Morgunblaðið - 21.07.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.07.1974, Blaðsíða 32
Fékkst þú þér TRDPICANA ■ i morgun ? TilEfNA ^ frá Florida SUNNUDAGUR 21. JULl 1974 Ég er sjálfur dauðhræddur” sagði Taylor skipstjóri, er fyrsta skotið hæfði Forester Seyðisfirði, frá Ingva Hrafni Jónssyni blaðamanni Mbl. — ÞAÐ VAR heldur lágt risið á skipverjum á Hull- togaranum C.S. Forester, er hann lagðist aö bryggju á Seyðisfirði klukkan rúm- lega 9 í gærmorgun undir stjórn varðskipsmanna af varðskipinu Þór. Það var kannski ekki furða, þegar á það er litið, að er Þór stóð togarann að meintum ólög- legum veiðum 1,5—1,6 sjó- mflur innan 12 mflna fisk- veiðitakmarkanna út af Hvalbak, var togarinn kominn með fullfermi og var að leggja af stað til Bretlands með það fyrir augum að selja á fisk- markaðinum f Hull á mánudag eða þriðjudag. í samtölum við skipverja kom fram, að mikil skelfing greip um sig meðal þeirra, þegar kúlur varðskipsmanna tættust inn í siðu togarans, en þó einkum er ein kúlan sprakk upp um mitt að- gerðarþilfarið nokkra metra frá þeim stað, þar sem þeir höfðu leitað skjóls. Blaóamaður og ljósmyndari Mbl. flugu í gærmorgun austur að Dalatanga með flugvél frá leigu- flugi Sverris Þóroddssonar og komu að varðskipinu og togaran- um um kl. 07.00 skammt suður af Dalatanga. Togarinn sigldi þá fulla ferð og var ekki að sjá, að skothríðin f fyrradag hefði skert neitt vélarorku hans. Varðskipið Þór undir skipstjórn Höskulds Skarphéðinssonar skipherra sigldi nokkru utar. Eins og fyrr segir lögðu skipin að bryggju á Seyðisfirði rúmlega níu og þá þegar gengu um borð í það 3 lögregluþjónar frá Seyðis- firði og tóku varðstöðu, en Frið- geir Olgeirsson fyrsti stýrimaður á Þór gaf skipun um, að engum skyldi hleypt um borð. Fréttum við síðar, að það hefði verið beiðni Richard Taylors skipstjóra, sem vildi ekki hitta fréttamenn að máli nú, er hann var í 5. skipti færður til hafnar af varðskipi “ «1» < 4 Föstu aðvörunarskoti skotið að Forester, en Taylor lét ekki segjast. fyrir meint landhelgisbrot. Taylor skipstjóri varaðist að láta sjá sig í brú skipsins og tókst ekki að ná mynd af þessum góðkunn- ingja íslenzku landhelgisgæzlunn- ar. Hins vegar hittum við á máli nokkra skipverja og spjölluðum við þá yfir lunninguna. ALDREI EINS HRÆDDIR Við spurðum fyrst, hvort þeir hefðu verið hræddir, er skothríð- in hófst og þeir svöruðu allir f kór, að þeir hefðu aldrei orðið eins hræddir á ævi sinni. Skip- stjórinn skipaði öllum mann- skapnum að standa í hnapp aftan við og undir brúnni. Þar stóðu svo skipverjar meðan hver sprengi- kúlan á fætur annarri buldi á skipinu. Er auðvelt að gera sér í hugarlund sálarástand mann- anna, sem þarna hímdu, og kannski ekki síður mannsins á fslenzka varðskipinu, sem hafði það hlutverk að reyna að hæfa skipið þannig að það stöðvaðist. Þá höfðu varðskipsmenn, skip- verjar á brezka eftirlitsskipinu Hausa svo og eigendur útgerða- fyrirtækisins Newington Trawl- ers f Hull gert margítrekaðar, en árangurslausar tilraunir til að fá Taylor skipstjóra til að gefast upp. Taylor lýsti því hins vegar yfir frá fyrstu stundu, að hann myndi aldrei gefast upp, hann myndi ekki láta sig fyrr en skipið yrði skotið í kaf. Verkefni varð- skipsmanna lá því ljóst yfir. Við fréttum, að í þvi er fyrsta skotið hæfði skipið var léttadrengurinn að koma inn í brú með te handa Taylor skipstjóra. Varð drengn- um skiljanlega illt við og missti mest niður af teinu. Taylor skip- stjóri sneri sér þá að honum og spurði, hvort hann væri hræddur. Því játaði drengurinn og sagði þá skipstjóri. „Það er ekkert ein- kennilegt, ég er sjálfur dauð- hræddur." SONUR TAYLORS Meðal þeirra skipverja, sem við spjölluðum við yfir lunninguna, var kornungur sonur Taylors skipstjóra og var hann óneitan- lega daufur í dálkinn og miður sfn. Þetta var fyrsta ferð hans með föðurnum. Skipverjar hörmuðu mest, að velheppnuð veiðiferð var að engu orðin og hýran engin. Þeir höfðu fyllt skipið af fallegum fiski á 12 dögum og voru á heimleið. Ein- kennileg tilviljun, að þegar Taylor var síðast tekinn var hann einnig komin með fullfermi, gat bætt tveimur tonnum í lestar- lúguna. Skipverjar sýndu okkur verksummerkin eftir kúlurnar og þeim var greinilega mest brugðið, er þeir sýndu okkur hvar ein kúlan hafði komið upp í miðju aðgerðarþilfarinu. En þeir kunnu líka að gera að gamni sínu og höfðu orð á því að líklega þyrfti að endurnýja salernispappírs- birgðir skipsins áður en haldið yrði úr höfn á ný. Annar sagðist hafa beðið svo heitt að hann hefði vængi, að engu hefði munað, að hann tækist á loft. Um borð í varðskipinu Þór hitt- um við Höskuld Skarphéðinsson skipherra og hann skýrði okkur f stuttu máli frá atburðarásinni. KLIPPT A TOGVÍRANA — Það var um 6 leytið á föstu- dagsmorgun, að við komum að togaranum, þar sem hann var að veiðum ASA af Hvalbak 1,5—1,6 sjómílur innan tólf mflna mark- anna skv. okkar mælingum. Togarinn var að toga, er við Framhald á bls. 30 Telpa lést af lyfjatöku Lftil stúlka, hálfs annars árs, lézt árdegis á fimmtudag f Barna- spftala Hringsins af völdum lyfs, sem hún tók inn kvöldið áður. Telpan komst f lyfið, sem ætlað var fullorðnum, átt nokkrar töfl- ur og sofnaði. Komst hún ekki aftur til meðvitundar. Þegar þess varð vart að telpan hafi tekið inn lyfið, sem var með áletrun „geym- ist þar sem börn ná ekki til“, var hún flutt f slysadeild Borgar- spftalans, en þaðan á Barna- spftala Hringsins. Tildrög slyssins voru þau, að telpan var að leika sér og náði f tösku móður sinnar, sem var að útbúa kvöldverð. Strax og ^runur kom upp um, að telpan hefði gleypt lyfið var haft samband við vaktlækninn f Hafnarfirði, þar sem foreldrar telpunnar búa. Hann ráðlagði að telpan yrði um- svifalaust flutt f slysadeildina, þar sem hún var tekin til með- ferðar, en síðan flutt í barnadeild- ina. Þar lézt litla stúlkan hálfum sólarhring eftir að hún neytti lyfsins. Þetta hörmulega slys sýnir, að aldrei er nógsamlega brýnt fyrir fólki að geyma lyf, þar sen börn ná ekki til. öll lyf eru hættuleg litlum börnum, jafnvel s kleysis- leg lyf eins og magnyl, geta orðið börnum að f jörtjóni. 5 slasast alvarlega Nokkrir skipverja á Forester. Drengurinn lengst til hægri er sonur Taylors skipstjóra. MJÖG alvarlegt umferðarslys varð um hádegisbil f gær f Kolla- firði f Austur-Barðastrandar sýslu. Fimm manns slösuðust alvarlega og er Morgunblaðið fór f prentun í gærdag var Slysa- varnafélag Islands að senda þyrlu Landhelgisgæzlunnar, TF-GNA, til þess að sækja fólkið. Nánari fréttir af slysinu höfðu ekki borizt f gær, en um fimmleytið var þyrlan væntanleg til Reykjavíkur. Með þyrlunni fór vestur læknir frá slysadeild Borgarsðftalans, Brynjólfur Mogensen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.