Morgunblaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JULl 1974 17 Golfið aldrei vinsælla en nú Viðar HaU- dórsson KNATTSPYRNUMENN FH hafa mörg undanfarin ár fallið f skuggann fyrir hinum öflugu handknattlciksmönnum fé- lagsins. FH Iiðið I knattspyrnu hefur þó styrzkt með hverju árinu og nú stendur liðið vel að vfgi I 2. dcildinni og ekki er út f bláinn að reikna með sigri liðsins I deildinni að þessu sinni. Viðar Halldórsson er einn af beztu knattspyrnu- mönnum Hafnarfjarðar og f FH-liðinu hefur hann leikið fjögur sfðastliðin ár, þá gjarn- an sem fyrirliði. Viðar er 21 árs viðskipta- fræðinemi og hefur leikið knattspyrnu frá þvf f S. flokki. Við spurðum Viðar að þvf á dögunum hvers vegna hann hefði farið f FH en ekki Hauka. — Astæðan er einfald- lega sú að ég lenti f FH en ekki Haukum, hef verið þar sfðan og verð sennilega FH-ingur alla mfna æfi. — Við stöndum óneitanlega vel að vfgi f deildinni nú en það höfum við gert áður. Ég held þó að við höfum þetta, vinnum deildina og leikum f þeirri fyrstu næstu sumur. Enn eru þó eftir sex leikir og baráttan er erfið, en við ætlum okkur upp, sagði Viðar. Skot- inn Pat McQuinn þjálfar FH- liðið og eru leikmenn mjög ánægðir með hann sem þjálf- ara. Eitt er það sem vekur at- hygli þegar horft er á FH-Iiðið leika, það er hvað samvinna leikmanna er góð og liðsand- inn. Þetta hefur þó ekki alltaf verið svona, FH-ingarnir ungu voru gjarnir á að skeyta skapi sinu á samherjunum og gefast upp við mótlætið. — Skotinn hefur náð allri vitleysu úr okk- ur og f sumar höfum við aðeins fengið eina áminningu, en þær voru þvf miður fastur liður f leikjum okkar, sagði Viðar. — Þá er Skotinn mjög þægilegur f umgengni og þó æft sé .fimm sinnum f viku eru allir mjög ánægðir. En hvað gera FH-ingar fari svo að þeir beri sigur úr býtum f 2. deildinni, bjóða þeir gest- um sfnum f 1. deildinni upp á malarvöllinn f Kaplakrika, eða hafa þeir grasvöll til afnota? Þessu svarar Viðar Halldórs- son: — Fyrir nokkrum árum var lokið við að undirbyggja grasvöll f Firðinum, en vegna einhverra mistaka hefur enn ekki verið hægt að sá f völlinn. Það hefur verið mikið mála- þras f kringum þessi grasvall- armál, en ég vona að sáð verði f völlinn f haust. Verði það gert getum við boðið upp á grasvöll næsta sumar. Framhald á bls. 21. Golffþróttin hefur aldrei notið meiri vinsælda en nú. Nú starfa 14 golfklúbbar á landinu og félag- ar þeirra eru um 1200 talsins. 1 ár hefur tfðin leikið við okkur, sumarið var einum mánuði fyrr á ferðinni en verið hefur. Vellirnir greru fljótt upp og það hefur ver- ið ánægjulegt að leika á þessum góðu völlum undanfarna mánuði. Þannig fórust Páli Ásg. Tryggvasyni formanni Golfsam- bandsins orð er Mbl. sneri sér til hans. Og Páll Ásgeir hélt áfram: — 1974 er mikið merkisár f sögu golfsins. Golfklúbbur Reykjavfkur verður 40 ára á þessu ári, og þar með golfið á tslandi 40 ára. Tveir golfklúbbar Nesklúbburinn og Golfklúbbur Suðurnesja hafa náð 10 ára aldri og slfkt eru merkistfmamót, þvf þá hafa þeir náð að festa rætur. Tveir klúbbar hafa bætzt í GSt, Jökull á Snæfellsnesi og Golfkl. Borgarness. Nýr klúbbur þýðir nýr golfvöllur — nýtt og aukið landnám fyrir golffþróttina. Við búumst við, ?ið það lands- mót, sem haldið verður í Grafar- holti í sumar, verði það lang- stærsta, sem hér hefur verið háð. Og nú er „breiddin" mjög að auk- ast f golfinu. Ungir menn hafa náð umtalsverðum árangri og þátttakendum í meistaraflokki fer fjölgandi þrátt fyrir æ strangari kröfur til þess flokks. Og sama má segja um aðra flokka. Konum hefur mjög fjölgað við golfiðkun og í keppni, en í þeim efnum hafa þó unglingarnir al- gera sérstöðu. Manni hættir ef til vill til að tala um of um „toppana“, sagði Páll Ásgeir enníremur, en víst eru þeir nauðsynlegir til að við- halda íþróttinni. En ekki má gleyma því, að flestir eru að þessu sér til hollustu og skemmtunar. Þess vegna gerir GSÍ og klúbbarnir tilraunir til að sam- ræma golfvelli bæði við þarfir al- mennings annars vegar og afreks- manna hinsvegar. Skilningur er á því að hlúa þurfi að báðum þess- um hópum. — Norðurlandamótið í haust er ykkar aðalverkefni? — Já. Þetta fyrsta alþjóðamót i golfi á Islandi er stórviðburður í sögu golfsins. Það koma 6 keppendur frá hverri Norður- landaþjóðanna og keppt verður 31. ágúst og 1. september. Leiknar verða 36 holur hvorn dag, högg- leikur fyrir hádegi og holukeppni eftir hádegi. Þarna verða allir beztu kylfingar Norðurlanda, og án efa hörkukeppni, þvf Norður- löndin eiga góða kylfinga — marga sem horfið hafa yfir í at- vinnumennsku að unnum Norður- landameistaratitlum. — Eru allar aðstæður hér komnar í gott lag? — Grafarholtsmenn vígðu skála sinn um Jónsmessuna og þar inn- andyra er allt komið í gott lag. Þeir hafa unnið mikið og munu vinna mikið að því að bæta völl- inn fram að mótinu, og ég efa ekki að þeim tekst það. — Þið hafið mikil viðskipti við útlönd? — Já þau eru eitt af verkefnum GSÍ. Sambandið er nú á síðustu árum aðili að Norræna samband- inu, Evrópusambandinu og hefur tekið virkan þátt f World Ama- teur Golf Counsil. Það síðast- nefnda gengst fyrir svokallaðri Eisenhowerkeppni, sem tsland hefur oft tekið þátt í. Næsta mót áaðfaraframí Kuala Lumpur í Mal-Asíu. Komið hafa upp erfið- leikar um mótshaldið, því gest- gjafar vilja ekki veita keppendum S-Afríku vegabréfsáritun. Kunna þær deilur að Ieiða til þess, að mótið fari ekki fram. GSÍ getur ekki af fjárhagsástæðum sent sveit manna til Kuala Lumpar, en getur fallist á, að ýmsir góðir menn fari til keppni á mótinu, ef þeir sjá um kostnaðarhliðina að mestu sjálfir. Kostnaður er ekki ýkja hér vegna hópferða frá Amsterdam. Þá barst okkur boð um að senda þátttakanda I Scandinavian Enterprice Open. Þar má enginn keppa nema sá sem hef- ur forgjöf 0. Enginn Is- lendingur hefur náð þvf marki. Björgvin og Þorbjörn eru með 2 í forgjöf. Björgvin hefur þó leikið undir henni á stóru móti og f boðinu segir að nái hann for- gjöf 0 fyrir 7. júlí sé hann velkom- inn. — En þegar minnst er á forgjöf hefur GSl gert eitthvað f þeim málum. Nú skeði það t.d. í Coca Cola keppni GR að maður með forgjöf 20, hlaut fjölda stiga til landsliðs. — Þetta er gömul saga og ný. Það er erfitt að fylgjast með mönnum, sem illa skila kortum eða eru að byrja sinn golfleik og eru óþekkt stærð og taka skjótum og örum framförum. Slíkir menn vinna oft mót til að byrja með, og segja má að forgjöf þeirra lækki ekki nógu fljótt. En GSI hefur reynt að samræma forgjöf á öllu landinu, með þvf að skipa nefnd sem kannar, hve erfiðir vellirnir eru og að samræma forgjöf inn- byrðis milli klúbbanna. — Starf GSI er allt unnið f sjálfboðavinnu. Starfið fer vax- andi í réttu hlutfalli við fjölda klúbba og fjölda þátttakenda. Við f stjórninni höfum líka haft sér- stakan áhuga á alþjóðasamskipt- um bæði til að fylgjast með á sviði golfreglna, hvernig golfið þróast, með gerð golfvalla og gefa okkar mönnum tækifæri til að spreyta sig í keppni á völlum erlendis og f keppni við erlenda kylfinga. — Nú hafa ungu mennirnir staðið sig sérlega vel á mótum hér heima og eru sumir f efstu sætum í stigakeppni til landsliðs. Verða miklar breytingar á íslenzka landsliðinu? — Ég tel greinilegt að það verði ekki gengið t.d. fram hjá Hans Isebarn eftir að hann hefur unnið tvö stórmót í röð, en verulegar breytingar sé ég ekki aðrar en á unglingalandsliðinu, þar sem bæði Björgvin Þorsteinsson og Loftur Ölafsson, sem á næsta ári ganga úr því vegna aldurs.Enþeir eiga rétt til að leika þar fram að því að þeir ná 22 ára aldri. Ungl- ingaliðið tekur þáttt f Evrópumóti unglinga í Finnlandi 25—28. júlí og taka þátt í því sveitir frá 14 þjóðum. I okkar lið þar hafa þeg- ar verið valdir fjórir, en það eru auk Björgvins og Lofts þeir Sig- urður Thorarensen og Ragnar Ólafsson. Væntanlega þarf svo að velja einn varamann. Hann verð- ur valinn nú í vikunni. — Hvað kostar rekstur GSI á ári? — Þar er ekki um að ræða neinar stórkostlegar tölur; um hálfa milljón króna. Sú upphæð kemur úr ýmsum áttum. Kappleikjaskrá sambandsins gef- ur nokkrar tekjur. Sambandið fær viss gjöld af hverjum kepp- enda í opnu mótunum, hefur stundum nokkrar tekjur af lands- móti, en að öðru leyti byggist reksturinn á styrkjum frá ISI og á ýmsum atriðum, sem stjórnin verður að hafa forgöngu um. Tekjur GSl frá klúbbunum verða að teljast of litlar og mfn skoðun er, að menn hafi verið of fhalds- samir að hækka gjöld til klúbb- anna, svo að þeir verði þess megn- ugir að framkvæma meira af því, sem ætíð er á þeirra verkefna- skrá. Klúbbarnir eiga allir f fjár- hagslegum erfiðleikum, því þessi íþróttamannvirki eru geysilega dýr bæði í uppbyggingu og við- haldi. Þessu hafa klúbbarnir orð- ið að standa undir sjálfir. Hjá þeim er gffurlega sjálfboðavinna innt af höndum. Þar má sérstak- lega til nefna Grafarholtsvöllinn, sem oftast kemur mjög illa undan vetri. Árlega kemur þar upp gífurleg uppskera af grjóti, sem frostið sprengir upp úr braut- unum og að auki myndast Framhald á bls.21. Jan Tomas- zewski Hann var hylltur sem konungur, þegar Pólverjar komust f 16 liða úrslit heims- meistarakeppninnar I knatt- spyrnu með þvf að sigra Englendinga. Vinsældir hans urðu gífurlegar eftir þann snilldarleik, sem hann sýndi á Wembley. Fullvfst má þó telja, að vinsældirnar hafi stigið um nokkrar gráður eftir mjög svo góða frammistöðu hans f HM f V-Þýzkalandi. Pólskir knattspyrnumenn taka örugglega ekki undir þá staðhæfingu, að Jan Tomaszewski hafi haft heppn- ina með sér f leikjum Póllands f HM. Þeir halda þvf statt og stö''iet fram, að hann sé bezti markvörður f heimi og víst er, að hann er einn af þeim al- beztu. Tomaszewski er dæmigerður fyrir hinn mikla fjölda rfkis- launaðra íþróttamanna austan- tjaldslandanna, sem hvað eftir annað hafa gert stjörnunum, sem fá milljónir fyrir það eitt að láta sjá sig, Iffið erfitt upp á sfðkastið. Tomaszewski er 26 ára gamall og býr með eiginkonu sinni, Dorotheu, f þriggja her- bergja fbúð 1 útborg Lodz. Hann leikur fyrir knatt- spyrnufélag bæjarins f 1. deildinni pólsku. Félagið greiðir leikmönnum sfnum ekki laun, en fyrir unninn leik fá þeir um það bil þrjú þúsund krðnur f bónus. Laun sfn fær Tomaszewski frá verksmiðju nokkurri nálægt 25 þúsund á mánuði. Samt sem áður vinnur þessi snjalli markvörður ekki hjá fyrirtækinu, tfmi hans fer f knattspyrnuæfingar og leiki. Tekjur Tomaszewskis eru mjög góðar miðað við það, sem gengur og gerist f Póllandi. Sem einn af beztu fþrótta- mönnum þjóðar sinnar gegnir Tomaszewski ýmsum skyldum. Hann þarf að mæta á fundum hjá æskulýðsfélögum og halda ræður f fyrirtækjum vfðs vegar um Pólland. Sem lands- liðsmarkvörður er hann oft að heiman og þegar hann er heima við hjá konu sinni og fjölskyldu æfir hann tvisvar á dag. Tomaszewski er ánægður með sinn hlut. Hann á nýja fbúð og sömuleiðis nýlegan bfl. Hann getur þakkað það frama sfnum f fþróttum, að hann stendur ofarlega f þjóð- félagsstiganum f PóIIandi. Þó svo að Tomaszewski lesi um miklar fjárupphæðir, sem knattspyrnumenn í V-Þýzka- landi fá fyrir að koma fram f auglýsingum, kvartar hann ekki yfir sfnum hlut. Hann hefur oft komið fram f aug- lýsingum og er ánægður með að fá eitt eintak af vöru þeirri, sem hann auglýsir, jafnvel þó það sé aðeins prufa. i, Skáli Golfklúbbs Reykjavfkur f Grafarholti, sem vfgður var á Jónsmessunni. Fremst er 18 holuflöt vallarins. Þarna verður vettvangur Norðurlandamótsins — fyrstu alþjóðiegu golfkeppninnar á Islandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.