Morgunblaðið - 21.07.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.07.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JULl 1974 Getum útvegað fyllingarefni (grús) heimkeyrt Vörubílastödin Þróttur, sími 25300. Húsnæði. 1 000 — 1 500 fm húsnæði óskast til leigu. Góð að- og innkeyrsla nauðsynleg, líka góð bilastæði. Tilboð sendist Mbl. merkt „1230" fyri r 26 júlí n.k. Framtíðarstarf. Viljum ráða ungan mann til afgreiðslustarfa strax. Allar uppl. hjá verzlunarstjóranum í Herrabúðinni við Lækjartorg eða í síma 1 1 595. H^AXcJ^vJl V I Ð LÆKJARTORG 'J 21 Broncóinn hæstur Morgunblaðinu hefur borizt ársfjórðungsskýrsla Hag- stofunnar um bílainnflutninginn. Söluhæstu fólksbílarnir hérlendis fyrstu sex mánuði ársins eru þvf samkvæmt þessari skýrslu: Ford Bronco .................567 Fiat 127 ....................407 Ford Cortina.................373 Austin Mini..................322 Fiat 128 ....................299 Verzlunarpláss Höfum til leigu 80 fm verzlunarpláss í nýju húsi við Síðumúla. Allar upplýsingar á skrifstofunni. Lögfræðingar: J6n Ingólfsson, Már Gunnarsson, Garðastraeti 3. sími 11252. MARGFALDAR MARGFALDAR IMiiMlitfel; 2tlov0nnXilat>it> Fasteignir Vélsmiðjunnar Kletts h/f við Vesturgötu og Vesturbraut í Hafnarfirði til sölu. Aðalhúsið er þriggja hæða steinhús, hver hæð um 220 ferm. Við hliðina á því er annað steinhús, tveggja hæða, um 100 ferm. Á baklóð er þriðja húsið, sem er um 250 ferm. að grunnfleti. Við Vesturbraut er steinsteypt íbúðarhús, hæð, kjallari og ris. Þessar fasteignir eru staðsettar á mjög góðum stað í næsta nágrenni við höfnina. Nánari upplýsingar gefur: Fasteignasala Árna Gunnlaugssonar Austurgötu 10, Hafnarfirði sími 50764. Dagskm 10.57 Blásið til hátíðar. ísland farsælda frón. Leikið á lúðra af efri barmi Almannagjár. 11.00 Hringt klukkum Þingvallakirkju. 11.02 Þingfundur settur að Lögbergi. Þingsályktunartillaga um landgræðslu og gróður- verndaráætlun til minningar um 1100 ára búsetu þjóðarinnar í landinu tekin til 2. umræðu og end- anlegrar afgreiðslu. Einn alþingismaður frá hverj- um flokki tekur til máls og talar í fimm mínútur. 12.00 Hlé. 13.20 Lúðrasveitir leika á Kastölum. Rís þú, unga íslands merki, eftir Sigfús Einarsson. Lýsti sól, eftir Jónas Helgason. Öxar við ána, eftir Helga Helgason. Ég vil elska mitt land, eftir Bjarna Þorsteinsson. Blessuð sértu,sveitin mín.eftir Bjarna Þorsteinsson. Stjórnendur lúðrasveita eru Páll Pampichler Páls- son, Sæbjörn Jónsson og Ólafur Kristjánsson. 13.30 Biásið í lúðra. 13.32 Þjóðhátíð. Matthías Johannessen, skáld, formaður Þjóðhátíð- arnefndar 1974, flytur inngangsorð. 13.40 Karlakórar syngja. Víst ertu, Jesú, kóngur klár. Söngstjóri Haukur Guðlaugsson. 13.43 Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, flytur ávarpsorð. 13.53 Karlakórar syngja. Yfir voru ættarlandi. Söngstjóri Haukur Guðlaugs- son. 13.55 Þjóðarganga. Gengið undir fánum byggða frá Öxarárbrú um veg austan hátíðarsvæðis og inn á Efrivelli að norðan, og fylkt undir fánum við Fangbrekku. 13.55 Lúðrasveitir leika á Kastölum. Öxar við ána, mars eftir Árna Björnsson. Vormenn íslands, eftir ísólf Pálsson. íslands Hrafnistumenn, eftir Emil Thoroddsen. Gamlir félagar, eftir Árna Björnsson. Fanfare, eftir Karl O. Runólfsson. 14.10 Blásið í lúðra. 14.12 Forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, flytur hátíðar- ræðu. 14.35 Karlakórar syngja. Ó, guð vors lands. Söngstjóri Jón Ásgeirsson. Ætlast er til að allir viðstaddir taki undir með karlakórunum. 14.40 Hátíðarljóð, eftir Tómas Guðmundsson. Höfundur flytur ljóðið. 14.47 Sinfóníuhljómsveit íslands. Verðlaunaverkið Tilbreytni, eftir Herbert H. Ágústsson. Páll Pampichler Pálsson stjórnar hljómsveitinni. 15.05 Blásið í lúðra. 15.07 Ávörp gesta. Lúðrasveitir undir stjórn Páls Pampichlers Páls- sonar leika söng Álandseyja. Fulltrúi Álendtnga flytur ávarp. Lúðrasveitir leika þjóðsöng Bandaríkjanna. Fulltrúi Bandarikjamanna flytur ávarp. Lúðrasveitir leika þjóðsöng Danmerkur. Fulltrúi Dana flytur ávarp. Lúðrasveitir leika þjóðsöng Finnlands. Fulltrúi Finna flytur ávarp. Lúðrasveitir leika þjóðsöng Færeyja. Fulltrúi Færeyinga flytur ávarp. Lúðrasveitir leika þjóðsöng írlands. Fulltrúi íra flytur ávarp. Lúðrasveitir leika þjóðsöng Kanada. Fulltrúi Kanadamanna flytur ávarp. Lúðrasveitir leika þjóðsöng Noregs. Fulltrúi Norðmanna flytur ávarp. Lúðrasveitir leika þjóðsöng Svíþjóðar. Fulltrúi Svía flytur ávarp. Skúli Jóhannsson, fulltrúi Vestur-íslendinga, flytur ávarp. Karlakórar syngja Þótt þú langförull legðir. Stjórnandi Jón Ásgeirsson. Hlé. 16.00 16.01 Karlakórar syngja. Hver á sér fegra föðurland, eftir Emil Thoroddsen. Stjórnandi Jón Ásgeirsson. Þú álfu vorrar yngsta land, eftir Sigfús Einarsson. Land míns föður, eftir Þórarin Guðmundsson. ísland ögrum skorið, eftir Sigvalda Kaldalóns. Stjórnandi Eiríkur Sigtryggsson. 16.15 Skólahljómsveit Kópavogs. Rímnadansar, eftir Jón Leifs. Stjórnandi Björn Guðjónsson. 16.20 Halldór Laxness, rithöfundur. Ávarp í minningu bókmenntanna. 16.30 Sinfóníuhljómsveit íslands. Verðlaunaverkið Ellefu hugleiðingar um landnám, eftir Jónas Tómasson. Páll Pampichler Pálsson stjórnar hljómsveitinni. 16.45 Karlakórar syngja. Ár var alda, eftir Þórarin Jónsson. Stjórnandi Jón Ásgeirsson. Karlakórar syngja með Sinfóníuhljómsveit íslands. Landið vort fagra, eftir Árna Thorsteinsson. Þér landnemar, eftir Sigurð Þórðarson. Brennið þið, vitar, eftir Pál ísólfsson, Stjórnandi Páll Pampichler Pálsson. 16.55 Sinfóníuhljómsveit íslands og karlakórar. Minni íslands, eftir Jón Leifs. Páll Pampichler Pálsson stjórnar hljómsveitinni. 17.07 íþróttir. Glíma, sýning og jafnaðarglíma á vegum Glímu- sambands íslands. 17.19 Hlé. 17.30 íþróttir. Frjálsíþróttir: 100 metra hlaup kvenna og 1500 metra hlaup karla á vegum Frjálsíþróttasambands íslands. Þjóðdansar: Flokkur Vestur-íslendinga sýnir. Leikfimi: Flokkar á vegum Fimleikasambands íslands sýna. Félög og stjórnendur: Flokkur karla frá Glírnu- félaginu Ármanni, stjórnandi Guðni Sigfússon. Flokkur frá fimleikafélaginu Gerplu, Kópavogi, stjórnendur Margrét Bjarnadóttir og Friðbjörn Ö. Steingrímsson. Flokkur stúlkna frá íþróttafélagi Reykjavíkur, stjórnandi Olga B. Magnúsdóttir, hljómlist Carl Billich, og flokkur stúlkna og pilta úr Húnavatnssýslum og Strandasýslu, stjórnandi Höskuldur Goði Karlsson. Flokkur stúlkna frá íþróttakennaraskóla íslands annast lokaatriði fyrir fánakveðju. Stjórnandi Mínerva Jónsdóttir. 19.20 Forsætisráðherra kveður hátíðargesti. Fánakveðja. Fánaberi Guðmundur Freyr Halldórs- son. 19.30 Þjóðhátíð lýkur. ísland farsælda frón. Leikið á lúðra af efri barmi Almannagjár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.