Morgunblaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JULl 1974 SIGURGLEÐI í ÞYZKA Klukkustundum áður en leikur Vestur-Þýzkalands og HoIIands I heimsmeistarakeppninni I knatt- spyrnu hófst, tók marglitur skari áhorfenda að streyma til Olympfu- leikvangsins f Miinchen. 1 loftinu lá sú spenna, sem jafnan er slfkum leikjum fylgjandi. Enn einu sinni átti þessi glæsilegi fþróttaleikvang- ur að draga til sfn athygli þúsund- anna, milljónanna. t meira en tvö ár hafði þessarar stundar verið beðið, f tugi klukkustunda höfðu knatt- spyrnumenn fjölmargra þjóða bar- izt og nú loksins skyldi slagurinn endanlega til lykta leiddur og sigur- vegarinn krýndur. Og Island kom einnig við sögu f þessum leik, atti meira að segja kappi við annað það risaveldi knatt- spyrnunnar, sem hér var komið að fótstalli knattspyrnustytt- unnar góðu, sigurlaunanna. Sem vænta mátti vorum við Hollending- unum lftil hindrun, 13-1 var saman- lögð markatala úr leikjunum tveim- ur, en okkur hafði tekizt að skora hjá þeim mark, nokkuð sem sumir hinna stóru gátu ekki státað sig af. Það skilur töluvert á milli Hollands og Vestur-Þýzkalands f sögu heims- meistarakeppninnar. Þjóðverjarnir eru hagavanir f úrslitunum og meira að segja flestir þeirra leik- manna, sem landsliðsþjálfarinn Helmut Schön tefldi fram f þessum leik, voru f liðinu, sem hreppti þriðja sæti f Mexfkó 1970. Meðal þeirra eru Miiller, Maier og Bechen- bauer, stærstu nöfn þýzkrar knatt- spyrnu. Hollendingar eru hins vegar ný- liðar f úrslitakeppninni. Oftsinnis hafa hollenzk félagslið gert garðinn frægan með sigri f Evrópubikar- keppni og öðru slfku, en nú er loks- ins komið að þvf að landslið Hol- lands er f fremstu röð. Þökk sé Johan Cryuff, segja sumir, þökk sé hinum frábæra landsliðsþjálfara Michel segja aðrir. Slagur sá, sem leikmennirnir 22 hefja á Olympfuleikvellinum kl. 16 er raunverulega löngu hafinn. Und- anfarna daga hafa HoIIendingar staðið f strfði við þýzka blaðamenn. Eftir sigur Hollendinganna yfir Austur-Þýzkalandi f úrslitakeppn- inni á dögunum, sögðu þýzku blöðin með Bild f fararbroddi frá þvf, að Hollendingarnir hefðu efnt til svall- veizlu, þar sem mikið hefði verið um vfn, konur og söng. Jafnvel Johan Cryuff átti að hafa baðað sig upp úr kampavfni og notið við það aðstoðar þokkagyðju. Auðvirðilegar lygar, sem við máttum auðvitað eiga von á frá Þjóðverjum, sögðu Hol- lendingarnir um fréttir þessar, og bættu þvf við, að þarna væru um að ræða skipulagðar aðgerðir til að brjóta þá niður. Hollenzku blöðin löptu nefnilega fréttina upp eftir þeim þýzku, og sagt var, að sumir hollenzku leikmannanna hefðu fengið kaldar kveðjur frá kerlu sinni, en konur leikmannanna komu til Þýzkalands á laugardag- inn. Og vfst er, að Hollendingarnir ráku alla blaðamenn frá sér með harðri hendi sfðustu dagana fyrir úrslitaleikinn. Hvort sem það var f hefndarskyni fyrir fréttir þýzku blaðanna eða eitthvað annað er sú saga á kreiki, að Ule Hönes hafi verið dópaður f leiknum við Pól- verja. Saga þessi er eignuð Pólverj- um, en slóð hennar er sfðan rakin alla leið til herbúða hollenzku blaðamannanna. Annars hafa leik- menn margra þjóða litið HoIIend- inga hálfgerðum öfundaraugum, sökum þess að aginn hjá þeim hefur ekki verið eins strangur og hjá flestum öðrum. En hollenzku leik- mennirnir hafa notið lffsins á eigin ábyrgð. Þjálfarinn hefur bent hverjum og einum á, að hann sé ekki ómissandi, f Hollandi sé f jöldi leikmanna, sem standi þeim Iftt að baki og vilji gjarnan vera f þeirra sporum. Þetta er nóg til þess að enginn misnotar frjálsræðið. Gráir fyrir járnum Og það hefur sannazt f þessari heimsmeistarakeppni, að knatt- spyrnan er ekki háð, án þess að vopn komi til sögunnar. Það er reyndar ekki lengra síðan en 1969, að knattspyrna olli styrjöld milli landa, er í brýnu sló milli E1 Salva- dor og Honduras. 1 Þýzkalandi eru vopnin f höndum lögreglunnar sem hefur bókstaflega verið á hverju strái síðan keppnin hófst. Þýzka lög- reglan er ákveðin í því að láta ekki hina svörtu septemberdaga frá Olympíuleikunum endurtaka sig. fsraelsmennirnir, sem féllu þá, af- þökkuðu lögregluvernd; nú spurðu Þjóðverjarnir ekki. öllum liðum fylgdu lögreglumenn gráir fyrir járnum og leikvellirnir voru kann- aðir hátt og lágt fyrir hvern leik, varúðarráðstafanir náðu hámarki sínu fyrir úrslitaleikinn. Leitað var á öllu starfsfólki við leikinn og frá þvf á laugardagsmorguninn flugu þyrlur í sífellu yfir leikvanginn og svæðinu umhverfis hann. Og aðfar- arnótt sunnudagsins voru flóðljós vallarins látin log til þess að betra væri að fylgjast með hugsanlegum mannaferðum. Kostar slfk lýsing þó ekki minna en 30 þús. kr. á klukkustund. Lögreglumennirnir létu sig meira að segja hafa það að skríða um skólpræsin undir vell- inum til þess að leita að sprengjum. Fyrir leikinn sagði Josep Kiesler yfirmaður lögreglunnar, að hún gæti auðvitað ekki ábyrgzt, að ekk- ert kæmi fyrir meðan á honum stæði, en lögreglan hefði gert allt, sem í hennar valdi stæði, til þess að svo yrði ekki og er það örugglega orð að sönnu. Hver er þessi Cryuff? Þjóðverjarnir eru í miklum meiri- hluta á áhorfendapöllunum. Það liggur vel á þeim. MUnchen er fræg bjórborg og vafalaust hafa bjórsal- arnir gert góð viðskipti, áður en leikurinn hófst. Margir hafa tekið með sér nesti og allir virðast vera með litla þýzka fána í höndunum, sem þeir veifa óspart. Deutschland, Deutschland, kyrja þeir í kór. Marg- ir veifa spjöldum með margs konar áletrunum og á einu stendur: Wir Kenner Bohnhof, aber wer ist der Cryuff? sem gæti útlagzt: Við þekkjum Bohnhof en hver er Cryuff? Knattspyrnugoðinu mikla er ekki sýnd mikil virðing með þessu, enda hefur það tæpast staðið til. Hollenzk nýlenda er á áhorfenda- pöllunum. Appelsfnuguli liturinn leynir sér ekki, en þó að Hollending- arnir séu 15 þúsund eru þeir eins og dropi í mannhafinu. Það vill til, að raddböndin eru í góðu lagi. Ein- hvers staðar utan vallar bfða 11 þús- und miðalausir Hollendingar. Þeir hafa komið til leiksins, þrátt fyrir að þeir vissu að enga miða væri að fá. Til stóð að koma þeim fyrir í Westfalen-Hallen, og láta þá fylgj- ast þar með leiknum f sjónvarpi, en áhuginn fyrir því var ekki mikill. Þeir vilja halda sig í nágrenni vall- arins og taka þátt í fögnuðu landa sinna, ef ske kynni, að lið þeirra ynni meistaratitilinn. Það er líka alltaf von að fá miða á svörtum markaði og ef til vill eru einhverjir í hópnum, sem hafa efni á því að greiða 30 þúsund fyrir miðann. Tæplega þó þeir þrír, sem lögðu það á sig að hjóla alla hina 750 km löngu leið frá Amsterdam til Mtlnchen. Eftir því sem nær lfður leiknum magnast spennan. Holland, Holland, Deutschland, Deutschland hrópa áhorfendur og spara sig hvergi. Og svo er sungið. Hollendingarnir hafa búðið til texta við gamalkunnugt lag og upphaf hans er á þessa leið. „Við vinnum heimsmeistarakeppnina, sigurinn er okkar.“ Vinsæl lög og minna heyrð hljóma frá áhorfend- um. Forráðamenn keppninnar gera sitt til að stytta mönnum stundir. Geysifjölmenn lúðrasveit leikur og fjöldi ungmenna „marserar" inn og myndar margs konar myndstur á vellinum og það gerir hátfðlega stemmningu, þegar þessi ungmenna skari tekur lagið. Að minnsta kosti hrærir það hjörtu Hollendinga og þeir taka rösklega undir. Síðasta lagið, sem þessi fjölmenni kór syng- ur er Öður gleðinnar, Evrópu- söngurinn, og enn tekur skarinn rösklega undir. Flestum á óvart kemur skyndilega rútubíll inn um svonefnt maraþons- hlið vallarins og ekur eftir hlaupa- brautinni. Síðan hver billinn af öðr- um. Brátt kemur f ljós, að þetta eru bílarnir, sem þátttökuliðin í úrslita- keppninni höfðu, á meðan keppnin stóð yfir. I opnum dyrum þeirra stendur stúlka í þjóðbúningi við- komandi lands og veifar til áhorf- enda. öllum er vel fagnað, en mest eru fagnaðarlætin, þegar rútur merktar Hollandi og V-Þýzkalandi aka siðast inn á völlinn. Stúlkurnar hoppa út úr bílunum, sem síðan aka aftur út af vellinum, en eftir að Sir Stanley Rous, fyrrverandi formaður FIFA hefur mælt nokkur orð, ganga stúlkurnar fyrir hann í röð og af- henda honum blóm. Þarf engan að undra, þótt öldunginum þyki mikið til koma. Allt í einu er liðin komin inn á völlinn. Þau stilla sér upp og fyrir- liðar liðanna Beckenbauer og Cry- uff kynna sina menn fyrir ýmsum fyrirmennum, sem þarna eru mætt. I miðið stendur Jack Taylor, 44 ára slátrari frá Wolverhampton, sem er þess heiðurs aðnjótandi að dæma þennan leik. Þrátt fyrir allt blaktir brezki fáninn við hún á Ölympíu- leikvanginum, þegar til úrslitanna kemur. Hvað skyldu Englendingar vilja gefa í skiptum fyrir slátrarann og enska landsliðið? Hollenski þjóðsöngurinn hljómar um leikvanginn og Hollendingar á áhorfendapöllunum taka rösklega undir, svo og leikmennirnir sjálfir. Um slíkt tækifæri sem þetta hefur Steinar J. Lúöv frá Munchen um ú\ og segir frá stemning Jóhann Cryuff sagt: „Það er sem kalt vatn renni niður eftir hryggn- um á manni, þegar ég heyri skarann syngja hollenska þjóðsönginn. Þá finnur maður greinilega, að við er- um annað og meira en knattspyrnu- Iið.“ Eftir þýzka þjóðsönginn stillir Taylor dómari klukku sína, Hol- lendingarnir eiga að byrja með knöttinn. Þetta var Cryuff Nú flautar Taylor hátt og snjallt og það verður hann líka að gera til að yfirgnæfa öskrin í mannfjöldan- um. Cryuff sendir knöttinn aftur og JOHANN CRUYFF WORLOCUP NM74 SNILLINGUR SNILLINGANNA Á WM 74 NOTAR Itbúum borðfána, hornveifur og bílmerki fyrir iróttafélög og önnur samtök. Prentum merki og tyndir á boli. Prentum gluggamerkingar fyrir erzlanir og fyrirtæki. Útbúum alls konar plast- kilti. Reynið viðskiptin, vönduð vinna. Silkiprent Lindargötu 48 sími 14480.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.