Morgunblaðið - 21.07.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.07.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JULÍ 1974 Afmœtísdagur Valtýs Eftir Zacharias Topelíus En í dag fékk hann engar ávítur. Móðir hans rétti honum splunkuný sumarföt, gráa treyju, buxur og vesti... já, reyndar ósvikið vesti með hnöppum. Skyrtan lá líka nýstrokin á rúmgaflin um. Nýir sokkar héngu á stólbakinu og stígvélin, sem höfðu verið ötuð for kvöldið áður, stóðu nýpúss- uð við rúmið. Hann var ekki lengi að koma sér í skartið. En í flýtinum fór hann óvart í hægra stígvélið á vinstra fót. Það gerði ekkert til. Að vísu var það vitlaust, en auðvelt að bæta um betur. Á borðstofuborðinu voru blóm og kransar og kringla og skip með mastri og seglum. Skipið hafði Jónas smíðað þvf hann var gamall sjómaður. Val- tý hafði lengi langað til að eignast svona skip. Mikið varð hann glaður. Nú varð strax að skíra það og nafnið varð ekki af verri endanum. Víkingur skyldi það heita. HOGNI HREKKVISI „I dag róum við út í Grenihólma“, sagði pabbi. „Þar getur þú kannað, hvernig Víkingur dugar“. Síðari hluta dagsins fóru allir á stóra bátnum út í Grenihólma. Veðrið var gott, vatnið var kyrrt og litlir fiskar syntu í stórum torfum í vatnsskorpunni. Á ströndinni voru margir skrítnir steinar. Sumir svartir, aðrir hvítir og enn aðrir alveg tilvaldir til að fleyta með kerlingar. Mamma breiddi dúk á grasið og lagði fram matar- föngin. Aldrei hafði neitt bragðast eins vel. Verst var að mýflugurnar höfðu líka ágæta matarlyst og álitu Valtý sitt einkahnossgæti. En Valtýr lamdi frá sér méð trjágrein og barðist hetjulega einn gegn þúsundum. Að snæðingi loknum tók pabbi byssuna á öxl sér og gekk inn í skóginn. Mamma og Lotta fóru að tína ber. Lena þvoði matarflátin, en Jónas átti að hafa auga með drengjunum. Það var heitt í sólinni. Friðrik sofnaði og Jónas, sem hafði vakað alla nóttina til að ljúka skipasmíðinni, blundaði líka. Þá datt Valtý í hug að setja skipið sitt á flot. RESEARCH LAB. C<t \ (9)1974 McMoughl Synd., In<. O -Z2- Þessi tilraun með músina og bjölluna? Kettlingurinn fær hérna morgunsopan sinn, en myndirnar eru ekki f réttri röð og nú átt þú að koma þeim f rétta röð. Þú sérð, að hver mynd er merkt með töiustöfunum 1—4, en þannig er röðin ekki rétt. ANNA FRÁ STÓRUBORG - saga frá sextándu öld eftirJón Trausta. hefndi hann þeirra harðlega. Þó aldrei með því að bera þau til húsmóður sinnar, heldur með ertni og glettni, sem marg- sinnis gekk úr góðu hófi og illt þótti að hafa bótalausa. Þannig liðu dagarnir, vikumar og mánuðimir fyrir Hjalta í ærslafullum æskuleik, taumlausri gleði og hóflausri nautn hfsins og æskunnar, þar til einn dag, að ofurlítið atvik kom fyrir. Það var sumarið eftir að hann hafði ratað í þessa miklu hamingju. Óþurrkasamt var það sumar, og gekk illa að hirða heyin. En svo kom einn af þessum yndislegu dögum, sem eru svo sjaldgæfir og dýrmætir á Suðurlandi. Norðankælan þokaði þessari eilifu plágu, skýjakafinu, ofurlítið suður á hafið, svo að jöklamir stóðu bjartir í blárri heiðrikjunni og sjórinn fyrir söndumun blikaði eins og spegill. Það var þurrkur, — langþráður, dýrmætur þurrkur. Fjöllin og láglendið ljómuðu af gleði yfir sólskininu. Allir, sem vettlingi gátu valdið, vom önnum kafnir við að hirða töðuna á túninu á Stóruborg, sem búin var að hrekjast allt of lengi, allir — nema Hjalti. Hann snerti ekki á nokkru viki fremur þennan dag en aðra. Enginn nefndi heldur við hann að hjálpa til. Hús- móðirin var ein inni í bænum og matreiddi siálf handa verka- fólkinu, svo að enga af vinnukonunum þyrfti að tefja frá vinnunni. Allir stóðu löðursveittir, fáklæddir, og hömuðust við heyið í bakandi sólskininu, en Hjalti hentist i kringum fólkið á stöng sinni. Túnið var harðlent, og nú var það svo þurrt og svo rúmt á því, eftir því sem heyið var tekið saman, að aldrei var það betur fallið fyrir þennan leik. Hjalti gerði aðdáanleg stökk og gaut augunum jafnt og þétt til fólksins, hvort enginn hrósaði sér. En fólkið var um annað að hugsa. Það sá að vísu til hans, en enginn skipti sér af honum. Því gramdist að sjá þennan stóra slána hoppa og skoppa iðjulausan, er svo mikið lá á hverju mannsliði. Það gaut til hans illum augum í kyrrþey og hafði orð á þessu sín á milli, en á hann yrti enginn maður. Hjalti sá, hvað það hugsaði. Þessi illu augnatillit kitluðu hann eins og spjótsoddar, og skap hans reis til mótþróa og beiskrar glettni. Hann langaði til að'hefna sín, því að hon- um fannst fólkið gera sér rangt til með því að vilja ekki láta sig njóta þeirrar aðdáunar, sem hann ætti skilið. Hann fór að stríða fólkinu með því að gera því ýmislegt j til ills og tefja fyrir því. Hann stökk beint ofan í sáturnar, sem stóðu óbundnar á reipunum, nýsaxaðar upp, og dreifði þeim út um allt. Hann fór eins og hvirfilvindur um flekkina, mc6fnor9unkoff inu — Við rifumst heiftarlega 1 morgun, — en það er það gðða við Guðrfði, að þegar ég kem heim á kvöldin er allt gleymt... — Og þð þú sért forstjðri, ertu ekki hðtinu skárri en maðurinn minn þarna... Fyrsta tönnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.