Morgunblaðið - 21.07.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.07.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JtJLl 1974 15 Sveinn Hjörleifsson fékk silfurskeifu frá Tamninga- Tvær broshýrar. Fróði, 4ra vetra stóðhestur frá Vatnsleysubúinu. mannafélaginu fyrir góða ásetu. Sörli varð i öðru sæti. Slógu þeir þar með gildandi landsmet, sem er 61,4 sek. Daginn áður hafði Frúarjarpur Unnar Einarsdóttur slegið metið með því að hlaupa á 59,9 sek. í milliriðlum og varð því mikil eftirvænting með hann. En hann reyndist hins vegar eitthvað illa upplagður og lenti í fjórða sæti með tímann 60,7 sek. í þriðja sæti varð Léttir Sigurðar Sig- finnssonar, sem hljóp á 60,7 sek. Er athyglisvert, að tími fjögurra fyrstu hestana var betri en Lands- metstíminn. I 300 metra stökki varð hlut- skörpust Nös Jóns Ólafssonar. I úrslitahlaupinu hjóp hún á 21,4 sek en f milliriðli daginn áður á 21,3 sek. Gildandi landsmet er hins vegar 21,5 sek. Þess má geta, að Nös er aðeins 5 vetra gömul. Önur varð Loka Þórdísar Alberts- sonar, sem hljóp á 21,6 sek. Þriðji varð Óðinn Harðar G. Albertsson- ar á 21,8 sek. I úrslitahlaupinu í 1500 metra brokki gerðist það, að allir hest- arnir hlupu upp, því varð að láta nægja tíma i milliriðum. Bezta tímann þar hafði Funi Marteins Valdimarssonar, 3:15,6 sek. Ann- ar varð Kommi Einars Karelsson- ar á 3:24,6 sek og þriðji Neisti Halls Jónssonar 3:31,2. 0 Verðlaunum misskipt Nokkurrar óánægju gætti um skiptingu verðlauna í hlaupun- um. T.d. voru fyrstu verðlaunin f brokki tíu sinnum lægri en verð- launin í skeiði, þ.e. aðeins 6000 krónur. Var ekki laust við, að kurraði í brokkmönnum yfir þessu. Eins var mikill munur á verðlaunum í 300 og 800 metra stökki. I 800 metrunum voru 1. verðlaun 50 þúsund en 20 þúsund 1300 metrunum. Hins vegar eiga forráðamenn mótsins allt hól skilið fyrir góðan undirbúning og skipulagningu. Öll dagskráratriði gengu fljótt og vel fyrir sig og urðu engar tafir á milli atriða. Mótinu var slitið á sunnudags- kvöld og riðu flestir heim á leið þá strax um kvöldið. Var tilkomu- mikið að sjá hópa hestamanna ríða yfir Svartá í næturkyrrðinni við eld hinnar skagfirzku mið- nætursólar. -Pje Hott, hott og áfram með þig. Sigurður og Reynir hvetja hesta sína sfðasta spölinn. -Sy. Afkvæmi Hyls frá Kirkjubæ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.