Morgunblaðið - 21.07.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.07.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JULÍ 1974 3 jT ■ . ff ff ur \ rerim Ll EFTIR EINAR SIGURÐSSON Tíðarfarið Tíðin var ágæt til sjávarins síð- ustu viku, framan af hæg norð- anátt, en gekk síðan í hafátt með hægviðri og rigningu. Aflabrögð Yfirleitt verður aflinn hjá bát- unum að teljast tregur þegar frá er skilið hlaupið, sem kom norð- vestur af Reykjanesi, þar sem margir fengu ágæta glepsu, en nú erorðið uppurið. Umtalsverðasti afli hjá togbát- um var hjá Brynjólfi, 55 lestir, og Kofra, 75 lestir, og báðir frá Þor- lákshöfn og Hópsnesi frá Grinda- vík með 45 lestir, og fengu þeir allir aflann í fyrrgreindri hrotu. Sigurborg frá Akranesi var með 30 lestir, Jón Oddur og Bergþór 20 lestir, báðir frá Sandgerði. Freyr kom til Keflavíkur með 16V4 lest og Valþór með 14 lestir. Þessir Eyjabátar voru með eftir- talinn afla: Bjarnarey 27 lestir, Andvari 24 lestir, Heimaey 23 lestir, Surstsey 22 lestir og Gló- faxi 20 lestir. Meira er nú um ufsa í aflanum en áður. Sjóli kom til Reykjavíkur af handfærum með 17 lestir, og trill- urnar voru að fá sæmilegan afla, 5—6 lestir I róðri. Haraldur kom til Akraness með 21 lest af hand- færum. Rækjuaflinn var svipaður og áð- ur, V4—l'/í lest í róðri. Sama er að segja um humar- veiðina, sem var almenn H—1 lest í róðri. Togararnir Togararnir voru á heimamiðum eins og áður, mest vestur af land- inu. Til Reykjavíkur komu: Snorri Sturluson með 351 lest, Ögri með um 215 lestir og Freyja um 105 lestir. Til Hafnarfjarðar komu: Rán með 150 lestir, Vestmannaey með 165 lestir, Otur með 170 lestir og Júní með 265 lestir. Jón Vítalín kom til Þorláks- hafnar með 150 lestir og Krossvík til Akraness með 120 lestir. Að spara Hér í þessum þáttum hefur áð- ur verið varpað fram þeirri spurningu, hvor hugsazt gæti, að heimskreppa væri í aðsigi. Margir segja, að þekking manna á at- vinnu- og fjármálum svo og hag- þróuninni sé orðin svo mikil, að heimskreppur hrjái ekki framar mannkynið frekar en heimsstyrj- aldir vegna hinna fullkomnu gjör- eyðingavopna. En hvort tveggja hefur áður verið fullyrt af hinum beztu sér- fræðingum, en brugðizt, en von- andi eru nú uppi enn meiri spek- ingar, svo að þeir reynist nú sann- spárri. Orkuvandamálið hefur komið Ingvar Vilhjálmsson skipstjóri og útgerðarmaður fór fyrst til sjós 17 ára gamall og reri tvær vertfðir á opnu skipi frá Þorlákshöfn. Sfðan fór hann til Eyja og reri þar eina vertfð á 12 lesta vélbát. 1920 gerist hann háseti á togara og er það til 1925, er hann fer í Stýrimannaskólann og lýkur þar skip- stjórnarprófi 1926. Eftir það er hann stýrimaður og skipstjóri f 8 ár, en samtals er hann til sjós f 17 ár. Hann gerist útgerðarmaður 1935. Hann hefur um dagana eignazt mörg fiskiskip og á nú 4 stór sfldarskip og nýjan skuttogara með öðrum. Hann hefur lengi átt eitt af stærstu frystihúsum landsins á Seltjarnarnesi, tsbjörninn, jafnframt skreiðar- og saltfiskverkunarstöð. Hann er nú að reisa stórt og fullkomið frystihús f Örfirisey. Ingvar Vilhjálmsson hefur jafnan verið með framtakssömustu útgerðarmönnum og fiskfram- leiðendum landsins. Á myndinni sést fyrsta skipið, sem Ingvar eign- aðist, „Jón Þorláksson“. ótrúlega mikilli röskun á efna- hagslífið í heiminum. Fjármagnið sogaðist til Arabalandanna. Ein- staklingar og þjóðir tóku að spara ekki aðeins orkugjafa eins og oliu, bensín og rafmagn, þar sem það er framleitt með oliu, heldur matvæli og marga aðra hluti. Og þegar samdráttur verður á neyzlu, fara að koma i ljós mörg einkenni kreppu, eins og til að mynda að fólk í Bandaríkjunum dró við sig kaup á jafnmiklum nauðsynjum og kjöti og fiski.sem islenzkur sjávarútvegur hefur fengið að kenna á, hvað þá á ýmsu öðru, sem hægara er að vera án. Heilar þjóðir, eins og Italir, reyndu nú að loka landi sínu fyrir innflutningi með því að krefjast þess, að helmingur af andvirði innfluttrar vöru lægi vaxtalaust sem geymslufé í 6 mánuði. Þetta hitti líka íslenzka humarinn. Skyldu Islendingar hafa sótt til Ítalíu hugmyndina um 25% bind- inguna eða italir til islendinga, því að þetta var vfst í gildi hér á kreppuárunum 1967 og 1968. Hat- römm fjárkreppa er nú i Japan og mörgum öðrum löndum, svo sem Frakklandi og Danmörku, þar sem margháttaður samdráttur og opinber sparnaður á sér stað. Flest ef ekki öll lönd keppast nú við að flytja meira út en inn. Þetta segir til sfn í heimsviðskipt- unum, en hversu mikill sá sam- dráttur verður, skal engu spáð um, og tfminn einn getur leitt það f ljós. En eftirtektarverðir eru hér á landi erfiðleikarnir á að leysa inn vörur og verðlækkun hjá útflutningsframleiðslunni. Og skyldi vera langt í, að byggingar- iðnaðurinn lamist. Húsasala hef- ur þegar mikið til stöðvast. En eiga Islendingar að spara, eða mega j>etr-tiLað spara? Fyrri hlut spurningarinnar myndu sjálfsagt flestir vilja svara neit- andi, enginn vill þurfa að neita sér helzt um neitt. En neyðin kennari naktri konu að spinna, og svo getur farið, að íslenzka þjóðin verði að spara nauðug viljug. Ef rétta ætti við hag útflutn- ingsframleiðslunnar og svo halla rfkissjóðs, og meira en það, ríkis- og bæjarfyrirtækja og stofnana, því að þetta er jafnvel enn verr komið en sjávarútvegurinn, og er þá mikið sagt, þyrfti ótrúlega mikið átak. Þetta þarf að gera bæði með sparnaði og lækkun fs- lenzka gjaldeyrisins. En hefur nokkuð að segja bollalegging um, hvað sú lækkun þyrfti að vera, það væri nánast alveg út i hött. Stærð vandans hlýtur nú að liggja fyrir. Það opinbera verður að ganga á undan með sparnaði: (1) Skera mikið niður fjárlög, hvort sem Iíkar betur eða verr. (2) Sjá um þróttmikinn og þá snurðulausan rekstur atvinnuveg- anna og þá einkum útflutnings- framleiðslunnar. Þar er mesta gróðalind rfkissjóðs, sem fær 30 aura í tollatekjur af hveri gjald- eyriskrónu. Ríkissjóður fær 40— 50 milljónir króna i tolltekjur af gjaldeyri þeim, sem einn togari aflar yfir árið. Eftir að fiskurinn hefur verið unninn í landi. (3) Sveitarfélög lækki stórlega fjárhagsáætlanir sínar eins og ríkissjóður fjárlögin. (4) Lán verði verðtryggð eins og kostur er á og vextir hvort heldur út- eða innláns haldi samanlagt í við verðbólguna, svo að krónan haldi jafnan sínu fulla gildi eins og var nokkurn veginn allt fram að sfðari heimsstyrjöldinni og al- ( veg, ef farið er lítið eitt lengra aftur í tímann, þegar dollarinn var kr. 3,75 og sterlingspundið kr. 18.00 og menn gengu með silfur- krónur i buddunni sinni og gátu fengið gullpeninga fyrir seðla í bönkum landsins. Enginn skilji þetta þó svo bókstaflega, að hverfa beri aftur til slíkrar gull- aldar peninganna. (5) Óhófseyðsla verði skattlögð miklu meira en nú er gert og það á mörgum sviðum. Má þar nefna sem eitt dæmi óhóflegan bifreiða- innflutning. Nokkur hemill væri á þá eyðslu að hækka beinsínlítr- ann, og nota mætti það fé til að leysa með hið mikla vandamál sjávarútvegsins, olíuna á fiski- skipaflotann, í stað þess að láta hann borga sér niðurgreiðsluna sjálfan, sem minnir á manninn, sem sefaði hungur hundsins síns með hans eigin rófu. Það verður að skattleggja eyðsluna án þess að valda þó tilfinnanlegu tjóni. (6) Spariféð er að vísu kannski enn mikilvægasti sparnaðurinn, en verðbólgan er að kippa undan honum grunninum og þar með svipta bankana meira eða minna lánaaðstöðu. En það er annar sparnaður, sem er tiltölulega nýtilkominn og á að vera til framfærslu allra laun- þega og alþýðu manna f landinu, þegar þeir hafa á langri starfsævi slitið út kröftum sinum fyrir þjóð- félagið, og það eru hinir almennu lífeyrissjóðir. Þeir bráðna nú eins og annað sparifé sem smjör f verð- bólgunni. Hvern eyri þessara sjóða á að verðtryggja með vísi- tölulánum. Einhvers staðar verður að láta staðar numið, þótt ekki væri nema rúmsins vegna. En það, sem fylgja þyrfti í kjölfar allsherjar sparnaðar, væri staðgreiðsla skatta, svo að menn fyndu jafnóð- um, hvað pyngjunni liði. Meiri takmörkun á Norðursjávarsíld Norskir fiskifræðingar hafa lagt til, að enn frekari takmörkun verði gerð á veiði Norðursjávar- síldar, og kemur þetta væntan- lega til framkvæmda við úthlutun veiðileyfa næsta ár. Alls er nú leyft að veiða 490.000 lestir, og fá íslendingar þar af 30.000, Færeyingar 40.000 lestir og Norðmenn 100.000 lestir. Færeyingar selja Itölum Færeyingar hafa nýlega selt It- ölum 2000 lestir af saltfiski. Verðið hefur undanfarið lækkað lítils háttar vegna orkukreppunn- ar og er milli kr. 142 kg. og 195 kr. kg. Þetta er aðallega linufiskur en togfiskurinn fer til Grikk- lands. Vestur-Þjóðverjar fá meiri afla Aflinn jókst hjá VesturÞjóð- verjum 1973 um 12% og varð 458.000 lestir, tæpur helmingur af afla Islendinga. Verðmæti aflans jókst um 29% Norðmenn byrja loðnuveiði 2. ágúst Akveðið hefur verið, að sumar- loðnuveiði Norðmanna byrji 2. ág- úst. Verður veiðin ekkert tak- mörkuð til að byrja með, þvi að spáð er mikilli loðnugengd, en heimild er til takmarkana, ef það kemur á daginn að reynast nauð- synlegar. Ilir f ara í ferð með Útsýn Nú eru síöustu sætin í Útsýnarferöum sumarsins á þrotum: Þægilegt þotuflug Kvöldflug lengirsumarleyfið tryggir ánægjulega ferð. Fyrsta flokks gæði ITALIA HEILLAR GULLNA STRÖNDIN STAÐUR SEM SLÆR í GEGN 31. mal — uppselt 15. júni —uppselt 2. júll — uppselt 16. júll — uppselt 30. júll — uppselt 13. ágúst — uppselt 27. ágúst — uppselt 10 sept. —uppselt með Útsýn-®^ sætin í Útsýnarferöum I )tum: I lug lengirsumarleyfið Otsýnarþjónusta V rsta flokks gæði — sama lága verðið. f........ \ | COSTADELSOL 1 FEROASKRIFSTOFAN I RYGGASTI SÓLSTAOUR 1 b|||k^9KB| ÚVAllll I aifunnar I wwm'mm IITvVII ISEZTU GISTISTAOIHNIR I Hd J 'I >T 11L W 11 11 ■ »1 H iB 24. júlf — 29. júir — 31. júll — 12. ágúst 14. ágúst 21. ágúst 26. ágúst 28. ágúst 4. sopt. - 18. sept. 4 sæti laus. 5 sæti laus. Uppselt — Uppselt. — Uppselt. — Uppselt — Uppselt. — Uppselt. — Uppselt — 6 sæti laus STÆRSTA OG VANDAOASTA FEROAÚRVALIÐ Kaupmannahöfn London Rlnarlönd Austurrlki Gardavatn Grikkland Rhodos Costa Brava Mallorca FEROASKRIFSTOFAN ÚTSÝN AUSTURSTRÆTI 17 SfMI 26611 — 20100 10 Ifnur, Einkaumboð á íslandi TJÆREBORG AMERICAN EXPRESS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.