Morgunblaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.07.1974, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JULl 1974 Sunnan jökla og hálendið Ur Kerlingafjöllum. Frá Ferðafélapi jr Islands EINS og áður verður nú haldið áfram að geta um sumarleyfis- ferðir Ferðafélags Islands, sem hófust um sl. mánaðamót og lýkur ekki fyrr en í lok næsta mánaðar. 11. júlí hefst 11 daga ferð um Suðursveit, Hornafjörð og Lóns- öræfi. Samgöngur við þennar landshluta hafa verið ýmsum erf- iðleikum háðar fram til þessa og því lítt kunnur ferðamönnum. Að vestan voru stórvötnin sá farar- tálmi, sem bægði ferfamönnum frá, en landleiðin að norðan og austan svo löng, að margir kusu heldur að leita á aðrar slóðir. En með opnun hringvegarins hefur þessum hindrunum verið rutt úr vegi og eftir ummælum manna að dæma, munu margir hafa hug á að kynnast suð-austur hluta landsins þegar í sumar. Þeir munu heldur ekki verða fyrir vonbrigðum. Fegurð og sérkenni landslagsins í þessum sveitum er viðbrugðið. Hvel Vatnajökuls á aðra hlið, hafið á hina. En mitt á milli er belti gróðurs og sanda, sundur slitið af beljandi jökul- vötnum, sem til skamms tíma voru hinir verstu farartálmar, en við höfum nú sigrað með tækni og kunnáttu. Nú stefnir Ferðafélagið á þess- ar slóðir. Ekið verður sunnan jökla og yfir Skeiðarársand. 1 leið- inni gefst að sjá þar hin stóru og miklu mannvirki, sem við blasa. Sfðan liggur leiðin um öræfa- sveit, Suðursveit og að Höfn í Hornafirði. Á leiðinni gefst færi á að skoða ýmsa merka staði, en viðstaðan verður stutt. Megintím- anum verður varið til dvalar f Lónsöræfum, hinu hrikalega fjall- lendi austur af norð-austurhorni Vatnajökuls. Gist verður þar í tjöldum, en farnar göngu- og könnunarferðir til ýmissa fagurra staða og sérkennilegra, t.d. Tröllakróka, hinna hrikalegu klettariða innst í Kollumúla við Jökulsá. Hér eru sumarheim- kynni hreindýranna, sem una sér þar vel í góðum beitilöndum. I Lónsöræfum er Víðidalur. Hann er 15—18 km langur og mjög gróðursæll. Á síðari hluta 19 ald- ar freistuðust nokkrir til að hefja þar búskap, en vegna einangrun- ar og annarra erfiðleika hrökkl- uðust þeir þaðan eftir skamma dvöl. Þó sjást merki eftir þá í rústunum að Grund, en svo nefndist býlið. Sama leið verður farin heim. Eins og ég hef drepið á áður í þessum pistlum, virðast Islend- ingar kveinka sér við löngum ferðum fótgangandi. 1 augum margra virðist það stórkostlegt afrek að ganga nokkrar dagleiðir á öræfum með tjald og annan útbúnað á bakinu. Sannleikurinn er sá, að með útbúnað við hæfi, er þetta leikur einn hverjum manni, sem ekki þarf að dvelja á sjúkrahúsi eða vera undir læknishendi. Dag- leiðum geta menn ráðið sjálfir og allri ferðatilhögun, og aldrei kynnast menn betur landinu í „blíðu og stírðu“ en einmitt þá. Þetta stangast á við ferðamáta almennings nú á tímum, sem virð- ist eingöngu vilja fara um landið á sem þægilegastan hátt, t.d. með húsvagna og tjaldvagna aft- an í dúnmjúkum bflum, sem taka við öllu erfiðinu á ferð um landið á ekki að eyða öllum tfmanum, sem taka við öllu erfið- inu og áreynslunni ferðalaginu samfara. Ungt og hraust fólk á ferð um landið á ekki að eyða öllum tímanum á þennan hátt. Fáið ykkur tjald og annan ferða- útbúnað. Leggið svo bílnum í nándviðeinherja tilvaldagöngu- leið og ferðist síðan fótgangandi í tvo-þrjá daga um nágrennið og lifið útilegulífi. Þið munuð koma hress og endurnærð aftur að bíln- um til að halda ferðinni áfram. Kerlingarfjöllin eru tilvalinn staður til slíkra gönguferða. Kem- ur þar margt til: Ýmsar furður náttúrunnar t.d. bullandi leir- hverir, íshellar, fjölbreytt fegurð landsins í formi og litum og sfðast en ekki síst, lega þeirra nálægt einum fjölfarnasta fjallavegi landsins að sumarlagi. Þann 12. júlí hefst 17 daga ferð um þetta svæði, með aðalbækistöð í húsi Ferðafélagsins í Árskarði. Verða farnar þaðan langar og stuttar gönguferðir á þessum tíma. Verða þær misjafnlega lang- ar, en sú lengsta mun taka um vikutíma, en henni er heitið í Arnarfell hið mikla, sem er suð- austan undir Hofsjökli. Flestir Is- lendingar kannast við Arnarfell, en fáir hafa stigið þar fæti. Er hér um kjörið tækifæri fyrir þá, sem vilja kanna landið fótgangandi, að slást í hópinn og reyna þol sitt og úthald. Allir Iandsmenn kannast við Mývatn, flestir hafa komið þar, margir staldrað þar við dagstund eða svo en sennilega hafa fáir leitt hugann að því, að í nágrenni þess eru margir merkir og skoðunarverðir staðir, sem feng- ur væri í að kynna sér. Ég á hér við Mývatnsöræfin, en svo nefn- ast einu nafni öræfin norðan, austan og sunnan Mývatnssveitar. S.l. sumar var félagið með ferð á þessar slóðir á áætlun sinni, en hún féll niður vegna þátttöku- leysis. Nú í sumar á að gera aðra tilraun og kanna hvort hún tekst. Fyrirhugað er að leggja af stað 17. júlí, aka rakleitt norður og eyða næstu 7 dögum í skoðunarferðir um öræfin. Farið verður á hinar miklu og formfögru gosdyngjur f Ódáðahrauni, Kollóttudyngju og Ketildyngju, en f toppi þeirra eru gígarnir, bæði víðir og djúpir. 1 Ketildyngju eru Fremri-námur, sem eru auðugar af brennisteini og voru fyrrum nýttar og brenni- steinninn fluttur til Danmerkur. Undir Bláfjalli, hæsta fjallinu um þessar slóðir, er Heilagsdalur, sér- kennilegt gróðurlendi á þessum auðnarslóðum. Þar var fyrrum ár.ingarstaður þeirra, sem fluttu brennisteininn til Húsavíkur frá Fremri-námum. I öræfunum norðan Mývatns eru margar og merkar eldstöðvar. Frá Kröflu kom eldhraun, sem ógnaði Mý- vatnsbyggð fyrir 250 árum. Þar er allt sundurskorið af jarðhita og þykk brennisteinslög má sjá víða. Nú er á dagskrá hjá valdamönn- um þjóðarinnar að virkja hið mikla gufuafl, sem er að finna f Kröflu, og breyta því í raforku. I þessari ferð verður einnig komið að Þeistareykjum og á Þeistareykjabungu og skoðuð verða hin sérkennilegu og merku hrafntinnulög í Hrafntinnuhrygg, sem er suður af Kröflu og mun óvíða á landinu finnast jafn fögur hrafntinna og þar. Á þessu flakki um öræfin verður að sjálfsögðu gist í tjöldum, en byggðin er nærri, ef eitthvað ber út af. Þótt Mývetningar geti með sanni státað af furðum sinnar sveitar er þær einnig að finna annars staðar á landinu, ekki síst í Skaftafellssýslum. Laki og Eld- gjá eru nöfn, sem flestir íslend- ingar kannast við og vildu gjarn- an líta með eigin augum. Arleg ferð Ferðafélags Islands á þær slóðir hefst 27. júlí og verður sfðasta sumarleyfisferðin í júll. Ekið verður austur f Varmárdal og Lakagígar skoðaðir. Heim verður ekin Fjallabaksleið syðri um Mælifellssand, Hvannagil og Rangárbotna. A heimleiðinni verður komið í Eldgjá, hina 40 km löngu eldsprunu norðaustur af Mýrdalsjökli. Þar getur að lfta fossinn fræga í Nyrðri-Ofæru, auk annara furðulegra náttúru- smíða, sem alls staðar ber fyrir augu. 1 þessari ferð hafast menn að sjálfsögðu við í tjöldum, þar sem gist verður. T.E. bU'UIKI NAK melka | Herrahúsið Aðalstræti 4, Herrabúðin við Lækjartorg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.