Morgunblaðið - 21.07.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.07.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JULl 1974 7 Kvikmyndir Eftír Björn Vtgní Sígurpálsson , ■ ■ Vestur- fararnir Jan Troell TÓNABÍÓ hefur nu tryggt sér sýningarréttinn á nokkrum kræsi- legum myndum, sem vafalaust munu falla vel I kramið hjá þeim kvikmyndahússgestum, er aðhyll- ast svokallaðar „listrænar" kvik- myndir. Ekki verður sagt um Tóna- bió, að það hafi á síðustu misser- um verið neinn griðastaður fyrir hina vandlátari kvikmyndaunn- endur, en nú er ráðin bót þar á. Jafnframt eru flestar þessara kvik- mynda með þeim ósköpum, að þær munu ekki siður höfða til hinna, sem fremur kjósa kvik- myndahúsið i von um þægilega dægrastyttingu en að sækja þangað menningarfóður. I þessum myndum eru þrir italskir leikstjórar I eldlinunni og einn sænskur. Vafalaust er SÍÐASTA TANGÓSINS í PARÍS beðið með hvað mestri eftir- væntingu, þar sem Bertolucci fer á kostum og teflir fram Marlon Brando og Marfu nokkurri Schneider I mjög annarlegu ástar- sambandi svo ekki sé meira sagt. Enda hefur myndin orðið illræmd eða annáluð, oflofuð eða for- dæmd, ýmist nefnd stórkostlegt listaverk eða viðbjóðslegt klám, svo að fróðlegt getur orðið að fylgjast með viðbrögðunum hér heima. Lærimeistari Bertolucci, Pasolini, þeysist siðan fram á tjaldið með tvær myndir — DECAMERON og KANTAR- BORGARSÖGUR, sem báðar eru úr trfólógíunni, sem Pasolini hefur verið að gera eftir klassiskum miðaldabókmenntum. Hin siðasta i þrenningunni er mynd með sögn- um úr 1001 nótt, sem verið er að frumsýna þessa dagana viða um Evrópu. í þriðja lagi er það svo meistari Fellini og myndin nefnist ROMA, margprisað verk og merki- legt. Vikur þá sögunni að Svíanum Jan Troell og myndum hans tveimur UDVANDRANA og INDVANDRANA, sem báðar eru byggðar á hinum mikla bálki Mobergs um vesturfarana. Af öll- um myndunum hér að framan kemur Udvandrana væntanlega fyrst til sýninga. Efast ég ekki um, að hún verður mörgum ógleyman- leg kvöldstund — ekki aðeins vegna þess að þar fer stórbrotið listaverk, heldur Ifka vegna hins að finna má i henni margar hlið- stæður með vesturför landa okkar fyrir 99 árum og fram undir alda- mót. Þessar tvær myndir hafa slegið öll aðsóknarmet i Sviþjóð og viðtökur þeirra i Bandarikjun- um eru litlu sfðri. Troell er annars athyglisverður leikstjóri og ásamt Bo Widerberg helzti leikstjóri Svia, þegar frá er talinn meistari Bergman. Troell er 43ja ára að aldri, Málmeyingur að uppruna, kennari að mennt. Ljós- myndun var tómstundagaman hans á yngri árum, og þaðan var stutt leið yfir i kvikmyndirnar. Meðan hann fékkst við kennslu, uppgötvaði hann eitt sinn, að kvikmyndir eru tilvalið hjálpar- tæki við kennslu, brá á leik og gerði eina slíka kennslumynd fyrir bekkinn sinn. Hana rak með ein- hverjum hætti á fjörur sænska sjónvarpsins, sem þótti töluvert til hennar koma. Þar með var fsinn brotinn og Troell fékk sín fyrstu tækifæri. Hann komst i kynni við Bo Wilderberg, sem var ungur rit- höfundur á þessum árum og þeir unnu töluvert saman. Til dæmis annaðist Troell kvikmyndun á fyrstu mynd Wilderberg — Barna- vagninum. Kvikmyndin átti hug hans allan, er hér var komið sögu; hann sagði skilið við öryggi kennslunnar og hélt út I óvissuna, upp til Stokkhólms, þar sem hann gekk milli kvikmyndafyrirtækjanr verkefnaleit. Enginn vildi lita þessum unga sunnlendingi utan einn framleiðandi — Olle Nord- mark. sem einnig var kvikmynda- tökumaður og er nú framleiðandi hjá SF, einu stærsta kvikmynda- fyrirtæki Svíþjóðar. Hann þóttist sjá einhvern efnivið f piltinum og útvegaði honum peninga til að hann gæti gert stutta mynd. Fyrir tilsstilli Nordmark kynntist Troell Bengt nokkrum Forslund, fyrr- verandi blaðamanni og fyrrverandi kennara, sem nú var orðinn fram- leiðandi og handritahöfundur. Hann hálpaði Troell til að kvik- mynda stutta mynd, er nefndist UPPHAll I myrlandet, eftir kunnari smásögu Eyvind Johnson (og sýnd var hér i Norræna húsinu fyrir nokkrum vikum að viðstöddu fámenni). Myndin vakti verulega athygli i Sviþjóð og með myndinni HÁR HAR DU DITT LIV ári sfðar voru Troell allir vegir færir. Náin samvinna hefur verið með þeim Troell og Forslund allt siðan og Forslund hefur unnið að kvik- myndahandritum mynda Troell, svo sem OLE DOLE DOFF (mánudagsmynd f Háskólabíói) og nú að Vesturförunum. Ýmiss meiriháttar kvikmynda- félög hafa lengi haft augastað á Vesturförum og buðu Moberg heitnum gull og græna skóga fyrir kvikmyndaréttin. Moberg heitinn var hins vegar ósveigjanlegur og það var ekki fyrr en hann hafði séð HÁR HAR DU DITT LIV, að hann sagði: „Verði Vesturfararnir einhvern tima kvikmyndaðir, mun Jan Troell annast það." Ekki veit ég hvort Moberg auðnaðist að sjá afprengi sitt holdgast á hvita tjaldinu — hann andaðist um likt leyti og siðari myndin var tekin til sýninga. I báðum þessum myndum hefur Troell f kringum sig einvalalið leikara, svo sem Liv Ullman, Max von Sydow, Allan Edwall oq Monicu Zetterlund. Von Sydow leikur Karl Óskar og Ullman Kristínu, hjón sem búa við örbirgð og vonleysi i Smálöndunum, tekst ekki að láta endana ná saman. hvernig sem þau strita. og afráða því að freista gæfunnar I Nýja heiminum. Troell hefur einnig lagt mikla rækt við hinn myndræna þátt VESTURFARANA og er takan viða hrífandi fögur — svo mjög að hann hefur jafnvel verið gagn- rýndur fyrir að birta áhorfandan- um Svfþjóð fátæktarinnar i sfnu fegursta skarti. „Sviþjóð er falleg," svarar hann þá. „Taki maður eðlilega mynd af sænsku landslagi og framkalli það rétt, er það fagurt. Það var ekki sfður fagurt árin sem fólkið dó úr sulti. Hvi skyldi ég þurfa að utata Svíþjóð aðeins til að sýna þjóð- félagslega afstöðu? Nei, ég leitast við af einlægni að birta áhorfandanum landið eins og það leit þá út í augum fólksins." Troell játar, að vitneskjan um, að milljónir væntanlegra áhorfenda kæmu að sjá myndina með fyrirfram mótaðar skoðanir um persónur og atburði eftir lestur bókanna, hafi nærri orðið honum ofviða, svo að við lá. að hann afþakkaði boðið um að gera myndirnar. En hann stappaði i sig stálinu með þeim rökum, að hann þyrfti Ifka að hugsa um þá, er aldrei hefðu lesið þessar bækur Mobergs. Raunar kvað hann alla aðstandendur myndarinnar hafa átt við þetta vandamál að striða. „Af þessari ástæðu þurftum við oft að bera saman bækur okkar. Við reyndum jafnan marga lykla, áður en við opnuðum dyrnar. Kvikmynd er aldrei eins manns verk. Kvikmynd er árangur sam- vinnu. Ég fagna því aftur á móti að hafa fengið að stýra þessari sam- vinnu. En ég hefði ekki gert Udvandrana að þeirri mynd. sem hún er, einn mins liðs. Til að vera i takt við tímann getum við sagt — myndirnar eru árangur fjöl- miðlunar." Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓTATÚN 27 sími 25891. Fender Precision Bassagítar og Fender Bassman 50 bassamagnari til sölu. Upp- lýsingar í sima 36967 næstu kvöld. Austin mini 1973 til sölu samkomulag með greiðslu, sími 1 6289. Tvær konur og karlmaður óskast strax til starfa i rækju- vinnslu í Kópavogi. Hálfsdags vinna ef óskað er. Sími 16260 á skrifstofutíma og 42 540. Rafvirkjameistari 21 árs gamall piltur óskar eftir að komast að sem nemi í rafivrkjun. Uppl. í síma 34829 eða 84221 í dag eða morgun, eftir kl. 7. íbúð óskast til leigu á Akureyri. Uppl. í sima 95-4685 eftir kl. 7 á kvöldin. Chevrolet Nova til sölu. Upplýsingar í síma 27951. Til sölu úrvals svanadúnsængur. Simi 92- 6517. Umbeðnar sængur óskast sóttar sem fyrst. Póstsendi. Bíll til sölu Volvo fólksbill árg. '72, ekinn 53 þús. km. Skoðaður '74. Uppl. I sima 82935. Til sölu Fiat 127 árg. '73 til sölu. Ekinn 14 þús. km. Uppl. í síma 85757. Til leigu ný 4ra herb. íbúð á Stóragerðis- svæðinu. Leigist frá miðjum ágúst. Tilboð er greini frá fjölskyldustærð sendist Mbl. fyrir miðvikudags- kvöld merkt: ..Leiga 18 — 1 489”. Til sölu Ford LTD. Country squire, mjög fallegur bill ekinn 60.000 km skipti á ódýrari bíl koma til greina. Upplýsingar í síma 201 60 og 37203. Trérennibekkur. Ný semiátomatiskur rennibekkur til sölu. Verð kr. 250.000. —. Upplýsinqar eftir kl. 17 í síma 96-12490. Ungur laghentur maður óskar eftir að komast á samning hjá rafvirkja. Uppl. i síma 40432. Okkur vantar litla íbúð í Reykjavík eða Kópa- vogi. Þrennt í heimili. Einhver fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upp- lýsingar í síma (96) 12314. Flygel Gott (Baby Grand) Flygel til sýnis og sölu á Þingholtsbraut 19. Milli kl. 1 0 og 1 2 mánudag. Ungt par með 1 barn óskar eftir að kaupa eða leigja íbúð i sjávarþorpi úti á landi, þarf að vera laus i septem- ber n.k. Tilboð sendist augl. Mbl. 1161. Hænuungar til sölu 2ja og 310 mánaða. Uppl. i sima 1 2622 milli kl. 1 9—2 1 siðdegis i dag og á morgun. Til sölu Volvo 145 árg. '72 de luxe. Vel með farinn. Litið ekinn. Sem nýr. Rauður 7 manna. Uppl. i sima 33799. Nýlegt hjólhýsi, stærri gerð til sölu. Upplýsingar i sima 12572. 24 ára nemi óskar eftir 'h dags vinnu. Margt kemur til greina. Hef bil. Upplýsingar i sima 4291 3. Timbur til sölu Notað mótatimbur til sölu. 1x6 og 1x4. Sími 6296 Ólafsvík. Keflavík 4ra herb. ibúð til leigu. Fyrirfram- greiðsla æskileg. Tilboð merkt: 961, sendist afgr. Mbl. i Keflavik. Keflavík — íbúð Einbýlishús til leigu. 3 herb. og eldhús. Uppl. í Krísuvík i gegnum 02. Málið meira Finnbjörn Finnbjörnsson málara- meistari, sími 72209. mnRCFRLDRR mÖCULEIKR VÐRR Veitingaskáli til sölu Veitingaskálinn að Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd er til sölu ef viðunandi tilboð fæst. Allar nánari upplýsingar veitir Árni Halldórsson hrl., Skóla- vörðustíg 12, Reykjavík milli kl. 2 og 4 virka daga, sími 17478.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.