Morgunblaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JULl 1974 Spói braut fram- rúðu landgræðslu- flugvélarinnar ÞAÐ óhapp varð, er landgræðslu- flugvélin var við störf í Aðal- dalnum um helgina, að spói lenti á framrúðu vélarinnar og braut hana. Rigndi glerbrotunum yfir flugmennina svo að þeir skárust í andliti. Urðu flugmennirnir að lenda vélinni við svo búið og fóru þeir síðan til Húsavíkur á héraðs- sjúkrahúsið þar og var gert að meiðslum þeirra. ----- Málverkasýning Kristjáns Hall KRISTJÁN Hall hefur opnað mál- verkasýningu að Lækjargötu 2. Hann sýnir þar 23 olíumálverk, sem öll eru máluð á síðasta ári og þessu. Sýningin er opin daglega frá kl. 9 til 21 og um helgar til kl. 6 en hún stendur út þessa viku. Bellonte flugkappi á íslandi Heldur fyrirlestur á fimmtudagskvöld FRANSKUR flugkappi, Maurice Bellonte, og frú komu tll Reykjavfkur f gær og hyggj- ast dveljast á fslandi f um það bll hílfan mánuð. Bellonte varð frægur árið 1930, er hann ásamt Costes Bellonte flaug fyrstur yfir Atlantshaf frá Le Bourget-flugvelll við Parfs til New York f einum áfanga. Þremur árum áður hafði Charles Llndberg flogið yfir Atlantshaf, en hann flaug frá New York tll Parfsar eins og kunnugt er. Farkostur Bellonte var tvfþekja af gerðinni Bréguet og var þetta önnur til- raun hans til að komast vestur um haf til Bandarfkjanna, en fyrstu tilraunina gerði hann 1929, og varð þá að snúa við skammt austan Azoreyja. A blaðamannafundi, sem Flugmálafélagið hélt í gær, skömmu eftir að Bellonte-hjón in komu til Reykjavfkur, skýrði Maurice Bellonte frá þessari ferð sinni. Hún var farin 1. og 2. september 1930 og voru þeir félagar 37 klukkustundir og 18 mínútur á leiðinni. Nokkrir höfðu áður gert tilraun til þess Frá blaðamannafundinum með Bellonte f gær. Frá vinstri: Agnar Kofoed-Hansen, frú Bellonte, Björn Jónsson, Maurice Bellonte og Helga Ingðlfsdóttir. — Ljósm.: Sv. Þorm. að fljúga þessa leið, en mistek- izt. Flugvélin, sem Bellonte not- aði til fararinnar, bar nafnið „Spurningarmerkið". Um komu sfna til tslands sagði Bellonte: „Ég kem til Islands vegna þess, að mig langar til þess að skoða landið. Ég hef oft komið til landsins f tæknilegum erindum sem flugmaður á DC4- flugvélum eða Constellation- flugvélum á strfðsárunum, t.d. til að taka eldsneyti. Þetta er þvf fyrsta sinni sem ég kem til landsins til þess að skemmta mér og sjá mig um.“ Bellonte kvaðst einnig mundu fara til Grænlands til þess að skoða sig um, en þangað hefur hann aldrei komið. Hann er hér f boði Loftleiða. Bellonte sagði, að undirbún- ingur ferðarinnar yfir Atlants- haf hefði verið langur og mik- ill. Hinn raunverulegi undir- búningur hófst árið 1928, en áður hafði hann flogið frá Parfs til Mansjúríu, 8.000 km f einum áfanga. Sú ferð tók 52 klukku- stundir. „Við æfðum okkur vel, því að við vildum ekki taka neina áhættu“ — sagði þessi gamla flugkempa um flugið yf- ir Atlantshaf, rétt eins og unnt hefði verið að fljúga þessa leið á sama hátt og gert er í dag. Fyrsta tilraun þeirra félaga til þess að fljúga frá París til Framhald á bls. 35 lendingum á Islandi alúðarkveðj- ur og árnaðaróskir í tilefni af 1100 ára landnámi. Jafnframt því sem hin vestræna grein óskar hinum fslenzka stofni heilla og hagsældar nú og á ókomnum öldum þakkar hún menningararf sinn, margvíslegan sóma og aðrar stórgjafir, sem ættkvíslinni hefir borizt í rúma öld. Um grein og stofn renna straumar hljóðir. Gert fyrir hönd félagsins af stjórnarnefnd þess, staddri á Is- landi á miðsumri 1974, — Skúli Jóhannsson, Grettir Leo Jóhanns- son, Philip Pétursson, Kristfn Rannveig Johnson, Hólmfrfður Daníelsson, Jón A. Björnsson, Margrét Arnason, Stefán J. Stefánsson og Jóhann S. Sigurðs- son.“ Þá afhentu V-Islendingarnir einnig innrammaða ljósmynd af málverki eftir Árna Sigurðsson þar sem sést er íslenzkir frum- herjar stfga á land á Víðinesi við Manitobavatn 21. október 1875 en þar með hófst varanlegt landnám Islendinga vestan hafs. Arni Sigurðsson var fremsti málari V- Islendinga en er látinn fyrir nokkrum árum. Loks voru afhent við þetta tæki- færi míkrómyndir af þremur síð- ustu árgöngum Lögbergs-Heims kringlu. Árið 1971 afhentu V-Is- lendingar míkrómyndi af öllum blöðum V-Islendinga sem gefin höfðu verið út fram að þeim tíma, og eru þær nú í vörzlu Landsbóka- safnsins. Svo verður einnig um þessar míkrómyndir, enda gjöfin nú aðeins til að staðfesta að þessu verði haldið áfram. Tapaði 15 þús. kr. -UNGUR piltur — sendili hjá Eimskipafélagi tslands — kom að máli við Morgunblaðið f gær og kvaðst hafa tapað 15 þúsund krón- um, er honum hafði verið trúað fyrir. Pilturinn telur sig hafa misst peningana f miðbænum eða á Laugaveginum milli kl. 11 og 3 1 gær. Biður hann skilvfsan finn- anda að koma peningunum til húsvarðar Eimskipafélagshúss- ins. STJÓRNARNEFND Þjóð- ræknisfélags tslendinga f Vesturheimi afhenti fyrir helgina forseta tslands gjafir V-tslendinga til fs- ienzku þjóðarinnar f til- efni 1100 ára landnáms á tslandi. Fór afhendingin fram f Bessastaðakirkju. Fyrst skal telja, að afhentur var skrautritaður eirskjöldur, sem bar eftirfarandi áletrun: „Þjóð- ræknisfélag íslendinga í Vestur- heimi flytur Islandi og Is- BANDARlSK stórverzlun, Carson Pirie Scott & CO, f Chicago hyggst f haust verja 30 þúsund dollurum til kynningar á fslenzk- um ullarvörum eða um 3 milljón- um fslenzkra króna. Verzlunin hef ur gert samning við fslenzka aðila um kaup á ullarvörum og er verð- mæti vörunnar á heildsöluverði um fjórðungur úr milljón doiiara eða um 25 milljónir fsl. króna. A blaðamannafundi, sem Utflutn- ingsmiðstöð iðnaðarins hélt f gær með 5 fulltrúum verzlunarinnar, sem staddir eru hérlendis um þessar mundir, kom fram, að þessi auglýsingaherferð sé hin umfangsmesta á fslenzkum vör- um, sem erlendir aðilar hafa lagt f f Bandarfkjunum. I sunnudagsblaði Mbl. var við- tal við aðalinnkaupastjóra fyrir tækisins John E. Cotter, þar sem hann skýrði frá þessari herferð, sem fyrirtækið er að fara út f. Til kynningar íslenzkri vöru hyggst Þessar yngismeyjar eru frá Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og eru félagar í kaþólskri hreyf- ingu, sem kalla má Máríuherdeildina. Þær hafa dvalizt hér í tæpa viku og verið í sambandi við trúsystkini á íslandi, en markmið Máríanna er að efla tengsl kaþólikka um heim allan og ferðast þær viða um lönd I þeim tilgangi. Stúlkurnar koma hingað til lands á eigin vegum en undir leiðsögn prests og búa á Hj álpræðishernum. Norðursjórinn: Hafa selt fyrir 224 millj. kr. — Guð- mundur RE hefur selt fyrir 27 millj. ISLENZKU sfldveiðiskipin, sem veiðar stunda f Norðursjó, seldu alls 59 sinnum f Hirtshals og Skagen f sfðustu viku. Alis lönd- uðu skipin 1.697 lestum f sfldar- bæjunum og seldist aflinn fyrir 39,6 millj. kr. Meðalverð fyrir hvert kfló var kr. 23,39. Fram að sfðasta sunnudegi voru fslenzku skipin búin að landa 9.810 lestum f Danmörku og sá afli hafði selzt fyrir 224 milljónir króna. Meðalverð fyrir hvert kg er kr. 22,84. Á sama tfma f fyrra höfðu skipin selt samtals 8.417 lestir fyrir 171,5 millj. kr. og þá var meðalverðið kr. 20,38. Guðmundur RE 29 er enn sem fyrr söluhæsta skipið. Nú hefur skipið selt 1.013 lestir fyrir 27,1 millj. kr. Loftur Baldvinsson EA er annar í röðinni með 804 lestir fyrir 20,3 millj. kr. og f þriðja sæti er Faxaborg GK með 808 lestir fyrir 17,5 millj. kr. Hæstu heildarsölurnar í síð- ustu viku fékk Gísli Árni RE, en skipið seldi tvisvar sinnum i vik- unni fyrir alls 4,5 millj. kr. Fyrst seldi Gísli Árni þann 1. júlí 106 lestir fyrir 2,2 millj. kr. og þann 5. júlf seldi skipið aftur tæpar 79 lestir fyrirtæpar 2,3 millj. kr. Hæsta meðalverðið fékk hins veg- ar örn KE en örn seldi 56,4 lestir þann 5. júlí fyrir 2 millj. kr. og maðalverðið var kr. 35,97. KAUPA ULLARVÖRUR FYRIR 25 MILLJÓNIR fyrirtækið gefa út tvo bæklinga, annan með íslenzku efni ein- göngu, en hinn, sem gefinn er út í 500 þúsund eintökum, nefnist Carson’s „Best of the World“. Bækhngur þessi, sem kemur út fyrir jólin, verður með 2 til 3 blaðsíðum, þar sem kynnt verður fslenzk vara, en í síðasta hefti hans var aðeins hluti úr síðu helgaður fslenzkum ullarvarn- ingi. Það kom fram á blaðamanna- fundinum, að verðmæti vörunnar frá því er hún fer héðan og þar til hún er komin í verzlun í Chicago þrefaldast. Fyrirtækið hefur selt fslenzka vöru frá 1970. Hið bandaríska verzlunarfyrir- tæki rekur mikla stórverzlun í miðri Chicago og tuttugu og þrjú útibú í helztu borgum Illinois. Hjá þvf starfa 11 þúsund manns. Einnig rekur fyrirtækið umfangs- mikla póstverzlun. Þau fimm, sem hér eru stödd frá Carson Pirie Scott & Co., eru: John E. Cotter, aðalinnkaupa- stjóri, John Dodge, deildarinn- kaupastjóri, Sylvia Schultz, inn- kaupastjóri sportfatnaðar, C.C. Bradley, yfirmaður verzlunar- skreytinga og Julie Robinson, blaðafulltrúi. r V-Islendingar afhenda gjafir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.