Morgunblaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JULl 1974 Húnvetninsar flykktust á þjóðhátíð sína ÞJÖÐHÁTlÐ fyrir Húnavatns- sýslur báðar var haldin I Kirkjuhvammi við Hvamms- tanga um helgina. Hátfðin hófst á föstudagskvöld og lauk á sunnudag. Veg og vanda af hátfðinni höfðu ungmenna- og kvenfélagasambönd f báðum sýslunum. Hátfðin var afar f jöl- sótt, og er talið, að eitthvað á fjórða þúsund manns hafi sótt hana. Fremur kalt var í veðri á föstudagskvöldið, en veður batnaði er á leið, svo sólin skein á stundum. Að sögn fréttaritara Mbl. á Hvamms- tanga, Karls Sigurgeirssonar, var það álit allra viðstaddra að hátfðin hefði farið einstaklega vel fram, og atriðin tekizt vel og að þeim menningarauki á allan hátt. Afengisneyzla var ekki teljandi, og engin vand- ræði. A föstudagskvöldið fór fólk að týnast til Hvammstanga, og risu mörg tjöld um kvöldið. Var haldinn dansleikur þá um kvöldið. Kiukkan 14 á laugar- dag var hátfðin sett, fánahyll- ing var og Jón Sigurðsson trompetleikari lék á trompet. Ölafur H. Kristjánsson skóla- stjóri Reykjaskóla flutti ávarp, Húnvetningakórinn í Reykja- vík söng, lesið var kvæði eftir Edwald Halldórsson frá Stöp- um á Vátnsnesi, en það var sértaklega samið f tilefni hátíð- arinnar. Dr. Valdimar J. Ey- land, Vestur-Islendingur, flutti þvf næst hátíðarræðu dagsins. Þá var kvenbúningasýning í umsjá kvenfélagasambanda sýslanna. Gestir fluttu ávörp, sýndur var listdans við hæfi barna, undir stjórn Guðlaugs Einarssonar frá Blönduósi. Lúðrasveit Blönduóss lék nokk- ur lög og hestamenn fóru í hóp- reið í skrautbúningum. Klukk- an 20 um kvöldið hófst dagskrá með því að karlakórinn Vöku- menn söng, fluttur var vísna- þáttur, listdans við hæfi full- orðinna sýndur, einnig voru sýndir vikivakar og Húnvetn- ingakórinn söng aftur. Loks var dansað á tveimur stöðum, á palli í Kirkjuhvammi og í sam- komuhúsinu á Hvammstanga. Var mikið fjör á báðum stöðun- um. Dagskrá sunnudagsins hófst á hátfðarsvæðinu klukkan 14 með messu og tóku prestar sýslnanna þátt f henni. Samkór úr báðum sýslum söng, alls um 80 manns. Var þetta blandaður kór, og stjórnaði honum frú Sigriður Schiöth. Að lokinni guðsþjónustunni flutti sr. Guð- mundur Þorsteinsson hátíðar- ræðu. Kristján Hjaltason á Skagaströnd flutti kvæði og var það frumflutningur. Því næst var hópsýning með þátttöku um 100 unglinga, sérstaklega sam- in fyrir þjóðhátíðina, undir stjórn Höskuldar Goða Karls- sonar fþróttakennara. Þótti hún ákaflega tilkomumikil. Sfðan var flutt merk og viðamikil sögusýning og samkórinn söng bæði á undan og eftir þvf atriði. Jóhannes Torfason sleit sfðan samkomunni. Á hátfðina var engin aðgangur seldur, hins vegar voru seld merki og ýmsir munir til að fá upp í kostnað. Þjóðhátfð Múlaþings 1974 var haldin að Eiðum dagana 6. og 7. júlf sl. Mikið fjölmenni sótti hátfðina, sem fór vel fram f alla staði. Þrátt fyrir fremur óhagstætt veðurútlit slógu margir upp tjöldum sfnum á hátfðarsvæðinu, strax á föstu- daginn. Á laugardaginn rættist heldur úr veðrinu og skömmu eftir hádegi hófst dagskrá há- tfðarinnar með þvf að fólk safnaðist saman við hliðið ofan eftir austfirzka höfunda. Aust- firðingavökunni lauk með ávarpi dr. Richards Beck. Um kvöldið voru svo dansleikir á þremur stöðum: Eiðum, þar sem dansað var í stóru tjaldi og á palli, Valaskjálf og Iðavöllum. Sunnudagurinn heilsaði þjóð- hátíðargestum með blfðskapar- veðri, sólsklni og hita en heldur kólnaði þó í lofti er leið á daginn. A sunnudaginn hófst hátíðin rétt eftir há- • Átriði úr söngleiknum „Tilraun um flótta“ eftir séra Hauk Agústsson á Hofi f Vopnafirði. við Alþýðuskólann en sfðan var hópganga undir fánum og merkjum, við undirleik iúðra- sveitar frá hliðinu og inn á samkomusvæðið. Formaður Þjóðhátfðarnefndar, Jónas Pétursson, setti hátfðina og sfðan fór fram fánahylling og fánasöngur var leikinn af lúðrasveit. Dagskrá hátíðarinnar var fjölbreytt og vönduð og var þar bæði um að ræða efni, sem sér- staklega var undirbúið fyrir þessa hátíð, og efni, sem hafði verið flutt á 17. júní þjóðhátíð- um hinna ýmsu sveitarfélaga á Austurlandi. Af dagskrárliðum á laugardag má nefna þátt frá þjóðhátíð Seyðfirðinga, sem bar nafnið Aldirnar, og svip- myndir úr austfirzku atvinnu- lífi til sjávar og sveita frá fyrri tfð. Ungmenna- og fþróttasam- band Austurlands hafði með höndum sérstaka dagskrá með íþróttum og leikjum. Um klukkan átta hófst dagskrár- liður, sem nefndur var Aust- firðingavaka. Var þar um að ræða tónleika, söng og fram- sögn f bundnu og óbundnu máli degi með leik lúðrasveit- arinnar Þrastar frá Egilsstöð- um undir stjórn Magnúsar Magnússonar og Birgir Stefáns- son dagskrárstjóri flutti ávarps- orð. Þá fór fram guðsþjónusta, séra Einar Þór Þorsteinsson prédikaði og kirkjukórar á Fljótsdalshéraði og Tónkórinn sungu undir stjórn Kristjáns Gissurarsonar. Hátíðarræðu dagsins flutti Jóhannes Stefánsson, formaður Sam- bands sveitarfélaga á Austur- landi. Að lokinni ræðu Jó- hannesar lék lúðrasveit Egils- staða Átthagaljóð eftir Inga T. Lárusson, og þá söng samkór Vopnafjarðar undir stjórn Hauks Ágústssonar. Gegnum aldanna rás hét sögulegur dag- skrárliður í tali og tónum og Tónkórinn á Fljótsdalshéraði söng undir stjórn Magnúsar Magnússonar. Um klukkan fjögur á sunnu- dag hófst dagskrá á tveimur # Séð yíir hluta hátfðar- svæðisins á Eiðum. (Ljós- myndir: Sveinn Þorsteinsson). stöðum. Við gömlu gróðrar- stöðina fór fram dagskrá fyrir yngstu hátíðargestina. Var það efni frá Neskaupstað sem bar nafnið Hættu að gráta hringa- ná. Stjórnendur voru Sigrún Geirsdóttir og Sigrún Þormóðs- dóttir. A sviðinu við aðalleik- vanginn fór fram fjölbreytt skemmtidagskrá. Meðal atriða þar var söngleikurinn Tilraun um flótta, eftir séra Hauk Ágústsson, Hofi, Vopnafirði, kórsöngur, glfma, hópsýning, söngur stúlkna við undirleik, þjóðlagasöngur, hljómsveitar- leikur og hagyrðingaþáttur. Jónas Pétursson, formaður þjóðhátíðarnefndar, sleit síðan hátíðinni og var klukkan þá langt gengin í níu. I lokaorðum sínum þakkaði Jónas sérstak- lega Kristjáni frá Djúpalæk, sem orti hátíðarsöng Aust- firðinga 1974, „Vorgleði". Á sunnudagskvöldið voru dans- leikir á hátíðarsvæðinu að Eiðum og í Valaskjálf. I Alþýðuskólanum á Eiðum var opin báða dagana sýning Þingvallanefndar af framtíðar- skipulagi Þingvalla og þar var einnig opin málverkasýning austfirzkra frístundamálara. Öll aðstaða á hátfðarsvæðinu var hin bezta og þar voru seldar veitingar í stóru tjaldi og í sölu- skúrum. ölvun var tiltölulega lítil enda hafði hátfðin yfir sér menningarlegan blæ og var Austfirðingum til sóma. 0 Á sunnudaginn nutu hátfðargestir veðurblfðunnar og fylgdust með dagskrárliðum af þar til gerðum grasstöllum við svið aðallcikvangsins. Vel heppnuð þjóð- hátíð á Eiðum Minnismerki um Ásdísi á Bjargi Hvammstanga 8. júlf. I SAMBANDI við þjóðhátfð Húnvetninga um helgina var afhjúpað að Bjargi f Miðfirði minnismerki um Asdfsi Bárðardóttur, móður Grettis sterka Asmundssonar. Gerð þessa merkis hefur staðið til allt frá árinu 1945, en ekkert hefur orðið af þvf fyrr en nú. Athöfnin hófst klukkan 10.30 á sunnudaginn að Bjargi, og voru þar um 200 manns. Sam- kór úr Vestur-Húnavatnssýslu söng. Sigurður Líndal á Lækja- móti stjórnaði athöfninni. Ræð- ur fluttu Ólafur Kristjánsson skólastóri Reykjaskóla og Guðbrandur ísberg fyrrum sýslumaður á Blönduósi, en fyr- ir hans atbeina var hafizt handa um gerð merkisins. Minnismerkið samanstendur af fjórum koparskjöldum, sem eru felldir í klettadrang. Hall- dór Pétusson teiknaði, en Stein- iðjan í Reykjavík vann verkið. Sem kunnugt er, var Grettir sterki fæddur á Bjargi. - Karl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.