldvin og Jön Steinar í lokin,
hvort svo væri:
— Eitthvað af erlendum gest-
um kom gagngert til aó fylgjast
með listahátfðinni hér, sögðu
þeir. En benda má á það, að lista-
hátfðin og þetta fræga Iistafólk,
sem kom hefur vakið athygli og
verið skrifað um það f erlend
blöð, svo sem NY Times. Það sýn-
ir umheiminum, að hér er grósku-
mikið lista- og menningarlíf, og
það ætti að draga að. Og erlendir
blaðamenn hafa nú komið gagn-
gert til að fylgjast með og skrifa
um listahátið.
— Gulag
Framhald af bls. 2
veld bráð fyrir fangaverðina og
glæpamenn í hópi fanganna.
Margar þeirra vildu heldur
verða barnshafandi og hafa ör-
lítið skárra viðurværi á meðan
á því stóð og þar til börnum
þeirra var komið fyrir á
munaðarleysingjahælum rfkis-
ins.
Lýsingar Solzhenitsyns eru
hryllilegar. „Þegar svörtu lýsn-
ar skríða yfir andlitið á félaga
þínum i næsta rúmi geturðu
verið viss um að hann er lát-
inn.“ Flestum fangabúðanna,
sem Ifst er f öðru bindi Gulags,
var lokað eftir dauða Stalíns,
en Solzhenitsyn telur samt
ekki, að breyting hafi orðið til
batnaðar í því kommúníska
kerfi, sem gerði eyjahafið
hryllilega mögulegt. Boð-
skapurinn f bók Solzhenitsyns
virðist enn vera sá, að aðeins
uppljóstranir um hið illa geti
rutt hinu góða braut, því hinu
illa verði aldrei alveg útrýmt.
(Endursagt úr Time.)
— Ritskoðun
Framhald af bls. 1
sjónvarps, kvikmynda og leik-
rita. Sérstök nefnd á að fara
með ÖII slfk vafaatriði og getur
bannað birtingu slfks efnis f
allt að tvo mánuði og miklar
fjársektir liggja við, ef ekki er
farið eftir þessum lögum.
Segir f greinargerð stjórnar-
innar, að þessi lög séu sett af
hugmyndafræðlegum ástæð-
um til að koma f veg fyrir, að
stjðrnin sé trufluð f uppbygg-
ingarstarfi sfnu. Er gert ráð
fyrir, að Spinola kynni þjðð-
inni þessi lög á næstunni. Tek-
ið er fram f fréttaskeytum, að
ekki hafi margt birzt á prenti,
sfðan Spinola tðk við, sem
telja mætti fjandsamlega
gagnrýni, en hins vegar hefur
ýmislegt komið fram f blöðum,
sem túlka má sem stuðning við
aðgerðir skæruliða f nýlendun-
um.
Þegar Spinola hershöfðingí
tðk völdin f aprfl lét hann af-
nema þá ritskoðun, sem verið
hafði f gildi f Portúgal.
ÖÐAVERÐBÓLGA rfkisstjðrnar-
innar hefur rýrt lánakjör náms-
manna um 9% sfðustu mánuði.
Upplýsingar þessar koma fram f
sfðasta tölublaði Stúdentablaðs-
ins, sem er málgagn vinstri meiri-
hluta Stúdentaráðs. Stúdenta-
blaðið greinir ennfremur frá þvf,
að söluskattshækkun rfkisstjðrn-
arinnar hafi valdið stðrfelldri
kjararýrnun, þar sem fyrirhuguð
lækkun tekjuskatts kemur náms-
mönnum f fæstum tilvikum til
gðða. Auk þessa hafnaði vinstri
stjðrnin á sfnum tfma sem kunn-
ugt er þeirri stefnu, að námslánin
nægðu til þess að brúa bilið milli
tekna og framfærslukostnaðar
námsmanna.
I áðurnefndri grein Stúdenta-
blaðsins segir orðrétt: „Hins veg-
ar eru vinnuaðferðir Lánasjóðs
þær, að hann áætlar verðbólguna
í upphafi hvers árs, en nú í vetur
hefur t.a.m. hefur verðbólgan far-
ið svo langt fram úr spám, að af
þeim sökum einum er um 9%
rýrnun á námslánum að ræða.
Eins og flestum stúdentum er í
fersku minni, framkvæmdi
Lánasjóður I vetur könnun á
framfærslukostnaði stúdenta.
Niðurstöður þeirrar könnunar
liggja ekki enn fyrir, en spurst
hefur að um verulegt vanmat hef-
ur verið að ræða. Enda hlýtur
hverjum martni að vera ljóst að
þær 21 þúsund krónur sem stúd-
entum er ætlað að lifa á mánað-
arlega samkvæmt fjárþurftarút-
reikningum Lánasjóðs, standa
hvergi nærri undir mánaðarlegri
eyðslu, jafnvel þótt ítrustu spar-
semi sé gætt.“
Þá segir Stúdentablaðið: „Enn
versnaði hlutur stúdenta við
kjarasamningana nú í vor. Þar
var samið um 4% söluskattshækk-
un, en á móti skyldi koma lækkun
tekjuskatts, sem næmi sömu
heildarupphæð. Hér er um að
ræða verulega tekjutilfærslu, sem
er einhliða kjararýrnun gagnvart
flestum stúdentum, sem borga
hvort sem er engan tekjuskatt.“
Loks segir blaðið: „Við erun*
ekki farin að sjá það enn að stúd-
entum verði bætt kjararýrnun
síðastliðins veturs. Það liggur
heldur ekki fyrir að leiðrétt van-
mat siðustu ára á fjárþörf stúd-
enta.“
m UNGMENNA-
FELAGAR
UMFÍ efnir til hópferðar til Noregs ef næg
þátttaka fæst, ferðin verður um miðjan júlí og
er áætlað að dvelja í Noregi 8—1 0 daga ýmist
í tjöldum eða hótelum.
Væntanlegir þátttakendur láti skrá sig fyrir 29.
júní í síma 14317.
Ódýr ferð.
Ungmennafélag íslands.
— Stefnuyfirlýsing
Framhald af bls. 44
veganna og rekstri þjóðarbúsins alls. Þegar
svo er komið, er ekki samstaða um eitt eða
neitt á milli stuðningsflokka stjórnarinnar,
heldur er hlaupizt á brott frá tómum sjóð-
um, fjárvana fyrirtækjum, fölsuðu gengi og
óðaverðbólgu.
Lausn efnahagsvandans
Það skiptir öllu máli, að nú þegar verði
snúizt gegn efnahagsvandanum með mark-
vissum og samræmdum aðgerðum. Þegar
jafn illa er komið og nú er, verða slíkar
aðgerðir ekki sársaukalausar. Sá sársauki
er þó lítilfjörlegur samanborið við það at-
vinnuleysi og kjaraskerðingu, sem að
öðrum kosti blasir við.
Fyrsta skilyrðið til þess að unnt sé að
framkvæma raunhæfar aðgerðir í efna-
hagsmálum er, að við stjórn landsins taki
samhent ríkisstjórn, sem hafi öruggt þing-
fylgi og traust fólksins í landinu. Slík ríkis-
stjórn þarf á skömmum tíma að móta og
hrinda í framkvæmd samræmdum að-
gerðum í öllum megingreinum efnahags-
mála.
í fjármálum ríkisins er nauðsynlegt að
endurskoða þegar í stað útgjaldafyrirætlan-
ir og draga úr útgjöldum þar til jafnvægi
hefur náðst í ríkisbúskapnum. Þar á meðal
verður að lækka niðurgreiðslur. Jafnframt
verður að endurskoða fjármál og rekstur
ríkisstofnana og fríkisfyrirtækja svo endir
verði bundinn á greiðsluhalla þeirra.
I peningamálum verður að hamla gegn
óhóflegri þenslu útlána og vernda hag
sparifjáreigenda. 1 því skyni verði upp-
bygging vaxtakerfisins tekin til endurskoð-
unar, m.a. I því skyni að gera það sveigjan-
legra. Jafnframt verði leitað nýrra leiða til
að örva frjálsan sparnað, og í því sambandi
könnuð verðtrygging sparifjár, þar sem
henni verður við komið og stofnun verð-
bréfamarkaðar. Nauðsynlegt er, að
bankarnir láti það ganga fyrir öðru að leysa
úr rekstrarfjárþörf atvinnuveganna.
Endurskoða þarf lánafyrirætlanir fjárfest-
ingarlánasjóða og takmarka lánin við það
lánsfé, sem til ráðstöfunar er. Um leið
verður að endurskoða og samræma lána-
kjör sjóðanna. Strangar reglur verður að
setja um lántökur opinberra aðila erlendis,
þannig að erlend lán séu aðeins tekin vegna
framkvæmda, sem fela í sér beinan og
mikinn gjaldeyrissparnað.
Fylgja verður raunsærri stefnu í gengis-
málum, sem tryggir útflutningsframleiðsl-
unni eðlilega afkomu og jafnvægi í
greiðsluviðskiptum landsins. Jafnframt
verður að afnema innborganir og aðrar
hömlur á innflutnings- og gjaldeyrisvið-
skiptum.
I verðlags- og launamálum verður að
stefna að stöðvun hinnar öru verðbólgu í
áföngum. Við lausn þessara vandamála
verði haft samráð við samtök launþega og
vinnuveitenda.
Framtíðarstefnan
Sé efnahagsvandinn, sem nú er við að
stríða, tekinn réttum tökum, er full ástæða
til að ætla, að ekki líði á löngu þar til unnt
sé að einbeita sér að nýju að framtíðar-
markmiðinu: Byggingu frjáls, velmegandi
og réttláts þjóðfélags á Islandi. Reynslan
hefur enn.sýnt, að í sókninni að þessu
markmiði er farsælast að treysta á dug og
athafnaþrá hvers og eins og frjáls samtök
manna. Jafnframt hefur reynslan sýnt enn
á ný nauðsyn festu og jafnvægis í almennri
stjórn efnahagsmála.
Sjálfstæðisflokkurinn mun fylgja fast
fram þeirri meginstefnu sinni að stuðla að
frjálsu framtaki einstaklinga og félaga,
jafnframt því sem ekki sé hvikað frá sam-
ræmdri og agaðri stefnu í fjármálum og
peningamálum. Til þess að fullur árangur
náist af þessari stefnu, verður að afnema
síðustu leifar haftakerfis liðins tíma og
tryggja sem bezt skilyrði frjálsrar verð-
myndunar.
Jafnframt verður að stuðla að jafnvægi
og stöðugleika í efnahagsmálum með fjár-
magnsmyndun í atvinnuvegunum, hagnýt-
ingu verðjöfnunarsjóða og hreyfanlegri
gengisskráningu eftir því sem við á.
Mikilvægt er, að atvinnulíf landsins geti
verið sem fjölbreyttast, að nýjar, arðbærar
útflutningsgreinar komi til sögunnar, jafn-
framt því sem sjávarútvegur og aðrar
greinar, sem fyrir eru, haldi áfram að efl-
ast. I þessu sambandi hefur aukin nýting
hinnar miklu og ódýru orku, sem býr í
fallvötnum landsins og iðrum jarðar, sér-
staka þýðingu.
Brýna nauðsyn ber til að endurskoða að
nýju skattlagningu bæði einstaklinga og
fyrirtækja í því skyni að glæða athafnaþrá
og gera álögur réttlátari og einfaldari. 1
þessu sambandi er samræming greiðslna
almannatrygginga og skatta sérstaklega
mikilvæg, en af henni getur leitt bæði
einföldun og sparnað. Sífelld árvekni yfir
þróun opinberra útgjalda hefur meginþýð-
ingu. Jafnframt verður að leita nýrra og
hagkvæmari leiða til að sinna þeim al-
mannaþörfum, sem þau útgjöld beinast að.
Sé þeirri meginstefnu fylgt, sem hér
hefur verið lýst, er ekki ástæða til að ætla
annað en að nýtt framfaraskeið geti senn
hafizt. Framleiðsla getur þá aukizt samfara
traustri stöðu landsins út á við, atvinnu-
vegirnir blómgazt og allir landsmenn notið
góðs af vaxandi velmegun og efnahagslegu
öryggi.