Morgunblaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JULÍ 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35,00 kr. eintakið. Ikosningabaráttunni var nokkuð um það deilt, hversu alvarlegar horfur væru í efnahags- og atvinnumálum þjóð- arinnar. Af hálfu Morgun- blaðsins og Sjálfstæðis- flokksins var lögð áherzla á að veita almenningi þær upplýsingar, sem tiltækar voru um efnahagsástandið, og sú mynd, sem þar var dregin upp, var heldur ófögur. Stjórnarflokkarnir og málgögn þeirra reyndu hins vegar að loka aug- unum fyrir þeim vanda, sem við blasir, en gerðu þess í stað tilraun til að heyja kosningabaráttuna á þeim erfiðleikum, sem upp komu á kreppuárunum 1967—’69. Nú er kosninga- baráttunni lokið, úrslit kosninganna liggja fyrir og næsta viðfangsefni á vett- vangi stjórnmálanna er til- raun Geirs Hallgríms- sonar, formanns Sjálf- stæðisflokksins, til stjórn- armyndunar. Forsenda þess, að yfir- leitt sé hægt að ræða um stjórnarmyndun milli stjórnmálaflokkanna er að sjálfsögðu sú, að glöggar og óumdeilanlegar upplýs- ingar liggi fyrir um ástand og horfur í efnahags- og atvinnumálum lands- manna. Slíkar upplýsingar eru forsenda þess, að hægt verði að kanna, hvort mál- efnaleg samstaða geti tek- izt milli einhverra þeirra flokka, sem sameiginlega geta myndað meirihluta á Alþingi um lausn efna- hagsvandans og önnur að- kallandi verkefni. Þess vegna hefur Geir Hall- grímsson lagt áherzlu á, að við tilraun hans til stjórn- armyndunar sé talsverð gagnasöfnun nauðsynleg, því að upplýsingar um eðli efnahagsvandans hljóti að vera grundvöllur málefna- samstöðu þeirra stjórn- málaflokka, sem mynda nýja ríkisstjórn. Það þýðir ekki að loka augunum fyrir þeirri stað- reynd, að útlitið í efnahags- málum okkar er mjög ískyggilegt og fer stöðugt versnandi. Sá vandi, sem við höfum staðið frammi fyrir hingað til, er að lang- mestu leyti heimatilbúinn. Undir vinstri stjórn urðu íslendingar Evrópumet- hafar í verðbólguvexti. Þessi gífurlega verðbólga hefur leitt til þess, að undirstöðu atvinnuvegir landsmanna eru að komast í greiðsluþrot. Það á jafnt við um fiskvinnsluna sem útgerðina og stöðugt þrengir að öðrum atvinnu- greinum í landinu. Fjár- festinga- og framkvæmda- sjóðir landsmanna eru tómir, ríkissjóður stefnir f geysilegan greiðsluhalla, gjaldeyrisstaðan er orðin mjög slæm. Allt eru þetta staðreyndir, sem fram komu í kosningabaráttunni og almenningi eru kunnar. En nú virðist sem ný vandamál ætli að bætast við þann heimatilbúna vanda, sem vinstri stjórnin ber alla ábyrgð á. í landinu eru nú um 20.000 tonn af loðnumjöli, sem ekki er hægt að selja og verðfallið, sem orðið hefur á loðnu- mjöli frá áramótum er gífurlegt. Þetta verðhrun og söluerfiðleikar skapa bræðslunum mikil vanda- mái og að óbreyttu ástandi verður ekki séð með hverju móti hægt verður að gera út á loðnu á næsta ári. Við þetta bætist nú mjög alvarlegar horfur á Bandaríkjamarkaði. Verð- ið á fiskblokkinni hefur lækkað úr 82 centum í 60 cent. Miklar fiskbirgðir eru til í landinu, sem ekki seljast vestur um haf. Þar virðist lækkun á öðrum matvörum hafa dregið verulega úr fiskneyzlu. Þetta þýðir hvort tveggja í senn, að í frystigeymslum frystihúsanna hrannast upp óseldur fiskur og að verðið, sem hugsanlega er hægt að fá fyrir hann, ef hann á annað borð selst, er svo lágt, að fyrirsjáanlegur er margfaldur halli frysti- húsanna á við það tap, sem gert var ráð fyrir, þegar skýrsla hagrannsóknar- stjóra kom fram í marzlok. Það er því óneitanlega margt, sem bendir til þess, að mjög muni þrengja að okkar litlu þjóð á næstu mánuðum. Allar tiltækar upplýsingar um heimatil- búin vandamál og utanað- komandi vanda verða að liggja fyrir, þegar viðræð- ur hefjast milli stjórnmála- flokkanna um hugsanlega stjórnarmyndun. Og þá mun koma f ljós, að mikil verður ábyrgð þeirra stjórnmálamanna, sem eru ekki tilbúnir til þess að taka höndum saman við aðra um myndun sterkrar og ábyrgrar ríkisstjórnar, sem veitt getur þjóðinni örugga forystu á þeim erfiðu tfmum, sem bersýni- lega eru framundan. ERFIÐIR TÍMAR FRAMUNDAN Ljós sjö spekinga □ Sjö erindi um Halldór Laxness. □ 182 bls. □ Helgafell. Rvfk 1973. „Erindin, sem prentuð eru f þessari bók, voru flutt í Ríkisút- varpið í tilefni af sjötugsafmæli Halldórs Laxness," segir Sveinn Skorri Höskuldsson í formála þessarar bókar. Enn- fremur segir hann að „einstak- ir höfundar hafa gert nokkrar breytingar og lagfæringar á erindunum fyrir prentun". Ekki hlýddi ég á þessi erindi og veit því ekki í hverju „lag- færingarnar" eru fólgnar. En ósköp hafa þau verið óburðug ólagfærð — ekki skárri en þau eru nú orðin, lagfærð fyrir prentun. Víst verður að ætla að höfundarnirl telji sér ekki annað sæma en fara rétt með staðreyndir og tilvitnanir þar sem þeir munu vera háskóla- kennarar í bókmenntum — svo var að minnsta kosti sagt í frétt- um af útgáfunni á bókavertíð- inni fyrir jólin síðustu — séu þeir hlutir í lagi er það líka hið eina sem sagt verður jákvætt um bókina sem heild. Hitt er lakast hversu fátt nýtt kemur fram í erindunum, og sumum alls ekkert, hversu fjörlaus þau eru, ófrumleg; ekki einu sinni akademfsk. Þetta er mest- megnis syfjulegt rabb, misvel samið og framsett; upprifjun gamalla væringa sem oft og tíð- um voru svo stað- og tíma- bundnar að þær segja okkur bókstaflega ekkert nú um verk Laxness, viðtölurnar sem þau fengu, gildi þeirra fyrir fslenska menning og áhrif þeirra á hugsunarhátt þjóðar- innar, nema annað og meira fylgi með. Sveinn Skorri nefnir erindi sitt Sambúð skálds við þjóð sína og ber hér og þar niður í erjurnar frá þeim árum er verk Laxness voru umdeildust. Ekki tekst honum að skoða þá góðu gömlu daga í nýju ljósi, tæpast heldur f sfnu gamla ljósi hvað þá heldur að honum takist að koma auga á hið broslega í öll- um bægslaganginum sem þá var; það er honum gersamlega fyrirmunað. Sá sem ekkert vissi fyrir skildi enn minna eftir en áður; hlyti raunar að spyrja hví Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON í ósköpunum mennirnir hafi verið að deila þetta. Þar að auki er erindið samið í einhvers konar þyrrkingi (það á kannski að vera sfðbúin þykkja fyrir hönd skáldsins vegna skilnings- leysis og þröngsýni mikils hluta þjóðarinnar forðum) sem gerir það jafnvel ennþá þrautleiðin- legra en vera þyrfti. öðru máli gegnir um erindi Vésteins Olasonar sem er eini ljósi púnturinn í þessari bók. Vésteinn rekur pólitfskan gang málanna, það er að segja áhrif stjórnmálanna á verk og lífsvið- horf Laxness og byggir mest á ritgerðum skáldsins. Vésteinn hefur auðsjáanlega samið erindi sitt eftir að hafa hlýtt á Svein Skorra því hann byrjar að vitna til hans. En hvort sem honum nú hefur þótt framlag hans þurfa lag- færingar við eður eigi þá gefur hann meðal annars ágæta skil- greining á hinu eldra sam- félagi; skilgreining af því tagi sem einmitt hefði þurft að fyrirfinnast í erindi Sveins Skorra: ...hugmyndir Halldórs," segir Vésteinn, voru i hvað mestu ósamræmi við venju- bundinn hugsunarhátt margra Islendinga, á þeim tíma sem hann hóf hin róttæku skrif sfn um þjóðfélagsmál. Hér var mjög ríkjandi „patríarkalskur“ hugsunarháttur, runninn upp á stórbúum þar sem bóndinn er ekki aðeins eigandi fram- leiðslutækja og áhafnar, heldur andlegur og veraldlegur for- sjármaður heimilisfólksins alls, venslaðra og vandalausra. Þessari forsjón fylgdi myndug- leiki sem mikinn þrótt þurfti til að rísa gegn, og andinn sem þessu fylgdi fluttist svo búferl- um að sjávarsíðunni þegar bogesenar og þrfhross tóku að reka þar útgerð og fiskvinnslu." í þessum fáu orðum er sagt allt sem segja þarf um það sam- félag sem Laxness ögraði svo mjög í skáldsögum og þó eink- um í ritgerðum á fjórða og fimmta áratugnum að kalla hlaut á hatrömm andsvör og deilur. Sá sem hefur ekki hug- mynd um það patríarkalska húsbóndavald sem Vésteinn lýsir hér fær hvorki skilið hitann í ritgerðum Laxness né heldur deilurnar sem þær vöktu. Sér á parti er svo að Vésteinn — einn höfunda bókarinnar — skrifar stíl sem rfs undir nafni. Öskar Ö. Halldórsson á þarna erindi um Kvæðakver Laxness, sæmilegan fyrirlestur handa unglingum á fermingaraldri, en ófrumlegt sem mest má verða; hefði helst mátt lesast í ein- hvers konar barnatíma hvað ekki mun þó hafa verið. Nafnið á erindi Stefáns Baldurssonar: „Uppþornuð sítróna og tvær rauðar jólakúl- ur“ er afskaplega fyndið þegar hliðsjón er höfð af því sem á eftir fer. Erindið er nefnilega kraftlaust með öllu, sannkölluð „uppþornuð sítróna“. Stefáni hefur verið falið að tala um leikrit Laxness. En skemmst er frá að segja að hann er í ein- hvers konar andlegu alibí frá verkefninu svo Nóbelsskáldið sleppur blessunarlega óskaddað eftir meðferðina. Skáld í samfélagi heitir erindi Ólafs Jónssonar og er vaðall. Skár tekst Nirði P. Njarðvfk við sitt viðfangsefni sem hann nefnir Samfúnía þar sem hann leitast við að rekja hugmyndir Laxness um samfélagið í ljósi sögunnar á hverjum tíma. Lestina rekur svo Helga Kress með erindi sem hún nefnir Okkar tími — okkar líf; laglegt spjall, en flytjandi fátt nýtt fremur en önnur erindi bókarinnar. Sem heild ber bókin nokkurt pólitískt yfirbragð, enda munu allir höfundarnir vera á vinstri væng stjórnmálanna eins og það var kallað nú fyrir kosningarnar. Þar af leiðandi sýnist þeim hafa verið kærast það viðfangsefnið að rekja rit- feril Laxness frá þeim tíma þegar hann var róttækastur. En einmitt þess vegna hefðu þeir þurft að hafa með sér betri samvinnu, skipta nánar með sér verkum, því talsvert er um óbeinar endurtekningar I bók- inni. Ef til vill er það talandi dæmi um menningarlegt ásig- komulag þjóðarinnar um þessar mundir að þegar hóað er saman sjö háskólagengnum mönnum til að láta ljós sitt skína um jafnalkunnugt og margumrætt efni og verk Laxness eru, þá skuli aðeins einn leggja fram ritsmfð sem maður getur sagt að sé fram- bærileg á alþjóðlegan mæli- kvarða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.